Leita í fréttum mbl.is

Bændablaðið skorar sjálfsmark

Bændablaðið heldur áfram að gera sjónarmiðum bænda skil, þó bændasamtökin, eins og kunnugt er, hafni bæði aðild og aðildarviðræðum við ESB.

Í nýjasta tölublaði blaðsins er hinsvegar lesendabréf sem vakið hefur athygli bloggara og er eftir Hermann nokkurn Þórðarson. Þar fullyrðir Hermann og segir orðrétt: ,,ESB stefnir að því að koma sér upp sameiginlegum her. Verði Íslendingar aðilar að ESB verður herskylda eitt af því sem við verðum að gangast undir."

Ritstjóri og ábyrgðarmaður Bændablaðsins hlýtur að vita að ESB hefur EKKI á dagskrá sinni að stofna her! ESB er jú stofnað í kjölfar mestu hernaðarhamfara sem yfir jörðina hafa dunið! Til þess að nokkuð slíkt geti endurtekið sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég held að þetta sé rétt hjá Hermanni Þórðarsyni. Með samþykkt Lissabonssáttmálans þá er kominn vísir að stjórnarskrá og skrefi til eins ríkisstefnu.

Herskylda er inni í þessum stefnumarkmiðum.

Eggert Guðmundsson, 15.9.2009 kl. 10:40

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þetta "ESB herinn + ESB herskylda" tal andsinna er sennilega það alvitlausasta sem þeir hafa fram að færa viðvíkjandi umræðunni um ESB.  Sennilega - og er þó af nógu að taka.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2009 kl. 11:24

3 identicon

Það er reyndar sérstaklega skrýtið að spunnin sé upp einhver herskyldugrýla í ljósi þess að einungis 7 af 27 aðildarlöndum ESB hafa herskyldu. Það lýsir ekki miklum áhuga aðildarlandanna á að koma upp slíku fyrirkomulagi.

Andrés Björgvin Böðvarsson / bakemono (IP-tala skráð) 16.9.2009 kl. 02:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband