Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Össur um Björn Bjarnason og Evruna - grein á grein ofan

FréttablaðiðÖssur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, skrifaði skemmtilega grein um gjaldmiðilsmál í FRBL þann 25. september síðastliðinn, sem birtist hér í heild sinni:

"Björn Bjarnason setti nýlega fram snilldarhugmynd um hvernig ætti að losa Íslendinga við krónuna. Björn vill að við gerum tvíhliða samning við ESB um að taka hana upp í gegnum EES-samninginn.

Þetta er flott hjá Birni. Eini gallinn á þessari fínu hugmynd er að hún er sama marki brennd og flest það sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa um gjaldmiðilsmálin. Hún er óframkvæmanleg.

Það veit Björn reyndar sjálfur. Hvernig veit ég að Björn veit það? Það veit Björn líka. Hann var nefnilega formaður í frægri Evrópunefnd, sem ég sat í með honum, og hún gaf út stórmerka skýrslu.

Þar var meðal annars fjallað um gjaldmiðilsmálin. Við könnuðum sérstaklega hvort gerlegt væri að taka evruna upp einhliða eða með sérstökum samningum við ESB án aðildar. Niðurstaðan var alveg skýr. Við Björn Bjarnason, og raunar aðrir nefndarmenn, vorum sammála um að þeir möguleikar „verða í reynd að teljast óraunhæfir".

Seðlabankinn lagði svo þessa nýjustu hugmynd Björns endanlega til verðskuldaðrar hvílu í skýrslu sinni frá síðustu viku. Þar rökstyður bankinn hví upptaka evru án aðildar að ESB, hvort sem er einhliða eða tvíhliða, er ekki raunhæfur kostur.
Það breytir þó engu um fögnuð minn yfir hugmynd Björns. Þó hún sé óraunhæf að mati bæði Seðlabankans og hans sjálfs eins og hann hugsaði árið 2007, þá sýnir hún aðra og merkilegri þróun hjá einum af hugsuðum Sjálfstæðisflokksins:

Fyrst Björn Bjarnason vill nú taka upp evruna með sínum hætti, þá er vart hægt að gagnálykta annað en hann sé kominn á þá skoðun að Íslendingum sé ekki hald í krónunni til framtíðar. Þar erum við sammála. Við Björn Bjarnason viljum báðir taka upp evruna – hann vill bara nota leið sem Seðlabankinn segir óraunhæfa."

Björn Bjarnason brást svo við hér og síðan koma enn ein greinin, eftir Þröst Ólafsson, hagfræðing, í kjölfarið.

Gjaldmiðilsmálin brenna greinilega á mönnum, enda íslenskt samfélag og atvinnulíf í höftum, m.a. vegna gjalsmiðilshruns árið 2008.


Formaður VR vill ekki að forseti ASÍ ræði ESB á komandi þingi

Það hlýtur að teljast nokkuð athyglisvert að formaður VR, Stefán Einar Stefánsson, vilji kalla eftir afstöðu komandi þings ASÍ, þess efnis hvort það eigi yfir höfuð að ræða ESB-málið, en á Eyjunni segir um þetta:

"Stefán Einar Stefánsson, formaður VR, ætlar að kalla eftir afstöðu ASÍ þingsins hvort forseti sambandsins eigi yfir höfuð að tjá sig um Evrópumál. Hvergi er minnst á ESB aðild í gögnum sem lögð verða fyrir þingið sem haldið verður í október.

Morgunblaðið greinir frá því að engin formleg tillaga hefur verið lög fram fyrir ASÍ þingið sem haldið verður dagana 17. til 19. október. Formlegur frestur til að skila inn tillögum og ályktunum er liðinn. Það útilokar þó ekki að ESB-málið verður rætt á þinginu. ASÍ samþykkti afdráttarlausa stefnu um aðild að ESB á ársfundi 2008.

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir að ástæðan fyrir þessu sé að talið var mikilvægara að taka atvinnu-, húsnæðis- og lífeyrismál sérstaklega fyrir. Hann telur enn brýnt að aðildarviðræðurnar verði kláraðar og niðurstaðan lögð í þjóðaratkvæðagreiðslu."

Hversvegna má ekki ræða ESB-málið? Við búum jú í lýðræðissamfélagi og þar hlýtur mönnum að vera frjálst að ræða þau mál, sem þeim þykir ástæða að ræða.

Afstaðan til Evrópu og ESB er mikilvægt hitamál, sem þarf að fá niðurstöðu í.

Ekki viljum við búa í samfélagi þar sem einhverskonar þöggun ræður og ríkir?

Liðsmenn VR hafa sennilega ótvíræðan hag af því að ræða ESB-málið, kosti þess og galla.


ESB styður starfsmenntun um 100 milljónir króna

Í tilkynningu frá Leonardo, menntaáætlun ESB, segir:

"Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Capacent h.f. og Náttúrustofa Vestfjarða skrifuðu í gær undir samning við Menntáætlun Evrópusambandsins um verkefni á sviði starfsmenntunar. Samtals eru þetta um 100 miljónir íslenskra króna sem þessir aðilar fá til að standa straum af þessum verkefnum. Verkefnin eru í flokki svokallaðra Leonardo yfirfærsluverkefna."

Þetta er afar ánægjuleg frétt en aukin starfsmenntun og fjölbreytni er einmitt það sem íslenskt atvinnulíf þarf!


Já-Ísland: Nauðsynlegt að halda samningaviðræðum áfram

Á vef Já-Íslands segir:

"Í gær, þriðjudaginn 25. september, fór fram fjölmennur aðalfundur Sterkara Ísland/Já Ísland. Sérstakur gestur fundarins var Þorsteinn Pálsson, fv. ráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins en hann á sæti í samninganefnd Íslands í viðræðunum við ESB. Þorsteinn fjallaði um aðildarumsóknina í ljósi pólitískra aðstæðna, hagsmuna og hugsjóna.

Aðalfundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun:

Nauðsynlegt er að áfram verði haldið samningaviðræðum við Evrópusambandið um fulla aðild Íslands að sambandinu. Þjóðin á skilið að fyrir liggi fullbúinn samningur sem hún getur greitt atkvæði um. Á umbrotatímum er nauðsynlegt að ekki sé lokað leiðum sem geta styrkt stöðu Íslands í framtíðinni.

Jafnframt er nauðsynlegt að fyrir þingkosningar verði settar í forgang þær breytingar á stjórnarskrá Íslands sem heimila frekara samstarf Íslands við bandalagsþjóðir sínar innan Evrópusambandsins.

Á aðalfundinum var ný stjórn samtakanna kosin, sem og nýtt framkvæmdaráð. Ný stjórn samtakanna fyrir árið 2012 – 2013 er sem hér segir:

Jón Steindór Valdimarsson formaður

Arndís Kristjánsdóttir, meðstjórnandi

Valdimar Birgisson, meðstjórnandi

Ásdís J. Rafnar, varamaður

Daði Rafnsson, varamaður

Fulltrúar félaganna sem þau velja sjálf:

Sjálfstæðir Evrópumenn - Benedikt Jóhannesson -

Evrópusamtökin - Andrés Pétursson -

Evrópuvakt Samfylkingarinnar - Anna Margrét Guðjónsdóttir -

Ungir Evrópusinnar - Dagbjört Hákonardóttir


Aðalafundur Já-Ísland haldinn - ný stjórn kosin

Já-Ísland hélt aðalfund sinn í dag að viðstöddu fjölmenni í húsnæði samtakanna í Skipholti í Reykjavík. Farið var yfir starfsemi síðasta árs, kosið í stjórn og framkvæmdaráð.

Aðal-ræðumaður fundarins var Þorsteinn Pálsson, fyrrum ráðherra sjávarútvegsmála og fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins.

Hann ræddi stöðu ESB-málsins á breiðum grundvelli, enda hefur hann góða innsýn í það sem einn af samningamönnum Íslands gagnvart ESB. Þá ræddi hann einnig stöðu makríl-deilunnar.

Erindi hans var afa fróðlegt og skilmerkilegt, enda Þorsteinn maður með mikla þekkingu og reynslu.


Minnum á aðalfund Já-Íslands á morgun

Já-ÍslandMinnum á aðalfund Já-Íslands á morgun: http://www.evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1258445/

Allir áhugamenn um Evrópumál hvattir til að mæta.


Ólafur Þ. Stephensen um alþjóðlegan aga

Í leiðara FRBL þann 24.9, sem er eftir Ólaf Þ. Stephensen, segir eftifarandi:

"Tilhneiging stjórnmálamanna til að lofa auknum útgjöldum upp í ermina á sér og taka bætt lífskjör að láni hjá framtíðarkynslóðum er alþjóðlegt vandamál. Sem slíkt kallar það á alþjóðlegar lausnir. Þau drög að ríkisfjármálasambandi Evrópusambandsins, með reglum sem eiga að koma í veg fyrir hallarekstur og skuldasöfnun aðildarríkjanna, eru raunveruleg viðleitni til að finna slíka lausn.

Áhættusækni banka, illa ígrundaðar lánveitingar og bólumyndun eru sömuleiðis alþjóðlegt vandamál sem leiddi til alþjóðlegrar bankakreppu. Ekki þarf að útskýra í löngu máli fyrir Íslendingum að óábyrg starfsemi banka í einu landi getur haft afdrifarík áhrif í öðru. Icesave-málið er eitt bezta dæmið. Á vettvangi Evrópusambandsins liggja sömuleiðis fyrir drög að bankabandalagi, sem er tilraun til að hindra slíka kollsteypu í framtíðinni, með sameiginlegu fjármálaeftirliti, alþjóðlegu innstæðutryggingakerfi og sameiginlegum lánveitanda til þrautavara.
Einhverra hluta vegna er algengt í Evrópuumræðunni hér á landi að menn bendi á áform ESB um ríkisfjármálasamband og bankasamband og segi sem svo: Hér stefnir Evrópusambandið enn að því að dýpka samstarf sitt og auka vald yfirþjóðlegra stofnana. Fyrir vikið er það óaðgengilegra fyrir Ísland, við skulum draga þessa aðildarumsókn til baka og svo framvegis.

Þessu er hins vegar þveröfugt farið. Þeir sem tala svona hljóta að halda að í áranna rás hafi bæði ríkisfjármálastjórn og rekstur bankakerfis á Íslandi borið af því sem gerðist hjá öðrum Evrópuþjóðum – eða hvað? Getur ekki verið að við myndum græða á þeim aga, sem alþjóðlegt samstarf um þessi efni myndi stuðla að?

Ísland á fullt erindi í þetta nýja og dýpkaða samstarf Evrópusambandsins, bæði af því að hér þarf að taka ríkisfjármál föstum tökum og vegna þess að við þurfum að efla öryggi og traust bankakerfisins eftir hrun."


Kaupmáttarrýrnun staðfest

KrónurÁ RÚV segir: "Kaupmáttur launa hefur rýrnað um tæp 6 prósent á fimm árum og ráðstöfunartekjurnar hafa rýrnað ennþá meira. Hagfræðingur Alþýðusambandsins segir að brýnt að bæta úr þeim þungu búsifjum sem heimilin hafi orðið fyrir.

Alþýðusambandið hefur reiknað út fyrir fréttastofu breytinguna sem orðið hefur á kaupmætti dagvinnu launa frá því í desember 2007. Laun hafa hækkað um tæp 33 prósent á tímabilinu. Verðbólgan hefur hins vegar verið meiri eða 41 prósent. Niðurstaðan er sú að kaupmátturinn hefur rýrnað um nærri 6 prósent.

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, segir að fólk finni fyrir þessari kaupmáttarrýrnun. Kaupmáttarhrunið sem orðið hafi í kjölfar bankahrunsins sé að vísu að einhverju leyti að ganga til baka, en það muni um 6 prósentum."

Hvað olli þessu? Var það ekki HRUN krónunnar? Hún hrundi, en var ekki felld, eins og margir aðdáendur hennar vilja halda fram!

 


Árn Páll með nýja grein í FRBL

Árni Páll ÁrnasonÁrni Páll Árnason, alþingismaður, bætti við nýrri og áhugaverðri grein um samskipti Íslands og Evrópu í Fréttablaðið þann 22.september. Þar segir hann meðal annars:

"Samspil frjálsra fjármagnshreyfinga og sjálfstæðs, veikburða gjaldmiðils var einn stærsti sveifluvaldur hér á landi í aðdraganda hruns og olli á endanum hruni gjaldeyrismarkaðar og upptöku gjaldeyrishafta. Allir viðurkenna kostnaðinn við sjálfstæðan gjaldmiðil fyrir svo lítið ríki, þótt sumir telji að það svigrúm sem er til að fella gengi vegi upp á móti þeim kostnaði að hluta eða öllu leyti. Hlutskipti Íra og Grikkja er vissulega annað en okkar. Þeir hafa ekki getað lækkað laun með gengisfellingu og atvinnuleysi hefur líklega orðið meira en það hefði orðið ef þessi ríki hefðu átt þess kost að fella gengi. En á móti vegur að skuldir almennings og fyrirtækja í þessum löndum hafa ekki hækkað vegna gengisfalls og verðbólgu. Kaupmáttur hefur ekki dregist eins mikið saman og hjá almenningi hér á landi, því neysluvara í þessum löndum er í ríkum mæli framleidd á evrusvæðinu þótt innflutt sé. Og bæði ríkin hafa getað tekist á við vandamál sín án þess að setja á gjaldeyrishöft. Þrátt fyrir mikinn vanda Grikkja heldur almenningur í Grikklandi dauðahaldi í evruna. Enginn virðist vilja hið íslenska ástand: Stórfellda gengisfellingu, upptöku sjálfstæðs gjaldmiðils og gjaldeyrishöft."


..enn fellur krónan!

Tíu íslenskar krónur (með loðnu)!Það er hreinleg átakanlegt að fylgast með því hvernig íslenska krónan hrapar í verðgildi þessar vikurnar. Um leið og túrhestarnir er farnir, þá byrjar krónan að falla.

Hún heldur bara áfram að falla og falla!

Gengisvísitalan er komin í 221.25 stig!

Krónan er gallagripur!

Nútíma atvinnu og efnahagslíf getur ekki búið við þetta rugl!

Evran er hinsvegar við hestaheilsu!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband