Leita í fréttum mbl.is

Unga Evrópa komin út!

Á vefnum www.jaisland.is er tilkynning um nýtt blað ungra Evrópusinna:

Ungir Evrópusinnar hafa nú gefið út fyrsta tölublað málgagns síns sem ber heitið Unga Evrópa. Í blaðinu er efnistökum beint að ungu fólki og reynt verður að svara þeim spurningum sem helst brenna á þeirra vörum í tengslum við aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blaðinu er dreift til allra ungmenna á aldrinum 18-25 ára á Íslandi. Þá munu greinar og viðtöl einnig birtast hér á Já Íslands á næstu dögum. Blaðinu er ritstýrt af Sólrúnu Halldóru Þrastardóttur blaðamanni. Blaðið má lesa í pdf skjali með því að smella hér!

Mikilvægt er að vanmeta ekki þátt ungmenna í þeirri umræðu sem nú stendur yfir um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu. Blaðinu er ætlað að vera ungu fólki leiðarvísir til að mynda sér upplýsta skoðun byggða á málefnalegum grundvelli og hlutlægum staðreyndum, en ekki hreinum hræðsluáróðri. Það er mat Ungra Evrópusinna að of lítið aðgengi að handhægum, almennum upplýsingum um Evrópumál sem varða málefni Íslands beint. Með Ungu Evrópu er reynt að svara því kalli.
Í blaðinu er meðal annars finna:
  • Viðtal við grínistana og Evrópusinnana Berg Ebba og Dóra DNA þar sem þeir svara ýmsum spurningum um ESB
  • Viðtal við hönnuðina Hugrúnu og Magna í KronKron
  • Viðtöl við tónlistarmennina Unnstein í Retro Stefson og Davíð Berndsen
  • Úttekt á gjaldeyrismálum, krónunni og evrunni
  • Umfjöllun um stofnanir ESB og hvaða hlutverki Íslendingar munu þar gegna ef af aðild Íslands verður
  • Samantekt á muninum á EES og ESB, og hvaða áhrif EES-samningurinn hefur á Ísland
  • Stutta úttekt á sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum í ESB
  • Umfjöllun um algengar mýtur um ESB og þær leiðréttar
  • Samantekt um jafnréttismál og ESB
  • Viðtal við Hilmar Veigar, forstjóra CCP
  • Umfjöllun um menntunarmöguleika Íslendinga í gegnum Erasmus, sem er menntaáætlun ESB
  • Umfjöllun um friðar-þróunar og umhverfismál innan ESB

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Unga atvinnulausa ESB komið út!

Örn Ægir Reynisson, 27.5.2012 kl. 19:30

2 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Evrópusambandið gerði úthugsaða efnagsárás með aðstoð efnahagsböðla ( economic executioners) og stjórnmálamanna á Íslenskt hagkerfi sem áttu ef allt hefði gengið eftir að gera landið gjaldþrota með ábyrgð almenningis á skuldum efnahagsböðlana. Evrópusambandið ásamt sínum hjálparkokkum hérlendis notar nú afleiðingarnar af úthugsuðum aðgerðum sínum til að reyna lokka þjóðina inn í sambandið og þar með afhenta þeim yfirráð yfir auðlindum okkar og rétt til að eignast þær. Enginn þarf að láta sér detta í hug að hann fái eitthvað gefins hjá Evrópusambandinu. Íslendingar eiga að knýja fram leðréttingar á óréttlátri og jafnvel ólöglegri verðtryggingu og afnámi hennar sjálfir en ekki fara úr öskunni í eldinn með því að afhenta sovét ESB fjármagnsins yfirráð yfir auðlindum okkar og ákvörðunum. GANGIÐ EKKI Í GILDRU EVRÓPUSAMBNDSINS! NO TO EU!

Örn Ægir Reynisson, 27.5.2012 kl. 19:32

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Evrópusambandið mundi banna hér allar hvalveiðar og selveiðar og ekki leyfa hákarlaveiðar í atvinnuskyni, ennfremur banna ýmar fuglaveiðar. Það fengi hér æðsta vald yfir landhelginni milli 12 og 200 mílna.

Evrópusambandið er í e.k. stríðsaðgerðum við okkur vegna lögmætra makrílveiða okkar í eigin efnahagslögsögu. Sjá nánar hér: "Stríðsaðgerð af hálfu ESB" (sagði hver?!) og einnig hér: Hingað og ekki lengra, Evrópusamband!

Evrópusambandið tók afstöðu með Bretum og Hollendingum í Icesave-málinu strax haustið 2008 með skyndiréttarhöldum gervidómstóls ... og áfram ... og enn með málssókn gegn okkur fyrir EFTA-réttinum!

Ungt fólk fylgist með. Það er meiri andstaða meðal þess gegn inntöku Íslands í Evrópusambandið en á meðal eldri aldurshópa.

Svo er nafn blaðsins, Unga Evrópa, villandi. Evrópusambandið er ekki nema 42,5% af Evrópu, 43% með Króatíu. Það er ekkert rangt við að vera með 57 prósentunum og kalla sig á sama tíma Evrópumann.

Jón Valur Jensson, 28.5.2012 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband