Leita í fréttum mbl.is

Á hvaða plánetu er Ásmundur Einar?

Asmundur-Kastljós 5-1-2001Í þættinum Vikulokin á Rás1 í dag var ESB-málið mikið til umræðu. Í þættinum voru foringi Nei-sinna, Ásmundur Einar Daðason (einnig þingmaður), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingkona og Guðmundur Steingrímsson, þingmaður.

Gjaldmiðilsmálin voru rædd, en það sem vakti athygli ritara var umræða Ásmundar um þessi mál. Hann sagði s.s. fullum fetum í þættinum að Ísland gæti alveg tekið upp aðrar myntir og nefndi þar DOLLAR, Sænska krónu og NORSKA krónu! Einnig að við gætum tekið upp evruna EINHLIÐA.

Veit Ásmundur Einar ekki að Norðmenn hafa ALGJÖRLEGA ÚTILOKAÐ upptöku norskrar krónu hér á landi! Hvar hefur Ásmundur verið? Á MARS eða? 

Bendum Ásmundi á þessa frétt Morgunblaðsins, en í henni segir m.a.:

"Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki óskað eftir því að taka upp norska krónu og hann fái því ekki séð að mikil alvara liggi að baki slíkum hugmyndum. Íslendingar hafi ekki mikil viðskipti við Noreg og það geti auðvitað dregið úr áhuganum. Norðmenn hafi ekki eytt miklum tíma í að hugleiða þetta og sjálfur treysti hann sér ekki til að taka afstöðu til þess að óyfirveguðu máli." (Leturbreyting, ES-blogg)

Þetta er svo ruglingslegur málflutningur hjá Ásmundi Einari að það vart hlustandi á þetta!

Er hann kannski á leiðinni til Stokkhólms eða Washington í gjaldmiðlaviðræður? Hverskonar stefna er þetta eiginlega?

Hafa Nei-sinnar ekkert bitastæðara fram að færa? Svarið er NEI! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt of oft eru andstæðingar að segja að við getum gert þetta sjálf og einhvern veginn.

En lausnir hafa þau ekki, nefna aðeins óraunhæfa "valkosti".

Þau dæma sig öll sjálf úr leik.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 8.1.2011 kl. 11:49

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar umræðan um EES samninginn stóð sem hæst, voru mörg fáránleg orð látin falla. Ég var á þeim tíma á móti því að taka þennan samning upp hér og vað það á forsendu kenninga frá andstæðingunum. Þegar á reyndi og jákvæð áhrif samningsins fóru að koma í ljós, snérist mér hugur og hef verið ESB sinni síðan. Það er raunar með ólikindum að einhverjir skuli enn hlusta á þau bullrök sem fram eru færð gegn ESB.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.1.2011 kl. 14:08

3 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs segir að íslensk stjórnvöld hafi ekki óskað eftir því að taka upp norska krónu.

ÉG vek athygli á grundvallaratriði í orðum Jónasar ,,að íslensk stjórnvöld hafi ekki óskað eftir því að taka upp norska krónu". Væri ekki rétt að stjórnvöld gerðu það með formlegum hætti til að hægt sé að fara ræða málin á vitrænan hátt? Það held ég. Og í öðru lagi hafa stjórnvöld látið meta það, t.d. í Seðlabanka Íslands, hvort það þjóni hagsmunum Íslands að óska eftir tengingu við norska krónu?

Már Guðmundsson, seðlabankastjór, sagði á ráðstefnu í Sviss í desember á síðasta ári að þó að það væru vissulega ákveðnir kostir við upptöku evru þá vekti það einnig upp áleitnar spurningar, eða óvissuþætti. Það er ekkert svart og hvítt í þessu eins og öðru. Við eigum að ræða þessi mál út frá staðreyndum og vissu, en ekki trú og væntingum.

Jón Baldur Lorange, 8.1.2011 kl. 14:33

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Orð eru til alls fyrst.  Dæmi þau sig sjálf úr leik,skaðast enginn.

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2011 kl. 15:30

5 Smámynd: Gunnar Waage

Ég sé engin rök fyrir ykkar eigin málflutningi ,nafnlausu félagar.

Það er ekki eins og þetta sé fjölmiðill og hægt sé að kalla þetta bull ritstjórnarskrif.

Engin efnisleg umfjöllun um gjaldmiðilsmál enda ráðið þið ekki við þá umræðu, bara vaðið beint í Ásmund eins og þið hafið verið að gera að undaförnu.

Aldrei þó efnislega, yfirleitt vaðið beint í manninn.

Fremur brjóstumkennanlegt.

Gunnar Waage, 8.1.2011 kl. 16:27

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hann er á fínu plani. Miklu betra en ykkar.

Og hættið að tala um "nei-sinna". Þið eruð sjálfir nei-sinnar gagnvart sjálfstæði Íslands, og það er hið versta mál

Jón Valur Jensson, 8.1.2011 kl. 16:39

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Til Nei-sinna hér: Norsk króna er ekki raunhæfur möguleiki og í besta falli barnaleg óskhyggja. Árið 2008 var aðeins 3% af útflutningi okkar til Noregs. Sama tala og til Japans. Er þá ekki bara hægt að taka upp Yen? Álíka gáfulegt! Heimild

JVJ:Þið eruð og verðið NEI-sinnar! 

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 8.1.2011 kl. 19:06

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sænska krónan er tengd evru.. eins og sú danska.. eru í raun evrur

Óskar Þorkelsson, 8.1.2011 kl. 21:23

9 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þið og ykakr hreinræktaða ESB stefna og ekkert annað plús upptaka evru. Allir sem nefna eða ræða aðrar leiðir eru að ykkar áliti bara barnalegir.

Þið sjálfir eruð brjóstumkennanlegir með ykkar einsleitu ESB trúarbrögð.

vitiði ekki að Evran stendur frammi fyrir stórkostlegum erfiðleikum og að mjög margir málsmetandi hagfræðingar og meira að segja nóbelsverlaunahafar í hagfræði segja hanavalda spennu og ójafnvægi á evrusvæðinu og standa svo höllum fæti og meira að standa í vegi fyrir bata og efnahagslegri uppbyggingu sumra aðildarrikjanna og að mjög vafasamt sé að hún muni lifa af næstu árin, sökum eigin innbyggðra hagfræðilegra vankanta

Svo viljið þið bara og í einfeldni og einstefnu ykkar ekkerta annað en vonlausa ESB elítuna og upptöku Evru.

Rétttrúnaður ykkar er svo yfirþyrmandi að ekkert annað má hvorki ræða eða skoða !

Þið eruð miklir þröngsýnis- og einstefnu menn þið ESB sinnar, sem betur fer er fylgið við ykkur og skoðanir ykkar meðal þjóðarinnar sáralítið og hefur sífellt farið minnkandi !

Gunnlaugur I., 8.1.2011 kl. 21:57

10 Smámynd: Gunnlaugur I.

Nei Óskar þetta er ekki alls kostar rétt hjá þér sveiflur sænsku krónunnar hafa verið með allt öðrum hætti en Evru gjaldmiðilsins undanfarið.

Þó svo að stjórnvöld þar taki eitthvert tillit til Evrunnar.

Sænska krónan hefur einmitt undanfarin 2 ár fallið allt að 15% stigum meira en Evran til þess að vernda Sænskt atvinnulíf og útflutningsstarfssemi. Enda vill nú stærsti hluti Svíja ekkert hafa með Evru samstarf að gera. Þeir vilja ekki sitja uppi með Svarta Pétur. 

Finnar aftur á móti sitja hinns vegar uppi með Evruna óumbreytanlegu og "fullkomnu" og geta sig hvergi hrært enda atvinnuleysið eftir því og stór hluti Finnska trjáiðnaðarins flutt sig yfir til Svíþjóðar með sveignalegan og sjálfstæðan gjaldmiðil en ekki helfrosna Evru !

Evran er ekkert galdrameðal og hefur sýnt sig í að geta kæft heilu hagkerfin án þess að nokkur fái rönd við reist.

Evran eða þessi skaðræðisklúbbur myntbandalagsins er því ekki eitthvað sem Ísland ætti að sækjast eftir, nema að mjög vel athuguðu máli og alls ekki fyrr en sést hvort þessi gjaldmiðill muni yfirleitt lifa af hremmingarnar !

Gunnlaugur I., 8.1.2011 kl. 23:27

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hafið þið ekki frétt af því, að lífslíkur evrunnar eru með bágasta móti nú um stundir? Norska krónan flýtur þó áfram. Annars legg ég EKKI til, að við skiptum um mynt. Krónan er fín. En hún er kannski ekki gerð til þess að gera Ísland að vettvangi alþjóðafjármálastarfsemi. Eigum við ekki bara að segja: sem betur fer? Það er engin ástæða til að gera stórvarasama atvinnugrein að áhættuvaldi í litlu landi.

Svo er dollarinn með yfirburði yfir hálfsjúka evruna, 75% heimsviðskipta fara fram í dollurum, m.a. á álframleiðslu.

Evrópusamtök, þið eruð og verðið nei-sinnar gagnvart íslenzku löggjafarvaldi á íslenzku landi.

Jón Valur Jensson, 8.1.2011 kl. 23:51

12 Smámynd: Elle_

Evrópusamtök, það eruð þið sem eruð NEI-SINNAR, ekki við, þið viljið ekki fullveldi og sjálfstæði.  Og skil ekki hvaða bullrök Hólmfríður vísar í.  Persónulega hef ég hlustað á báðar hliðar nógu lengi og rökin gegn yfirtöku Evrópuveldisins eru óendanleg og vinna ykkar rök. 

Elle_, 9.1.2011 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband