Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júní 2009

Ögmundur segir já gagnvart ESB-umsókn

Ögmundur Jónasson, ţingmađur VG skrifar áhugaverđa grein í Morgunblađiđ 22.6, undir fyrirsögninni ,,Fullveldi, sjálfstćđi, frelsi". Ţar fer hann yfir víđan völl í ţjóđfélagsumrćđunni og segir međal annars:

,,Ég skal játa ađ sjálfur ţarf ég ađ taka mér tak til ađ samţykkja umsóknarbeiđni ađ Evrópusambandinu. Ţađ ćtla ég hins vegar ađ gera lýđrćđisins vegna. Ég vil ađ ţjóđin taki sjálf ákvörđun milliliđalaust og til ţess ađ geta tekiđ ákvörđun telur drjúgur hluti hennar sig ţurfa ađ fá í hendur samningsdrög. Viđ ţeim óskum tel ég ađ eigi ađ verđa."

Evrópusamtökin fagna ţessari yfirlýsingu Ögmundar en eins og flestir vita ţá hefur hann veriđ andstćđingur ţess ađ Ísland gangi í ESB og hefur ekki skipt um skođun í ţví sambandi. Hann treystir hins vegar íslenskri ţjóđ til ađ taka upplýsta ákvörđun í ţessu máli og vonandi munu flestir ţingmann taka jafn skynsamlega á ţessu máli eins og Ögmundur.

Grímur um sjávarútveg

Grímur Atlason, fyrrum bćjarstjóri í Bolungavík, núverandi sveitastjóri Dalabyggđar og liđsmađur í VG skrifar áhugaverđa fćrslu um sjávarútvegsmál (og Heimssýn) á bloggi sínu. Ţar segir m.a.:

,,Einföldun Heimssýnar í tengslum viđ sjávarútvegsstefnu ESB og áhrif hennar á Skotland er fyrirséđ. Hrun fiskistofna og ofveiđi sl. 100 ára er samkvćmt Heimssýn sjávarútvegsstefnu ESB ađ kenna. Hér er auđvitađ bara veriđ ađ slíta hlutina úr samhengi. Hinar dreifđu byggđir Skotlands gengu í gegnum ţađ sama og viđ erum enn ađ ganga í gegnum. Ég held ađ misheppnuđ byggđastefna Íslands sl. áratugi geti vart talist fyrirmyndarstefna. Stöđug fólksfćkkun og hrun sjávarbyggđa og landbúnađarhérađa er stađreynd. Ţađ ţurfti ekkert ESB ţar - bara okkur sjálf."

Öll fćrslan: http://eyjan.is/grimuratlason/2009/06/16/heimssyn-vs-highlands-and-islands/


Heimssýn er Heim-sýn!

Ekki hefur fariđ framhjá bloggara ađ samtök íslenskra Nei-sinna, Heimssýn, hafa auglýst mjög mikiđ undanfarna daga, t.d. međ stórum auglýsingum í MBL og á netinu.

Ein slík fyndin er á Eyjunni. Ţar geta menn skráđ sig í samtökin, sem kalla sig ţar Heimsýn, ekki Heimssýn. Kannski er ţađ međ "hjálp" prentvillupúkans ađ samtökin afhjúpa ţar sitt rétta eđli, ţ.e. ađ horfa sem minnst til alţjóđasamfélagsins! Ţar hafa menn nefnilega ekki komiđ međ neinar tillögur um samskipti Íslands viđ önnur lönd. Menn ţar innanborđs, m.a. formađurinn, Ragnar Arnalds, töluđu mikiđ um upptöku norsku krónunnar, en sú skringilega hugmynd var gjörsamlega skotin á bólakaf, af Norđmönnum sjálfum!


Nei-kóngur stingur af!

Declan GanleyÍrski milljarđamćringurinn og ESB-gagnrýnandinn, Declan Ganley,  ćtlađi ađ taka Evrópukosningarnar međ trompi. Hann bauđ fram í 14 löndum fyrir kosningarnar međ frambođ sitt LIBERTAS. Stofnađi landsframbođ í öllum löndunum og alls voru 532 frambjóđendur sem buđu fram undir nafninu Libertas.

En ţetta varđ ,,fíaskó,“ klikkađi gjörsamlega. Ađeins einn frambjóđandi komst inn í nafni Libertas. Kjörorđ flokks Ganleys eru; LÝĐRĆĐI, ÁBYRGĐ OG GEGNSĆI.  

 Samkvćmt grein í danska Politiken hefur hefur hann nú stungiđ af frá öllu saman, ţar á međal reikningum upp á stórar summur.  Frambjóđendur sem unnu fyrir flokkinn sitja í súpunni og spćnskur frambjóđandi lýsir ţessu sem ,,mjög sorglegu,“ í viđtali viđ blađiđ.

Ganley er talinn vera mađurinn á bakviđ írska NEI-iđ gagnvart Lissabonn-sáttmálanum á sínum tíma.Frambjóđendur sem hafa lagt út mikinn kostnađ ná ekki í Ganley í síma. ,,Ég skil ekki hvađ hefur gerst, peningarnir komu aldrei og ég nć ekki í hann,“ segir Eline van der Broek, ađalframbjóđandi Libertas í Hollandi, en flokkurinn fékk ađeins 14.000 atkvćđi ţar.Getur ţetta kallast ÁBYRGĐA-fullt hátterni?

Ţjóđin vill ESB-viđrćđur!

Greinilegt er af ţeirri könnun sem MBL birtir í dag ađ ţjóđin vill ađildarviđrćđur viđ ESB. Hér er ekki veriđ ađ spyrja um mikilvćgi, sem getur bćđi veriđ lođiđ og teygjanlegt hugtak, heldur spurt hvort menn vilji eđa ekki. Athygli vekur ađ bara einn af hverjum fjórum vill EKKI ađildarviđrćđur.

Ţađ er ótvírćđur hagur íslensku ţjóđarinnar ađ athugađ verđi hverskonar kjörum viđ náum hjá ESB. Fyrr verđur ekki hćgt ađ útkljá ţetta mál. Ţađ er ekki nóg ađ segja ,,viđ vitum nćstum ţví allt sem viđ ţurfum ađ vita." Lokaniđurstađa fćst ađeins međ ţví ađ fá í hendurnar samning, kynna hann og kjósa.

Niđurtöđurnar könnunar MBL, eru ótvírćđar, tćp 60% landsmanna vill athuga hvađ er í bođi hjá ESB.


Benedikt Jóhannesson kosinn Evrópumađur ársins

Benedikt JóhannessonBenedikt Jóhannesson, framkvćmdastjóri Talnakönnunar, var í dag kosinn Evrópumađur ársins 2009, af Evrópusamtökunum. Ţetta er í sjötta sinn sem ţessi verđlaun eru veitt. Í rćđu sem Anna Kristinsdóttir, varaformađur Evrópusamtakanna, flutti í ţegar hún tilkynnti um útnefninguna, sagđi hún međal annars:

,,Evrópusamtökin veita ţeim einstaklingi eđa lögađila sem hefur međ skrifum sínum eđa ađgerđum vakiđ athygli á Evrópumálum á liđnum misserum. Valiđ fer ţannig fram ađ félagsmenn senda inn sína tilnefningu og síđan stađfestir stjórnin valiđ.

Í dag veitum viđ einstaklingi sem međ skrifum sínum hefur vakiđ verđskuldađa athygli á Evrópumálum. Hann hefur sýnt ţor međ ţví ađ ganga gegn ríkjandi öflum í sínum flokki og ekki ţá veriđ ađ huga ađ eigin frama í ţeim efnum. Evrópumađur ársins 2009 er Benedikt Jóhannesson framkvćmdastjóri og ritstjóri.

Benedikt lauk doktorsprófi í stćrđfrćđi Florida State University  í Bandaríkjunum. Hann er framkvćmdastjóri og ađaleigandi útgáfufyrirtćkisins Heims h.f. sem m.a. gefur út ritin Vísbendingu og Frjálsa verslun. Benedikt hefur setiđ í stjórn margra fyrirtćkja og veriđ stjórnarformađur í ţeim mörgum m.a. Eimskip og Nýherja. Hann hefur skrifađ margar greinar og vakiđ athygli fyrir ferska sýn á mörg álitamál í ţjóđfélaginu.

Stjórn Evrópusamtakanna var ţví einróma í vali sínu á Evrópumanni ársins enda voru langflestir félagsmenn Evrópusamtakanna sem tilnefndu Benedikt."

Ađ lokinni ţakkarrćđu Benedikts fóru fram pallborđsumrćđur um Evrópumál.

Greinar eftir Benedikt má međal annars lesa á vefsvćđi Evrópusamtakanna, www.evropa.is

 

 


Svíar vilja umsókn Íslands í forgang

Af MBL 9.6.09, viđtal viđ Carl Bildt, utanríkisráđherra Svía:

„Ţađ ţarf ekki ađ taka fram ađ viđ myndum fagna ađildarumsókn Íslendinga. Viđ álítum ađ Íslendingar gćtu lagt sitt mörkum til ţróunar sambandsins, svo ekki sé minnst á ţann stöđugleika sem ađild myndi fćra Íslendingum.

Ţađ sem viđ munum gera ţegar umsóknin hefur veriđ lögđ til okkar er ađ leggja hana fram fyrir framkvćmdastjórnina eins fljótt og kostur er svo hún geti hafiđ ţá vinnu sem nauđsynleg er fyrir hana til ađ geta tekiđ ákvörđun um samningaviđrćđur,“ sagđi Bildt og vék svo ađ hlutverki formennskuríkisins.

„Viđ munum augljóslega ţurfa ađ sannfćra öll ađildarríkin 27. Sú vinna mun fela í sér önnur mál. Viđ munum einnig hafa á borđi okkar ađildarumsóknir annarra ríkja, á borđ viđ Albaníu.

Viđ myndum hins vegar af ýmsum ástćđum setja afgreiđslu á ađildarumsókn Íslendinga í forgang vegna ađildar landsins ađ EES-samningnum.“

Carl Bildt veit hvađ hann er ađ tala um. Hann (og ríkisstjórn Fredriks Reinfelts) hefur fćrt Svíum áhrif innan ESB, síđan hann tók viđ embćtti utanríkisráđherra 2006.

Fréttin í heild sinni:


Áskorun frá SVŢ um Evrópusambandiđ

SVŢSamtök verslunar og ţjónustu samţykktu á fundi í morgun ályktun sem ber nafniđ ,,Ţađ ţarf ađ tala í lausnum." Ţar segir m.a.: ,,SVŢ - Samtök verslunar og ţjónustu skora á stjórnvöld ađ samţykkja á yfirstandandi ţingi trúverđuga umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu – ţar sem hugur fylgir máli. Međ ţannig umsókn fćst stefna á stöđugleika til framtíđar og gjaldmiđil sem íslensk fyrirtćki geta notađ í samskiptum sínum viđ alţjóđa samfélagiđ."

Sjá á http://www.svth.is/content/view/799/132/


AMX, Bildt og Norđursvćđin

Carl BildtFréttavefurinn AMX, gerir ummćli Carl Bildt, utanríkisráđherra Svía ađ umtalsefni sínu. Smáfugl AMX, vitnar í vefsíđu Bildt, ţar sem hann gerir Norđursvćđin s.k. ađ umtalsefni sínu og telur ađ ađild Íslands ađ ESB muni styrkja ESB sem ,,geranda” í hinum ýmsu málefnum sem tengjast ţessu. Bildt segir nefnilega ţađ sem allir eru sammála um varđandi ţessi mál, ađ ţau verđa sífellt mikilvćgari. Hann telur ţarmeđ ađ ţađ sé í ţágu allrar EVRÓPU ađ ESB komi fram sem sterkur gerandi í ţessum málum.  

Hvađ er í húfi? Taliđ er ađ á Norđursvćđunum séu ađ finna, olíu, gas, málma ofl. Hverjir telja sig eiga hagsmuna ađ gćta? Jú, Bandaríkin, Kanada, Grćnland, Danmörk, Ísland, Noregur, og Rússland. Jafnvel Finnland og Svíţjóđ. En ađ sjálfsögđu er ţetta svćđi sem skiptir alla jarđkringluna máli!

 Evrópa fćr stóran hluta af orku sinni úr austurátt, ţ.e.a.s. frá Rússlandi. Ţetta gefur Rússum mikil völd. Ţeir lýstu yfir ótvírćđum áhuga sínum á Norđursvćđunum međ ţví ađ setja rússneska fánann á botninn fyrir nokkrum misserum síđan. Hagsmunir Evrópu er án nokkurs vafa ađ fá ţá orku sem Evrópa ţarf. AMX velur hinsvegar ađ gera ummćli Bildt tortryggileg og ađ nú sé ESB og Brussel komin í hagsmunagćslu. Orđrétt segir AMX um veffćrslu Bildt: ,, Smáfuglunum finnst síđasta setningin forvitnilegust. Hún stađfestir ţá skođun, ađ meginrök ţeirra, sem vilja mćla međ ađild Íslands ađ ESB, byggjast á ţörf Evrópusambandsins fyrir ađ koma ár sinni betur fyrir borđ, ţegar kemur ađ hagsmunagćslu frá Brussel og auđlindanýtingu á norđurslóđum.” Hér nánast fullyrđir smáfugl AMX ađ tilgangur ađildarsinna og ađildar sé ađ tryggja ađgang ESB ađ ţessum auđlindum. Slíkt er auđvitađ fásinna.

Ađild Íslands gćti hinsvegar gert ţađ ađ verkum ađ Ísland gćti innan ESB unniđ ađ skynsamlegri nálgun varđandi Norđursvćđin. Deilur og skođanaskipti eigi mjög líklega eftir ađ koma fram um Norđursvćđin. En ţau eru hinsvegar alţjóđlegt hafsvćđi og um ţau gilda alţjóđlegar reglur. Ţví verđa menn ađ semja og komast ađ samkomulagi. Og ţá erum viđ komin ađ kjarna ESB; ađ semja um hlutina, ekki hrifsa, taka eđa krefjast. 

Sjálfur lýsir Bildt yfir ánćgju međ ferđ sína hingađ til lands og segir ađ stór hluti samstarfs Norđurlanda á komandi árum muni snúast um ,,ný viđfangsefni nýrra tíma," eins og hann orđar ţađ. 


Evrópumađur ársins á morgun

Á morgun, miđvikudag, kl. 16.00 verđur EVRÓPUMAĐUR ÁRSINS 2009 kynntur. Athöfnin fer fram í Ţjóđminjasafninu. Samkvćmt hefđ velja Evrópusamtökin ár hvert einstakling sem stađiđ hefur upp úr í Evrópuumrćđunni. Eftir afhendinguna verđa pallborđsumrćđur, sem Jón Steindór Halldórsson, framkvćmdastjóri Samtaka Iđnađarins stýrir. Allir velkomnir.

Evropumadur2009


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband