Leita í fréttum mbl.is

Ekkert til fyrirstöđu varđandi Lissabon-sáttmála í Tékklandi

signingNú í morgun bárust ţćr fréttir frá Tékklandi ađ stjórnlagadómstóll landsins hefđi ekki gert neinar athugasemdir viđ Lissabon-sáttmálann. Ţađ var kćra nokkurra öldungardeildarţingmanna sem var til umfjöllunar. Ţeir vildu meina ađ sáttmálinn bryti í bága viđ stjórnarskrá landsins. Svipađ mál hafđi veriđ tekiđ fyrir hjá stjórnlagadómstólnum og niđurstađan var sú sama ţá; Lissabon-sáttmálinn brýtur ekki gegn stjórnarskrá Tékklands.

Ţađ er ţví ekkert ţví til fyrirstöđu ađ Vaclav Klaus, forseti landsins, skrifi undir og sáttmálinn taki gildi ţann 1. desember, eins og stefnt var ađ.

Ţetta eru góđar fréttir fyrir Evrópu, Ísland og Króatíu. Króatía á í ađildarviđrćđum viđ ESB og búist viđ ađ landiđ gangi í ESB 2011 eđa 2012. Sjá m.a. hjá BBC

Í annarri frétt hjá BBC lýsir hinsvegar David Cameronyfir vonbrigđum međ ţessa niđurstöđu stjórnlagadómstólsins. Hvađ ţýđir ţađ, hefđi dómstóllinn ađ hans mati ađ dćma gegn óháđu eigin mati? Ef sáttmálinn brýtur ekki gegn lögum Tékklands, ţá gerir hann ţađ ekki! Ţýđir ţetta ekki bara ađ Cameron hefur núna minni möguleika til ađ vinna sér fylgis međ ţessu máli?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband