Leita í fréttum mbl.is

Samtök Iðnaðarins: ESB afstaðan óbreytt - SI vill klára samningana - málið langtímamál!

Helgi MagnússonÞátturinn Klinkið á Stöð 2/ www.visir.is tók viðtal við Helga Magnússon, formann Samtaka Iðnaðarins á Þorláksmessu og ræddi þar meðal annars um ESB-málið.

Þar kom skýrt fram að afstaða samtakanna er óbreytt, S.I. vill klára aðildarviðræðurnar við ESB og leggja samninginn í dóm þjóðarinnar. Helgi sagði þetta vera langtímamál, sem ætti að klára!

Sammála!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Hvað ef "samningar"takast ekki.Hvað er vesalings maðurinn að fara.Á samt að "klára aðildarviðræðurnar og leggja niðurstöðurnar í dóm þjóðarinnar".Hvað er vesalings ESB sinninn að fara.

Sigurgeir Jónsson, 11.1.2012 kl. 18:30

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Kæri Sigurgeir: Það eru afar litlar líkur á því að samningar takist ekki, slíkt hefur ekki verið raunin hjá þeim 27 Evróþjóðum sem gengið hafa í ESB!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 11.1.2012 kl. 19:00

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vonandi er hægt að koma með staðreyndir sem fyrst á borðði,  hvað það þyðir að sækja um aðild að ESB og kjósa um það.En hvort hægt sé að kalla slíkt" samning er annað mál.En hvað um Tyrki, hafa þeir komið með einhvern "samning" heim til Ankara eftir 10-15 ár frá umsókn.Er ekki heiðarlegast fyrir einræðisstjórn Jóhönnu og Steingríms að viðurkenna það, að ekki er verið að semja um eitt né neitt heldur er ESB að reyna að fá Ísland til að smþykkja grundvallarlög ESB sem ekki stendur til að breyta.Ef verið er að reyna að semja um eitthvað þá verða menn líka að viðurkenna þá staðerynd að samningaviðræður leiða ekki alltaf til samnings.Það hlýtur að sjálfsögðu að eiga við um ESB eins og önnur mannanna verk.Ef ekki verður hægt að kjósa um ESB aðild fyrir næstu Alþingiskosningar þá hlýtur Alþingi að taka ákvörðun um það, að kosið verði um það í Alþingiskosningunum, hvort haldið skuli áfram aðildarviðræðunum á grunni þess sem þá liggur fyrir.Nei við ESB.  

Sigurgeir Jónsson, 11.1.2012 kl. 20:25

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hvernig langtímamál og fyrir hverja?

Lífsins skóli hefur kennt mér að ekki er allt sem sýnist. Það er eins gott að þeir sem koma með órökræddar fullyrðingar geri nákvæmlega grein fyrir háskóla-bókmennta-lífsreynslu sinni, ef þeir vilja að svikinn og rændur stritandi almenningur á Íslandi trúi því að sem þeir eru að tala fyrir!

Eru þeir að tala fyrir réttindum almenns skattborgara þessa lands?

Lífsins skóli er þrotlaust visku-strit, og ég ætlast til að útvaldir heiðarlegir og háskóla-lífsreynsluríkir strákar/stelpur hafi orðið, ef almenningur á að taka mark á háskólafólkinu!

Auðjöfrakeyptir háskólastrákar/stelpur eru oft byssukúlurnar sem drepa réttlætið og lýðræðið með sinni yfirborguðu lygi og blekkingum. Ég vorkenni þeim sem hafa látið blekkja sig til slíks. Öll erum við breysk og mannleg mistök eru lífsins skóli.

Fyrirgefning almennings er leiðin að leiðréttingunni, frá blekktum sakleysingjum/reynsluleysingjum banka-nets heims-fjárglæfra-mannanna. Það segir enginn frá, ef honum verður ekki fyrirgefið það sem hann gerði rangt.

Ábyrgð sinnulausra kjósenda er ekki minni en ábyrgð þeirra sem gerðu rangt!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.1.2012 kl. 22:35

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ólafur Þ. Stephensen ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins:

28.6.2011:


"Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan TÓK ÓVENJULEGA STUTTAN TÍMA, um átta mánuði.

Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið.

Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög.

Það er til vitnis um þá AÐLÖGUN ÍSLANDS að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega MIKLU LENGRA KOMIÐ Í AÐLÖGUN SINNI AÐ SAMBANDINU EN ÖNNUR RÍKI sem sótt hafa um aðild. "

Þorsteinn Briem, 11.1.2012 kl. 22:44

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Jafnvel Mörður Árnason Samfylkingarmaður var að viðurkenna sannleikann: að lög Evrópusambandsins yrðu hér æðstu lög (eins og ég hef margsinnis verið að minna hér á).

"Um undanþágur frá yfirþjóðlegu valdi Evrópusambandsins, til að mynda forgangsáhrifum Evrópugerða fram yfir íslensk lög, segir Mörður slíkt ekki hafa verið rætt né koma til greina.

„Almennt er þetta þannig að við erum að ganga inn í klúbbinn og í honum gilda reglur klúbbsins og í þeim málum sem varða tollabandalagið og innri markaðinn þá hlítum við þeim lagaramma sem Evrópusambandið hefur og það eru engar undanþágur í því,"" sagði hann.

Hvað á að kalla þá menn, sem vilja ekki, að við ráðum lengur æðstu lögum fyrir landið? Eðlilegri spurning væri reyndar: Hvað á að gera við það þing, sem þannig hugsar og starfar? Er ekki kominn tími til að senda það heim og efna til nýrra kosninga?

Það þarf að lofta hér út.

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/01/11/esb_ekki_ad_saekja_um_a_islandi/

Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 03:53

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

NÚNA SEMJUM VIÐ ÍSLENDINGAR EKKI ÞAU LÖG SEM VIÐ TÖKUM UPP samkvæmt samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið.

Í EVRÓPUSAMBANDINU TÖKUM VIÐ HINS VEGAR ÞÁTT Í AÐ SEMJA LÖG SAMBANDSINS.


Og það er
EKKI meirihluti á Alþingi fyrir því að segja upp aðild Íslands að samningunum um Evrópska efnahagssvæðið og Schengen-samstarfið.

Hins vegar er MEIRIHLUTI á Alþingi fyrir því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu og hér verði greidd atkvæði um aðildarsamninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu
.

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 04:03

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og ef svo er hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 04:18

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við hefðum ENGIN áhrif, Steini, það vottar t.,d. Þorsteinn Már Baldvinsson Samherjamaður að fenginni reynslu þarna úti, eins og ég benti á í aths. hér við nýlega grein ykkar.

Á EES-lagaverkið leyfist okkur hins vegar að hafa áhrif, eftir að það er sent hingað til yfirferðar. Við höfum þau áhrif í nefnd með Norðmönnum og Liectensteinum og í ráðuneytum hér heima og í Alþingi, ef við viljum (höfum jafnvel breytt EES-vökulögum bílstjóra eftir á); forsetinn hefur einnig málskotsrétt til þjóðarinnar vegna EES-laga og þjóðin þar með líka sinn úrslitarétt, en Esb-lögin yrðum við sem Esb-þjóð að kokgleypa, þau kæmu aldrei fyrir Alþingi hér né forsetann, heldur yrðu að lögum hér um leið og þau yrðu samþykkt úti.

Veiztu þetta ekki, eða viltu þetta?!

Það þarf að lofta hér út. Þingið var ekki kosið til að leggja okkur inn í evrópskt stórveldi 43 prósenta af Evrópu, þar sem raunar ÁTTA aflóga nýlenduveldi (þá er Svíþjóð og Danmörku sleppt í talningunni) munu ráða 70,39% atkvæðavægis í ráðherraráði og leiðtogaráði Evrópusambandsins, en hin 19 ríkin, flest saklaus af nýlendustefnu, munu ráða þar 29,61% atkvæðavægi! Ísland fengi þar 0,06% atkvæðavægi !

Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 04:22

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Finninn Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi:

"Margir Íslendingar hafa áhyggjur af því að áhrif Íslands innan Evrópusambandsins verði lítil þegar á hólminn er komið.

Summa telur ekki ástæðu til þess að óttast það.


"LÍTIL LÖND í Evrópusambandinu á borð við heimaland mitt, Finnland, geta haft MJÖG MIKIL ÁHRIF ef þau eru virk innan sambandsins og beita sér fyrir þeim málefnum sem skipta þau máli.

Auðvitað hafa lönd mismikið vægi þegar kemur til atkvæðagreiðslna en það er nær aldrei gripið til þeirra.

Yfirleitt er ferlið þannig að ákvörðunum er frekar slegið á frest, ef ekki næst samstaða um þær, en síður kosið um þær.

Ég hef stýrt yfir hundrað stórum fundum aðildarríkjanna og á þessum fundum hefur
ALDREI, ekki einu sinni, verið kosið um niðurstöðuna.

RÍKIN
setjast niður, RÖKRÆÐA OG KOMAST AÐ NIÐURSTÖÐU SEM ALLIR GETA SÆTT SIG VIÐ."

Sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi - Skilningur á sérstöðu Íslands

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 04:28

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Semsagt, andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilja að Ísland EIGI ÁFRAM aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu OG HAFI ÞAR ENGIN ÁHRIF, þrátt fyrir að taka upp flest lög Evrópusambandsins!!!

Þeir vilja hins vegar EKKI að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu og HAFI ÞAR ÁHRIF á löggjöf sambandsins!!!

"Fram hefur komið að 21 KAFLA AF 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland ÞEGAR leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög."

Aðrir kostir eru EKKI í boði, þar sem meirihluti Alþingis hefur ENGAN áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 05:08

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi ummæli Timos Summa eru jafn-óviðeigandi og áróðurkennd eins og þau eru óvarkár og a.m.k. ekkert minna en úrelt. Þetta síðastnefnda sannast af því, hvernig meirihlutavaldið hefur, þegar á reyndi, verið notað gegn Grikklandi og í fleiri málum á síðustu mánuðum, þar sem Esb. og vilji hinna voldugustu fær að ráða, enda væri vitaskuld aldrei hægt að leysa allan ágreining með blaðri og algeru samsinni að lokum.

Svíar hafa meira atkvæðavægi (2,90%) en Finnar (2,03%) í ráðherraráðinu (frá 1. nóv. 2014 verður vægi þeirra miklu minna, 1,85% og 1,07% í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu), og samt eru Svíar strax farnir að átta sig og ergja sig á því, að þeir séu að missa fullveldisvald úr landi.

"Óviðeigandi" var af Timo Summa að beina þessu til OKKAR, því að okkar vægi í nendum ráðum yrði ekki nema 0,06% (frá 1.11. 2014, nær 18 sinnum minna en Finnlands þá, en nær 34 sinnum minna atkvæðavægi en Finnar hafa þar nú!), ef við létum innlimast í stórveldið. Þetta er sama sem ÁHRIFALEYSI í reynd og að minnsta kosti algert valdaleysi til að standa gegn öllum ákvörðunum sem varða lífshagsmuni okkar, t.d. þegar þeir færu að umbylta eða kasta á haugana "reglunni" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða hvers Esb-ríkis.

Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 09:35

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:

"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR."

"Mikilvægt er að hafa í huga að AÐILDARSAMNINGAR AÐ ESB HAFA SÖMU STÖÐU OG STOFNSÁTTMÁLAR ESB OG ÞVÍ ER EKKI HÆGT AÐ BREYTA ÁKVÆÐUM ÞEIRRA, ÞAR Á MEÐAL UNDANÞÁGUM EÐA SÉRÁKVÆÐUM sem þar er kveðið á um, NEMA MEÐ SAMÞYKKI ALLRA AÐILDARRÍKJA."

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 17:46

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"STÓRRÍKIÐ":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi
97,5%."

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 17:48

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svo breyta þeir þessari skattheimtu bara, Steini minn. Þörfin fyrir það fer vaxandi, og því verður fylgt eftir. Þeir byrja smátt og og auka svo mátt sinn, enda hafa þeir allar valdheimildir til þess.

Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 17:56

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

HINS VEGAR:

Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna


"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Economy of the European Union - The largest economy in the world


List of countries by Gross Domestic Product (nominal)

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 17:58

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stýrivextir Seðlabanka Íslands voru komnir í 18% haustið 2008 og verðbólgan var 18,6% í janúar 2009, þegar Davíð Oddsson var ennþá bankastjóri Seðlabankans.

Og verðbólgan hér var 84% árið 1983 þegar Ragnar Arnalds, átrúnaðargoð Jóns Vals Jenssonar, var fjármálaráðherra.

Grikkir og Írar hafa því ENGAN áhuga á að leita í hans smiðju varðandi "sjálfstæði" smárra gjaldmiðla og 80% Íra eru ánægð með evruna.

EF
Írar og Grikkir vildu hins vegar segja sig úr Evrópusambandinu og hætta að nota evruna sem gjaldmiðil sinn væru þeir búnir að því.

Áttatíu prósent Íra ánægð með evruna

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 18:08

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Við höfum fyrir löngu leyst vandamál óðaverðbólgunnar.

Verðbólga vegna gengisfallsins var eðlileg, en hefur hjaðnað.

Menn hafa ennfremur hallazt aftur frá því að nota hækkun stýrivaxta sem tæki til að lækka verðbólgu.

Jón Valur Jensson, 12.1.2012 kl. 18:14

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

15.12.2011:

"Ísland býr við mestu verðbólguna af öllum ríkjum í Evrópu. Þetta kemur fram í nýju yfirliti frá Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.

Verðbólgan á Íslandi í nóvember mældist 5,1%. Til samanburðar var verðbólgan að meðaltali 3,4% meðal ríkja Evrópusambandsins og 3% að meðaltali á evrusvæðinu í nóvember.


Sviss býr við verðhjöðnun upp á 0,8% en minnsta verðbólgan að öðru leyti er í Svíþjóð eða 1,1% og Noregi eða 1,2%.

Mesta verðbólgan, fyrir utan Ísland, er í Bretlandi og Slóvakíu en hún mælist 4,8% í báðum þessum ríkjum."

Ísland býr við mestu verðbólgu í Evrópu

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 18:18

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu og þeir eru nú 1% en stýrivextir Seðlabanka Íslands 4,75%.

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 18:23

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafa einhverjir andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu safnað undirskriftum nýlega gegn aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu, og ef svo er, hversu margar undirskriftir fengu þeir?!

Þorsteinn Briem, 12.1.2012 kl. 18:30

22 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi Helgi Magnússon ætti að láta af því að mæla með því að landið verði gert ósjálfstæðu tannhjóli í því stórveldi 43% af Evrópu, sem gömlu nýlenduveldin stofnuðu til. Þjóðin er á móti stefnu hans, hefur verið það allan tímann frá því að Össurarflokkurinn sótti um þessa innlimun. Í öllum 13 (10) skoðanakönnunum eftir umsóknina, frá 4.8. 2009 og áfram, þar sem spurt hefur verið, hvort menn vilji, að Ísland gangi í Esb., hefur svarið verið eindregið NEI! - NEI gegn JÁI hefur verið í þessum hlutföllum (óákveðnir ekki taldir með): 48,5%/34,7% --- 50,2/32,7 --- 61,5/38,5 --- 54/29 (könnun á vegum Hásk. í Bifröst) --- 55,9/33,3 --- 60,0/24,4 --- 69,4/30,5 --- 60/26 --- 50,5/31,4 --- 61,1/38,9 --- 55,7/30 --- 50,1/37,3 --- 64,5/35,5.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 00:00

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson,

Í Evrópusambandinu eru MÖRG smá ríki og þau hefðu AÐ SJÁLFSÖGÐU EKKI viljað fá aðild að sambandinu EF þau hefðu þar ENGIN áhrif.

Og þú gleymir að geta þess að íslenska ríkið tekur NÚ ÞEGAR upp MEIRIHLUTANN af lögum Evrópusambandsins án þess að hafa þar nokkur áhrif.

Tugþúsundir Íslendinga munu ekki gera upp hug sinn varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu fyrr enn samningur um aðildina LIGGUR FYRIR, þannig að allt stagl núna um skoðanakannanir varðandi aðildina er harla lítils virði.

Um 58% Króata styðja aðild landsins að Evrópusambandinu í nýrri skoðanakönnun.


"Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin um ESB-aðild í Króatíu 22. janúar næstkomandi. Niðurstaða hennar er ekki bindandi fyrir stjórnvöld en verði aðild samþykkt er áformað að Króatía verði 28. aðildarríki ESB 1. júlí á næsta ári.

STUÐNINGUR Króata við aðild að Evrópusambandinu hefur
AUKIST VERULEGA frá apríl síðastliðnum, þegar skoðanakönnun sýndi að um 26% þeirra vildu að Króatía fengi aðild að sambandinu."

Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 02:07

24 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hefur miklum blekkingum verið haldið uppi um áhrif smáríkjanna. Þú veizt það væntanlega, þótt þú viljir ekki segja frá því hér, Steini, að 1. nóv. 2014 verður valda-bylting (fyrir fram ákveðin þó) í Evrópusambandinu: Þá minnkar enn atkvæðavægi smáu og og miðlungsstóru ríkjanna þar, en hlutur þeirra fólksflestu stóreykst. Samanlagt verða FJÖGUR stærstu ríkin (af 27), Þýzkaland, Frakkland, Bretland og Ítalía, með 53,64% atkvæða. Sex þau stærstu (að viðbættri Ítalíu og Póllandi) verða með 70,4% atkvæðamagns, en öll hin 21 verða samanlagt með 29,6%! Sjá nánar hér: Evrópubandalagið leggur snörur sínar. Hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA afhjúpuð!

Þannig eykst atkvæðavægi Þýzkalands úr 8,41% í 16,41% í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu, en Frakklands úr 8,41% í 12,88%, Bretlands úr 8,41% í 12,33% og Ítalíu úr 8,41% í 12,02%, en Spánar úr 7,83 í 9,17%.

ÁTTA fyrrv. NÝLENDUVELDI (og þá er Svíþjóð og Danmörku sleppt) munu þá ráða 70,39% atkvæðavægis í ráðunum tveimur, hin ríkin 19 einungis innan við 30%.

Íslenzki ráðherrann í ráðherraráðinu sæti jú í raðherraráðinu við hliðina á til dæmis þeim þýzka, en réði bara 273 sinnum minna atkvæðavægi en þýzki ráðherrann, 205 sinnum minna en sá brezki, 215 sinnum minna en sá franski og 153 sinnum minna en sá spænski!

Og það ER og VERÐUR tekizt á um hagsmuni þar með atkvæða-kosningum.

Þótt aðeins væru talin upp þessi fimm ríki, sem stundað hér fiskveiðar: Bretland, Frakkland, Þýzkaland, Belgía, Spánn, þá hefðu þau ein sér samanlagt 52,94% atkvæðavægi í hinu löggefandi ráðherraráði frá 1. nóv. 2014! Ráðið hefur fullt vald yfir "reglunni" óstöðugu um hlutfallslegan stöðugleika fiskveiða og getur breytt veiðireglu-tímabila-viðmiði sínu, ef því svo sýnist.

Esb-inngöngusinnar vilja kasta fjöreggi fullveldis okkar inn til tröllanna í Evrópu.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 06:34

25 Smámynd: Jón Valur Jensson

... sem stundað hafa hér fiskveiðar ...

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 06:35

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lissabon-sáttmálinn:

"16. gr.

1.
RÁÐIÐ skal fara með löggjafar- og fjárveitingarvald ÁSAMT EVRÓPUÞINGINU. Það skal annast stefnumótun og samræmingu eins og mælt er fyrir um í sáttmálunum.

2.
Í ráðinu skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna, á ráðherrastigi, sem hefur heimild til að skuldbinda ríkisstjórn viðkomandi ríkis og greiða atkvæði fyrir hennar hönd.

3.
Ráðið skal taka ákvörðun með auknum meirihluta nema kveðið sé á um annað í sáttmálunum.

4.
Frá 1. nóvember 2014 skal aukinn meirihluti skilgreindur sem a.m.k. 55% þeirra sem eiga sæti í ráðinu, þ.e. í það minnsta fimmtán ríki, og skulu þeir vera fulltrúar aðildarríkja sem til teljast a.m.k. 65% af íbúafjölda Sambandsins.

Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins, en náist það ekki skal litið svo á að aukinn meirihluti hafi náðst.

Mælt er fyrir um annað fyrirkomulag varðandi aukinn meirihluta í 2. mgr. 238. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 07:10

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

1. Ég neitaði því aldrei, að Esb-þingið í Strassborg og Brussel hafi LÍKA löggjafarvald eins og ráðherraráðið í Brussel. Það breytir ekki forræði ráðherraráðsins á "hlutfallslega stöðugleikanum".

2. Þetta frá Steina er engin viðbót hér í raun.

3. Ísland næði aldrei með öllum sínum hugsanlegu bandamönnum 30% atkvæðavægi, sem frá 1.11. 2014 verður nauðsynlegt til að geta beitt neitunarvaldi í ráðherraráðinu og leiðtogaráðinu (sjá neðar).

4. Þetta ákvæði felur einmitt í sér stóraukin völd ráðamanna stærstu Esb-þjóðanna.

Setning Steina: "Til þess að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður a.m.k. FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins," sniðgengur þá skyldu hans (Steina) að geta þess, að þessir fulltrúar (sem fæstir mega verið fjórir) þurfa að ráða a.m.k. 30% atkvæðavægi í ráðherraráðinu. Jafnvel þótt við hefðum Pólland með okkur, norrænu Esb-löndin og þau baltnesku (3), Írland og Slóveníu, þá væri það samanlagt ekki nema 14,40% atkvæðavægi (að okkar 0,06% meðtöldun!) og myndi hvergi nærri hrökkva til.

Steini er ekki að fræða mig um neitt hér – ég hef þaullesið þessar greinar Lissabon-sáttmálans.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 07:25

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í RÁÐINU skal eiga sæti FULLTRÚI frá hverju aðildarríkjanna og þau eru nú 27.

Frá 1. nóvember 2014
skal aukinn meirihluti í ráðinu skilgreindur sem að minnsta kosti 55% þeirra sem þar eiga sæti, þ.e. í það minnsta 15 FULLTRÚAR.

Og 15 fulltrúar af 27 eru 55,56%.


Til að MINNIHLUTI GETI STÖÐVAÐ ÞAR FRAMGANG MÁLA verður hann að vera skipaður að minnsta kosti FJÓRUM FULLTRÚUM ráðsins.

Og ENGU MÁLI SKIPTIR hverjir þessir fjórir fulltrúar væru.

Þeir gætu þess vegna verið fulltrúar minnstu ríkjanna í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 13.1.2012 kl. 08:49

29 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, rangt hjá þér, Steini.

Jón Valur Jensson, 13.1.2012 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband