Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Ólafur Stephensen nýr ritstjóri Fréttablaðsins

Ólafur StephensenÓlafur Stephensen, fyrsti formaður Evrópusamtakanna, hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Eins og kunnugt er var Ólafi sagt upp störfum sem ritstjóra Morgunblaðsins fyrir um hálfu ári síðan, vegna þess að skoðanir hans og nýrra eigenda á Evrópumálum fóru ekki saman.

Sem kunnugt er hefur Morgunblaðið tekið U-beygju í Evrópumálum eftir tilkomu Davíðs Oddssonar og Haraldar Jóhannesonar og berst nú hatrammlega gegn aðild.

Evrópusamtökin óska Ólafi til hamingju með nýtt starf og óska honum velfarnaðar í því.


Loksins: ESB mælir með viðræðum!

ebs-flagga,,Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma."

Svo hefst frétt á www.visir.is. Evrópusamtökin fagna því að þetta ferli sé loksins að hefjast. Í lok mars verður þessi tillaga að öllum líkindum samþykkt og í framhaldi af því hefjast svo hinar eiginlegu samningaviræður Íslands og ESB. Þeim lýkur með væntanlegum aðildarsamningi, sem gengið verður til þjóðaratkvæðis um.

Hér eru ýmsar fréttir sem tengast málinu:

http://frettir.ruv.is/frett/ossur-segir-esb-vilja-island

http://frettir.ruv.is/frett/ymsu-tharf-ad-breyta-fyrir-inngongu

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/24/islenska_yrdi_opinbert_esb_mal/

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/02/24/island_vel_undir_adild_buid/

Eyjan

Eyjan 2

Pressan


Enn um krónuna...

KrónurJón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar leiðara um gjalmiðilsmál okka Íslendinga í gær. Þar segir hann m.a.:

,,Nánast hvert einasta heimili og fyrirtæki landsins hefur orðið fyrir verulegum búsifjum af völdum þessa minnsta sjálfstæða gjaldmiðils heims. Bæði þau sem eru með verðtryggð lán og hin sem skulda í erlendri mynt. Í fyrra tilvikinu hefur verðbólgan hlaðið stórfelldri og óafturkræfri hækkun á höfuðstóli lána. Í því síðara hafa í mörgum tilfellum skuldir og afborganir tvöfaldast.

Krónan er sérstakt fyrirbrigði meðal gjaldmiðla heimsins að öðru leyti en að vera sá minnsti. Hún er í raun og veru tvær myntir. Annars vegar óverðtryggða krónan, sem kemur inn á launareikningana okkar, og hins vegar verðtryggða krónan, sem hvílir á húsakynnum okkar og hækkar í takt við verðbólguna ólíkt hinni."

Lesa má leiðarann hér


Sagan segir sína sögu!

Fransico FrancoFróðlegt er að líta á stöðu þeirra ríkja, sem er mest talað um innan ESB um þessar mundir vegna þess sem sumir kalla veikleika Evrunnar. Sagan getur sagt okkur margt:

Grikkland:  Gekk í ESB árið 1981, átta árum eftir að herforingjastjórn landsins lætur af völdum. Lýðræði er komið á að nýju. Borgarastrið geisaði á Grikklandi frá 1946-1949, en í því létust um 20.000 manns. Það er því í raun mjög stuttur tími liðinn frá því lýðræðið sigraði á Grikklandi.

Spánn og Portúgal: Gengu í ESB árið 1986. Bæði ríkin höfðu haft einsræðisstjórnir, Spánn alveg frá 1939-1975, eða 36 ár, eða þar til Juan Carlos tók við og færði landið til lýðræðis. Í Portúgal á líka langa sögu alræðis, eða frá 1932-1974, eða þar til lýðræðisöflin  náðu yfirhöndinni.

Ítalía: Á sennilega skrautlegasta "stjórnmálaferil" þessara landa, en eftir fall fasistaleiðtogans Mussolinis og stjórnar hans í lok seinni heimsstyrjaldar, hafa hátt í 40 ríkisstjórnir verið við völd í landinu. Ítalía er eitt þeirra ríkja sem stofnaði það sem nú er ESB.

Írland: Var eitt af fátækustu ríkjum Evrópu árið 1973, þegar landið gekk í Evrópubandalagið, forvera Evrópusambandsins.  Við inngöngu var Írland vanþróað landbúnaðarsvæði, en var árið 2008 í 31.sæti hvað varðar þjóðarframleiðslu (samkvæmt lista Alþjóðabankans.) Ísland var í 99. sæti, Spánn í því 10., Grikkland í 27. sæti, Portúgal í 35.sæti og Ítalía í því sjöunda.

Af þessu má því ráða að öll ríkin hafa annaðhvort verið að brjótast undan: a) alræði eða b)fátækt, nema hvort tveggja sé!


Krónan,Krónan,Krónan,Krónan!

NautaatStyrmir Gunnarsson, fyrrum-Moggaritstjóri, tók við um helgina, þar sem Davíð Oddssonlét staðar numið í Reykjavíkurbréfi í byrjun mánaðarins. En þá var DO að berja á Evrunni. SG tekur s.s. við keflinu um helgina og finnur Evrunni allt til foráttu. Við Íslendingar séum svo ljónheppnir að hafa gömlu verðtryggðu krónuna, að hér hreinlega blómstri allur rekstur, sama hvort það er fiskur eða að flytja ferðamenn til að skoða Gullfoss, Geysi og baða sig í Bláa Lóninu. Við lestur pistils Styrmis má því ráða að við Íslendingar séum lukkunnar pamfílar að hafa krónuna.

  

Krónu, sem sökk eins og steinn þegar bankahrunið skall á og tvöfaldaði (að minnsta kosti) allar erlendar skuldir lands og þjóðar! Krónu, sem menn voru að leika sér með rétt eins og Matador-peninga fyrir hrun, taka stöðu með eða á móti o.s.frv. Og fyrir þetta borgar almenningur brúsann, ,,Nonni á móti” með gjaldeyrislánið á ,,Landkrísernum”, sem fór úr 6 milljónum í 12! Svona eins og hendi væri veifað! ,,Sigga og Matti,” en gjaldeyristryggða húsnæðislánið þeirra er komið yfir 100 milljónir, úr 45!

  

Styrmi þykir greinilega sú króna sem sökkti okkur fyrst, nú vera bjarghringurinn. Og Evran er rót alls ills þar sem hún er notuð, atvinnuleysið á Spáni er t.d. allt henni að kenna samkvæmt SG. En hann tekur t.d. ekki með inn í reikninginn að reglur varðandi brottrekstur eða uppsagnir á vinnumarkaði eru mjög strangar þar og eru m.a.undirrót þess mikla atvinnuleysis sem þar ríkir. Nei, það verður að hafa skýringarnar einfaldar!

  

En hvað með gjaldmiðil til FRAMTÍÐAR? Styrmir segir ekkert um það, það er núið sem gildir. Ætlum við Íslendingar að halda áfram að halda úti minnsta sjálfstæða gjaldmiðli heims? Berja okkur á brjóst að hætti víkinga, slá hnefum í borð og segja; ,,Sjálfstæð skal krónan vera, hvað sem raular og tautar!” Er krónan virkilega að mati Styrmis sá gjaldmiðill sem íslenskt efnahagslíf og  fyrirtæki eiga að byggja á til framtíðar, gera sína rekstraráætlanir á o.s.frv.?

  

Eða er t.d. eitthvað sem segir að fyrri hegðun geti ekki endurtekið sig hér á landi? Við erum nefnilega svolítið gjörn á að gleyma, mannskepnan! Og er íslenskur Seðlabanki sá bakhjarl sem er bestur? Hvað gerðist hér? Hvernig virkaði sjálfstæði íslenski Seðlabankinn þegar á reyndi? Var ekki harla lítil virkni í bremsuborðunum?

  

Bankakerfið, sem spratt upp úr afbeislun þess gamla, óx eins og naut á sterum,varð að jötni sem ekki var ráðið við og sprakk svo að lokum með miklu dúndri! Hefði þetta gerst með sterkari gjaldmiðli og Seðlabanka Evrópu sem bakhjarl? Það vantaði allavega slatta af monní til að geta bakkað upp allt draslið, ekki satt! Enda fór sem fór.

  Rétt eins og nautið sér rautt í hringnum hjá Matadornum, sér Styrmir rautt þegar hann sér Evruna. Hann og Davíð.  

 


Svanborg um umhverfismál á STERKARA ÍSLAND

Svanborg SigmarsdóttirSvanborg Sigmarsdóttir skrifar áhugaverðan pistil á STERKARA ÍSLAND um umhverfismál og ESB. Hún segir m.a.:

,,Ég er reyndar á þeirri skoðun að æstustu stuðningsmenn aðildar ættu að vera umhverfissinnar – sérstaklega þeir sem huga að umhverfisvernd í stóru samhengi en ekki í þrengra samhengi náttúruverndar.  Ef tala má um Lissabon sáttmálann sem “stjórnarskrá” ESB, þá hefur þar langþráður draumur umhverfissinna ræst, þar sem mikilvægi umhverfismála er áréttað með afar skýrum hætti. Umhverfisvernd orðin stjórnarskrárvarin ef svo má segja. Enda evrópskir (sérstaklega mið-evrópskir) græningjar meðal sambandsins dyggustu stuðningsmanna."

Restin er hér


Af stórhættulegu ESB og pasta

PastaGrímur Atlason, sveitastjóri, skrifar skemmtilega færslu á blogg sitt um Evrópumál. Þar segir hann frá manni nokkrum sem er andstæðingur ESB og vill banna innflutning á pasta!

Lesið: http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2010/02/19/bonnum-pasta/


Enn af Grikkjum - SVD

Carl B HamiltonÓhætt er að segja að Grikkland sé í ,,fókus" um þessar mundir og margir sem leggja orð í belg. Carl B. Hamilton, formaður viðskiptanefndar sænska þingsins og Olle Schmidt, þingmaður á Evrópuþinginu skrifa grein í Sænska dagblaðið (SVD), en báðir eru félagar i sænska Þjóðarflokknum. Þar segja þeir m.a.:

,,Ekki er hægt að skella skuldinni vegna vandamála Grikklands á Evruna. Léleg stýring á fjármálum hins opinbera leiðir til vandræða, skiptir ekki máli um hvaða gjaldmiðil er að ræða. Ef Evran væri ekki til staðar væru vandamálin enn verri. Þá værum við að glíma við spámennsku og gengisfellingar um 20 gjaldmiðla, til þess að auka samkeppnishæfni þeirra. Fjármál hins opinbera væru ennþá verri. Þrátt fyrir sína galla hefur ,,stöðugleikapakkinn" hjá ESB leitt til meira aðhalds í opinberum fjármálum."


Af ESB og flengingum

RassskellingÞað virðist vera í tísku núna hér á Íslandi að tala um Grikki og erfiðleika þeirra. Og stundum er næstum eins og hlakki í mönnum vegna þess að það hrikti nú í Evrunni.

Eitt nýjasta dæmið um slíkt er frétt um Grikkland sem birtist á www.visir.is í dag og er skrifuð af Óla Tynes. Undir fyrirsögninni Evrópusambandið flengir Grikki. Fréttin er nánast bein þýðing á frétt eftir blaðamanninn Ambrose Evans-Pritchard. Sá skrifar oft um ESB og er tónninn í skrifum hans yfirleitt neikvæður. Bloggarar hér á landi sem nánast hata ESB eins og pestina vitna oft í hann.

Við lestur þýðingar Óla Tynes fær lesandinn þá tilfinningu að nú ætli ESB sko að sýna þessum vandræðagemlingum í Grikkandi í tvo heimana, flengja þá og hvaðeina, ,,ekki sleppa þeim af króknum,“ gera þá að kotbýlingum í ESB o.s.frv.

Engin tilraun er gerð, hvorki í grein AEP eða ÓT til þess að greina frá hinu raunverulega vandamáli Grikkja, sem er t.d. óheiðarleiki og yfirhylmingar gagnvart ESB, ,,fegrun“ á tölum um opinberan efnahag landsins og svo framvegis.

Þá segir orðrétt í frétt/þýðingu Óla Tynes; ,, Evrópusambandið neitar enn að upplýsa á hvern hátt það gæti hugsanlega komið Grikklandi til aðstoðar.“ Í frétt Daily Telegraph segir: ,, The EU has still refused to reveal details of how it might help Greece raise €30bn (£26bn) from global debt markets by the end of June.” Hér sleppir ÓT mjög mikilvægu orði, sem er ,,smáatriði” eða ,,details”.

Er það ekki eðlilegt að ESB neiti að gefa upp smáatrið í þeirri áætlun að aðstoða Grikkland í að afla 30 milljarða Evra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum fyrir lok júní á þessu ári? Kannski er málið bara ekki klárað, enda enginn smá-pakki á ferðinni!

En sé frétt ÓT lesin má hinsvegar skilja að hið vonda ESB segi bara nei,nei,nei um það hvernig það ætli að aðstoða ESB!Annað í sambandi við Grikkland og vandræði landsins er sú staðreynd að Grikkland hefur ekki lagt fram formlega beiðni til ESB um hjálp!

Núverandi (og ný) ríkisstjórn sósíalista í Grikklandi er staðráðin í því að glíma við sín vandamál, sem hún fékk í arf frá fyrri stjórn (hljómar þetta ekki kunnuglega?). Það má sjá og heyra af samtölum við gríska ráðmenn á alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum.

Evrópuumræðan á Íslandi þarf að vera upplýst og góð.

Eldri umfjöllun um Grikkland


Mælt með viðræðum Íslands og ESB

Jóhanna-BarrosoFram hefur komið í fréttum í dag að framkvæmdastjórn ESB hyggst mæla með því á fundi í lok næstu viku að hafnar verði aðildarviðræður við Ísland. Þá sendir ESB frá sér álit, þar sem mælt er með viðræðum Frá þessu er m.a. sagt á www.ruv. og www.mbl.is 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband