Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Gleðilegan þjóðhátíðardag!

Fáni ÍslandsÓskum landsmönnum til hamingju með þjóðhátíðardaginn.

Njótið dagsins!


Góðar líkur á sérlausnum

Í frétt á Visir.is segir: "Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur.

Þetta kemur fram í viðtali við Dóru Sif í nýjasta þættinum af Klinkinu. Dóra Sif segir að erfitt sé að fullyrða neitt um sjávarútvegsmálin, sérstaklega þar sem kafli um sjávarútveg hafi ekki enn verið opnaður, en samið hafi verið áður um ýmis konar sérlausnir og fordæmin tali sínu máli."

Hugsmiðjan Open Europe: Ekki hagsmunir Bretlands að hætta í ESB

Charles de Gaulle

Hinn sögufrægi hershöfðingi og þjóðhetja Frakka, Charles de Gaulle, neitaði Bretum tvisvar um aðgang að því sem þá var "The Common Market" eða ESB þess tíma, árið 1963 og svo aftur 1967.  Þetta fannst Bretum súrt, en gengu svo loksins inn í sambandið árið 1973, ásamt Írlandi (og Danmörku).

De Gaulle er því kannski helsta skýringin á andúð margra Breta í garð ESB, en tína mætti til fleiri skýringar á borð við breytta stöðu Bretlands í heimsmálum.Bretland er jú kannski ekki það sama veldi og það var hér "í den."

Svokallaðir "Backbenchers" (bakverðir?) í breska Íhaldsflokknum hafa undanfarið flaggað því að Bretland ætti að segja sig úr sambandinu.  Það er þóalls ekki stefna ríkisstjórnar Bretlands og forsætisráðherrans, David Cameron.

Á fréttasíðunni Euractive birtist í gær greining frá hugsmiðjunni Open Europe, sem hefur náin tengsl við íhaldsflokkinn, þar sem helsta niðurstaðan er sú að Bretland eigi ALLS EKKI að segja sig úr ESB!

Í 50 blaðsíðna skýrslu segir að yfirgæfi Bretland ESB myndi það þýða meiriháttar skref afturábak fyrir viðskiptahagsmuni Bretlands og það fráhvarf frá ESB myndi vekja fleiri spurningar en svör.


ESB kemur í veg fyrir að Kína sölsi undir sig sjaldgæfar bergtegundir á Grænlandi

NuukHún er athyglisverð fréttin í Fréttablaðinu í dag sem hefst svona:

"Grænlenska landsstjórnin mun ásamt Evrópusambandinu, ESB, undirrita í Nuuk í dag yfirlýsingu sem á að tryggja að Kínverjar fái ekki einkarétt á sölu fjölda mikilvægra bergtegunda í landgrunni Grænlands, heldur verði þær boðnar út á frjálsum markaði.

Kínversk fyrirtæki geta tekið þátt í vinnslu svokallaðra „sjaldgæfra bergtegunda“ á Grænlandi og sölu þeirra en grænlenska landsstjórnin skuldbindur sig nú til að tryggja að viðskipti með bergtegundirnar verði frjáls, að því er segir á vef danska ríkisútvarpsins.

Gert er ráð fyrir að Grænlendingar fái 25 milljóna evra fjárhagsstuðning á komandi árum við vinnslu bergtegundanna vegna samvinnunnar við ESB."

Síðar segir í fréttinni:"Kína hefur nú yfirráð yfir 95 prósentum af heimsframleiðslunni úr sjaldgæfum bergtegundum sem meðal annars eru notaðar í háþróuð vopnakerfi, farsíma, vindmyllur og ýmsar hátæknivörur. Þess vegna hafa ríkisstjórnir, leyniþjónustur og iðnfyrirtæki á Vesturlöndum lengi reynt að koma í veg fyrir að Kínverjar fái einkarétt yfir bergtegundunum við Grænland sem eru þær mestu utan Kína. Kínverjar hafa áður notað yfirráð sín yfir sjaldgæfum bergtegundum til dæmis til þess að þvinga Japani til að fylgja fyrirmælum sínum."

Og Grænland er ekki einu sinni í ESB, en samt býður sambandið fram aðstoð sína! ESB trúir á opinn markað, en ekki einokun.

Hvað segja "undir-sölsunar-menn" nú?


Sigmundur Davíð og Evran

EvraÍ gær varð nokkuð ítarleg umræða um Evrópumál á Alþingi Íslendinga, en þar er menn kannski að gera sér grein fyrir því að fari illa í Evrópu, fer að öllum líkindum illa hér á Íslandi.

Evrópa er jú stærsti og mikilvægasti markaður fyrir íslenskar vörur og frá Evrópu er flutt inn gríðarlegt magn af vörum hingað til Íslands.

DV er með ítarlega umfjöllun um þetta í blaði dagsins undir fyrirsögninni; VANDI EVRUNNAR ER VANDI KRÓNUNNAR.

Þar er sagt frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi tekið til máls á Alþingi og meðal annars kvartað yfir því sem hann kallaði "sinnuleysi" þingsins og fjölmiðla þegar kæmi að umfjöllun um vanda evrunnar. Sigmundur sagði að það hefði að miklu leyti verið litið framhjá þessu máli hér á Íslandi. Ekki síst í þinginu. Og hann sagðist undrast þennan skort á umræðu í ljósi aðildarviðræðna Íslands og ESB.

En fyrirgefiði, af hverju sleppti þá ekki Sigmundur því að vera að tala um þennan Kanadadal til dæmis? Hann hefði þá bara geta rætt Evruna í staðinn!

Þessi orð Sigmundar hljóta því að boða aukna umræðu, um einmitt Evruna, úr hans herbúðum!

(Sigmundi til aðstoðar er hér birt mynd af Evrunni, svo hann hafði það alveg á hreinu hvernigi hún lítur út Smile )

 


Góð hugleiðing Baldurs K. á Eyjunni

Baldur KristjánssonBaldur Kristjánsson skrifaði góða hugleiðingu á Eyjuna þann 12.júní. Við birtum hana hér:

"Í öllum aðildarríkjum ESB hafa sérhagsmunir hopað fyrir almannahagsmunum enda er almenningur í nær öllum ef ekki öllum ríkjum ánægður með þátttöku lands síns.   Óhætt er að segja að mest öll sú löggjöf sem hefur styrkt almannahagsmuni í Evrópu hefur átt rætur sínar í fjölþjóðlegu starfi.  Þetta gildir líka um Ísland þar sem allar umbætur í vinnurétti og neytendarétti hafa komið í gegnum Evrópusamstarf Íslendinga.  Miklar umbætur í mannréttindum og menntamálum höfum við sótt til Evrópuráðsins. Nú síðast eru sérhagsmunir brotnir á bak aftur og íslensk farsímafyrirtæki skylduð til að lækka farsímagjöld um helming þegar talað er milli landa.  Allt ber að sama brunni.  Íslendingum hefur alltaf vegnað best í sem mestu samstarfi og samvinnu við nágranna sína.  Er þetta ekki óumdeilt?  Hvers vegna ala sumir á ótta við Evrópusamstarf með þvílíkum ofsa að engu lagi er líkt?"


ESB-reglugerð lækkar verð á gsm og sms - notkun

gsm-símiEyjan segir frá: "Síminn mun lækka reikiverð á gagnaflutningi, símtölum og smáskilaboðum, um allt að 50 prósent þann 1. júlí. Tildrög lækkunarinnar má rekja til nýrrar reglugerðar sem Evrópusambandið hefur samþykkt.

Reglugerðin tekur gildi innan ESB þann 1. júlí. Hún tekur hins vegar ekki gildi á Íslandi fyrr en reglugerðin hefur verið samþykkt í sameiginlegu EES-nefndinni og íslensk stjórnvöld hafa innleitt hana. Það ferli tekur allt að 12 mánuði.

Því er staðan sú að engin löggjöf verður í gildi á Íslandi sem skyldar evrópsk símafélög til að bjóða Símanum lægra heildsöluverð og þar af leiðandi ekki til löggjöf sem krefur íslensk fjarskiptafyrirtæki til þess að bjóða þau hagstæðu verð sem hafa verið í gildi á síðustu árum.

Þess vegna hefur Síminn reynt að endursemja við öll evrópsku fjarskiptafélögin sem fyrirtækið er í viðskiptum við og hafa yfir 90 prósent þeirra samþykkt heildsöluverð til Símans samkvæmt nýju reglugerðinni.

Síminn mun því lækka reikiverð til viðskiptavina sinna sem ferðast innan Evrópu og tekur lækkunin gildi 1. júlí."

ESB hugsar um hagsmuni neytenda.


Spánn fær lán frá björgunarsjóðum ESB

Spænsk stjórnvöld hafa fengið um 100 milljarða Evrur að láni hjá björgunarsjóðum ESB, til þess að forða spænskum bönkum frá alvarlegu áfalli.

Spánn er fjórða stærsta hagkerfi Evrópu og alvarlegt áfall fyrir spænska bankakerfið myndi hafa alvarlegar afleiðingar fyrir Evrópu.

Gylfi Magnússon, fyrrum viðskiptaráðherra, sagði fréttum RÚV, að vandræði á Spáni gætu haft mikil áhrif hér á landi.

Árið 2008 hrundi íslenska bankakerfið og krónan í kjölfarið, ekkert annað var í stöðunni. Þetta þýddi alvarlega kaupmáttarskerðingu fyrir landsmenn, óðaverbólgu og gjaldeyrishöft, sem Ísland býr enn við.


Evrópustofa upplýsir um Evrópumál - margir vita lítið um ESB/Evrópumál

Birna ÞórarinsdóttirBirna Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Evrópustofu, skrifaði grein í FRBL, föstudaginn 8.júní um Evrópumálin og sagði þar meðal annars:

"Möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er ákvörðun sem snertir alla Íslendinga. En eru Íslendingar í stakk búnir til að taka upplýsta ákvörðun? Nýleg Eurobarometer-könnun sýnir að helmingur karla og einungis ein kona af hverjum þremur telja sig vel upplýst um Evrópumál. Þá telja 74% aðspurðra að Íslendingar séu almennt illa upplýstir um Evrópumál.

Grundvallarverkefni Evrópustofu er að auka þekkingu og skilning almennings á Evrópusambandinu. Við segjum að blindur sé bóklaus maður en Evrópustofa býður gestum upp á aðgang að upplýsingaefni um Evrópusambandið í húsakynnum sínum við Suðurgötu í Reykjavík og við Kaupvangsstræti á Akureyri, sem og á netinu (www.evropustofa.is). Hún stendur jafnframt fyrir og styður við fundi og aðra viðburði þar sem Evrópumálin og aðkoma Íslands að þeim eru krufin til mergjar."


Gunnar Hólmsteinn í FRBL: Innlimun hvað?

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnmálafræðingur og stjórnarmaður Evrópusamtakanna skrifaði grein í Fréttablaðið þann 31. maí, undir fyrirsögninni Innlimun hvað? og gerir þar skrif Bændablaðsins um Evrópumál að umtalsefni. Gunnar segir m.a.:

"Ekkert er t.d. verið að upplýsa fólk um að eitt af meginmarkmiðum ESB, með því að ná samningum um innlimun Íslands, er að ná yfirráðum yfir stórum hluta Norður-Atlantshafsins með aðgengi að Norður-Íshafinu. Án þessa aðgengis getur Evrópusambandið aldrei orðið það stórveldi sem það vill vera í alþjóðlegu tilliti."

Eftirfarandi línur eru skrifaðar af ritstjóra Bændablaðsins, Herði Kristjánssyni, en blaðið kom út þann 16. maí síðastliðinn. Það er í raun með ólíkindum að lesa orð sem þessi, frá manni eins og Herði, árið 2012. Það er að Evrópusambandið ætli sér að innlima Ísland, til þess að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Reyndar er þetta svo algerlega út í bláinn, að þetta er í raun ekki svara vert.

En það er hins vegar grafalvarlegt þegar maður eins og Hörður, sem gegnir stöðu ritstjóra blaðs, sem gefið er út af samtökum, sem rekin eru að mestu leyti fyrir almannafé, lætur frá sér ósannindi sem þessi. Því ég er nánast 100% viss um að Hörður veit betur. ESB hefur engar áætlanir um að innlima Ísland og ESB hefur EKKI innlimað neitt land, sem gerst hefur aðildarríki sambandsins. Hörður ætti að spyrja íbúa einhvers nágrannaríkja okkar; Svíþjóðar, Bretlands, Danmerkur eða Finnlands, um hvort þau hafi verið innlimuð í ESB! Bretar eiga sína olíu, Finnar sína skóga og Svíar sitt járngrýti."

Staðlausir frasar lifa enn góðu lífi um ESB-umræðunni. Það er miður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband