Leita í fréttum mbl.is

Þorgerður Katrín: Eigum að klára umsóknarferlið - Evran gjaldmiðill framtíðar, tekin upp með aðild að ESB

Þorgerður Katrín GunnarsdóttirKrossgötur Hjálmars Sveinssonará Rás 1 í dag voru að venju áhugaverðar. M.a. var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, varaformann Sjálfstæðisflokksins. Umræðuefnið var Evrópumálin, staða Íslands o.fl.

Í viðtalinu sagði hún að Ísland og Íslendingar yrðu að klára umsóknarferlið gagnvart ESB og leiða það til lykta.

Þorgerður Katrín hefur aðra sýn á Evrópu en margir aðrir samflokksmenn hennar, en það eru einnig margir sjálfstæðismenn sama sinnis og hún. Hún segir að Ísland sé Evrópuþjóð, afstaðan til ESB sé hinsvegar annað mál.

Þorgerður kom inn á gjaldmiðilsmálin og telur hún að þau séu lykilatriði í þessu sambandi. Hún telur að upptaka Evrunnar sé í raun sú framtíðarlausn sem Íslandi beri að stefn að. Einu leiðina til þess að taka upp Evru, segir hún vera að ganga í ESB. Hún telur almennt að ESB-máið vera mikla áskorun fyrir íslenskt samfélag og vill gefa samninganefndinni fullt svigrúm til þess að vinna sína vinna og reyna að ná sem hagstæðustum samningi fyrir Íslands hönd.

Hún ræddi einnig önnur mál, t.d. stöðu þingsins, og almennt stöðu Íslands í alþjóðakerfinu. M.a. sagðist hún einnig vilja hafa góð samskipti við Bandaríkin, þó hún haf lýst yfir mikilli vanþóknun á því hvernig staðið var að brottkvaðningu Bandaríska hersins árið 2006. Um var að ræða mjög áhugavert viðtal.

Einnig var í þættinum rætt við Stefán Hauk Jóhannesson, en hann mun stýra samningaviðræðum Íslands við ESB. Hann kom m.a. inn á þá staðreynd að ESB mun ekki taka hér yfir og gleypa í sig allar auðlindir lands og þjóðar. Eins og margir hatrammir Nei-sinnar hamra í sífellu. T.d. hafi Bretar fullkomna stjórn yfir olíuauðlindum sínum og Finnar yfir skógum sínum, svo vitnað sé til orða Stefáns.

Krossgötur, allur þátturinn 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Guðjónsson

það er fengur ykkur evrópusinnum að slíkum liðsmanni þar sem er vara-formaður sjálfstæðisflokksins, en orðum verða að fylgja athafnir,

það bendi ég á , hafandi í huga á hvern hátt hún ráðstafaði atkvæði sínu um aðildarumsóknartillöguna á alþingi á liðnu sumri.

kv,   geir

Geir Guðjónsson, 5.12.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Verst fyrir Þorgerði Katrínu að hún nýtur langt því frá nægs fylgis innan Sjálfstæðisflokksins við þessi sjónarmið sín.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.12.2009 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband