Leita í fréttum mbl.is

Á að gera hlé þegar líður að lokum samningaviðræðna?

Landsfundi Sjálfstæðisflokksins lauk í dag. Þar var rætt um Evrópumál og vill flokkurinn gera hlé á viðræðum og taka þær ekki upp fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu eftir næstu kosningar.

Næstu kosningar verða vorið 2013, gefið að ,,ríkisstjórn hinn níu lífa", lifi af. Sem verður að tekjast líklegt, miðað við það sem á undan er gengið.

Þá verða viðræður um sjávarútvegsmál og landbúnaðarmál að öllum líkindum langt komnar og jafnvel lokið. Á þá að hætta við og eyða nokkur hundruð milljónum í þjóðaratkvæðagreiðslu? Er það skynsamlegt? Er þá ekki bara betra að klára málið og kjósa um samninginn?

Annars er það markverðast í þessu öllu saman að öfgafyllstu tillögurnar að norðan og úr Eyjum voru kolfelldar.  Sjálfstæðisflokkurinn varð því ekki öfgunum að bráð. Sem verður að teljast jákvætt.

Formaður Sjálfstæðra Evrópumanna, Benedikt Jóhannesson, var sáttur við niðurstöðuna, eins og fram kom í fréttum Stöðvar tvö. Viðbrögð Össurar Skarphéðinssonar eru hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort sem menn vilja kalla ferlið aðildarviðræður eða aðlögunarviðræður þá er það staðreynd að mestmegnis snýst ferlið um aðlögun, þ.e innleiðingu ESB-laga í landslög. Hraðinn ræðst að miklu leiti af pólitískum vilja til aðlögunar í umsóknarríkinu.

Umsóknarstjórnin situr með 1/2-2 manna meirihluta (eftir því hvernig Guðmundur er talinn og Þráinn án varamanns) og það er virk andstaða við aðlögun innan VG.

Ferlinu gæti, ef við miðum við eðlilegar aðstæður, lokið eftir hálft ár eða tíu ár eftir því hvernig gengur að aðlaga.

En svo má ekki gleyma því að aðstæður í Evrópu eru óvenjulegar nú um stundir og ekki sjálfgefið að ESB verði mjög viljugt til að loka peningamálakaflanum fyrr en framtíðarhorfur í þeim efnum skýrast og raunar ekki sjálfgefið að sambandið muni vilja fara í fullgildingarferli ef fyrir dyrum er endurskoðun á grunnsáttmálum.

Í sjálfu sér er hægt að draga ferlið út í það óendanlega ef með þarf. Lítum bara á Tyrkland.

Svo er deilan um fjárkröfur Breta og Hollendinga enn óleyst og geta þessar þjóðir fryst aðildarferlið eins og þeim sýnist á hvaða stigi sem er.

Í stuttu máli er það alls ekki sjálfgefið eða endilega líklegt að ferlinu verði næstum lokið við kosningar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 21:31

2 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hans. Þar sem þú fullyrðir að um aðlögunarferli sé en ekki umsóknarferli og að ferlið snúist um að aðlaga íslenskar reglur að ESB reglum vegna ESB umsóknarinnar þá ættir þú að geta svarað eftirfarandi spurningu.

Hvaða lögum hefur verið breytt vegna ESB umsóknar okkar? Ég er að sjálfsötðu ekki að tala um allar þær breytingar til samaræmis við ESB reglur sem við höfum þurft að framkvæma vegna EES aðildar okkar. Ég er því að óska eftir því að þú nefnir lagabreytingar til samræmis við ESB reglur sem ekki hefur verið nauðsynlegt að setja vegna EES aðildar okkar.

Af því er ég best veit hafa engar slíkar lagabreytingar átt sér stað og stendur ekki til en þú kanski leiðrétir mig ef þú veist betur.

Sigurður M Grétarsson, 20.11.2011 kl. 21:39

3 identicon

Sigurður: Megnið af þeirri vinnu sem búið er að vinna hingað til hefur verið rýnivinna. Eftir að viðræðuhlutinn hófst hafa ekki verið gerðar veigamiklar breytingar á lögum. Breytingar á tilhögun landbúnaðarstyrkja hafa t.d stoppað á Jóni Bjarnasyni sem Samfylkingin getur ekki komið frá og sjávarútvegskaflinn hefur ekki einu sinni verið opnaður.

Það er einmitt þess vegna sem mér þykir það ekki mjög trúlegt að aðlögunarviðræðum verði næstum lokið þegar kjörtímabilið klárast.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 21:48

4 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Sem sagt. Engar lagabreytingar hafa verið gerðar og engar fyrirhugaðar vegna ESB umsóknar okkar. Og hvað fær þig þá til að fullyrða að um "aðlögunarviðræður" sé að ræða? Smá rökstuðningur færi fínt.

Sigurður M Grétarsson, 20.11.2011 kl. 21:52

5 identicon

Framgangur aðildarferlisins í öllum umsóknarríkjum eftir að stækkunin í austur hófst og kynning sambandsins sjálfs á aðildarferlinu þykir mér nokkuð sterk vísbending :)

Þú getur lesið kynningarbækling sambandsins um aðildarferlið hér. Það er sérstaklega mikilvægt að lesa síðu nr. 9 vel.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:10

6 identicon

Afsakið: Síðu 11 í útprentuðu, B9 í Adobe formatinu hjá mér.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 20.11.2011 kl. 22:11

7 Smámynd: Ómar Harðarson

Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Íslendingar eigi að ganga í ESB. Það er meðal annars vegna þess að með því móti gerumst við aðilar að sameiginlegum reglum og höfum áhrif á setningu þeirra á pólitíska sviðinu (ekki bara á embættismannastiginu). Augljóslega þarf að laga íslenska löggjöf og framkvæmd að þeim reglum sem standa útaf utan við EES samninginn. Um það hlýtur, eðli málsins vegna, að þurfa að semja. Íslendingar þurfa að leggja fram raunhæfa áætlanir um hvernig staðið verði að slíkri aðlögun.

Það er hins vegar mikil einföldun að þetta sé það eina sem rætt er. Hluti af samningaviðræðunum er einmitt að breyta reglunum, sem Ísland þarf að laga sig að. Það er ljóst að það er hluti af samningsmarkmiðunum hvað varðar sjávarútveginn því útilokað er að sjálfbær íslenskur sjávarútvegur geti keppt á jafnréttisgrundvelli við ríkisstyrktan evrópskan.

Ég á hins vegar síður von á því að það þjóni hagsmunum Íslands að taka upp samningsmarkmið bændasamtakanna og láta ESB laga sig að íslenskum verslunarhöftum og stefnu sem leitt hefur til nær helmings fækkunar bænda á undanförnum áratug.

Íslenska ríkið þarf hins vegar að koma sér upp raunhæfri byggðastefnu, þ.e. eitthvert annað en aðeins kasta milljörðum til styrktar byggðarlögum sem engin leið er að halda lifandi.

Ég skora á ESB andstæðinga að hætta að berja hausnum við steininn. Viðræður standa yfir. Það þjónar hagsmunum sérhvers Íslendings best ef hugvit ESB andstæðinganna beinist að því að hjálpa samningamönnum að koma heim með sem bestan samning, fremur en gjamma stöðugt um að slíta samningaviðræðum.

Ómar Harðarson, 21.11.2011 kl. 01:04

8 identicon

Það liggur fyrir að aðildarsamningur mun fela í sér lýðræðishalla ESB og framsal valds í mjög mikilvægum málaflokkum, s.s sjávarútvegsmálum í skiptum fyrir atkvæðavægi sem er lítið meira en brandari auk áskriftar að hverri þeirri vitleysu og hverjum þeim vandamálum sem Brussel kann að kokka upp í framtíðinni (eigum við virkilega ekki nóg með vitleysuna í okkar stjórnarherrum?).

Ergo: Samningur sem felur í sér aðild að ESB getur, eðli málsins vegna, ekki verið góður samningur.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 06:01

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samherji hefur tekið þátt í sjávarútvegi í öðrum löndum frá árinu 1994, bæði eitt sér og í samstarfi. Fyrirtækið á hlut í og tekur þátt í rekstri fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækja í Færeyjum, Póllandi, Bretlandi og Þýskalandi.

Samherji hefur einnig verið með starfsemi í Afríku frá árinu 2007 og erlend starfsemi er um 70% af heildarstarfsemi félagsins.
"

Samherji - Erlend starfsemi

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 10:56

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Evrópusambandið hefur þróast mjög síðan samið var um aðild Íslands að EES. Að langmestu leyti er Ísland þátttakandi í framvindu ESB og yfirtekur flestar ákvarðanir þess.

Ísland er að mestu opið til viðskipta, fjárfestinga og uppkaupa. Útlendingar mega eiga 49,9% hlut í sjávarútvegsfyrirtækjum.

Meðal annars er Ísland opið til innflutnings á mörgum landbúnaðarvörum, enda aðeins fáar búvörur framleiddar hér. Í raun er Ísland áhrifalaust annars flokks fylgiríki ESB."

Aðildarumsókn einmitt tímabær núna - Jón Sigurðsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins og seðlabankastjóri

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 10:58

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skýrsla Evrópunefndar lögð fram af Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í mars 2007:

"Evrópusambandið hefur í dag stærsta net viðskiptasamninga í heiminum og nýtur þess í sínum samningum að vera ekki aðeins stærsti einstaki viðskipaaðili heims, heldur einnig sá aðili sem hefur stærstan innri markað og sá aðili sem veitir meira en helming allrar þróunaraðstoðar í heiminum."

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 11:01

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Aukin samskipti EFTA við lönd utan Evrópusambandsins (stundum kölluð "þriðju lönd") hófust í raun þegar í lok kalda stríðsins árið 1989 þegar ESB hóf að gera svonefnda Evrópusamninga við Austur- og Mið-Evrópulöndin."

Fríverslunarsamningar Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) við lönd utan Evrópusambandsins

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 11:02

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.7.2010:

Uffe Elleman Jensen
, fyrrverandi UTANRÍKISRÁÐHERRA DANMERKUR, segir það "vera forsendu að skilja að aðild að ESB feli EKKI í sér afsal sjálfstæðisins.

Sem dæmi til stuðnings nefnir Uffe Elleman nágrannalönd okkar, Danmörku, Svíþjóð og Finnland."

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 11:04

14 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Bergmann Einarsson forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst:

"Til að mynda er Svíþjóð aðeins gert að innleiða hluta af heildar reglugerðaverki Evrópusambandsins.

Og ef við beitum svipuðum aðferðum og Davíð Oddsson gerði í sínu svari getum við fundið út að okkur Íslendingum er nú þegar gert að innleiða ríflega 80 prósent af öllum þeim lagareglum Evrópusambandsins sem Svíum er gert að innleiða."

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 11:06

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

EU SOURCE OF LESS THAN 30% OF IRISH LAWS.

25.5.2009:


"The European Union is the source of less than 30 per cent of Irish laws and regulation – not the 80 per cent figure claimed by Lisbon Treaty opponents, Fine Gael has said.

Since 1992, 588 Acts have been passed by the Houses of the Oireachtas [írska þjóðþinginu], along with 11,725 statutory instruments.

Just one in five of the Acts made any reference to European legislation, while approximately one-third of the statutory instruments did so.

The percentage of Irish laws influenced by the EU since 1992 is 29.92 per cent
- "far off the mythical 80 per cent", the party’s European Parliament manifesto noted."

EU source of less than 30% of Irish laws

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 11:07

18 Smámynd: Ómar Harðarson

@Hans

Við mat á pólitískum áhrifum leggur þú of mikið upp úr hinu formlega atkvæðavægi. Auðvitað hefur þú rétt fyrir þér að þegar á það er litið, skiptir atkvæði Íslands engu máli.

Í stjórnmálum og í sérfræðilegri vinnu skiptir hið formlega þó ekki máli nema í þeim undantekningartilvikum að greiða þurfi atkvæði vegna þess að ekki hafi náðst sátt. Ég mæti sjálfur sem embættismaður á fundi í ESB. Þar er mín rödd jafn hávær og allra annarra. Hins vegar er hlustað á mig ef ég hef sannfærandi rök og raunhæfar lausnir á takteinum, en ekki bara gjamm um hvað Ísland vilji ekki, geti ekki eða þori ekki.

Sama gildir á stjórnmálasviðinu. Ákvörðunum sem teknar eru á sérfræði/embættismannastiginu er oft snúið við af ráðherraráðinu eða þinginu. Þar sitja engir íslenskir stjórnmálamenn við borðið og fá ekki einu sinni áheyrnaraðild. Við það borð er einnig hlustað á rök, og íslenski ráðherrann/þingmaðurinn myndi hafa jafna möguleika og sá þýski að koma þeim á framfæri. En ekki síst er þess gætt að mikilvægum hagsmunum einhvers aðildarríkis sé ekki kastað fyrir róða. Þá er hins vegar í lagi að ganga á rétt þeirra sem standa fyrir utan, eins og t.d. Íslands við ákvörðun stefnu ESB í málefnum deilistofna.

Ómar Harðarson, 21.11.2011 kl. 11:48

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frá áramótum hefur gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadollar HÆKKAÐ um 1,35%, Kanadadollar um 5,46%, íslensku krónunni 3,74%, sænsku krónunni 2,48% og norsku krónunni 0,46% en lækkað um 0,01% gagnvart breska sterlingspundinu, 4,16% gagnvart japanska jeninu og svissneska frankanum 0,54%.

Og frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni HÆKKAÐ um 113,35%.

Þorsteinn Briem, 21.11.2011 kl. 12:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband