17.6.2010 | 12:39
MBL-Ákveðið að opna fyrir viðræður
MBL.is skýrði frá því fyrir skömmu að leiðtogar ESB hefðu tekið ákvörðun um að opna fyrir aðildarviðræður ESB og Íslands.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.6.2010 | 11:26
FRBL: Ísland er velkomið
Leiðari Fréttablaðsins í dag, ÍSLAND ER VELKOMIÐ, fjallar um þá ákvörðun leiðtoga ESB að opna fyrir aðildarviðræður við Ísland. Í honum segir m.a.:
"Allar líkur eru á að leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykki á fundi sínum í dag að hefja aðildarviðræður við Ísland. Það er enn einn áfanginn í endurreisn íslenzks samfélags og efnahagslífs eftir hrunið. Ísland þarf á öflugum bandamönnum að halda, nothæfum gjaldmiðli og skýrum ramma um efnahagsstefnuna. Þetta fæst allt með inngöngu í ESB.
Sumir andstæðingar ESB-aðildar fara hamförum yfir að fjallað skuli um málið á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins, kallaði það hroka" af hálfu ESB að ræða málið á þessum degi. Fundardagurinn, sem var ákveðinn fyrir löngu, ekki ólíklega áður en Ísland sótti um aðild að ESB, er auðvitað tilviljun. En vilji menn lesa eitthvað út úr tilviljunum ættu menn frekar að fagna því að ákvörðunina beri upp á þennan dag, því að hún er til merkis um að Ísland njóti viðurkenningar sem sjálfstætt, evrópskt lýðræðisríki. Ísland er velkomið í hóp nærri þrjátíu annarra, sem taka sameiginlegar ákvarðanir um mikilvæg mál en hafa hvorki fórnað sjálfstæði sínu né sérkennum."
Og síðar segir:
"Fyrir síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins sagðist Bjarni hins vegar vilja að samþykkt yrði opið umboð fyrir forystu flokksins að taka heils hugar þátt í samningaviðræðum sem kunna að leiða til ESB-aðildar á grundvelli tiltekinna samningsmarkmiða". Niðurstaðan varð önnur og ekki varð vart við að væntanlegur formaður beitti sér gegn henni á landsfundinum. Þar með afsalaði Sjálfstæðisflokkurinn sér sínu sögulega hlutverki, sem hefur verið að hafa forystu fyrir meiriháttar ákvörðunum í utanríkismálum þjóðarinnar, ekki sízt um þátttöku í samstarfi vestrænna lýðræðisríkja.
Það fer forystusveit Sjálfstæðisflokksins ekki vel að kvarta undan forystuleysi í Evrópumálunum. Hún ætti sjálf að sýna þessa forystu."
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.6.2010 | 00:10
Gleðilegan þjóðhátíðardag!
15.6.2010 | 23:07
Óvinir óvina minna eru vinir mínir!
ESB-málið getur tekið á sig furðulegar myndir. Styrmir Gunnarsson, pistlahöfundur MBL og Björn Bjarnason fyrrum alþingismaður, hafa sett á fót sína eigin gælusíðu um Evrópumál, kölluð Evrópuvaktin. Um er að ræða sömu síðu og AMX, nema bara með "Evrópu-innihaldi" Umsjónamaður er einnig sá sami og rekur AMX. Þetta er því næstum því sami grautur í sömu skál!
Um helgina kom þýðing á efni frá Noregi á síðu Styrmis og Björns. En það kom ekki frá neinu hægri-riti, heldur KLASSEKAMPEN (STÉTTABARÁTTAN!). Um er að ræða málgagn og dagblað vinstri-sinna í Noregi!
Hvenær hefði t.d. Mogginn notað efni úr Öreiganum eða Fréttum frá Sovétríkjunum?
En hér gildir hið fornkveðna: Óvinir óvina minna eru vinir mínir!
16.6: Uppfærsla: Á vef sínum segja Styrmir og Björn að ES-bloggið sé að VARA VIÐ Evrópuvaktinni!
Við erum einfaldlega að benda á hvaðan þessir landsþekktu hægri-menn eru að taka sitt efni, það verður að teljast athyglisvert. En þeir færa í stílinn, félagarnir. Hér er ekki varað við einu eða neinu!
Og hvað aldur ritara varðar,eins og þeir gera að umtalsefni, þá var hann 23 ára þegar múrinn féll. Svo er bara að reikna!
Evrópumál | Breytt 17.6.2010 kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýlegar "aðgerðir" þingflokksformanns Framsóknarflokksins, Gunnars Braga Sveinssonar (mynd), hafa vakið athygli. Hann er einn af flutningsmönnum þingályktunartillögu um að draga ESB-umsóknina til baka. Hann flytur hana ásamt Ásmundi Daða Einarssyni, formanni Nei-samtakanna, Birgittu Jónsdóttur og Unni Brá Konráðsdóttur, Sjálfstæðisflokki. Í pistli á Pressunni segir Ólafur Arnarson Unni vera það sem hann kallar "hatrammasti einangrunarsinni á Alþingi Íslendinga."
Framsóknarflokkurinn og þ.a.l. Gunnar Bragi samþykktu fyrir rúmu ári metnaðarfullt Evrópuplagg:
"6. janúar 2009
Ályktun samþykkt um aðildarviðræður við ESB
Eftirfarandi ályktun var samþykkt í kvöld með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á 30. flokksþingi framsóknarmanna:
Ályktun um aðildarviðræður við Evrópusambandið
Markmið
Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið á grundvelli samningsumboðs frá Alþingi sem tryggi hagsmuni almennings og atvinnulífs og þá sérstaklega sjávarútvegs og landbúnaðar. Þá er fullveldi og óskorað forræði Íslendinga yfir auðlindum þjóðarinnar grundvallarkrafa í þeim viðræðum. Viðræðuferlið á að vera opið og lýðræðislegt og leiði viðræðurnar til samnings skal íslenska þjóðin taka afstöðu til aðildarsamnings í þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar upplýstrar umræðu.
Skilyrði
* Skýr og einhliða úrsagnarréttur, sem er þegar viðurkenndur í aðalsáttmála ESB, verði hluti aðildarsamnings.
* Staðfest verði að Íslendingar einir hafa veiðirétt innan íslenskrar fiskveiðilögsögu og að fiskveiðistjórnun verði áfram innanríkismál Íslendinga, enda styðjist hún við reglur ESB um stöðug hlutföll, nálægðarreglu og Lúxemborgarsamkomulagið. Ísland verði sjálfstæður aðili að samningum um flökkustofna.
* Fæðuöryggi þjóðarinnar verði tryggt og viðurkennd nauðsyn á sérstökum ákvæðum vegna fámennis þjóðarinnar.
* Viðurkennt verði að íslenskur landbúnaður sé heimskautalandbúnaður.
* Framleiðsla og úrvinnsla íslenskra búfjárstofna verði tryggð ásamt sérstöðu og hreinleika íslenskra landbúnaðarstofna.
* Staðfest verði að vegna aðstæðna á Íslandi og fámennis þjóðarinnar hafi Íslendingar varanlegan rétt til að setja lög um forgangsrétt manna með lögheimili og fasta búsetu á Íslandi til að eiga ráðandi hlut í jarðeignum, lóðum, fasteignum og atvinnufyrirtækjum, enda styðjast slík ákvæði við núgildandi reglur á Álandseyjum, Möltu, Azoreyjum og víðar innan ESB.
* Í upphafi viðræðna verði gerður stöðugleikasamningur við Evrópska seðlabankann sem tryggi stöðugt gengi íslensku krónunnar þar til Íslendingar taka upp evru.
* Tekið verði tillit til stöðu íslensks efnahagslífs við umbreytingu peninga- og gjaldeyrismála á Íslandi.
* Ákvæði verði um varðstöðu um íslenska þjóðmenningu, þjóðtungu og þjóðhætti á Íslandi. Íslenska verði viðurkennt sem eitt hinna opinberu tungumála ESB.
Fyrstu skref
Þessi helstu samningsmarkmið, sem og önnur sem skilgreind verða í samvinnu hagsmunaaðila og stjórnvalda, með sem víðtækastri samstöðu, verði lögð til grundvallar því umboði sem samninganefnd Íslendinga fari með í samningaviðræður við Evrópusambandið."
Gunnar Bragi gengur því gegn þessari samþykkt flokksins með gerðum sínum.
Í lokaályktun flokksþingsins frá því í fyrra segir einnig:
* Að Ísland hefji aðildarviðræður við Evrópusambandið í samræmi við samþykkt 30. flokksþings Framsóknarflokksins.
Þessu gengur Gunnar Bragi líka gegn með gerðum sínum.
Eða greiddi Gunnar Bragi atkvæði gegn þessu á flokksþinginu?
Óneitanlega hlýtur sú spurning að vakna!
Hvað finnst leiðtoga Framsóknarmanna um þetta?
Ps. Svo stendur GBS einn fyrir þessu
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
15.6.2010 | 14:40
Býlum fækkaði um næstum 3% frá 2006 til 2008!
Í nýjum Hagtölum landbúnaðarins 2010 er að finna ýmsar áhugaverðar tölur um íslenskan landbúnað. Þar kemur m.a. fram að býlum á Íslandi fækkaði á árunum 2006-2008 um tæp 3%, úr 3463 í 3366. Þá kemur einnig fram að meðalaldur "skráðra búfjáreigenda" hækkaði úr 52 árum í 54.
Takið eftir, þetta gerist á aðeins tveimur árum!
Helstu rök bænda gegn ESB er að aðild muni leggja íslenskan landbúnað í rúst! En á ESB hér einhvern hlut að máli?
15.6.2010 | 13:52
Meira um video...
Hér eru þrjú myndbönd sem fela í sér þung rök fyrir aðild Íslands að ESB:
Jóhann Hauksson, blaðamaður á DV (og ársins 2009)
Einar Benediktsson, fyrrv. sendiherra
Jón Karl Helgason fyrrv. framkvæmdastjóri Icelandair
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.6.2010 | 13:34
Video, video!

Verkefnið spannar ríflega 100 viðtöl sem munu á næstu vikum og mánuðum bætast reglulega inn á netið, en sem stendur verður hægt að finna þau á www.vimeo.com/sammala
og á YouTube : http://www.youtube.com/user/viderumsammala
Í haust verður svo sérstök vefsíða byggð í kringum myndböndin öll. En nú er markmiðið að þið öllu og sem flestir "dreifi" myndböndunum sem víðast svo sem flestir sjái þau og þar kemur Facebook, blogg, Twitter, email og slíkt að miklu gagni.
En nú er um að gera að fara inn á : www.vimeo.com/sammala og senda fyrstu myndböndin sem víðast út í netheim og hvetja fleiri til að gera slíkt hið saman næstu daga.
15.6.2010 | 12:04
Verðbólgan á niðurleið
" Hagstofan spáir því að verðbólga verði 6,0% að meðaltali í ár en komin í um 4,0% í lok ársins. Spáð er áframhaldandi hjöðnun verðbólgu árið 2011 og að hún verði á verðbólgumarkmiði (2,5% innsk. blm.) að meðaltali árið 2012."
Svo segir í frétt FRBL í morgun. Þetta er athyglisvert, því með þessu nálgast Ísland í raun verðbólguskilyrði Evrunnar nokkuð. Þau eru að verðbólga megi ekki vera meira en 1.5% hærri en meðalatal þriggja lægstu ESB-ríkjanna.
Fróðleikur: Hvers vegna stöðugt verðlag?
15.6.2010 | 11:30
Jón Sigurðsson: ESB umsókn skynsamleg
"Það er skynsamleg ákvörðun að Íslendingar leiti aðildar að Evrópusambandinu. Í EES erum við áhrifalaust annars flokks fylgiríki og sú staða er allsendis ófullnægjandi til lengdar. Í annan stað erum við um þessar mundir að taka nýja viðspyrnu til framtíðar eftir alvarlegt hrun. Því er einmitt tímabært að taka aðild að ESB inn í stefnumótun þjóðarinnar núna. Þetta gerum við sem frjáls og fullvalda þjóð."
Þetta er upphafið á grein eftir Jón Sigurðsson, fyrrum Seðlabankastjóra og iðnaðarráðherra, sem hann birtir í Fréttablaðinu í dag. Greinina er einnig að finna á www.pressan.is
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)

Gangi þetta eftir munu aðildarviðræður hefjast með formlegum hætti í september eða október í haust. Hversu hratt þær ganga fer svo eftir því hvernig Íslandi gengur að standast skilyrði fyrir inngöngu."
Þannig byrjar frétt Eyjunnar í dag, en það hefur verið að skýrast undanfarna daga að grænt ljós verði gefið á aðildarviðræður Íslands og ESB. Enda ekki eftir neinu að bíða, Ísland búið að svara spurningum ESB, Þýska þingið búið að gefa grænt ljós.
Í annarri frétt sem birtist í kvöld er einnig sagt að utanríkisráðherrar ESB hafi í dag samþykkt "in principle" að opna samningaviðræður. Það er fréttastofan AFP sem birti fréttina og er þetta haft eftir utanríkisráðherra Spánar, Miguel Moratinos. Lesið frétt AFP!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.6.2010 | 19:57
Mogginn og Bændablaðið í eina sæng?

Í grein á forsíðu BBL segir ennfremur að þetta sé byrjunin á því sem (óþekktur) höfundur pistilsins kallar ,,langtímasambands. Það er að minnsta kosti von höfundar.
Þetta vekur athygli og kannski þá spurningu um hvort sameining blaðanna sé á næstu grösum? Hvort Bændablaðið verði s.k. "kálfur í MBL?
Bæði blöðin berjast hatrammalega gegn öllum hugmyndum um mögulega aðild Íslands að ESB. Á ritstjórastóli MBL sitja postular óheftrar frjálshyggju og þess sem Ronald Reagan fyrrum forseti USA kallaði ,,trickle down economy, þ.e.a frelsið myndi færa öllum þegnum samfélagsins velsæld, því ríkidæmið myndi flæða niður frá þeim ríku til hinna efnamminni. Talsmenn þessarar stefnu eru yfirleitt íhaldssamir, sbr. "Járnfrúin" (Margaret Thatcher).
Bændablaðið er svo fulltrúi afla sem í raun berjast gegn breytingum og hafa gert í gegnum tíðina. Íslenskir bændur og fulltrúar þeirra voru t.d. á móti talsímanum á sínum tíma, sem og litasjónvarpi! Þeir virðast vera á móti því að fá nothæfan gjaldmiðil og að rekstrarumhverfi þeirr geti orðið það sem talist getur "eðlilegt"með lágri verðbólgu og vöxtum.
Íslenskir bændur eru ekki bara á móti ESB, heldur vilja þeir ekki ræða það heldur. Þeir ætla að vera "stikkfrí" í þeirri umræðu. Þeir segja að ESB muni leggja íslenskan landbúnað í rúst, en það hefur hvergi gerst.
Um miðja síðustu öld störfuðu 32% vinnuafls á Íslandi við landbúnað, 3.8% árið 2006. Allt án ESB! Á sama tíma hefur hlutfallið í þjónustu og viðskiptum farið úr 33% í 72%
Sala á dráttarvélum hefur nánast stöðvast frá 2008, allt án ESB! Ástæðan er að sjálfsögðu hið magnaða(!) hrun íslensku krónunnar.
Mogginn og Bændablaðið = sönn ást?
Evrópumál | Breytt 15.6.2010 kl. 11:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
13.6.2010 | 22:35
Umsókn rædd á fimmtudaginn, segir RÚV
RÚV skýrði frá því á vef sínum í kvöld og hafði eftir aðstoðarmanni utanríkisráðherra, Kristjáni Guy Burgess, að umsókn Íslands að ESB verði rædd á leiðtogafundi, sem haldinn verður á fimmtudaginn. Svo vill til að um er að ræða 17. júní, sem er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga, en einungis venjulegur vinnudagur í afganginum af Evrópu.
Hér er fréttin hjá RÚV.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
11.6.2010 | 17:26
Ilves, forseti Eistlands: Stefnum á Evruna!
"Sé horft á vandamálin sem við höfum þurft að glíma við vegna skorts á trausti á gjaldmiðlinum okkar þá, þrátt fyrir erfiðleikana sem evrusvæðið gengur nú í gegnum, er mun betri ákvörðun að vera innan evrusvæðisins en utan þess séu kostir og gallar vegnir," sagði Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlands, á blaðamannafundi á Bessastöðum í gær en hann er í opinberri heimsókn á Íslandi.
Ef við höfum lítið land með fjárfesta sem flýja með fjármagn sitt vegna vantrausts á gjaldmiðlinum og stöðugar fréttir um að gjaldmiðillinn muni veikjast, án nokkurrar sýnilegrar ástæðu, þá verður að skoða aðra möguleika," sagði Ilves ennfremur og bætti síðan við að ef litið sé bara á lægri viðskipta- og vaxtakostnað sem upptaka evru hefði í för með sér, sé vænst að landsframleiðsla Eistlands muni aukast um eitt prósent strax við upptöku."
Svona byrjar frétt í Fréttablaðinu um áætlanir Eistlands að taka upp Evruna sem gjaldmiðil. Forseti landsins Toomas Hendrik Ilves er hér í opinberri heimsókn, en 20 ár eru frá því að Eistlands braust undan járnhæl kommúnismans (Sovétríkjanna). Ísland, með Jón Baldvin Hannibalsson í farabroddi, var fyrsta landið á Vesturlöndum sem viðurkenndi sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna.
En óneitanlega minnir tilvitnunin okkur á annað land sem við þekkjum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
11.6.2010 | 11:54
Í kjölfar umræðu á blogginu
Evrópuamtökin vilja taka eftirfarandi fram:
Enginn sem hér skrifar er á launum frá ESB eða neinum öðrum samtökum. Hér er unnið í sjálfboðavinnu.
Ekki vita umsjónarmenn bloggs um tekjur og laun þeirra sem leggja hér inn athugasemdir, en okkur vitanlega er ESB ekki með launaða bloggara á sínum snærum!
Evrópusamtökin FAGNA þeirri umræðu sem hér á sér stað, svo lengi sem hún er málefnaleg.
Við þurfum hinsvegar að fylgja reglum Morgunblaðsins um starfsemi bloggsins. Því þurfum við t.d. að taka út athugasemdir samkvæmt því. Vinsamlega birtið ekki heimilisföng eða kennitölur. Slíkt snertir umræðu um ESB lítið. Og ljótt orðfæri er engum til framdráttar!
Biðjum við þá sem hér ræða málin að virða þetta. Saman skulum við standa að málefnalegri umræðu um ESB-málið!
Kærar þakkir fyrir öll innlegg, sem á síðustu vikum skipta hundruðum!
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir