Leita í fréttum mbl.is

FRBL: Krónan og kaupmátturinn

FRBLÍ leiðara FRBL í gær var fjallað um krónuna og kaupmáttinn og þar skrifar Ólafur Þ. Stephensen:

"Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambandsins, sagði í Fréttablaðinu í gær að líklega hefðu launamenn hvergi í heiminum farið verr út úr bankahruninu en Íslendingar. Hann benti jafnframt á þá staðreynd að stærstur hluti kaupmáttarrýrnunarinnar er vegna hruns krónunnar; það þurrkaði upp 15 prósent af dagvinnulaunum fólks. Vegna minni atvinnu hafa ráðstöfunartekjur heimilanna minnkað enn meira en sem því nemur, eða um rúmlega tuttugu prósent.

Í umræðum um bankahrunið er stundum talað eins og það sé raunhæft markmið að koma lífskjörum almennings fljótlega aftur í sama horf og þau voru árið 2007. Það er því miður aðeins óskhyggja. Þau lífskjör byggðust á útblásnu bóluhagkerfi og hátt skráðum gjaldmiðli. Það mun taka langan tíma að ná aftur sama kaupmætti og það viðurkennir forseti Alþýðusambandsins. Hann segir að fyrir millitekjufólk, sem hefur orðið fyrir enn meiri kaupmáttarskerðingu en fólk með lágar tekjur, taki sennilega áratug að vinna upp skerðingu síðustu ára."

Allur leiðarinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband