Leita í fréttum mbl.is

Össur Skarphéðinsson: Aðild að ESB öllum aðildarríkjum til góðs

Össur SkarphéðinssonÁ Eyjunni stendur: "Í öllum ríkjum sem hafa sótt um aðild að Evrópusambandinu hefur verið deilt um hvort aðildin sé jákvæð eða neikvæð, sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann flutti Alþingi árlega skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál í dag.

“En enginn deilir lengur um þá staðreynd, að aðild varð öllum þessum ríkjum til farsældar og hagsbóta,“sagði Össur.

Hann sagði að fjárfestingar hefðu alls staðar aukist verulega við aðild og sums staðar tvöfaldast í þeim smáríkjum sem síðast gengu inn í ESB; fyrir Eistland, Lettland, Litháen, Slóveníu, Möltu og Slóvakíu. Þær fjárfestingar hafi fyrst og fremst komið úr öðrum ESB-ríkjum.

„Íslendingar gætu með réttri heimavinnu tekið upp evruna 3 árum eftir samþykkt aðildar í þjóðaratkvæði,“ sagði Össur. Íslendingar þurfi sjálfir að fá að kjósa um hvort þeir vilji standa innan ESB eða utan.

„Menn tala um að fullveldi tapist við aðild,“ sagði utanríkisráðherra og fannst greinilega lítið til þeirrar staðhæfingar koma því að hann hélt áfram og sagði:  “Herra trúr! Hvert er okkar fullveldi, þegar við þurfum í viku hverri að aðlaga okkur að ESB vegna samningsins um evrópska efnahagssvæðið með nýjum reglum, nýjum tilskipunum, nýjum þingsályktunum, nýjum lögum, þar sem íslenskir þingmenn, íslenskir ráðherrar, íslenskur almenningur, getur ekki breytt einum einasta stafkrók? Er það fullveldið sem við viljum?“

Öll Eyjufréttin og skýrsla Össurar til Alþingis um utanríkismál og alþjóðamál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Flottur

Jón Gunnar Bjarkan, 16.5.2011 kl. 23:22

2 Smámynd: The Critic

Alveg rétt hjá Össur, allt tal um fullveldis afsal er innantómt froðusnakk ESB andstæðinga til að slá ryki í augu almennings..

The Critic, 18.5.2011 kl. 16:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband