Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009

Gefum kreppunni frí!

brekkusongurFramundan er ein stćrsta og mesta gleđihelgi ársins. Evrópusamtökin vilja óska öllum landsmönnum góđrar helgar! Keyrum varlega, spennum beltin, notum ljósin! Göngum varlega um gleđinnar dyr og eftir einn ei aki neinn!

Gefum kreppunni FRÍ,eftir allt sem á undan er gengiđ eigum viđ Íslendingar ţađ skiliđ ađ pústa ađeins út og hugsa um eitthvađ annađ! Góđa skemmtun, hvar sem í flokki eruđ og hvort sem ţiđ eruđ á móti ESB eđa ekki!


Bergmann nr 2 - um landbúnađ

Eiríkur BergmannÍ dag birtist í Fréttablađinu grein nr.2 í greinaflokki Eiríks Bergmanns, stjórnmálafrćđings, um ESB og áherslur í samningamálum Íslands. Í grein sinni segir Eiríkur m.a.: ,,Mestu skiptir ađ landbúnađarsvćđi Íslands verđi skilgreind til harđbýlla svćđa en međ ţví móti má ná fram auknum stuđningi. Auk framleiđslutengdra greiđslna má nefna styrki til fjárfestinga, til samstarfs bćnda og ekki síst umhverfisstyrki." Öll greinin er hér 


Nei-sinnar og ESB(!)-miđlar

Nei-sinnar Íslands kvarta og kveina yfir fjölmiđlum landsins í ESB-umrćđunni. Sérstaklega er áhugavert ađ fylgjast međ vefnum AMX ađ ţessu leyti. Ţar eru nánast allir helstu fjölmiđlar flokkađir og skilgreindir sem ESB-miđlar: Dćmi: ESB-Moggi, ESB-RÚV o.s.frv. AMX-mönnum finnst s.s. sem allir fjölmiđlar séu hlutdrćgir, ađ ESB-sinnar fái alltof mikla umfjöllun o.s.frv. Frosti Sigurjónsson, einn helsti Nei-sinni landsins og mögulegur ,,krónprins" í kjölfar Ragnars Arnalds, skrifar pistil á AMX, ţar sem hann gerir ţetta ađ umtalsefni sínu. Er honum ,,hlutleysi" RÚV t.d. umhugađ, svona sem dćmi.

Hann kemur međ "áhugaverđa" tillögu í lokin: ,,Núna er rétti tíminn til ađ láta hlutlausan ađila gera úttekt á ţví hvort fyllsta hlutleysis hafi örugglega veriđ gćtt í fréttaflutningi og umfjöllun um ESB og ICESAVE málin og birta ţjóđinni niđurstöđuna."

Bloggari spyr: Hver á ţessi hlutlausi ađili ađ vera? Hver á ađ skipa hann? Hvernig? Hver á ađ borga?

Bloggari veit ekki betur en ađ ein helstu rök Nei-sinna gegn ađild séu ađ nú ţurfi ađ eyđa peningunum í eitthvađ annađ en ađildarviđrćđur. Vilja Nei-sinnar eyđa peningunum í ţetta í stađinn? Ţađ ţyrfti vćntanlega ađ fara í gegnum allt fjölmiđlaefni sem tengist málunum og ţađ tekur jú tíma. Og ţá ţarf vćntanlega ađ borga einhverjum tímakaup, ekki satt?

Frosti kynnir sig sem framkvćmdastjóra Dohop, fyrirtćkis sem ţróar flugleitarvélina Dohop. Kannski hann geti fundiđ upp ,,hlutleysisleitarvél" líka?

Sérkennilegir snúningar ESB-málsins! 


Sjávarútvegurinn auglýsir

codÍ nýjasta tbl. Viđskiptablađsins, sem kom út í dag,  birta ţekktir ađilar í sjávarútvegi tvćr heilsíđuauglýsingar ţar sem ţeir hvetja íslensk stjórnvöld til ţess ađ undirbúa ađildarviđrćđur viđ ESB af kostgćfni. Sagt er ađ skilgreina verđi samningsmarkmiđ og,,ófrávíkjanlegar" kröfur. Í annarri auglýsingunni segir orđrétt: ,,Mikilvćgast er ađ verja ţjóđarauđlindir Íslendinga, en ţćr höfum viđ ekki leyfi til ađ framselja." Nánast allir geta veriđ (og eru?) sammála um fyrri hluta setningarinnar. Hinsvegar veit bloggari ekki annađ en ađ ţjóđarauđlindin sé nú ţegar framseljanleg, ţ.e.a.s til ađila hérlendis og ađ 10 fyrirtćki eigi um 60% alls kvóta á Íslandi. Fáir ađilar hafa hagnast gríđarlega á ţessu kerfi, kvótagreifar Íslands eru ,,olíubarónar" ţessa lands. Ţess má geta ađ heilsíđuauglýsingar af ţessu tagi eru ekki ókeypis!

Vilji Íslendinga skýr

ESBEins og fram kom í Fréttablađinu í dag vill góđur meirihluti Íslendinga ađildarviđrćđur viđ ESB. Já sögđu tćp 57%, Nei sögđu 41.5% Ţetta er afdráttarlaus niđurstađa. Rúmlega 87% ţeirra sem tóku ţátt í könnun FRBL svöruđu spurningunni um ađildarviđrćđur.

Í leiđara blađsins gerir Steinunn Stefánsdóttir ţetta ađ umtalsefni og segir međal annars: ,,Umsókn um ađild ađ Evrópusambandinu er eitt af stóru málum ríkisstjórnarinnar. Af könnun Fréttablađsins má sjá ađ um ţađ málefni ríkir samhljómur milli ţjóđar og ríkisstjórnar. Ţeim stuđningi getur ríkisstjórnin fagnađ ţrátt fyrir ađ fylgi hennar, samkvćmt sömu skođanakönnun, nemi 43 prósentum."

Allur leiđarinn er hér  


Áhugaverđur Kristján

Kristján VigfússonKristján Vigfússon, kennari  viđ HR, skrifar athyglisverđa fćrslu á blogg sitt um alţjóđamál og segir ţar m.a.: ,,Ţađ er valkostur fyrir Ísland ađ segja sig frá alţjóđasamfélaginu og samstarfi viđ ţađ. Ţjóđin ţarf ţá ađ vera tilbúin til ađ taka ţeim afleiđingum sem ţađ hefur í för međ sér. Ţađ eru fjölmörg dćmi um slíkt, N-Kórea, S-Afríka, Sovétríkin, Argentína, Zimbabwe, Kúba ofl. ofl."

Öll fćrslan er hér


Sćnska krónan styrkist

Sćnska Dagens Nyheter birtir í dag frétt um styrkingu sćnsku krónunnar. Undanfarna mánuđi lćkkađi gengi sćnsku krónunnar gagnvart helstu gjaldmiđlum, en nú eru viss teikn á lofti um ađ sćnskur efnahagur sé ađ ná sér á strik, bćđi útflutningsgeirinn og bankarnir. Tap sćnsku bankanna varđ minna en menn höfđu búist viđ. Einnig virđist hlutabréfamarkađurinn vera ađ ná sér á strik og meiri bjartsýni gćtir nú en áđur.

Sjá frétt DN


Vönduđ umfjöllun Spegils

Jón Guđni Kristjánsson, fréttamađur RÚV, fjallađi í gćr um Ísland, Balkanlöndin og ESB. Um er ađ rćđa afar vandađa umfjöllun Spegilsmannsins víđkunna. Hlusta má á umfjöllun Jóns Guđna hér

Textaútgáfa


Eiríkur Bergmann í FRBL

Eiríkur BergmannEiríkur Bergmann, enn helst sérfrćđingur Íslands í Evrópumálum, birti fyrstu grein af ţremur í FRBL í dag, um samningsmarkmiđ Íslands í viđrćđum viđ ESB.  Í greininni segir hann međal annars:

,,Međ vísan í sérstöđu Íslands og margvíslegar undanţágur annarra ríkja ţurfa stjórnvöld ađ berja fram samning sem tryggir áframhaldandi yfirráđ Íslendinga yfir auđlindum sjávar. Baráttan um yfirráđ yfir auđlindum er nátengd sjálfstćđisbaráttu ţjóđarinnar og beintengd hugmyndum um fullveldi Íslands. Sjávarafurđir telja enn góđan meirihluta í vöruútflutningi Íslands. Yfirráđ yfir fisknum snýst ţví međ beinum hćtti um yfirráđ yfir eigin örlögum. Ekki síst međ vísan í slíka ţćtti vćri hugsanlega hćgt ađ rökstyđja ađ sérstađa svćđisins umhverfis Íslands verđi áréttuđ međ óyggjandi hćtti. Ţetta vćri t.d. hćgt ađ tryggja međ ţví ađ gera fiskveiđilögsögu Íslands ađ sérstöku stjórnsýslusvćđi innan sameiginlegrar sjávarútvegsstefnu ESB. Ekki er um ađ rćđa almenna undanţágu frá sjávarútvegsstefnunni heldur sértćka beitingu á ákveđnu svćđi á grundvelli nálćgđarreglu ţannig ađ ákvarđanir um nýtingu á auđlind Íslands sem ekki er sameiginleg međ öđrum ađildarríkjum ESB yrđu teknar á Íslandi. "

Alla greinina má lesa hér


Utanríkisráđherra Litháen í viđtali viđ MBL

Fyrir skömmu birtist ţetta viđtal í MBL:  

Ísland verđi hluti samstillts hóps Eystrasaltsins og Norđurlandanna

Utanríkisráđherra Litháens vill fá Ísland í ESB. Litháar stefna ótrauđir á upptöku evrunnar

Vygaudas Usackas „Fyrstu árin fóru í ađ lćra. Síđan kemur skilningurinn á ţví hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ţađ er ekki hćgt ađ segja ţvert nei í samstarfinu og ganga á dyr.“
Vygaudas Usackas „Fyrstu árin fóru í ađ lćra. Síđan kemur skilningurinn á ţví hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ţađ er ekki hćgt ađ segja ţvert nei í samstarfinu og ganga á dyr.“
„ŢAĐ er okkur gleđiefni ađ Ísland skuli hafa lagt fram ađildarumsókn ađ Evrópusambandinu ţví međ ykkur kćmi ný rödd og fleiri atkvćđi sem myndi stuđla ađ ţví ađ enn betur yrđi hlustađ á ađildarríkin í norđurhluta álfunnar,“ segir Vygaudas Usackas, utanríkisráđherra Litháens, sem varđ um helgina ađ ţeirri ósk sinni ađ verđa fyrsti erlendi utanríkisráđherrann til ađ sćkja íslensk stjórnvöld heim eftir ađ umsóknin var lögđ fram.

– Litas, gjaldmiđill ykkar, er tengdur viđ evruna. Hversu raunhćf er áćtlun ykkar um upptöku evru snemma á nćsta áratug?

„Ţađ markmiđ okkar stendur. Viđ glímum viđ mikla niđursveiflu og ţá áskorun ađ koma böndum á fjárlagahallann í samrćmi viđ Maastricht-skilyrđin í gjaldeyrisferlinu. Hvort ţađ tekst mun tíminn leiđa í ljós. Ţađ ríkir samkomulag um ţađ á milli stjórnvalda og verkalýđsfélaga ađ leita leiđa til ađ afla tekna međ sköttum og niđurskurđi í útgjöldum međ lćkkun launa hjá opinberum starfsmönnum, sem er ţví meiri sem launin eru hćrri.“

– Hefur boriđ á gagnrýni á ósveigjanleika evrunnar sem gjaldmiđils?

„Já, en meirihluti sérfrćđinga í efnahagsmálum álítur kostina fleiri en gallana.“

– Hvernig mćlist stuđningurinn viđ ESB?

„Hann er međ ţví mesta í sambandinu. Eftir ţví sem ég best veit er hann um 70%.“

 

Sögulegt tćkifćri

– Hver voru rökin fyrir ađild Litháens?

„Ţetta var sögulegt tćkifćri fyrir okkur til ađ sameinast Evrópu og evrópskum stofnunum. Annađ atriđi er ađ fyrir lítiđ ríki – íbúafjöldi Litháens er ađeins um 3,5 milljónir – veitti ţetta einstakt tćkifćri til ađ fá ađgang ađ markađi međ um hálfan milljarđ neytenda.

Hagkerfiđ er drifiđ áfram af útflutningi og fjórfrelsiđ sem í ađildinni fólst, fyrir vörur, ţjónustu, fólk og fjármagn, var okkur ţví afar mikilvćgt. Samanlagt hefur ţetta vegiđ ţungt í hagkerfi landsins á síđustu 5 til 7 árum, ţegar hagvöxtur hefur veriđ á bilinu 7 til 9%.“

– Hvađa efnahagsáhrif hefur ađildin haft?

„Áriđ 1998, nokkrum árum fyrir inngöngu, reiddi hagkerfiđ sig mjög á viđskipti viđ Rússlandsmarkađ og viđ nágrannaríki á borđ viđ Finnland og Pólland. Um og yfir 80% útflutningsins fóru til Rússlands, Úkraínu, Kasakstans og annarra ríkja í heimshlutanum. Nú ţegar viđ erum orđiđ ađildarríki ESB er vćgi einstakra ríkja í útflutningnum dreifđara.“

Ráđherrann hugsar sig um og segir svo annan orsakavald í uppgangi síđustu ára liggja í styrkjum frá sambandinu, ţar međ töldum svćđisbundnum styrkjum úr sameiginlegu landbúnađaráćtluninni (CAP), sem alls hafi numiđ um tveimur milljörđum evra í fyrra.

 

Hundruđ milljarđa í sambandsstyrki

– Ţú minntist á hrađan vöxt hagkerfisins á undangengnum árum. Er samstađa um ţađ í Litháen ađ hann hafi veriđ drifinn áfram og e.t.v. ofhitnađ vegna ađgengis ađ ódýru lánsfé?

„Viđ erum ţátttakendur í alţjóđahagkerfinu. Útlán banka eiga ţátt í niđursveiflunni.“

– Eru ţví uppi kröfur um nýtt regluverk?

„Vissulega. Viđ leggjum höfuđáherslu á ţrennt á međan Svíar gegna formennsku í sambandinu til áramóta. Fyrst ber ađ nefna orkuöryggi. Í öđru lagi er ţađ regluverkiđ um markađina sem er brýnt ađ verđi tekiđ til endurskođunar en ţar hafa Svíar beitt sér mjög. Ţriđja atriđiđ varđar undirbúning vegna loftslagsráđstefnunnar í Kaupmannahöfn í desember. Ţar ríđur á ađ samhćfa stefnuna.“

– Gćtirđu sagt frá samstarfi Eystrasaltsríkjanna ţriggja í ađildarferlinu?

„Ég fór fyrir litháísku samninganefndinni. Viđ vorum í hópi 10 ríkja sem var bođin innganga á mismunandi tíma. Eistar, svo dćmi sé tekiđ, fengu bođ um ađildarviđrćđur á undan okkur og Lettum. Bođiđ til Eista var jákvćđ ögrun sem hvatti okkur til ađ setja markiđ hćrra, hrađa nauđsynlegri lagasetningu og koma á ţeim umbótum sem krafa er gerđ um af hálfu sambandsins í ađdraganda ađildar. Viđ enduđum á ţví ađ ganga í sambandiđ á sama tíma, 1. maí 2004, og má óhikađ fullyrđa ađ samkeppnin hafi veriđ heilbrigđ og til góđa. Hitt er annađ mál ađ ţegar kemur ađ uppbyggingu innviđa, svo sem vega og lestakerfis, standa ríkin ţrjú ţétt ađ hvort öđru.“

– Hversu vel hefur Litháum gengiđ í ESB?

„Ég skal játa ađ fyrstu árin fóru í ađ lćra. Síđan kemur skilningurinn á ţví hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ţađ er ekki hćgt ađ segja ţvert nei í samstarfinu og ganga á dyr. Fegurđ sambandsins felst í ţeirri margbreytni ólíkra ríkja og menningarsvćđa sem ţađ stendur fyrir ţar sem málamiđlun gildir.“

Í hnotskurn
» Ţegar Usackas hóf störf í Brussel áriđ 1992 var hann eini starfsmađur litháísku utanríkisţjónustunnar ţar, ađ frátöldum yfirmanninum sem dvaldi í borginni frá ţriđjudegi til föstudags.
» Nú áćtlar hann ađ Litháar hafi um 60 manna starfsliđ í Brussel ţar sem finna megi fulltrúa nćr allra ráđuneyta stjórnvalda í Vilnius.
» Í nýlegri skýrslu samtakanna Open Society er ţví haldiđ fram ađ Eystrasaltsríkin telji rödd sína ekki heyrast nógu vel í Brussel.
» Spurđur um ţessa greiningu bendir Usackas á ađ ríki, ţar međ talin Eystrasaltsríkin, séu sterkari í samstarfinu í sameiningu.
» Hann sé ósammála ţví ađ ekki sé hlustađ á rödd ríkjanna, sem geti beitt hópefli í málafylgju sinni.

Ótti viđ uppkaup á landi

Inntur eftir ţví hvađa undanţágur Litháar hafi fengiđ í ađildarsamningnum hugsar Usackas, sem fór fyrir samningagerđinni, sig um og rifjar svo upp ađ boriđ hafi á rangfćrslum og ýkjum í tengslum viđ samninginn og ákvćđi hans. Međal annars hafi veriđ reynt ađ sá frćjum ótta um ađ Danir og Ţjóđverjar myndu kaupa upp landbúnađarland í Litháen í stórum stíl.

„Viđ fengum undanţágur frá ţessu en féllum síđan frá ţeim eftir ađ í ljós kom ađ ţćr reyndust óţarfar og ađ ef eitthvađ er vćri ćskilegt ađ lađa ađ erlent fjármagn. Svo fór lítiđ fyrir Dönum og Ţjóđverjum.“

Hvađ snerti ađrar undanţágur hafi ţćr m.a. varđađ samning um niđurrif kjarnorkuvers og ferđarétt fólks sem er búsett í Kalíngrad, rússnesku yfirráđasvćđi vestan Litháens sem á land ađ Eystrasaltinu.

Ađspurđur um sérsviđ Litháa innan ESB segir Usackas landiđ búa ađ mikilli reynslu af samskiptum austurs og vesturs og hafi ţađ fram yfir hin Eystrasaltsríkin ađ eiga ekki í jafn spennuţrungnu sambandi viđ Rússa."

Heimild: MBL


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband