Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Könnun sýnir meiri andstöðu

Samkvæmt nýrri könnun sem Capacent-Gallup kemur fram að andstaða Íslendinga gagnvart aðild að ESB hefur aukist. Frá þessu hefur verið greint í helstu fréttamiðlum og einnig er að finna frétt um þetta á heimasíðu Samtaka Iðnaðarins.


Bændasamtökin teikna upp varnarlínur

BBLÍ nýjasta tbl. Bændablaðsins er sagt frá formannafundi samtakanna. Í grein blaðsins kemur fram að samtökin hafi gert eða sett upp s.k. varnarlínur. Athyglisvert hugtak, sem tengist beint hernaði og að verjast einhverju ógurlegu. Ein þekktasta varnarlína sögunnar var s.k. Siegfried-lína í seinni heimsstyrjöldinni og var varnarlína Þjóðverja gegn Bandamönnum. En hvernig líta þessar VARNARLÍNUR íslenskra bænda út:

Varnarlínur Bændasamtaka Íslands

1. Svæðaskipting landsins með tilliti til landbúnaðar kemur ekki til

álita. Sérstakt tillit verður að taka til veðuraðstæðna og ríkra krafna

til veðurfarsaðstæðna, aðbúnaðar búfjár og vinnuverndar.

2. Áfram verði byggt á 13. grein EES-samningsins um rétt Íslands til

verndar heilsu manna og dýra.

3. Ísland og íslensk stjórnvöld hafi fullt frelsi frá reglum og stefnu ESB

til að styðja landbúnað og innlendan úrvinnsluiðnað.

4. Áfram verði heimilt að leggja tolla á búvöru frá löndum ESB.

5. Félagsleg staða og afkoma bænda verði tryggð.

6. Tryggður verði sérstakur forgangur sóknarafurða, svo sem grænmetis,

kornafurða og ávaxta, sem framleiða má hér heima þar sem nýttir

eru endurnýjanlegir orkugjafar, gnægð vatns og/eða ræktunarlands.

Í komandi samningum við ESB er afar líklegt að hægt verði að koma til móts við öll þessi atriði, nema atriði 4. Hversvegna? Jú, einfaldlega vegna þess að ESB er tollabandalag, sem gengur út á tollfrelsi innan þess fyrir vörur og þjónustu. Fjórða varnarlínan þýðir því óbreytta stöðu, þ.e.a.s. að vernda íslenskar vörur gegn erlendum.

Fordæmið frá Finnlandi, "Heimskautafordæmið" tryggir hinsvegar að íslensk stjórnvöld geta haldið áfram að styðja íslenskan landbúnað.

Nokkuð ljóst er að erlendar mjólkurvörur koma tæpast til með að flæða yfir landið, þær eru ferskvara og hér er lítill markaður. Erlent grænmeti er til í búðum, erlent kjúklingakjöt o.s.frv. Íslenskt lambakjöt hefur algera sérstöðu. Innflutningur á svínakjöt gæti aukist, sem og mögulega á nautakjöti. Líta þyrfti því sérstaklega á þessar greinar.

Greinilegt er af fréttinni um málið að samtökin ganga treglega til þeirrar vinnu sem fram fer nú um ESB-málið og setja ákveðin skilyrði. Þau vilja vera með sem samráðsaðili en setja skilyrði fyrir þátttökunni. Á sama tíma hafa samtök bænda alfarið hafnað aðildarviðræðum!

Þá er haft eftir Haraldi Benediktssyni að samtökin muni halda áfram baráttunni með aðstoð samtaka aðildarandstæðinga. „Það er fyrst og fremst fyrir slíka vinnu sem árangur mun nást, okkar er að vera bakhjarl þeirrar baráttu,“ sagði Haraldur. 

Íslenskir bændur njóta umfangsmikill ríkisstyrkja af skattfé almennings. Er það forsvaranlegt að þeim fjármunum sé veitt til að berjast gegn yfirlýstri stefnu Alþingis? 

 


Bændablaðið skorar sjálfsmark

Bændablaðið heldur áfram að gera sjónarmiðum bænda skil, þó bændasamtökin, eins og kunnugt er, hafni bæði aðild og aðildarviðræðum við ESB.

Í nýjasta tölublaði blaðsins er hinsvegar lesendabréf sem vakið hefur athygli bloggara og er eftir Hermann nokkurn Þórðarson. Þar fullyrðir Hermann og segir orðrétt: ,,ESB stefnir að því að koma sér upp sameiginlegum her. Verði Íslendingar aðilar að ESB verður herskylda eitt af því sem við verðum að gangast undir."

Ritstjóri og ábyrgðarmaður Bændablaðsins hlýtur að vita að ESB hefur EKKI á dagskrá sinni að stofna her! ESB er jú stofnað í kjölfar mestu hernaðarhamfara sem yfir jörðina hafa dunið! Til þess að nokkuð slíkt geti endurtekið sig.


Sjálfstæður eða fjölþjóðlegur gjaldmiðill?

Vilhjálmur ÞorsteinssonÁhugasömum er bent á athyglisverða grein á bloggi Vihjálms Þorsteinssonar, þar sem hann allar um gjaldmiðilsmál. Greinin heitir: Sjálfstæður eða fjölþjóðlegur gjaldmiðill: hvað hentar Íslendingum best? (smellið á titilinn)


Slóvenar og Króatar slíðra vopnin

Piran BaySlóvenar og Króatar hafa ákveðið að slíðra vopnin í þeirri landamæladeilu sem hefur staðið í vegi fyrir aðildarviðræðum Króata við ESB. Deilan á rætur sínar að rekja til upplausnar Júgóslavíu á árunum 1991-1995, þegar landið liðaðist i sundur í grimmilegum bræðravígum.

Löndin hafa deilt um ákveðna hluta strandlengjunnar við Adríahaf, sem veita aðgang að dýpri hafssvæðum. Aðallega Piran-fjörð (mynd). Nú hafa löndin hinsvegar ákveðið að láta skynsemina ráða og leysa þessa deilu.

Forsagan á BBC

Sjá frétt um málið á www.EurActiv.com


Góður leiðari í MBL

MBLVekjum athygli ykkar á góðum leiðara Morgublaðsins í dag. Þar fjallar leiðarahöfundur um mikilvægi þess að halda umræðunni á skynsamlegu plani. Hann segir meðal annars:

,,Bæði andstæðingar og stuðningsmenn ESB aðildar þurfa að gæta sín á því að segja ekki skilið við staðreyndir i umfjöllun sinni um sambandið. Af hálfu andstæðinga er því stundum haldið fram, að því er virðist í fullri alvöru, að við ESB-aðild myndu fiskimiðin fyllast at útlendum togurum og Ísland missti yfirráð yfir orkulindum sínum. Staðreyndin er hins vegar sú að fiskveiðistefna ESB kveður á um sögulegan veiðirétt, sem önnur ESB ríki eiga ekki hér. Lagaumhverfi varðandi orkulindir yrði nánast óbreytt frá því sem nú er. Þetta liggur hvort tveggja fyrir.

Algengt er að af hálfu stuðningsmanna sé fullyrt að Ísland geti fengið víðtækar og varanlegar undanþágur frá reglum sambandsins, til dæmis varðandi sjávarútveginn.Það er ekki raunhæft, eins og Morgunblaðið hefur ítrekað bent á."

Allur leiðarinn


Serbía sækir um ESB-aðild i lok árs

Vuk JeremicÞað má heita fullvíst að Serbía muni afhenda umsókn um ESB-aðild í lok þessa árs. Þetta kom fram í kjölfar heimsóknar Vuk Jeremic, utanríkisráðherra landsins, til Stokkhólms fyrr í vikunni. Serbía er eitt lýðvelda fyrrum Júgóslavíu, en þar geisaði grimmileg borgarastyrjöld á árunum 1991-1995, sem lauk með því að Júgóslavía leystist upp. Það verða hinsvegar margar hindranir á vegi Serbíu að ESB, svo ekki sé meira sagt. Meðal annars spurningar sem tengjast samvinnu landsins við alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag. Meira um fyrirætlanir Serba í þessari frétt

 


Hagur neytenda batnar við ESB-aðild

ESBFram kom í fréttum í dag að á sviði neytendamála erum við Íslendingar aftarlega á merinni, miðað við aðrar Evrópuþjóðir. Þó hefur mikið áunnist. Í framhaldi af þessu er vert að minna á skýrslu sem Háskólinn á Bifröst gaf út í fyrra. Skýrslan er unnin af Eiríki Bergmann og Evu H. Önnudóttur. Hún heitir einfaldlega Hverju myndi ESB aðild breyta fyrir íslenska neytendur?

Í henni kemur fram að hagur neytenda (les: almennings) myndi líklega stórbatna við aðild að ESB,matarverð myndi að öllum líkindum lækka um allt að 25%, mestmegnis vegna niðurfellinga tolla.

Orðrétt segir í skýrslunni: ,,Ef Ísland gengi alla leið í myntbandalag ESB má gera ráð fyrir að vextir á húsnæðislánum myndu lækka töluvert, en erfitt er að spá fyrir um hve mikil lækkunin yrði. Ástæðan fyrir því er sú að dregið hefur saman með vöxtum á húsnæðislánum í þeim ríkjum sem tekið hafa
upp evruna en vextir á Íslandi er hærri en víðast í Evrópu. Fyrir almenning munar hér verulega um hvert prósentustig sérstaklega fyrir þá sem eru að festa sér kaup á húsnæði í fyrsta sinn. Þar fyrir utan myndi aðild að ESB og myntbandalagi ESB lækka viðskiptakostnað og auka viðskipti og fjárfestingar erlendra aðila á Íslandi."

Öll skýrslan


Evra tekin upp í Færeyjum?

Þórshöfn-FæreyjumÁ blaðsíðu tvö í Fréttablaðinu í dag er birt lítil frétt þess efnis að tveir af flokkunum á færeyska Lögþinginu, Þjóðveldisflokkurinn og Sjálfsstjórnarflokkurinn hafi í utanríkismálanefnd lagt fram tillögu um upptöku Evrunnar sem gjaldmiðils í Færeyjum. Í fréttinni segir ennfremur að sennilega verði það samþykkt í breyttri mynd (hvað sem það nú þýðir).

Færeyingar nota danska krónu sem gjaldmiðil, en danska krónan er tengd Evrunni.

Á vefsíðu Kringvarpsins má lesa fréttina á yndislegu frummálinu!


Botninum náð?

SkyNewsBreska fréttastofan Sky-News birti í gær viðtal við einn helsta bankasérfræðing Breta, Larry Kantor, sem telur að það versta sé að baki í kreppunni í Bretlandi. Meðal annars að jákvæð teikn séu á lofti á vinnumarkaðnum og að verð hlutabréfa sé byrjað að hækka: Sjá hér


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband