Leita í fréttum mbl.is

Hvaða valmöguleiki er til staðar?

Svein HansenSvein Roald Hansen, varaformaður utanríkis og varnarmálanefnd, norska Stórþingsins, ritar grein á heimasíðu norsku Evrópusamtakanna.

Þar veltir hann því fyrir sér hvaða valmöguleiki sé raunverulega til staðar þegar glíma á við stórar framtíðarspurningar, s.s. ógnir gegn umhverfi okkar, loftslagsmál, fátækt o.s.frv. Hann beinir spjótum sínum að norskum Nei-sinnum.

En þessi spurning á alveg eins erindi við íslenska Nei-sinna. Á hvaða vettvangi ætla þeir sér að vinna að þessum mjög svo mikilvægu málaflokkum? Hvernig ætla þeir að "tækla" þessi mál?

ESB er með mjög metnaðarfullar áætlanir í þessum málum og hafa forsvarsmenn sambandsins sagt að t.d. loftslagsmál séu algjörlega mál framtíðarinnar.

Pistill Svein Roald


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svein Roald er einmitt fyrrum formaður norsku Evrópusamtakanna, raunar tiltölulega nýhættur sem slíkur.

Frjáls samvinna á milli þjóða á jafnréttisgrundvelli er vitanlega af hinu góða. Verst að Evrópusambandsríkið er ekki dæmi um slíkt. Þess utan eru miklu fleiri þjóðir í heiminum en þær sem eru hluti af því.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.12.2009 kl. 13:31

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

En Hjörtur, félagi þinn Páll Vihjálmsson, virðist á öðru máli, sbr: ,,Ísland liggur á miðju Atlantshafi og hagsmunum okkar er best borgið með náinni samvinnu við nágranna- og bræðraþjóðir í Grænlandi, Færeyjum og Noregi. Þjóðirnar fjórar mynda keðju fullvalda þjóða á Norður-Atlantshafi sem binda saman tvær heimsálfur, Norður-Ameríku og Evrópu." Þetta getur nú varla talist breitt sjónarmið!

Þið segið heldur aldrei hvernig þið ætlið að haga hin tvíhliða samstarfi við allar hinar þjóðirnar sem þið eru að tala um, hvernig þið ætlið að forgangsraða þjóðum, hversvegna og svo framvegis! Hvernig ,,player" eða gerandi vilja ykkar samtök að Ísland verði?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.12.2009 kl. 15:05

3 identicon

Þarf Ísland að vera endilega að vera „player“? Er það ekki bara draumur nokkurra úrkynjaðra Evrópusinna sem þurfa nokkur kokteilboð í Brussel á ári til að geta vaknað á morgnanna?

Annars átta ég mig einfaldlega ekki á þessu rugli í blessuðum Sveini Hanssyni í Noregi. Blaður um fátæktarvandamál og hryðjuverk bítur seint á menntaða sem og með öllu ómenntaða Íslendinga.

Íslensk stjórnvöld þurfa aðeins að tryggja hernaðarmálin og verslunarmálin, en ekki að vafrast í kokteilboðum. Það sama á við um Normenn og þeirra stjórnvöld.

Nú ef Evrópa lokast, þá þurfa menn að leita annað og er það, eins og flest, ekkert mál hafi menn hæfa utanríkisþjónustu og kaupmenn. Ísland skortir víst annað sem stendur, en það er hægt að laga.

Evrópa er annars enginn kostur í varnarmálunum. Í reynd óþarfa hlekkir sem kynnu að skaða íslenska alþýðu færu menn eitthvað að tengja sig þar of náið.

Löggæslusamstarf er og hefur ætíð verið ágætt gegnum Interpol, og vilji ESB eitthvað einangra sig í þeim efnum er það þeirra eigið vandamál en ekki Íslendinga.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Pétur: Þetta snýst ekkert um nein kokteilboð, þetta er lummó málflutningur. Og er þér s.s. alveg sam um það að hundruðir milljóna manna, ef ekki milljarðar, eiga ekki fyrir mat á degi hverjum? Þín sýn á þessi má verður að teljast fremur nöturleg...svona ,,ég hugsa bara um sjálfan mig..."-afstaða.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.12.2009 kl. 18:50

5 identicon

Af hverju á fólk ekki fyrir mat?

Einfalt dæmi:

ESB kemur t.d. í veg fyrir innflutning matvæla frá Afríku, en dælir þar inn tonnum af ókeypis fæði. Þetta gerir afrískum bændum ófært að stunda sína iðju og lifa á henni.

Afleiðingar enginn matur í Afríku, nema handa þeim sem er gefinn matur.

Annars sé ég að þið Evrópusambandssinnar gerið ykkur grein fyrir því að allt það sem ég hér að ofan hef skrifað er hárrétt og reynið því að snúa út úr með svona matvæladóti. ESB snýst einmitt um kokteilboð hinna útvöldu.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 4.12.2009 kl. 20:54

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Nafnlausi ESB-bloggari:

Páll er ekki að tala um lokað tollabandalag og sambandsríki eins og Evrópusambandið heldur raunverulegt samstarf á jafnréttisgrunni án yfirþjóðlegs valds. Þannig á samstarf Íslands einmitt að vera við önnur ríki. Ekki bara eins og Brussel leyfir hverju sinni.

En talandi um eitthvað sem aldrei er sagt, þið Evrópusambandssinnar segið aldrei hvað gæti orðið til þess að þið legðust gegn inngöngu í Evrópusambandið. Ég veit ekki hvað ég hef spurt marga ykkar að þessu en aldrei fengið nein svör. Ergo, þið viljið bara ganga í Evrópusambandið punktur. Ekki satt? Hvað myndi leiða til þess að þú gætir ekki stutt inngöngu?

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.12.2009 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband