Leita í fréttum mbl.is

Áhugavert spjall um sjálfstæði, fullveldi, þjóðerni!

Í Silfri Egils í gær áttu þeir Egill Helgason og Dr. Eiríkur Bergmann áhugavert spjall um sjálfstæði, fullveldi og annað sem tengist þessu. Fram kemur í viðtalinu að fullveldið sé einskonar "tabú" og að það sé í raun bannað að ræða inntak þessa orðs: fullveldi.

Horfa má á viðtalið hér

E. Bergmann var líka gestur á Bylgjunni (Í bítið) um þetta sama efni og hér er viðtal:

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fullveldi er einmitt eitthvert mikilvægasta viðfangsefni okkar nú. Stórveldið evrópska vill, að við afsölum okkur stórum þáttum þess til valdamanna í Brussel og (í minna mæli) í Strassborg. Eiríkur Bergmann er auðvitað enginn vegvísir í þessum efnum nema fyrir þá, sem vilja villast út í ógöngur. Málflutningur hans miðast við að relatívisera fullveldi (gera það afstætt), að "friða" hugsun okkar um þetta, svo að þjóðin viti ekki sitt rjúkandi ráð, hvað fullveldi sé og hvort það sé í raun ákjósanlegt. Um það mætti rita langar ritgerðir, hvernig Esb.sinnar standa fyrir útbreiðslu þoku- og villuhugmynda um þetta, trúlega í því skyni að auðvelda Íslendingum fullveldisframsal til erlends stórveldabandalags.

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 02:23

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Og þú Jón Valur, ert handhafi sannleikans? Getur þú útskýrt þá staðreynd að öll þau ríki sem losnuðu undan kommúnismanum við hrun hans, hafa gengið í ESB? Töpuðu þau fullveldi sínu?

Er þetta ekki spurning um að hætta að slá höfðinu í steininn, JVG?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 3.5.2011 kl. 13:00

3 identicon

Þetta er nú það sem þarf að ræða um.  Fullveldi og sjálfstæði.  Þessi hugtök eru ekki þau sömu og voru fyrir 150 árum.  En þetta þurfum við að ræða og án þess að tala um landráðamenn og fífl.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 13:26

4 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Öll aðildarríki ESB eru fullvalda og sjálfstæð samkvæmt alþjóðalögum. Reyndar er það ein krafan fyrir aðild að ESB að viðkomandi ríki sé fullveldi og sjálfstætt.

Þetta kjaftæði sem kemur frá þér er og hefur alltaf verið rangt. Þú hefur nákvæmlega engin rök til þess að styða þinn málflutning og þú hefur aldrei haft þau.

Við aðild ríkja að ESB þá er ákveðin hluti lagasetningarvaldsins og fullveldisins færður til ESB. Í staðin fá aðildarríkin fulltrúa við umræddar lagasetningar og ákvarðanir.

Þetta stendur mjög skýrum stöfum á vefsíðu ESB og hefur alltaf gert það. Sjá hérna.

Þessi færsla er ekki slæm. Þar sem viðkomandi aðildarríki njóta sameiginlegs fullveldi með öðrum aðildarríkjum ESB. Í þessari samvinnu er einfaldlega meira að afla en það sem ríkin láta frá sér í fullveldi og lagsetningarvaldi.

Það er reyndar staðreynd að íslendingar létu hluta af lagsetningarvaldi sínu frá sér strax árið 1995, við gildisstöku EES Samningins. Þar að leiðandi hluta fullveldisins. Hinsvegar í EES samningnum þá fá íslendingar litla til enga hlutdeild í þeim lögum sem ESB setur eða í þeim málum þar sem ESB tekur ákvarðanir.

Það eru slæm skipti að mínu mati. Enda er hagsmunir íslendinga betur varðir innan ESB en utan þess.

Jón Frímann Jónsson, 3.5.2011 kl. 14:07

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Upptekinn, svara seinna.

Jón Valur Jensson, 3.5.2011 kl. 21:52

6 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Ég reikna fastlega með bíða eftir svari frá Jóni Vali um alla framtíð. Vegna þess að þegar þessi setning kemur frá Jóni Vali þá getur hann ekki komið með mótsvar.

Það er nóg af dæmum um slíkt á internetinu nú þegar.

Jón Frímann Jónsson, 3.5.2011 kl. 22:33

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var upptekinn, Jón Frímann, er það ekki lengur.

Ríki hins gamla EBE (Efnahagsbandalags Evrópu) voru án efa öll fullvalda í óskertri merkingu, þegar þau höfðu gengið í það fríverzlunarbandalag. Flest hin upphaflegu voru líka stórríki nema Benelux-löndin (og samt nokkuð stórar þjóðir í tveimur þeirra).

Eftir Maastricht- og Lissabon-sáttmálana horfir öðruvísi við. Esb. er ekki einbert fríverzlunarbandalag og ekki bara það og félagsmálapakki með, heldur með öflugt yfirvald í löggjafar- og framkvæmdavalds-málum allra landanna -- og hefur FORMLEGA æðsta valdið í löggjafarefnum, auk þess sem ríkin hafa misst neitunarvald í mörgum málaflokkum. Þetta hefur að sjálfsögðu áhrif til lengdar á fullveldismál ríkjanna. Danir ráða t.d. ekki lengur innflytjendapólitík sinni, og Frakkar eru jafnvel í togstreitu við Brusselvaldið um þau mál (vegna sígaunanna).

Árið 2014 - samkvæmt Lissabon-sáttmálanum - eykst atkvæðavægi sex stærstu ríkjanna í ráðherraráðinu um 61% að meðaltali, á kostnað smáríkjanna. Atkvæðavægi Möltu minnkar þá t.d. úr 0,87% niður í 0,08%, þ.e. um 90,8% (sjá hér: Ísland svipt sjálfsforræði). Hlutur Íslands yrði 0,06%. Jón Frímann hrópar líklega húrra yfir því með sjálfum sér, þótt hann mótmæli þessum staðreyndum opinberlega.

Stóru ríkin hafa þess vegna miklu minni ástæðu til að hafa áhyggjur af þessari valdþróun heldur en þau smáu. En Esb. hefur frá ví seint á síðustu öld tekið stefnuna á að verða sambandsríki og ætlar sér ekkert minna en ALLA EVRÓPU.

En Íslendingar halda formlega í fullveldi sitt þrátt fyrir E.es. -- enn getum við neitað löggjöf úr þeirri áttinni, sem og haft breytingaáhrif á þá löggjöf, jafnvel eftir á. Sjálfur vil ég reyndar úrsögn úr E.es.

En engum Esb.-lögum gætum við breytt né afneitað, og ef þau rekast á einhver lög okkar (ef af innlimun verður), þá er þegar í aðildarsamningi búið að ákveða, hvað gerist: þá skulu lög og reglur Esb. ráða, ekki landsins okkar.

Þetta þykir Jóni Frímanni örugglega hin bezta himnasending. Hann á greinilega bágt með að skilja þankagang Jóns forseta Sigurðssonar að vilja koma löggjafarvaldinu inn í landið.

Jón Valur Jensson, 4.5.2011 kl. 01:52

8 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Jón Valur, Þetta er rangt hjá þér.

Það er staðreynd að ESB byggir á grunni EEC, sem tók við stofnunum Kola og Stálbandalagsins árið 1958.

Í Rómarsáttmálanum er fullveldi og sjálfstæði allra aðildarríkja ESB tryggt og er þar vísað til sáttmála Sameinuðu Þjóðanna í þeim efnum. Enda er sjálfstæði og fullveldi ríkja ein af kröfunum til þess að ríki geti orðið aðili að ESB.

Löggjafarvaldið er í meginatriðum það sama og það var árið 1958 þegar EEC var stofnað. Það sem hefur þó breyst er að Evrópuþingið hefur orðið valdameira síðan það var stofnað árið 1970. Þessi völd hafa verið flutt frá Framkvæmdastjórn ESB og Ráðherraráði ESB til Evrópuþingins.

Framkvæmdastjórn ESB, ásamt Ráðherraráði ESB og Evrópuþingi ESB alltaf haft æðsta vald í þeim lagaflokkum sem ESB stýrir. Þannig hefur þetta alltaf verið. Hlutverk ECJ (Court of Justice of the European Union) er eingöngu það að dæma í málum sem snúa að lögum ESB og stöðu þeirra gagnvart aðildarríkjum ESB. Annað dómshlutverk hefur þess dómsstóll ekki og hefur aldrei haft annað hlutverk en að dæma í lagamálum gegn ESB aðildarríkjum. Einnig sem að hlutverk ECJ er að tryggja að lög ESB séu túlkuð allstaðar á sama hátt innan ESB.

Innan ESB er kosið samkvæmt flokkakerfi, ekki samkvæmt ríkum. Þannig að áhrif Íslands og Möltu eru ekkert minni fyrir vikið. Almennt þá eru ákvarðarnir teknar í Ráðherraráði ESB með samþykki allra aðildarþjóða ESB.

Ef að kosið er þá stendur valið á milli nokkura kerfa. Þá er annaðhvort kosið með einföldum meirihluta. Stundum er einnig kosið með auknum meirihluta. Þetta er allt saman vandlega tiltekið hérna (wiki).

Í sáttmálum ESB eru ekki neinar valdheimildir (og þær munu ekki koma) til þess að gera ESB að sambandsríki. Sú hugmynd er bara til í hausnum á ofsóknarbrjáluðum öfga-hægri og vinstri mönnum á Íslandi og annarstaðar í Evrópu. Fólki sem er gjörsamlega úr sambandi við heiminn í kringum sig.

Íslendingar mundu halda í fullveldi sitt (fengið 1918) og sjálfstæði sitt (fengið 1944) við aðild að ESB. Enda er málum þannig háttað að þegar ríki segja sig úr ESB (hefur aldrei gerst) þá fá þau aftur það vald sem þau létu ESB í hendur þegar þau urðu aðildar að ESB. Þannig virkar þetta samkvæmt reglunum og hefur alltaf gert það.

Fullyrðingar um að ríki tapi fullveldi sínu og sjálfstæði þegar þau verða aðilar að ESB eru ekkert annað en rangar, og hafa alltaf verið það. 

Íslendingar geta ekki hafnað lögum frá ESB sem eru tekin upp í gengum EES samninginn. Norðmenn gerðu það núna um daginn og það var í fyrsta skipti sem slíkt gerðist. Núna verða norðmenn að útskýra afstöðu sína fyrir Framkvæmdastjórn ESB (ábyrgðaraðili EES samningins og framkvæmd hans). Annars verður litið á þessa neitun norðmanna sem úrsögn þeirra úr EES samningum.

Jón Valur vísar eingöngu hérna í greinar eftir sjálfan sig og síðan í grein eftir mann að nafni Haraldur Hansson. Hvorki grein Jóns Vals eða Haraldar standast staðreyndir. Eins og ég vísa í hérna að ofan. Ég bið því fólk að afskrifa málflutning Jóns Vals og Haraldar fyrir það sem hann er. Það kemur mér ekkert á óvart að þú viljir úrsögn úr EES. Enda ertu hinn versti öfga-hægri maður sem tjáir sig á internetinu. Þú ert einnig svo þröngsýnn að nálarauga er víðsýnna en þitt sjónarhorn á heiminn.

Jón Frímann Jónsson, 4.5.2011 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband