Leita í fréttum mbl.is

Kanadadollar lausnin? Hver er að ræða við hvern - í umboði hvers?

Tíu íslenskar krónur (með loðnu)!Í Fréttatímanum í dag er opnugrein um það sem kallað er Tillaga að efnahagsaðgerðum og eru það fimm karlmenn sem blaðið hefur fengið til þess að "kasta á milli sín hugmyndum."

Þar er fjallað um gjaldmiðilsmál og lagt til að tekinn verði upp Kanadadollar. Rökin eru þau að atvinnulíf Kanada endurspegli helst íslenskt atvinnulíf (hvað ætli Kanadamönnum finnist um það?).

Þá er sagt að Kanada eigi fyrir höndum langt hagvaxtarskeið og að myntin muni verja kaupmátt þeirra sem hana nota.

Í greininni segir einnig orðrétt: "Evran og dollarinn eiga undir högg að sækja." En á Evran undir högg að sækja? Það er kannski vert að minna á að hjá 14 Evruríkjum er ástandið þannig að allt gengur eðlilega fyrir sig; viðskipti, verslun, atvinnulíf.

Grikkland, Írland og Portúgal eru vissulega í vanda. Grikkir fölsuðu tölur til að komast inn í Evruna. Er það Evrunni að kenna? Írland skuldsetti sig stórkostlega og írsk stjórnvöld ákváðu að halda írsku bönkunum gangandi. Er það ESB að kenna? Portúgal glímir við mikinn skuldavanda, en er það ESB eða Evrunni að kenna?

Þýskaland er stærsta Evruríkið og þar blómstrar allt. Holland er með Evruna, engin vandræði. Sama má segja um Austurríki og fleiri ríki sem nota Evruna.

Og aftur að þessu með Kanadadollar: Samkvæmt Hagstofu Íslands fluttum við vörur út til Kanada í fyrra fyrir um 2.4 milljarða króna. Fyrir um 78 milljarða til Þýskalands!

Um 70% af öllum íslenskum útflutningi fer til Evrópu.

Þá kemur fram í greininni að rætt hafi verið við stjórnvöld í Kanada um þetta og að þeim lítist vel á þetta.

Þá vaknar spurningin: Hver er að tala við hvern og í umboði hvers?

Lýsir þetta kannski best ringulreiðinni í íslenskum gjaldmiðilsmálum?

Á vef DV bregst Ólafur Ísleifsson við þessu og segir þar: "„Við þurfum að taka upp erlendan gjaldmiðil, þar sem við höfum aðgang að gjaldeyrisvarasjóðum í þeirri sömu mynt og við þurfum að gera það í samstarfi við þá sem standa að baki þeirri mynt...„Þar að auki eru viðskipti okkar í kanadískum dal afar takmörkuð og val á slíkri mynt fyrir okkur væri, af viðskiptaástæðum og efnahagslegum ástæðum, afar sérkennileg.“

Honum finnst þó sjálfsagt að auka viðskipti við Kanada og það er sjónarmið út af fyrir sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þið spyrjið stórt í Evrópusamtökunum og eðlilega. Svarið er þó einfallt þó ekki sé það geðfellt.

Ríkistjórn Íslands er að ræða við ESB, án umboðar þjóðarinnar en með takmarkað umboð Alþingis. Reyndar eru áhöld um hvort viðræðurnar séu ekki komnar út fyrir þær heimildir sem Alþingi veitti og það verulega í sumum málum.

Til dæmis líta talsmenn ESB svo á að kaflinn um landbúnaðarmál sé frágenginn og samþykktur! Það er nokkuð langt frá heimild Alþingis að samþykkja einstaka kafla, eða hluta þeirra, áður en eiginlegar samningaviðræður hefjast.

Um hugleiðingar annara um hvort einhver annar gjaldmiðill en króna eða evra sé hentugri okkur Íslendingum, er það eitt að segja að einungis hugleiðingar er að ræða.

En auðvitað líkar Evrópusmtökunum það ekki, hugleiðing leiðir nefnilega oftast til niðurstöðu. Ykkur er auðvitað illa við slíkt, það gæti hugsanlega komið í ljós að eitthvað annað en ESB henti okkur Íslendingum!

Gunnar Heiðarsson, 3.6.2011 kl. 10:16

2 Smámynd: The Critic

Áttu þá við Gunnar, fyrst að ESB hentar okkur ekki, þrátt fyrir við séum 80% inn í því sambandi nú þegar í gegnum EES að það henti okkur betur að ganga í samband við Canada?

The Critic, 3.6.2011 kl. 12:10

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sko, sannleikurinn er að embættismenn sjá fram á að verða embættismenn í Brussel á verulega góðum launum og sleppa líka við allt röflið í okkur sem bara verða peð í þessu EB sem er á brauðfótum núna og hefur alltaf verið. Svo Kanada dollar er sá gjaldmiðill sem hentar okkur mun betur eins og ég hef svo oft bent á hér á blogginu. Ef Íslendingar vilja ekki nálgast Noreg eins og eðlilegast væri, þá væri Kanada besta valið, held ég.

50 cal

Eyjólfur Jónsson, 3.6.2011 kl. 12:35

4 Smámynd: The Critic

við erum hvorki menningalega né viðskiptalega tengd Canada. Allt tal um að ganga inn í Canada geta í besta falli talist óraunhæfir dagdraumar.

Er allt í einu orðið gott að hafa canadískan dollara sem við getum ekki "gengisfellt sjálf" eins og fólk talar um að sé svo gott að gera?
Hafa canadíska togara upp í landhelginni? Verða SÍÚ sáttir við það.  Látið canadíska landbúnaðarvöru streyma inn í landið, verða bændur sáttir við það?

The Critic, 3.6.2011 kl. 12:52

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn vill sem sagt nota hér dollaraseðla með mynd af Elísabetu Bretadrottningu, þjóðhöfðingja Kanadamanna.

Gefur hins vegar skít í íslenska evrumynt, enda þótt hana prýði vangamynd af Davíð Oddssyni, fyrrverandi seðlabankastjóra og forsætisráðherra, sem kom okkur Íslendingum 70% í Evrópusambandið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Euro coins - National sides

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 13:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"As of October 2009, Canada's national unemployment rate was 8.6 percent. Provincial unemployment rates vary from a low of 5.8 percent in Manitoba to a high of 17 percent in Newfoundland and Labrador.

Between October 2008 and October 2010, the Canadian labour market lost 162,000 full-time jobs and a total of 224,000 permanent jobs.

Canada's federal debt
is estimated to be $566.7 billion for 2010–11, up from $463.7 billion in 2008–09.

Canada’s net foreign debt rose by $40.6-billion to $193.8-billion in the first quarter of 2010."

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 13:31

7 Smámynd: Björn Emilsson

Áður en lengra er haldið með kanadadollar, ættu menn að líta á ´astándið´ á Nýfundnalandi. Þeir eru ekki alltof anægðir með veru sína í Alríkinu. Sterk þjóðernisöfl vinna hörðum höndum að öðlast sjalfstæði á ný.

Björn Emilsson, 3.6.2011 kl. 14:08

8 Smámynd: Gunnar Waage

"Grikkir fölsuðu tölur til að komast inn í Evruna." greinarhöfundur er ekki betur að sér en svo að hann tekur ekki fram að þessi fölsun sem hann/hún kallar, var gerð í fullri samvinnu við stjórnendur ERM.

Innan við 10% af regluverki ESB hefur verið tekið upp á Íslandi, ekki veit ég hvaðan greinarhöfundrur fær 70% nema hann/hún sé að rugla saman reguverki sambandsins annars vegar og aðlögunarpakkanum hins vegar. Því það er rétt að mjög stór hluti af regluverki og tilskipunum í undirbúningspakkanum hafa verið tekin upp og/eða innleidd. En 70% innleiðing er tala sem greinarhöfundur þyrfti að athuga sinn gang með þar sem að hún er misskilningur.

Síðan er það engin spurning að Íslendingar eiga að halda í krónuna.

Gunnar Waage, 3.6.2011 kl. 14:08

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Árið 2009 voru fluttar hér út iðnaðarvörur fyrir um 244 milljarða króna, þar af 90% til Evrópska efnahagssvæðisins, sjávarafurðir fyrir um 209 milljarða króna, þar af um 80% til Evrópska efnahagssvæðisins, og landbúnaðarvörur fyrir um átta milljarða króna, þar af um 60% til Evrópska efnahagssvæðisins.

Gjaldeyristekjur
af ferðaþjónustu voru um 155 milljarðar króna árið 2009 og um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á Evrópska efnahagssvæðinu.

Utanríkisverslun með vörur árið 2009


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 14:08

10 Smámynd: Gunnar Waage

síðan frekar að fölsunum þá er nú verið að semja við ECB Seðlabanka Sambandsins um undaþágur frá Maastricht, Utanríkisráðherra fjallar opinskátt um það ferli og segir að við munum geta tekið upp Evru ca 3 árum frá því að sagt er já við inngöngu í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þetta er einmitt það sem grikkir gerðu og var það ekki meira leyndarmál en svo að um þetta er fjallað í skýrslum Seðlabanka Grikklands.

bkv.

Gunnar Waage, 3.6.2011 kl. 14:14

11 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þó ég sé sannfærður um að ESB henti okkur ekki, tek ég ekki afstöðu um hvort Kanada henti okkur betur, The Critik. Til þess að taka afstöðu til þess vantar allar staðreyndir.

Hins vegar eru menningartengsl okkar við Kanada ekki síðri en Evrópu. Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að nærri fjórðungur þjóðarinnar flutti vestur um haf undir lok 19. aldar og afkomendur þeirra sem þangað fluttu eru orðnir töluvert fleiri en íbúar Íslands.

Þetta breytir þó engu um hvort við ættum að halla okkur að Kanada, ESB eða einhverjum öðrum. Hugsanlega er bara best að vera áfram sjálfstæð þjóð í eigin landi!

Gunnar Heiðarsson, 3.6.2011 kl. 14:24

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Evrópusambandslöndin, sem eru öll sjálfstæð og fullvalda ríki, eiga að sjálfsögðu viðskipti við lönd utan Evrópska efnahagssvæðisins, til að mynda Kína, en Evrópska efnahagssvæðið greiðir einfaldlega hæsta verðið fyrir íslenskar vörur og þaðan koma flestir erlendir ferðamenn.

Árið 2009 komu 65% af innflutningi hér frá Evrópska efnahagssvæðinu og þá fóru um 84% af útflutningi okkar þangað.

Árið 2009 fóru einungis 3,9% af vöruútflutningi okkar til Bandaríkjanna, 2,3% til Kína, 1,2% til Rússlands og 0,5% til Kanada en þá komu einungis 6,9% af vöruinnflutningi okkar frá Bandaríkjunum, 5% frá Kína, 1,9% frá Kanada og 0,7% frá Rússlandi.


Utanríkisverslun okkar Íslendinga með vörur árið 2009


Um 70% af erlendum ferðamönnum hér búa á
Evrópska efnahagssvæðinu en einungis um 10% í Bandaríkjunum, 2% í Kanada, 1% í Kína og enn færri í Rússlandi.

Þar að auki ferðumst við Íslendingar aðallega til Evrópska efnahagssvæðisins og Íslendingar í námi erlendis stunda langflestir nám á Evrópska efnahagssvæðinu.

"Erasmus er flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs og á hverju ári gerir Erasmus um tvöhundruð þúsund evrópskum stúdentum kleift að nema eða vinna erlendis."


Erasmus - Flaggskip Evrópusambandsins á sviði menntasamstarfs


The Erasmus Programme


Erlendir gestir um Leifsstöð 2002-2010


Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 14:24

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar seljum hins vegar ekki ál og kísiljárn, heldur raforku til stóriðjunnar hér, sem er í eigu útlendinga.

Landsvirkjun
, og þar með Kárahnjúkavirkjun, er í eigu ríkisins, allra Íslendinga, og langtímaskuldir Landsvirkjunar í árslok 2008 voru um þrír milljarðar Bandaríkjadala, um 360 milljarðar króna, andvirði þriggja Kárahnjúkavirkjana.

Vaxtagjöld
Landsvirkjunar árið 2008 voru 178 milljónir Bandaríkjadala, um 20 milljarðar króna.

Og árið 2008 tapaði Landsvirkjun 345 milljónum Bandaríkjadala, um 40 milljörðum króna.

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 14:45

15 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

ESB/€vran er eins og vel heppnuð aðgerð á sjúkling fyrir utan einn smá galla sem er að sjúklingurinn er dauður, hann verður ekki endurlífgaður nema sem sambandsríki með einn fjármálaráðherra.

Spurning er raunverulega hvort við viljum ganga í Bandaríki Evrópu eða ekki, ég segi NEI TAKK!

Við þurfum fyrst að fá ALVÖRU STJÓRNMÁLAMENN SEM SINNA ALVÖRU HAGSTJÓRN áður en við getum spáð í að innlimast í sambandsríki eða upptöku á nýjum hitamæli.

Eggert Sigurbergsson, 3.6.2011 kl. 16:03

16 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evru gagnvart Kanadadollar HÆKKAÐ um 7,34%, Bandaríkjadollar um 9,07%, japanska jeninu um 8,17%, breska sterlingspundinu um 3,41%, íslensku krónunni um 7,5%, sænsku krónunni um 0,39%, norsku krónunni um 0,08% og dönsku krónunni um 0,04%.

Bretland, Danmörk og Svíþjóð eru í Evrópusambandinu, Noregur og Ísland eru á Evrópska efnahagssvæðinu og danska krónan er bundin gengi evrunnar með 2,25% vikmörkum.

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 16:52

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlendum ferðamönnum fjölgaði mest hérlendis á síðasta áratug þegar íslenska krónan var hátt skráð, 2006 og 2007, og Evrópubúar og Bandaríkjamenn höfðu almennt frekar efni á að ferðast en nú.

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9


Og kostnaður ferðaþjónustunnar hér, til dæmis vegna bifreiða, bensín- og olíukaupa, hefur að sjálfsögðu aukist mikið frá þeim tíma vegna lágs gengis íslensku krónunnar undanfarin ár.

Það á einnig við um önnur íslensk fyrirtæki, þannig að þau hafa síður efni á að fjárfesta og ráða nýtt starfsfólk.

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 17:06

18 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Kanadadalur er slæm lausn eins og önnur upptaka einhliða á gjaldmiðlum. Þar sem Seðlabanki Kanada er ekki bakhjarl kanadadollarsins sem væri notaður á Íslandi.

Með upptöku evru og aðild að ESB þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl evrunnar á Íslandi og það skiptir mjög miklu máli fyrir íslenskt efnahagslíf að þetta sé framkvæmt svona.

Það þýðir lítið að tala fyrir upptöku kanadadollars á Íslandi en vera síðan á móti ESB aðild og upptöku evrunnar.

Jón Frímann Jónsson, 3.6.2011 kl. 17:25

19 Smámynd: The Critic

Gunnar Waage: Gjaldeyrishöft og verðtrygging. Skoðaðu staðreyndir um íslensku krónuna og hvernig hún haftrar allri uppbyggingu. Það er ekki nokkur maður sem segir að íslendingar eigi að halda í krónuna nema Davíð Oddson og fólk sem ekki sér sólina fyrir honum ásamt VG liðinu.

Eggert: Kyntu þér um hvað ESB snýst um og vertu ekki með svona bull.

The Critic, 3.6.2011 kl. 17:37

20 Smámynd: The Critic

Gunnar Heiðarsson: Við erum áfram sjálfstæð þjóð í egin landi þrátt fyrir að við gengjum í ESB og það veistu vel.
Ísland er með smá menningartengsl við smá krika í Manitoba, það er mjög lítið miða við tengslin sem við höfum við hin norðurlöndin. Einnig stundum við engin viðskipti við Manitoba.

The Critic, 3.6.2011 kl. 17:40

21 Smámynd: Gunnar Waage

The Critic, ég spyr þig á móti hvernig þú hefur hugsað þér að hafa hemil á verðbólgu með Evruna hérna ?

Er það þín skoðun að það verði gert án hafta og skatta á fjármagnsfærslum ?

Þau verðbólgumarkmið sem Seðlabankinn beitir eru bundin við útgáfu gjaldmiðils, hvernig á að koma í veg fyrir þennslu og hvar ætlar þú að fá aðgang að fjármagni utan ECB ?

Ætla menn að pumpa öllum veðum inn í ECB eða vilja menn dreifa þessu eitthvað ?

Gunnar Waage, 3.6.2011 kl. 19:45

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Svo rugluð er þjóðernisræpan orðin hér að hún vill endilega vera með mynd af Elísabetu Bretadrottningu á gjaldmiðli sínum.

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 20:27

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

ÍSLAND OG VERÐTRYGGING.

"Verðtrygging er algengust í löndum sem styðjast við veikan gjaldmiðil og þar sem mikil ÓVISSA er talin um þróun verðlags. Við þau skilyrði er ólíklegt að mikill áhugi sé á að gera langtímasamninga í viðkomandi mynt án verðtryggingar.

Í löndum sem styðjast við sterka gjaldmiðla og hafa langa sögu um nokkuð góðan árangur í baráttu við verðbólgu er hins vegar algengt að gerðir séu langtímasamningar í viðkomandi mynt, jafnvel með föstum vöxtum."

Gylfi Magnússon um verðtryggingu lána


Verðbólga og vextir á Evrusvæðinu

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 20:37

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Seðlabanki Evrópu ákveður stýrivexti á öllu evrusvæðinu.

Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins 2008, sjá bls. 20-27:


"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.

Þá minnkar gengisáhætta sem getur leitt til meiri fjármagnsflutninga landa á milli og aukinn stöðugleiki fæst í gengismál. Afleiðingar þess gætu birst í formi lægra verðlags og hærri kaupmáttar.

Þá yrði Seðlabanki Evrópu bakhjarl þess gjaldmiðils sem Íslendingar notuðu og þar með spöruðust háar fjárhæðir, sem ella færu í að halda úti nauðsynlegum gjaldeyrisforða."

"Íslenska krónan er veruleg viðskiptahindrun í því opna viðskiptaumhverfi sem íslenskt atvinnulíf vinnur nú í."

"Gengissveiflur umfram það sem okkar viðskiptalönd búa við munu alltaf reynast íslenskum útflutningi fjötur um fót."

"Hér á landi má segja að séu notaðir 3-4 gjaldmiðlar, íslensk króna, verðtryggð og gengistryggð króna, evra og Bandaríkjadalur. Þetta hefur mikil áhrif á peningamálastjórnunina."

"Upptaka Bandaríkjadals hefði mun meiri stöðugleika í för með sér en honum yrði þó betur náð með upptöku evru, þar sem innflutningur og útflutningur til evrusvæðisins er hlutfallslega mestur þegar horft er til einstakra gjaldmiðilssvæða.

Að auki hefur bandaríski seðlabankinn ekki gefið kost á að vera lánveitandi til þrautavara, sem er mikilvægt upp á fjármálastöðugleika að gera, á meðan Seðlabanki Evrópu gerir það gagnvart aðildarþjóðum Efnahags- og myntbandalags Evrópu."

Þorsteinn Briem, 3.6.2011 kl. 20:56

25 Smámynd: Gunnar Waage

Annars er þetta verið að hræra í vitlausum enda, helsta vandamálið hér á landi er ekki peningastjórnin heldur efnahagsstjórn stjórnvalda og of mikil skuldsetning ríkisins.

Það þýðir síðan ekkert að vera að taka upp neinn annan gjaldmiðil með alla þessa skuldsetningu á bakinu, það þýðir bara greiðsluþrot.

Gunnar Waage, 3.6.2011 kl. 21:03

26 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

"Upptaka evru felur meðal annars í sér að enginn kostnaður fylgir því að skipta úr einum gjaldmiðli í annan og þar með yrðu viðskipti við evrulöndin ódýrari en viðskipti við önnur lönd, auk þess sem verðsamanburður yrði auðveldari.!!!!!!Þú ert ekki með öllu viti Steini ef þú heldur að það kosti ekkert,veit bara að í Eistlandi þá var þetta ekki svona þar hækkaði vöruverð og velferðaþjónustu hefur þurft að skera niður, laun hafa lækkað svo ekki veit ég í hvaða heimi þú býrð nema þú heitir kannski Jóhanna og skrifir undir nafninu Steini..........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 3.6.2011 kl. 21:54

27 Smámynd: The Critic

Marteinn: Vöruverð á íslandi hefur tvöfaldast og kaupmáttur launa rýrnað verulega. Það þurfti enga Evru til þess.

The Critic, 3.6.2011 kl. 23:31

28 identicon

Skoðum Kanadadalinn.  Það er ekkert vitlausara en annað.  Ef við göngum í ESB, þá verður auðvelt að taka evruna upp.

Vil taka það fram að við erum ekki í ESB og því erum við ekki á leiðinni að taka upp evru, líklega ekki á næstu 10 til 15 árum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 09:20

29 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég er ekki hissa Critic(Jóhanna) að hér sé allt á niðurleið með helferðastjórn Jóhönnu við stjórn,það væri uppgangur í landinu í dag ef helferðastjórnin væri ekki við völd og það er alveg klárt.Við eigum að halda okkur frá evru og ESB og vera sjálstæð þjóð meðal siðmenntaðra þjóða en ekki verða kúguð í bandalagi við ESB....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.6.2011 kl. 09:34

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marteinn Unnar Heiðarsson,

Fáráðlingsháttur þinn er með eindæmum.

Í fyrsta lagi skrifaði ég þetta ekki sjálfur, heldur Gjaldmiðilsnefnd Framsóknarflokksins, eins og fram kemur greinilega hér að ofan.

En þú kannt að sjálfsögðu ekki að lesa.

Í öðru lagi hef ég sjálfur búið í Eistlandi.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 09:46

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

EISTLAND OG EVRAN.

"The Estonian kroon has been pegged first to the Deutsche Mark and later to the euro during the entire circulation period.

Due to the fixed exchange rate and the peg to the euro, we are almost members of the euro area, except that our banknotes are different.

Thus, the changeover from the kroon to the euro will not bring along any major economic changes, whereas transaction costs will decrease and the possible risks endangering the kroon as a small currency with fixed exchange rate will disappear.

Estonia's accession to the Economic and Monetary Union is the best and most reliable way of ensuring the stability and low inflation level of the currency in circulation.

In addition:

     - it will be easier to compare prices across euro area countries;

     - risks related to the exchange rate will be minimized;

     - the risk of sudden increases in interest rates will be smaller;

     - transaction costs will decrease."

Estonia will change over to the euro

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 09:52

32 Smámynd: Þorsteinn Briem

EISTLAND Í EVRÓPUSAMBANDINU.

"The financial perspective for 2007-2013 focuses on the integration of a common market and the development of economic, social, and environmental policies.

During the budgetary period, Estonia will get over 4.5 billion euros from the EU budget (2004 standing price; estimated nominally 4.8 billion euros), of which close to 3.3 billion will go to regional aid, about 0.6 billion to rural life, and about 0.5 billion to support agriculture.

Estonia will contribute about 0.9 billion euros to the EU budget over 7 years."

Estonia in the European Union


Estonian Government's European Union Policy for 2007–2011

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 09:56

33 Smámynd: Þorsteinn Briem

STÓRAUKNAR ERLENDAR FJÁRFESTINGAR HÉRLENDIS MEÐ EVRU Í STAÐ KRÓNU.

Mjög líklegt er að erlend fyrirtæki fái stóraukinn áhuga á að taka hér þátt í verslun og iðnaði ef við verðum með evru
í stað íslensku krónunnar, þar sem gengi hennar hefur sveiflast gríðarlega miðað við evruna.

Eistland er lítill markaður en þar eiga erlend fyrirtæki matvöruverslanir, eistneska krónan hefur verið bundin gengi evrunnar undanfarin ár og Eistland tók upp evru nú um áramótin.


Mikill kostnaður fylgir því einnig fyrir bæði íslensk og erlend fyrirtæki
, svo og erlenda ferðamenn hér frá evrusvæðinu, að kaupa og selja evrur fyrir íslenskar krónur.

Og íslenskir ferðamenn ferðast mikið til evrusvæðisins, auk þess sem fjölmargir Íslendingar stunda þar nám.

Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík.

Fjarlægðin á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu er í flestum tilfellum ekkert vandamál varðandi sölu á evrópskum matvælum hér á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stöðugir og miklir flutningar eru á milli Reykjavíkur og meginlands Evrópu.

Flutningskostnaðurinn er ekki nema nokkur prósent af vöruverðinu hér og enda þótt vörur séu framleiddar hérlendis eru erlend aðföng notuð í framleiðsluna í langflestum tilfellum.


Og Bónus er hér með sama vöruverð á öllu landinu.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 10:00

34 Smámynd: Þorsteinn Briem

ERLENDIR BANKAR Í EISTLANDI.

"
The biggest financial service providers are commercial banks. There were six commercial banks and eleven branches of foreign banks in Estonia at the end of 2008."

Þar af voru sænsku bankarnir Skandinaviska Enskilda Banken (SEB) og Swedbank með samtals 70% markaðshlutdeild.


Statistical Yearbook of Estonia 2009


Swedbank:


"We have 9.5 million private customers and 650,000 corporate customers with 362 branches in Sweden and 222 branches in the Baltic countries.

The group is also present in Copenhagen, Helsinki, Kaliningrad, Luxembourg, Marbella, Moscow, New York, Oslo, Shanghai, St. Petersburg, Ukraine and Tokyo.


In June 2010, the balance sheet amounted to SEK 1,905 billion and the number of employees totaled about 17,500."


Skandinaviska Enskilda Banken (SEB):


"
SEB är en nordeuropeisk finansiell koncern som betjänar över 400 000 företag och institutioner samt mer än fem miljoner privatpersoner.

Verksamheten omfattar främst banktjänster, men SEB har också en betydande livförsäkringsrörelse.

I Sverige, Estland, Lettland, Litauen och Tyskland är SEB en universalbank.


SEB har också verksamhet i övriga Norden
, Polen, Ryssland och Ukraina samt på ytterligare ett tiotal platser i världen.

Fler än hälften av SEB:s cirka 20 000 medarbetare finns utanför Sverige.


Även på den nya marknaden i Ukraina är SEB inriktad på att vara en universalbank."

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 10:04

35 Smámynd: Þorsteinn Briem

Greinargerð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra 17. maí síðastliðinn um upptöku evru hérlendis:

"Til þess að aðildarríki [Evrópusambandsins] sé heimilt að taka upp evru verður að uppfylla ákveðin efnahagsleg og fjármálaleg skilyrði, svokölluð Maastricht-skilyrði:

Ársverðbólga má ekki vera meira en 1,5% yfir meðalverðbólgu í þeim þremur aðildarríkjum sem standa best að vígi varðandi verðbólgu.

Langtímavextir mega ekki vera hærri en 2% yfir meðalvöxtum í þeim þremur aðildar-ríkjum sem standa best með tilliti til verðstöðugleika.

Halli á rekstri hins opinbera má ekki vera meiri en 3% af landsframleiðslu.

Skuldir hins opinbera mega ekki vera hærri en 60% af landsframleiðslu nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Umsóknarríkið þarf að hafa tekið þátt í gengissamstarfi Evrópu, ERM II, í a.m.k. tvö ár án þess að rjúfa tilskilin gengisvikmörk eða fella miðgengið gagnvart evru (með þátttöku í ERM II aðstoðar Seðlabanki Evrópu við að halda gengi gjaldmiðilsins innan ±15% fráviks frá ákveðnu miðgengi við evru)."

"Skuldir hins opinbera mega ekki vera yfir 60% af landsframleiðslu samkvæmt Maastricht-skilyrðunum nema hægt verði að sýna fram á fullnægjandi lækkunarferil að því markmiði.

Mikilvægt er að halda á lofti að skuldastaðan er lækkandi og sjálfbær og að staða lífeyrisskuldbindinga til framtíðar er betri en víða í aðildarríkjunum.

Ef sýnt er fram á fullnægjandi lækkunarferil ætti skuldastaða hins opinbera ekki að seinka upptöku evru. Halda þarf til haga þróun opinberra skulda á Íslandi og að peningalegar eignir eru meiri en í flestum öðrum Evrópuríkjum."

"Gjaldeyrishöft koma óhjákvæmilega til umfjöllunar í samningaviðræðum þótt þau falli ekki beint undir þennan kafla. Höftin þarf að afnema áður en til inngöngu kemur. Ræða þarf hugsanlega aðstoð ESB við að komast út úr þeim."

"Í 126. gr. sáttmálans og viðaukum við hann er kveðið á um að halli á rekstri hins opinbera megi ekki vera umfram 3% af landsframleiðslu.

Tvær undantekningar eru þó á þeirri reglu. Annars vegar ef hallinn hefur lækkað og sé nærri 3% af VLF. Hins vegar ef umframhallinn er lítill, vegna sérstakra aðstæðna svo sem mikils samdráttar í hagkerfinu, og tímabundinn.

Auk þess mega skuldir hins opinbera ekki vera umfram 60% af landsframleiðslu. Gerð er undantekning frá því ef skuldirnar fara lækkandi og nálgast skuldahámarkið nægilega hratt.

Skuldir hins opinbera á Íslandi verða líklega innan við 100% af landsframleiðslu í árslok 2011. Stefnt er að því að þær fari síðan hratt lækkandi og verði um 80% af landsframleiðslu í árslok 2013.

Hægt væri að lækka skuldirnar umfram það nokkuð hratt með sölu eigna sem ríkissjóður hefur eignast við endurfjármögnun bankakerfisins og minnkun gjaldeyrisforðans þegar fram líða stundir.

Innan Evrópusambandsins er nú unnið að breytingum á þessum reglum, m.a. vegna þeirrar auknu athygli sem skuldastaða hins opinbera hefur fengið í núverandi fjármálakreppu."

"Meðal þeirra tillagna sem komið hafa fram er að skilyrða ríki með skuldir umfram 60% af VLF til þess að lækka skuldir sínar árlega um 1/20 af skuldum yfir 60% yfir þriggja ára tímabil.

Ef framhald verður á þeim afgangi af rekstri hins opinbera sem stefnt er að árið 2013 mun Ísland eiga í litlum vandræðum með að uppfylla þær kröfur."

"Við mat á skuldastöðu hins opinbera þarf að líta til þess að hreinar skuldir voru í lok árs 2010 um 69% af VLF. Þá eru peningalegar eignir ríkissjóðs meiri en t.d. í þeim ríkjum sem gengu í sambandið árið 2004.

Lífeyrissjóðir standa mun betur með tilliti til framtíðarskuldbindinga en gerist í mörgum Evrópuríkjum. Skuldastaða Íslands frá þessum sjónarhóli er því allsterk og síst lakari en í mörgum aðildarríkjum Evrópusambandsins."

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 12:40

36 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

The Critic, þú virðist ekki kynna þér hvað er í gangi áður þú ferð í bull gírinn, ef hinn "hlutlausi" seðlabankastjóri Evrópu kallar á sambandsríki þá er meira að marka hann heldur en þig.

"Speaking in Aachen, Germany, Mr Trichet called for a European Union that would be “a confederation of sovereign states of an entirely new type”."

Eggert Sigurbergsson, 4.6.2011 kl. 13:58

37 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Critic ekki veit ég hvenær þú bjóst í Eistlandi eða hvað þú gerðir þar en allavega hefur þú ekki verið mikið í tengslum við hinn almenna borgara þar því staðan er ekki svona eins og þú lýsir í öllum þessum fagurgala greinum þínum sem koma ábyggilega frá álíka helferðastjórn og er hér á landi!!!!! Það skal ég segja þér kallinn minn að allt átti að breytast við inngöngu í ESB og upptöku evru,það átti að endurnýja fiskiskipa flota Eistlendinga og ég veit ekki hvað og hvað en ekkert gerðist og í dag hugsa margir Eistlendingar til gömlu daganna meðan að USSR var yfir þeim,þeir gátu lifað við það þó það væri ekki of gott ,en innan ESB er það hörmung.Og það er alveg sama hvað þú kemur með margar fagurgala greinar örugglega ritaðar í Brussel þá er ekkert mark takandi á þér eins og öðrum ESB-sinnum sem kunna ekki við að rætt sé um sannleikann...........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.6.2011 kl. 17:37

38 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Og bara svo þú vitir það þá heitir höfuðborgin í Eistlandi Tallinn en ekki eitthvað annað sem ég man ekki hvað stóð í gær sagðir þú höfuðborg Eistlands en þú hefur tekið það út svo ekki er nú mikið mark að lesa bullið í þér..........

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.6.2011 kl. 17:48

39 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marteinn Unnar Heiðarsson,

Þú ert greinilega alvarlega skemmdur, vinur minn.

Ég skrifaði eftirfarandi:

"Næststærsta borg Eistlands, Tartu, er minni en Reykjavík og fjölmargar borgir á meginlandi Evrópu eru svipaðar að stærð og Reykjavík."

Ég bjó hins vegar í Vanalinn, miðbæ höfuðborgarinnar, Tallinn.

Eistlendingar hafa almennt engan áhuga á að verða aftur að einhverjum Sovétmönnum, frekar en íbúar Rússlands, þar sem ég hef einnig búið, og ég ráðlegg þér eindregið að draga verulega úr þessari neyslu þinni ef ekki á enn verr að fara, kúturinn minn.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 19:03

40 Smámynd: Árni Gunnarsson

Evrópusinnum hentar betur að segja okkur nota 70-80% af regluverki sambandsins en 10% Þessi tíu prósent eru auðvitað bara högg neðan við beltisstað á kratagreyin sem eru farin að hlakka svo obboslega til launanna í Brussel.

Árni Gunnarsson, 4.6.2011 kl. 19:05

41 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ég er ekki mikið skemmdur en það ert þú allavega og það á háu stigi enda ekki hissa á því miða við það að styðja þessa helferðastjórn og að vilja afsala sjálfstæði Íslands til Brussel!!!!!! og ekki reyna að koma með einhverjar lánglokur eða glamúrgreinar um það,það er nóg að glugga í Lissabonnsáttmálann og hann mun einnig breytast að mig minnir 2013 eða 2014 þannig að þar mun minka sjálfstæði þjóða innan ESB enn frekar.En þar fyrir utan held ég að þú ættir að leita þér lækningar þar sem þú ert mjög illa haldin komma-öndum............

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.6.2011 kl. 19:42

42 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marteinn Unnar Heiðarsson,

Heldur ólíklegt að ég sé kommúnisti, þar sem ég var blaðamaður á Morgunblaðinu í mörg ár.

Þar að auki er ég ekki The Critic og ég ráðlegg þér eindregið að leita þér aðstoðar sem fyrst á réttum stað, elsku kallinn minn.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 19:59

43 Smámynd: Þorsteinn Briem

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar Ísland fékk aðild að Evrópska efnahagssvæðinu og Schengen-samstarfinu.

Jón Valur Jensson
er hins vegar á móti hvorutveggja og telur því væntanlega Davíð Oddsson vera föðurlandssvikara og jafnvel kommúnista.

"Evrópska efnahagssvæðið (EES) er sameiginlegt markaðssvæði 30 ríkja í Evrópu sem komið var á með EES-samningnum og tók formlega gildi 1. janúar 1994.

Aðild að EES eiga öll 27 aðildarríki Evrópusambandsins, sambandið sjálft og 3 aðildarríki Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA)."

"Fjórfrelsið svokallaða gildir á öllu svæðinu en það felur í sér frjáls vöru- og þjónustuviðskipti, frjálsa fjármagnsflutninga og sameiginlegan vinnumarkað.

Að auki kveður EES-samningurinn á um samvinnu EES-ríkjanna á sviði félagsmála, jafnréttismála, neytendamála, umhverfismála, menntamála, vísinda- og tæknimála o.fl."

Evrópska efnahagssvæðið

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 20:05

44 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland undirritaði samning um aðild að Schengen-samstarfinu ásamt öðrum Norðurlandaþjóðum 19. desember 1996 þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra.

Rúmlega
80% af íbúum Norðurlandanna eru nú í Evrópusambandinu.

Og aðild að Schengen-samstarfinu var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu í Sviss.

Schengen
-samstarfið

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 20:07

45 Smámynd: Þorsteinn Briem

"I didn't do it!"

Davíð Oddsson
"var forsætisráðherra Íslands frá árinu 1991 til ársins 2004, lengst allra, en var einnig borgarstjóri í Reykjavík frá árinu 1982 til 1991, utanríkisráðherra frá 2004 til 2005 og formaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2005."

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 20:11

46 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ekki gleyma hver var það sem var fljótur að hlaupa til Brussel!!!!!!Ekki var það Davíð þó vinstrimenn vilji kenna honum um allt sem illa fer :)Það var Jón Baldvin sem sá um þá ferð og kannski var hún góð á þeim tíma en í dag er hún það sem hentar okkur miða við hvert stefnir.Varðandi schengen þá sínist mér það nú að alltaf bætist í þau lönd sem vilja komast útúr schengen og ekki geturðu neitað því er það???annars er þetta að verða ágætt og nenni varla að eyða lyklaborðinu mínu í ykkur þessa ESB-sinna þar sem það er búið að heilaþvo ykkur endanlega.En þetta fer allavega á annanhvornvegin og ef þjóðin fær að ráða þá förum við ekki í ESB en um hitt þarf ekki að hafa mörg orð

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.6.2011 kl. 20:19

47 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marteinn Unnar Heiðarsson,

Davíð Oddsson
forsætisráðherra og Sjálfstæðisflokkurinn réðu sem sagt engu um þessi mál í ríkisstjórninni.

Reyndu nú að tjúnna greindarvísitölu þína upp í skóstærð.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 20:32

48 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Frá árinu 1957 hafa Norðurlandabúar getað ferðast á milli Norðurlandanna án vegabréfs.

Vinnumarkaður
Norðurlandanna hefur verið sameiginlegur frá árinu 1954 og nú ferðast um 40 þúsund manns á viku milli landanna vegna vinnu.

Og álíka margir flytjast búferlum á milli Norðurlandanna á hverju ári.
"

Sameiginlegur norrænn vinnumarkaður frá árinu 1954

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 20:37

49 Smámynd: Þorsteinn Briem

Schengen-samstarfið tók gildi hér á Íslandi og öðrum Norðurlöndum 25.3. 2001.

Schengen
-samstarfið


Mbl.is 1.2.2002
:

"Um 20 danskir meðlimir í samtökum Vítisengla eða Hell's Angels voru stöðvaðir á Keflavíkurflugvelli í gær og var 11 þeirra meinuð landganga."

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 20:38

50 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er ekki lengra síðan en 12. desember 2008 að aðild SvissSchengen-samstarfinu tók gildi eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og ég veit ekki til þess að nokkurt ríki hafi ákveðið að segja upp aðild að samstarfinu.

Og enda þótt Schengen-samstarfið yrði lagt niður núna um mánaðamótin myndu flóttamenn áfram streyma frá Afríku til Ítalíu, þar sem þeir verða að búa í flóttamannabúðum.

Schengen Area

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 20:40

51 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Ertu svo vitlaus að reyna að halda því fram að það sé ekki að aukast óánæja innan ESB útaf schengen?????lestu ekki blöð eða hlustar á fréttir???mikið rosalega ertu skemmdur!!!!en svona fyrir utan það þá er mín skóstærð í réttri stærð en þín örugglega undir dvergastærð miða við gáfur

Marteinn Unnar Heiðarsson, 4.6.2011 kl. 20:57

52 identicon

Hjó eftir þessu á heimasíðunni um "Sameiginlegan Norrænan vinnumarkað" :

Þar sem ESB er opinn og sameiginlegur vinnumarkaður, er mikilvægt að stuðlað sé að því að auðvelt og einfalt sé að flytja búferlum eða ferðast til vinnu í nágrannalandi.

Þessu eru nú Samfylkingarmenn á móti eins og 56 aðrir þingmenn á Alþingi Íslendinga.

En svona er nú það.  Samfylkinginn segir eitt og gerir annað. 

Það þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af ESB;)

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 21:00

53 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki, Stefán Júlíusson.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 21:03

54 identicon

Það er gott.  En þú hefur nú varið stefnu Samfylkingarinnar í þessu máli ansi lengi félagi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 21:25

55 Smámynd: Þorsteinn Briem

Marteinn Unnar Heiðarsson,

Ég efast ekki um að þú og allir aðrir Íslendingar séu óánægðir vegna gríðarlegrar hækkunar á vöruverði hérlendis vegna gengisfalls íslensku krónunnar síðastliðin ár.

Hins vegar ætlar ekkert ríki að segja upp aðild sinni að Schengen-samstarfinu, svo ég viti til, enda ferðast hundruð þúsunda Evrópubúa vegna atvinnu sinnar nær daglega á milli ríkja í Evrópusambandinu.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 21:28

56 identicon

Ég var að benda þér á hvað stóð um Norðurlöndin en ekki ESB sem slíkt.  Þar er ekki hægt að búa í einu landi og starfa í öðru, þ.e. þegar Ísland á í hlut.  Það er stefna Samfylkingarinnar og VG að halda því áfram næstu árin miðað við frumvarp til laga.

Þar sýnir Samfylkingin, því frumvarpið er jú frá Árna Páli, að Norðurlandasamstarfið svo og EES er honum einskis virði.

Ég held ekki að þessir fáu einstaklingar sem störfuðu hérlendis og bjuggu erlendis stofnuðu gengi krónunnar í hættu. 

Ég bendi þér á að lesa reglur Seðlabankans um gjaldeyrishöftin og frumvarp til laga um áframhaldandi gjaldeyrishöft.

Einnig bendi ég þér á að lesa heimasíðu Vinnumálastofnunar þegar kemur að atvinnu hér á landi, þ.e. hvað varðar skráð lögheimil ef starfað er hér á landi.  Innlendur aðili versus erlendur aðili.

Evrópusamtökin ættu kanski að gera það líka svo og aðrir sem áhuga hafa á lokuðu eða opnu landi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 21:40

57 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Mín skoðun hefur verið sú, eins og hér hefur oft komið fram, að gengi íslensku krónunnar myndi falla mikið ef gjaldeyrishöftum yrði aflétt hér í einu vetfangi og ég veit ekki til þess að það sé einkaskoðun einhvers íslensks stjórnmálaflokks.

Og mér líst vel á áætlun Seðlabanka Íslands í þessum málum sem fram kemur hér að ofan.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 21:47

58 identicon

Steini:  Var ég að tala um afnám haftanna hér?  Það er spurning um hvað má og hvað má ekki.  Ríkisstjórnin er á móti Norðurlandasamstafi og EES samningnum og er með frumvarp þess efnis.  Þess vegna þurfa andstæðingar ESB engar áhyggjur að hafa þegar stuðningsmenn þess leggja fram frumvarp þess efnis að takmarka Norðurlandasamstarfið og EES samninginn.

Ég bendi þér og öðrum einnig að lesa umsagnir um frumvarpið. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 21:53

59 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefán Júlíusson,

Ég veit ekki til þess að nokkrir íslenskir þingflokkar hafi á þessu kjörtímabili krafist þess að aðild Íslands að Norðurlandasamstarfinu og Evrópska efnahagssvæðinu yrði sagt upp.

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 22:05

60 identicon

Var ég að segja það?  Þeir eru allir að takmarka Norðurlandasamstarfið og EES samstarfið eins og þeim þóknast.  Það væri í lagi ef aðrir flokkar styddu það, en það er furðulegt að Evrópuflokkurinn styðji það.  Það er einnig furðulegt að Evrópuhugsjónin skuli vera svona lítils virði hjá þeim sem halda að þeir vilji ganga í ESB.  Án Evrópuhugsjónarinnar er skilningurinn á ESB lítill sem enginn.

Þess vegna, enn og aftur, þurfa andstæðingar ESB ekkert að óttast þegar Evrópuhugsjónarmennirnir á Íslandi vilja takmarka samstarf við Norðurlandaþjóðirnar og EES.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 22:12

61 Smámynd: Þorsteinn Briem

TÍMABUNDIN HÖFT VEGNA GJALDEYRIS- OG GREIÐSLUJAFNAÐARKREPPU ERU HEIMIL.

"Þeir alþjóðasamningar sem Ísland hefur undirgengist, til dæmis samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES), aðildarsamningur Íslands að Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) og áttunda grein stofnsáttmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, heimila tímabundin og afmörkuð höft á fjármagnshreyfingar þegar lönd lenda í gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppu.

Alþjóðasamfélagið hefur því ekki gert athugasemdir við þau höft sem sett voru á fjármagnshreyfingar á Íslandi og framkvæmd þeirra hefur verið samþykkt af stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Hins vegar er ljóst að erfitt verður að viðhalda svo viðamiklum gjaldeyrishöftum án þess að þau teljist brot á þessum alþjóðlegu sáttmálum þegar frá líður og gjaldeyris- og greiðslujafnaðarkreppan er að baki.

Eins viðamikil höft á fjármagnshreyfingar og sett voru á hér á landi í kjölfar kreppunnar þekkjast hins vegar ekki víða, að minnsta kosti ekki meðal þróaðra ríkja."

Seðlabanki Íslands - Peningamál í maí 2010, sjá bls. 16-17

Þorsteinn Briem, 4.6.2011 kl. 22:18

62 identicon

Elsku Steini minn.  Ekki byrja á þessu.  Ég bað þig um að lesa ákveðna hluti.  Skoðaðu framkvæmd reglnanna og svo frumvarpið og hættu að tala svona almennt um huglæga hluti og horfðu á raunveruleikann.  Við lifum jú í raunveruleikanum.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 22:30

63 identicon

Reglurnar eru raunveruleiki svo og frumvarp ríkisstjórnarinnar.  Það er enginn draumur heldur eitthvað sem hægt er að snerta.  Framkvæmd reglnanna er einnig raunveruleiki sem þú ætti að kynna þér.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband