Leita í fréttum mbl.is

SAMMÁLA um ESB umsókn - í blöðunum í dag

Eftirfarandi auglýsing birtist í blöðunum í dag: 

Við erum sammála
um að sækja eigi um aðild að ESB

   Við erum sammála um að hagsmunum íslensku þjóðarinnar verði best borgið innan ESB og með upptöku evru. Þess vegna viljum við að þegar verði sótt um aðild að ESB og gengið frá aðildarsamningi þar sem heildarhagsmunir þjóðarinnar eru hafðir að leiðarljósi.
   Um þetta erum við sammála þrátt fyrir að vera hópur fólks með margar og ólíkar skoðanir um flest annað. Við erum sammála hvert á eigin forsendum og höfum fyrir því okkar eigin ástæður og rök. 
  Við erum sammála um að aðildarsamning á að bera undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Þá munum við, eins og aðrir Íslendingar, gera endanlega upp hug okkar um hvort við erum enn sömu skoðunar og fyrr og greiða atkvæði í samræmi við það.  
  Við erum sammála um að ríkisstjórnin sem tekur við völdum að loknum kosningum 25. apríl eigi að hafa það eitt af sínum forgangsverkefnum að skilgreina samningsmarkmið og sækja um aðild að ESB.

Þessa áskorun er að finna á www.sammala.is

Þar getur þú látið bæta þér við með því að senda póst á sammala@sammala.is

Vinsamlega látið menntun eða starfsheiti fylgja með.

Evrópusamtökin fagna þessu framtaki og hvetja fólk til að taka þátt í undirskriftasöfnuninni. 
 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þessi ályktun segir að hagsmunum þjóðarinnar sé betur borgið í ESB óháð því hvernig semst í viðræðum við ESB. Með því að styðja þessa ályktun gefið frá ykkur þá röksemdarfærslu að ekki sé hægt að meta stöðuna út frá þeim gögnum sem liggja fyrir í dag þar sem ekki sé hægt að vita hvernig muni semjast. Þar með hvarf röksemdafærsla Evrópusinna gegn "tvöföldu" leiðinni og á ég erfitt með að sjá að þið eftir þetta getið heiðarlega rökstutt að vera gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja skuli um aðild að ESB.

Héðinn Björnsson, 30.3.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband