Leita í fréttum mbl.is

Útilokar refsiaðgerðir

Maria DamanakiÁ RÚV segir: "Skiptar skoðanir eru um það meðal ráðherra Evrópusambandsríkjanna hvort hefja eigi viðræður við Íslendinga um sjávarútvegsmál í tengslum við aðildarumsókn þeirra, segir sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins.

Það sé þó ekki endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sambandsins sem tefji heldur fremur makrílveiðar Íslendinga.

María Damanaki, sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, er stödd hér á landi vegna fundar sjávarútvegsráðherra Norður-Atlantshafsríkja og til að ræða við íslensk stjórnvöld um makríldeiluna. Evrópusambandið vill ekki að Íslendingar veiði úr sameiginlegum fiskistofninum án samráðs við aðra.

Hafnar eru viðræður um átján kafla af þrjátíu og fimm í aðildarviðræðum Íslands við Evrópusamband. Sjávarútvegskaflinn er enn lokaður. Evrópusambandið stendur nú fyrir endurskoðun á sjávarútvegsstefnu sinni."

http://www.ruv.is/frett/engar-likur-a-refsiadgerdum 

Skemmtileg/áhugaverð grein eftir Egil Helgason um Mariu Damanki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er búið, og það veit ESB.

Sigurgeir Jónsson, 3.7.2012 kl. 23:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skoðanakannanir varðandi aðild Íslands að Evrópusambandinu eru harla lítils viirði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá EIGIN HAGSMUNUM, til að mynda AFNÁMI VERÐTRYGGINGAR HÉR, mun LÆGRI VÖXTUM og LÆKKUÐU VERÐI á mat- og drykkjarvörum, fatnaði og raftækjum með AFNÁMI ALLRA TOLLA á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt er að meirihluti Íslendinga láti brjálæðinga taka frá sér allar þessar KJARABÆTUR.

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 00:00

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að hafa þar nokkur áhrif, og íslenskir stjórnmálaflokkar hafa engan áhuga á að segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Við Íslendingar tökum nú upp megnið af lögum Evrópusambandsins, án þess að taka nokkurn þátt í að semja þau.

Það er nú allt fullveldið!

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 00:02

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enda þótt ríkin Bretland og Frakkland eigi bæði aðild að Evrópusambandinu á Frakkland ekki hlutdeild í olíuauðlindum Bretlands, sem eru að sjálfsögðu staðbundnar.

Grænland, Færeyjar og Danmörk eru hins vegar í sama ríkinu, enda þótt Grænland og Færeyjar eigi ekki aðild að Evrópusambandinu.

Staðbundinn
þorskur á Íslandsmiðum er mun verðmætari en loðna, sem gengur á milli lögsagna Íslands, Grænlands, Færeyja og Noregs við Jan Mayen.

Norsk skip hafa því fengið að veiða loðnu í íslenskri lögsögu og íslensk skip loðnu í norskri lögsögu.

En að sjálfsögðu fengist mun meira en eitt tonn af loðnukvóta í staðinn fyrir eitt tonn af þorskkvóta.

Skip frá ríkjum Evrópusambandsins hafa lítið veitt á Íslandsmiðum síðastliðna tvo áratugi og fá því engan aflakvóta á Íslandsmiðum, nema þá að íslensk fiskiskip fengju jafn verðmætan aflakvóta í staðinn.

Í aðildarsamningi Noregs og Evrópusambandsins fengu skip Evrópusambandsins að veiða í norskri lögsögu, enda er um sameiginlega fiskveiðiauðlind margra ríkja að ræða í Norðursjó, svo og Eystrasalti og Miðjarðarhafinu, þar sem margar fisktegundir ganga úr einni lögsögu í aðra.

Íslensk varðskip munu áfram sjá um fiskveiðieftirlit á Íslandsmiðum og Hafrannsóknastofnun áfram veita fiskveiðiráðgjöf hér, enda þótt Ísland fái aðild að Evrópusambandinu.

Landhelgisgæslan starfar hins vegar hér á norðurslóðum í samvinnu við breska, norska og danska sjóherinn, sem sér um landhelgisgæslu við Færeyjar og Grænland,

Aðildarsamningi
Íslands og Evrópusambandsins verður ekki hægt að breyta, nema með samþykki Íslendinga.

Bretar, Þjóðverjar, Spánverjar og aðrar Evrópuþóðir fá sinn fisk af Íslandsmiðum, enda þótt Íslendingar veiði fiskinn. Og evrópskir neytendur greiða allan kostnað við veiðarnar, til að mynda olíukaup og smíði íslensku fiskiskipanna, sem langflest hafa verið smíðuð í öðrum Evrópulöndum.

Þýskalandi hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við önnur ríki en ekki með því að leggja undir sig auðlindir þeirra.

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 00:05

6 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Íslendingar eiga að meta kosti og galla EES samningsins og endurskoða og leggja áherslu á meira samtarf við Bandaríkin, Kanada Rússland, Grænland, Færeyjar og hin Norðurlöndin ásamt öllum öðrum jarðarbúum en ekki að loka sig inn í Evrópusambandinu!

Nei við ESB aðild!

Örn Ægir Reynisson, 4.7.2012 kl. 10:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslensk fiskiskip veiða einnig úr flökkustofnum í erlendri lögsögu, samkvæmt samningum við önnur ríki, og við Íslendingar munum AÐ SJÁLFSÖGÐU semja við önnur ríki um veiðar úr makrílstofninum, enda ber okkur SKYLDA til þess samkvæmt Hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna - United Nations Convention on the Law of the Sea

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 12:07

8 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Makríllin er gengin inn í Íslenska lögsögu étur þar margfalda þygnd sýna og þyngist um tugi prósenta og Brussel fíflin ætlast til að við gefum eftir veiðar úr stofninum. Slíta viðræðum strax!

Örn Ægir Reynisson, 4.7.2012 kl. 12:48

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:

"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda

1.
Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.

2.
Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]

"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda

1.
Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.

2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar.
" [...]

"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar


1.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.

2.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."

64. gr. Miklar fartegundir


1.
Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.

65. gr. Sjávarspendýr

Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.

Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 13:32

10 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er búið.Allir vita það nema Breimaköttur í Vesturbæ R.Víkur.Nei við ESB.

Sigurgeir Jónsson, 4.7.2012 kl. 19:49

11 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sovétríki Evrópu eru að verða til en hann Vill sjá Bandaríki Evrópu verða til

Örn Ægir Reynisson, 4.7.2012 kl. 20:57

12 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

„Við verðum að þróa Evrópusambandið yfir í að verða pólitískt samband, Bandaríki Evrópu,“ segir Günther Oettinger, sem fer með orkumál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, í samtali við þýska dagblaðið Die Welt.

Oettinger var spurður að því hvort hann væri sammála tæpum helmingi þýskra þátttakenda í nýlegri skoðanakönnun sem gerð var fyrir dagblaðið þar sem spurt var að því hvort fólk vildi sjá Bandaríki Evrópu verða til.

Sagðist Oettinger fyllilega styðja þá skoðun og sagði ennfremur að það væri uppörvandi í þeim efnahagserfiðleikum sem nú geisuðu að svo stór hluti þýskra kjósenda væru sömu skoðunar og hann í þessum efnum.

Þess má geta að nýverið sagði Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, að sama skapi í samtali við þýska tímaritið Spiegel að hann væri hlynntur því meðal annars að breyta framkvæmdastjórn Evrópusambandsins í eiginlega ríkisstjórn og kjósa í almennri kosningu forseta sambandsins.

Örn Ægir Reynisson, 4.7.2012 kl. 20:59

13 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Þið getið ekki lengur aðildarsinnar kjaftað ykku út úr þeirri stöðu sem þið eru komnir í!

Örn Ægir Reynisson, 4.7.2012 kl. 21:01

14 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Sovétríki Evrópu eru langt komin! Hljómar betur að segja Bandaríki Evrópu. Þetta var alltaf ætlunin mótvægi við Kína, annars áhrifalaus Evrópa

Inn í stórrikið vildu þeir fá Ísland og auðlindir með. þess vegna komu þeir sér upp trojuhestum hérlendis í stjórnmálum (samspillingin) og viðskiptum, bóla var mynduð og landið veðsett hjá Deutsche Bank af útrásarkrötum sem allir vildu ganga í Evrópusambandið. Fjóspúkar fjórflokksins græddu.Neyðarlögin björguðu þjóðinni. Aðgerðin innlimum Ísland er enn í gangi en fjarar út!

Örn Ægir Reynisson, 4.7.2012 kl. 21:31

15 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Dýrasti brandari sögunnar 12000 milljarðar og Halldór gengur laus!

ghjghj

Örn Ægir Reynisson, 4.7.2012 kl. 21:34

16 Smámynd: Örn Ægir Reynisson

Örn Ægir Reynisson, 4.7.2012 kl. 21:39

17 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það er greinilegt að Davið hefur haft betur sl. 10 ár í róðrinum. 

tæplega 70% íslendinga eru að róa í sömu átt og Davíð forðum.

Sem betur fer og þeim fer fjölgandi því meira sem ESB opnar munninn og opinberar sinn sannleika í ætlunarverki sínu.

Eggert Guðmundsson, 4.7.2012 kl. 23:26

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þingkosningar í Evrópusambandsríkjunum eru lýðræðislegar kosningar.

Þingmeirihlutinn styðst því við meirihluta kjósenda.

Hagur okkar Íslendinga batnaði mikið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Það er nú allt fullveldið!

Þorsteinn Briem, 5.7.2012 kl. 00:31

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg LÍFSGÆÐI í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru MUN MEIRI en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg LÍFSGÆÐI og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig LÝÐRÆÐI, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í sveitarstjórnar- og þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því ENGAN VEGINN fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu SJÁLF fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að AUKA SÍN LÍFSGÆÐI.

Finnland og Svíþjóð
eru EKKI í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og þau ríki fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera BÆÐI í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland, sem eins og Finnland á landamæri að Rússlandi.

En Eistland fékk ekki aðild að Evrópusambandinu OG NATO fyrr en árið 2004.

Þorsteinn Briem, 5.7.2012 kl. 00:33

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ÁR, 80% af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

Og þessi gríðarlega langi valdatími endaði með gjaldþroti íslensku bankanna og Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Ríkisstjórnatal


Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis
1945-2009, í 65 ár??!!


Svar: ENGIN!!!

Þorsteinn Briem, 5.7.2012 kl. 00:35

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 5.7.2012 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband