Leita í fréttum mbl.is

ESB: Hvalveiðar ekki vandamál við opnun umhverfiskaflans - sérlausn nú þegar í landbúnaði!

Össur-SkarphéðinssonESB setur ekki fram kröfu um að Íslendingar breyti fyrirkomulagi á hvalveiðum, þegar kaflinn um umhverfismál verður opnaður í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Þetta kom fram á opnum fundi með Össuri Skarphéðinssyni á Alþingi í dag og RÚV sagði frá í kvöldfréttum.

Einnig var rætt ítarlega við Össur í síðdegisútvarpi Rásar 2 og þar sagði Össur að ESB byði Íslendingum nú þegar sérlausn á sviði landbúnaðarmála, þar eð landið þurfi ekki að vera búið að gera breytingar landbúnaðarkerfi landsins þegar aðildarviðræðum lyki.

Fram hefur komið í fjölmiðlum í dag að stefnt er á að opna alla kafla aðildarviðræðna á næsta ári, en þá verða m.a. Danir í formennsku ESB.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Ertu með þessu að reyna að segja að áframhaldandi hvalveiðar verði ekki vandamál í aðlögunarferlinu?

 

Svo er náttúrlega alveg geggjaður díll að það þurfa ekki að vera búinn að breyta kerfinu  ÁÐUR en kíkt verður í pakkann.

Haraldur Rafn Ingvason, 23.11.2011 kl. 18:56

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þið eruð ótrúlegir í blekkingariðjunni eða hafið hreinlega misskilið viðtalið við Össur í gær. Ég náði því þó, og þar kom fram, að þeir hafa einungis samþykkt (eflaust Esb. vegna, til að stuða okkur sem minnst, til að fæla okkur síður frá) að gera það ekki að kröfu sinni, að við verðum að banna hvalveiðar, áður en þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin, en ... undirskilið er einmitt þetta: að eftir að hún er afstaðin og ef þeir fengju "aðild" okkar, þá félli þessi fallexi þeirra á hvalveiðigreinina hér á landi. Auðvitað reyna þeir -- og þið -- að láta sem minnst á því bera fyrir fram!!!

Svo stóðu fréttamennirnir (Hallgr. Th. og hinn) sig afar illa í spurningum eða öllu heldur ekkispurningum til Össurar í þessum þætti á síðdegisútvarpinu, og það sama átti við um viðtal þeirra við Vilhjálm Egilsson. Alveg saga til næsta bæjar hvað þeir Ö+V sluppu þar létt með arfalélegan málstað sinn.

Jón Valur Jensson, 24.11.2011 kl. 23:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson.

Hversu margir Íslendingar lifa á selveiðum og hákarlaveiðum?!

Sjómenn veiða bæði sel og hákarl án þess að ætla sér það sérstaklega og enginn kemur í veg fyrir að það kjöt sé nýtt.

Súrsaðir selshreifar geta því staðið út úr eyrunum á þér nótt sem nýtan dag, enda þótt Ísland verði í Evrópusambandinu.

Hrefnuveiðar hér skapa ENGAR sérstakar tekjur, því hrefnukjötið kemur Í STAÐ kjöts frá íslenskum bændum, sem missa þannig spón úr aski sínum til hrefnuveiðimanna.

Þar að auki eru hvalveiðar hér einungis SUMARVINNA. Íslenskir bændur vinna hins vegar allt árið.

Þorsteinn Briem, 25.11.2011 kl. 02:07

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hundrað og fimmtíu hrefnur eru einungis um 0,3% af hrefnustofninum hér og 150 langreyðar um 0,7% af langreyðarstofninum. Þar að auki er langreyðurin einungis hluta af árinu hér við land og hér voru veiddar einungis 69 hrefnur og 125 langreyðar sumarið 2009.

Langreyðurin heldur sig á djúpslóð og er fardýr, líkt og flestir aðrir hvalir hér við land, og um þessi fardýr gilda alþjóðlegir samningar.

Af fæðu hrefnunnar er ljósáta 35%, loðna 23%, síli 33% og þorskfiskar 6%. Og langreyðar éta svifkrabbadýr (ljósátu), loðnu og sílategundir, samkvæmt rannsóknum Hafrannsóknastofnunar.

Norðmenn hafa einnig étið hrefnukjöt en þeir hafa sjálfir veitt töluvert af hrefnu, þannig að ekki seljum við hrefnukjötið til Noregs.

Og við gætum eingöngu selt langreyðarkjöt til
Japans en Japanir veiða sjálfir stórhveli og verð á hvalkjöti þar myndi væntanlega lækka með auknum innflutningi.

Japanskir hvalveiðimenn yrðu nú ekki hrifnir af slíku og Japanir ráða því sjálfir hvort þeir leyfa innflutning á langreyðarkjöti hverju sinni.

Þorsteinn Briem, 25.11.2011 kl. 02:08

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.11.2011:

"
Talningar á fjölda landsela við  Íslandsstrendur fóru fram í júlí til september síðastliðins á vegum Selaseturs Íslands."

"Að meðaltali sáust um 4.512 landselir en sú tala er mitt á milli talningarniðurstöðu áranna 2003 og 2006.

Þrátt fyrir síminnkandi veiðar landsela benda þessar niðurstöður til að landselsstofninn hafi ekki rétt úr kútnum síðan árið 2003.

Skýringar á því geta verið margvíslegar, meðal annars er líklegt að slysaveiðar á sel í fiskinet hafi neikvæð áhrif á landselsstofninn.
"

Selasetur Íslands

Þorsteinn Briem, 25.11.2011 kl. 02:10

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Steini Briem dirfist ekki að mæla gegn þeirri frekju síns heittelskaða Evrópusambands að stjórna fiskimiðum okkar, hann tekur það þvert á móti sem sitt hlutverk að reyna að undirbúa Íslendinga, gera þá óvissa um nytsemi veiðanna, þæfa málið o.s.frv., þótt selveiðar hafi t.d. frá alda öðli verið meðal réttmætra hlunninda jarða og stuðlað að því að halda niðri hringormi í fiski og þó að hvalveiðar hafi sannarlega verið arðbærar á Íslandi á 20. öld. Bæta má við hákarlinum: á honum bannar Evrópusambandið líka atvinnuveiðar, eins og á sel og hval, og allt hefur samt þetta sína þýðingu í flóru íslenzkra atvinnuvega og fyrir byggðir landsins.

En Steini sýnir hér sitt frumkvæði: vel vaninn er hann til undirgefni við stórveldið, sem hann ætlar að lúta í miklu fleira en þessu á komandi árum.

Jón Valur Jensson, 25.11.2011 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband