Leita í fréttum mbl.is

Blaðamaður MBL segir RÚV stunda blekkingar og "hanna" fréttir

MBLHjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Nei-samtökum Íslands og starfandi blaðamaður á Morgunblaðinu, segir í pistli á Evrópuvakt Styrmis Gunnarssonar og Björns Bjarnasonar, að RÚV stundi blekkingar í Evrópuumræðunni.

Þetta í framhaldi af ummælum Adolfs Guðmundssonar, formanns LÍÚ um að klára bæri aðildarferlið að ESB og reyna að ná sem bestum samningi um sjávarútvegsmál.

Orð af þessu tagi eru EITUR Í BEINUM, manna á borð við Hjört Guðmundsson.

Hjörtur segir m.a. að RÚV "hanni" fréttir. Þetta eru í raun mjög alvarlegar ásakanir frá hendi starfandi blaðamanns á Morgunblaðinu, en kannski í takti við það sem er að gerast á Morgunblaðinu þessi misserin.

Svo afsakar hann þögn MBL um málið með því að blaðið hafi þegar þetta kom fram, þá þegar fjallað um málið. Og að í þeirri umfjöllun MBL hafi komið fram það sem Hjörtur kallar "raunveruleg sjónarmið" Adolfs.

Var þá það sem hann sagði á Rás 2 "óraunveruleg sjónarmið" Adolfs?

Einnig segir Hjörtur að um "enga frétt" hafi verið að ræða! Það er svo augljóst að MBL vildi gera sem minnst úr þessu!

Hvort á að hlæja eða gráta?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Eg er alveg hissa á að hann komi ekki upp með það, að það hafi í raun ekkert verið Adolf sem talaði í Síðdegisútvarpinu á Rás2.  Það hafi bara verið feik eða búktal eða eitthvað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 10:37

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ætli þeir láti ekki Adolf hætta sem formann fljólega.  Maður yrði ekkert hissa.  Svo mikið ofstæki í þessu liði.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.8.2010 kl. 10:39

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fréttin er þessi, eins og fram kom í frétt Morgunblaðsins:

"FYRST AÐ ríkisstjórnin ætlar að halda þessu áfram tel ég NAUÐSYNLEGT að VIÐ verðum VIÐ BORÐIÐ og reynt verði að ná eins góðum SAMNINGUM og mögulegt er," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

"Verðum að reyna að ná góðum samningi"


Einnig þessi SKOÐUN Adolfs Guðmundssonar:


"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST."

RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson

Þorsteinn Briem, 15.8.2010 kl. 12:38

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Er ekki bezt að skoða bara þetta mál, hvernig Hjörtur sjálfur rökstyður mál sitt? Hafið þið kannski ekki tekið eftir ESB-vilhallri umfjöllun Rúvara?

Sjálfur álít ég ummæli Adolfs langt frá því að vísdómsleg, jafnvel þótt þau hafi hugsanlega verið oftúlkuð.

En ykkur gengur það kannski helzt til hér að láta minna bera á vefsíðu ykkar hér á undan, þar sem þið standið höllum fæti í umræðunni, rétt eins og á fleiri nýlegum vefsíðum ykkar.

Allt er hey í harðindum! er trúlega mottó ykkar í kvöld.

Jón Valur Jensson, 16.8.2010 kl. 00:27

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

... langt frá því að VERA vísdómsleg ...

Jón Valur Jensson, 16.8.2010 kl. 00:28

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

Að hvaða leyti stöndum við "höllum fæti í umræðunni"?!

Því er akkúrat ÖFUGT FARIÐ!!
!

Þú og aðrir ÞJÓÐERNISÖFGAMENN eruð einmitt MEÐ ALLT NIÐUR UM YKKUR í Evrópuumræðunni!

Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 00:47

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það þarf nú ekki mikið að túlka það sem formaður Landsambands íslenskra útvegsmanna segir ORÐRÉTT á íslensku:

"FYRST AÐ ríkisstjórnin ætlar að halda þessu áfram tel ég NAUÐSYNLEGT að VIÐ verðum VIÐ BORÐIÐ og reynt verði að ná eins góðum SAMNINGUM og mögulegt er," segir Adolf Guðmundsson, formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna.

"Verðum að reyna að ná góðum samningi"


"Við vitum náttúrlega að eins og staðan er núna eru menn á móti EN ÞAÐ GETUR SVEIFLAST."

RÚV - Jón Steindór Valdimarsson og Adolf Guðmundsson

Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 00:54

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Til hvers að "ná samningum" um að snuða þing og þjóð um sín löggjafarvalds- og fullveldisréttindi sem yrðu tekin af okkur með aðildarsamningi (inngöngusattmála) við Evrópubandalagið? Geturðu svarað því, Steini?

Við fengjum 0,06% atkvæðavægi í hinu volduga ráðherraráði (sem ræður t.d. tilvist eða ekki áframhaldandi tilvist "reglunnar" óstöðugu um "hlutfallslegan stöðugleika"), en hér eru YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA þar afhjúpuð! (stærstu fjögur munu frá árinu 2014 ráða þar rúmlega 52% atkvæða, en stærstu sex (öll gömul nýlenduveldi nema Pólland og öll nema Pólland og Ítalía ríki þjóða sem sendu hingað sjómenn á Íslandsmið).

Málstaður þinn, Steini Briem, er glataður. Við erum í senn sú þjóð, sem minnst yrði í þessu óskabandalagi þínu, og sú, sem hefði mestu að glata. Bæði með breytingu eða niðurfellingu á "reglunni" óstöðugu um "hlutfallslegan stöðugleika" og með breytingu á veiðireynslutíma-forsendu hennar, sem og með kvótahoppi og með kaupum erlendra útgerða á íslenzkum útgerðum myndi hefjast hér, hægt eða hratt, ef við álpumst inn í ESB, lögleg INNRÁS annarra fiskveiðiþjóða á Íslandsmið, og reyndu ekki að þræta fyrir það.

PS. Jón Steindór Valdimarsson reyndi það, en tókst alls ekki að sanna sitt mál. Hvað gerir sá maður nú? Er hann ekki nýhættur störfum hjá SI eða SA? Ég hef ekki frétt af nýju starfi hans, vitið þið nokkuð um það?

Jón Valur Jensson, 16.8.2010 kl. 02:18

9 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þessi prósentutala er tóm della. Enda mundi Ísland fá sömu atkvæðatölu og Malta, Lettland og ríki af svipaðri stærð. Það er þrjú atkvæði.

Sjá hérna (EU) og hérna (wiki).

Hvað fiskveiðar varðar, þá hefur engin ESB þjóð leyfi til þess að veiða úr staðbundnum fiskistofnum á miðum í kringum Ísland. Þannig að fullyrðingar Jóns Vals um annað eru ekkert nema ósvífin lygi af hans hálfu.

Jón Frímann Jónsson, 16.8.2010 kl. 02:41

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hafréttarsáttmáli Sameinuðu þjóðanna:

"61. gr. Verndun hinna lífrænu auðlinda

1.
Strandríkið skal ákveða leyfilegan afla hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögu sinni.

2.
Strandríkið skal tryggja með viðeigandi verndunar- og stjórnunarráðstöfunum, á grundvelli bestu vísindalegu niðurstaðna sem því eru tiltækar, að tilveru hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni sé ekki stofnað í hættu með ofnýtingu." [...]

"62. gr. Nýting hinna lífrænu auðlinda

1.
Að óhnekktri 61. gr. skal strandríkið stuðla að því að markmiðinu um bestu nýtingu hinna lífrænu auðlinda í sérefnahagslögsögunni verði náð.

2. Strandríkið skal ákveða getu sína til að nýta hinar lífrænu auðlindir sérefnahagslögsögunnar.
" [...]

"63. gr. Stofnar sem eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri
strandríkja eða bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan hennar


1.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru í sérefnahagslögsögu tveggja eða fleiri strandríkja skulu þessi ríki, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða
svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að samræma og tryggja verndun og þróun þessara stofna, þó að óhnekktum öðrum ákvæðum þessa hluta.

2.
Þar sem sami stofninn eða stofnar tengdra tegunda eru bæði í sérefnahagslögsögunni og á aðlægu svæði utan lögsögunnar skulu strandríkið og ríkin, sem veiða þessa stofna á aðlæga svæðinu, annaðhvort beint eða fyrir milligöngu viðeigandi undirsvæðis- eða svæðisstofnana, leitast við að koma sér saman um nauðsynlegar ráðstafanir til að vernda þessa stofna á aðlæga svæðinu."

64. gr. Miklar fartegundir


1.
Strandríkið og önnur ríki, sem veiða á svæðinu miklar fartegundir, skulu starfa saman beint eða á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana með það í huga að tryggja verndun og stuðla að því að náð verði markmiðinu um bestu nýtingu þessara tegunda á öllu svæðinu, bæði í sérefnahagslögsögunni og utan hennar.

65. gr. Sjávarspendýr

Ekkert í þessum hluta skerðir rétt strandríkis eða vald alþjóðastofnunar til að banna, takmarka eða setja reglur um hagnýtingu sjávarspendýra með strangari hætti en kveðið er á um í þessum hluta.

Ríki skulu starfa saman með verndun sjávarspendýra í huga og skulu hvað hvali snertir einkum starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun þeirra og rannsóknum á þeim."

Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 03:11

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

Hversu mikil áhrif hafa Íslendingar núna á Evrópska efnahagssvæðinu?!


Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 03:16

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Hins vegar væri ljóst, að nú þegar gæti Ísland haft meiri áhrif á endurskoðun fiskveiðistefnunnar, með EES aðildinni, heldur en Skotar hafi sem hluti af Stóra Bretlandi."

http://www.ruv.is/frett/vill-semja-vid-islendinga

Eggert Sigurbergsson, 16.8.2010 kl. 07:04

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta, sem Jón Frímann segir um staðbundna stofna hér og að ESB-borgurum – sem hafa þó sama athafnafrelsi á öllu bandalagssvæðinu – leyfist ekki að veiða úr þeim stofnum, styðst ekki við nein lög hjá þessu ESB.

Þá er sömuleiðis engin leið fyrir hann að þræta með rökum fyrir þá staðreynd, að Evrópubandalagið hefur með Lissabon-sáttmálanum lagt snörur sínar og stóraukið YFIRRÁÐ STÆRSTU RÍKJANNA í ráðherraráðinu. Í töflu, sem birtist á þessari tilvísuðu slóð (og einnig á vefsíðu Haraldar Hanssonar viðskiptafræðings) sést hvernig hlutfallegt vægi Þýzkalands nær tvöfaldast í ráðherraráðinu árið 2014 og áfram (í rúm 16%), en vægi smærri ríkjanna (eins og Möltu) snarminnkar.

Af hverju þrætir JFJ fyrir þessa staðreynd? Er hann hræddur við, að landar sínir átti sig og taki mið af því?

Jón Valur Jensson, 16.8.2010 kl. 07:05

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Sameiginleg sjávarútvegsstefna aðildarríkja Evrópusambandsins leit formlega dagsins ljós árið 1983 en hana má rekja til alþjóðlegrar þróunar á 8. áratugnum þegar ríki færðu út fiskveiðilögsögu sína í 200 sjómílur.

Þar sem fiskur virðir ekki fiskveiðilandhelgi ríkja er í raun um að ræða sameiginlega auðlind sem ESB-ríki sammæltust um að stjórna sameiginlega.

Sjávarútvegsstefnunni var komið á fót til að stuðla að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna í sátt við vistkerfi hafsins og tryggja um leið hagsmuni sjómanna og neytenda. Helstu stoðirnar í sjávarútvegsstefnunni eru eftirfarandi:

·   Jafn aðgangur. Reglan um jafnan aðgang er til komin vegna ákvæðis í stofnsáttmála ESB sem bannar mismunun á grundvelli þjóðernis. Að allir borgarar ESB njóti sömu réttinda, hafi jafnan rétt til búsetu, menntunar og vinnu hvar sem er innan ESB er ein af grundvallarreglum sambandsins.

Í sjávarútvegi birtist reglan um jafnan aðgang til dæmis í frelsi borgara ESB-ríkja til að fjárfesta í sjávarútvegi hvar sem er innan sambandsins. Og samkvæmt þessari reglu ættu fiskveiðiskip ESB að hafa rétt til veiða alls staðar innan sambandsins.

Í reynd er hinsvegar ekki um jafnan aðgang að lögsögu ESB ríkja að ræða, því til að geta veitt þarf aflakvóta og um skiptingu á aflakvótanum gildir reglan um hlutfallslegan stöðugleika.

·    Skipting veiðiheimilda. Ákvarðanir um heildarafla á miðum ESB-ríkja og skiptingu í landskvóta eru teknar sameiginlega af fulltrúum aðildarríkjanna í ráðherraráði ESB að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn ESB.

Þetta á við um veiðar innan 200 sjómílna efnahagslögsögu að undanskildum veiðum innan 12 sjómílna lögsögu en þar eru veiðar á forræði hvers ríkis.

Við ákvörðun á aflamagni er stuðst við tillögur vísindamanna og við skiptingu í landskvóta er farið eftir reglunni um hlutfallslegan stöðugleika en hún felur í sér að aflakvóta innan 200 sjómílna lögsögu hvers lands er skipt eftir sögulegri veiðireynslu og efnahagslegu mikilvægi fiskveiða fyrir viðkomandi land.

Hvert ríki úthlutar svo sínum aflakvóta eftir eigin úthlutunarkerfi og ber ábyrgð á eftirliti með veiðum innan sinnar lögsögu."


Sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 11:49

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLENSKUR SJÁVARÚTVEGUR OG LANDBÚNAÐUR Í EVRÓPUSAMBANDINU.

Gangi Ísland í Evrópusambandið mun Hafrannsóknastofnun halda hér áfram að leggja til AFLAKVÓTA á Íslandsmiðum og ENGUM í Evrópu er hagur í að fylgja ekki þeim ráðleggingum.

Þar að auki getur Ísland sagt sig úr sambandinu ef það sættir sig ekki við breytingar á því.

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 98-99:


"VARANLEGAR UNDANÞÁGUR OG SÉRLAUSNIR.

Fram kom á fundi nefndarinnar með sjávarútvegssérfræðingum framkvæmdastjórnar ESB að hægt væri að víkja frá MEGINREGLUNNI UM HLUTFALLSLEGAN STÖÐUGLEIKA með auknum meirihluta í ráðherraráðinu við úthlutun aflaheimilda hverju sinni.

En ólíklegt væri að slíkt yrði gert í reynd, þar sem REGLAN SÉ MIKILVÆGUR HLUTI AF SAMEIGINLEGU SJÁVARÚTVEGSSTEFNUNNI OG AÐILDARRÍKIN VÆRU SÁTT VIÐ HANA."

"Sjávarútvegssérfræðingar framkvæmdastjórnar ESB bentu á að Ísland þyrfti væntanlega að undirstrika mikilvægi reglunnar í svipaðri yfirlýsingu, BÓKUN EÐA SÉRÁKVÆÐI til að tryggja sig gagnvart hugsanlegum breytingum, þó ólíklegt væri að slíkar breytingar yrðu."

"Í þessu sambandi er rétt að minna á að yfirlýsingar hafa pólitískt gildi og geta hjálpað til við að skýra einstakar lagagreinar en lagalegt gildi þeirra er hins vegar takmarkað.

Lagaleg staða SÉRLAUSNAR EÐA BÓKUNAR Í AÐILDARSAMNINGI er hins vegar sterk, því aðildarsamningur hefur SAMA lagalega gildi og stofnsáttmálar ESB."

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007, sjá bls. 77-79:


"Finna má ÝMIS DÆMI UM SÉRLAUSNIR Í AÐILDARSAMNINGUM að Evrópusambandinu, sem taka tillit til SÉRÞARFA EINSTAKRA RÍKJA og héraða hvað varðar landbúnaðarmál.

Í AÐILDARSAMNINGI FINNLANDS OG SVÍÞJÓÐAR árið 1994 var fundin SÉRLAUSN sem felst í að samið var um að Finnum og Svíum yrði heimilt að veita sérstaka styrki vegna landbúnaðar á norðurslóðum, þ.e. norðan við 62. breiddargráðu [OG ALLT ÍSLAND ER NORÐAN HENNAR].

Sú lausn felur í sér að þeir mega sjálfir styrkja landbúnað sinn [VARANLEGA] sem nemur 35% umfram önnur aðildarlönd."

"Artikkel 142 I MEDLEMSKAPSAVTALEN omhandler støtten I Nord-Finland. Denne er IKKE TIDSAVGRENSET og ligger an til å bestå."

Landbúnaður í Finnlandi frá árinu 1995, sjá bls. 14

Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 11:51

16 Smámynd: Gunnlaugur I.

Hver trúir öðru en Steini Breim sé í fullri vinnu sem hann fær greitt fyrir við að útbreiða áróður ESB elítunnar á Íslandi ?

Ég bara spyr enn og aftur, allir sem fylgjast með hamslausum skrifum hans til varnar ESB og fyrir ESB aðild Íslands hér og annars staðar geta séð að maðurinn er í meira en fullri vinnu við þetta.

Meira en það því það er alveg öruggt miðað við magnið og tímasetningar á skrifum hans að hann hefur engan tíma til að gera neitt annað, ja nema þá að sinna sínum nauðsynlegu persónulegu þörfum. 

Steini sjálfur neitar þessu ennþá, en einn ESB sinninn sagði nú hér um daginn að Steini Briem ætti nú bara að vera stoltur af því ef ESB væri að greiða honum fyrir áróðursskrifinn og hann sá bara ekkert athugavert við ef svo væri.

Gunnlaugur I., 16.8.2010 kl. 16:34

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 16:35

18 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Þetta copy past breytir svo sem engu, nenni hvort sem er ekki að lesa svona langlokur enda markmiðið að kæfa  skoðanaskipti með sem mestu bulli þ.e yfirgnæfa = "vinna umræðuna".

Þjóðin er ekkert á leið í ESB og það er mergur málsins, komin tími til að snúa sér að raunverulegum vandamálum.

Eggert Sigurbergsson, 16.8.2010 kl. 19:00

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eggert Sigurbergsson,

Ég er ekki hissa að ÞÚ NENNIR EKKI AÐ HUGSA og getir engan veginn lesið meira en tvær línur í einu, elsku kallinn minn.

Það verður YNDISLEGT að sjá ykkur FÚLA Á MÓTI þegar Ísland er komið í Evrópusambandið, SKÆLANDI OG VÆLANDI, að vanda.

ÞÁ GETIÐ ÞIÐ FARIÐ TIL KÍNA!!!

Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 19:52

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hver er allt í einu farinn að tala um "copy-paste" annarra?!

Kíkið á vefsíðuna ykkar um grein Guðmundar Gunnarssonar, ég var að svara þar Steina þessum.

PS. Ég vinn ekki við það að skrifa blogg, eins og Steini virðist gera, og ég kemst ekki til svara á mínum fullu vinnudögum og hef auðvitað fleira að sinna en netinu. En þott ég líti hér inn, dett ég ekki í sama farið og Steini Briem; hann má vera einn um sinn strákslega tjáningarhátt.

Jón Valur Jensson, 16.8.2010 kl. 22:20

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

Jón Valur Jensson

KÍNVERJAR ÆTLA AÐ BJÓÐA ÞÉR PÓLITÍSKT HÆLI
eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna um aðild Íslands að Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 16.8.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband