Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Ógnar ESB landbúnaði á Orkneyjum og þar með fæðuöryggi í öllu Skotlandi?

bændablaðiðNýtt eintak af Bændablaðinu kom út fyrir nokkrum dögum. Þar er stórkostleg frétt á forsíðu:

Óvissa um CAP og styrkjakerfi ESB: Orkneyjingar hafa áhyggjur framtíð landbúnaðar.

Fréttin hefst svona: "Á Orkneyjum eru nú uppi veruleg óvissa varðandi framtíð landbúnaðar á eyjunum og áhyggjur af skertu fæðuöryggi í Skotlandi." Blaðið splæsir svo næstum opnu í greinina, en síðan kemur fram í henni að erfitt er að bera saman reynslu bænda á Orkneyjum og væntanleg áhrif landbúnaðarstefnu ESB á íslenskan landbúnað! Hvert er þá markmiðið?Vá!

Okkur er spurn: Hvaða eyjar ætlar Bændablaðið að finna næst til þess að geta skrifað eitthvað neikvætt um ESB?

Á Orkneyjum búa um 20.000 manns, eða álíka margir og á Akureyri og nágrenni.

 


Grikkir samþykktu aðgerðapakka - Egill Helgason: Mótmælaþreytu orðið vart

Gríska þingið samþykkti í dag aðgerðapakka í efnahagsmálum landsins, en mikill hiti er í mönnum vegna þessa og óeirðir á götum Aþenu. Aðgerðirnar sem samþykktar voru eru nauðsýnlegar til að koma í veg fyrir frekari vandræði í stjórnmálum og efnahag Grikkja.

Forsætisráðherra landsins, Papandreou, segir samþykkt "pakkans" einu leiðina til að koma landinu á skrið aftur.

Þar með er ljóst að verulegri hindrun er rutt úr vegi fyrir næstu útborgun á láni ESB og AGS til handa Grikkjum. BBC er með frétt um þetta.

Egill HelgasonEgill Helgason (Silfur Egils) er staddur í Grikklandi um þessar mundir og hefur verið að blogga um þetta. Hann segir í nýjasta pistli sínum um þetta að mótmælaþreytu sé farið að gæta og að það séu mest svokallaðir stjórnleysingjar sem hafi sig mest frammi.


Tvær góðar greinar í Fréttablaðinu: Ávinningur af menntasamstarfi og aðildarsamningurinn

Á Eyjunni stendur: "Íslenskir aðilar hafa með mennta- og vísindasamstarfi sínu við Evrópusambandið síðastliðin fimmtán ár fengið sem nemur tíu milljörðum króna hærri framlög en greitt hefur verið í þáttökugjöld. Eru þá ótalin mikil verðmæti sem felast í aðgengi að upplýsingum og samstarfi hvers konar við evrópska vísindasamfélagið.

Skrifar Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknarþjónustu Háskóla Íslands, um þetta í Fréttablaðið í dag þar sem hann áréttar mikilvægi slíks samstarfs fyrir íslenska aðila burtséð frá því fjármagni sem hingað skilar sér frá ESB."

Dr. Baldur Þórhallsson skrifar einnig grein í FRBL í dag um mikilvægi góðs aðildarsamnings við ESB og segir:

"Íslenskum stjórnvöldum hefur gengið misvel að semja við nágrannaþjóðir okkar. Samningar um útfærslu landhelginnar voru flestir vel heppnaðir en Icesave-samningarnir voru óásættanlegir að mati meirihluta þjóðarinnar. Þegar horft er til samningaviðræðna um bættan aðgang að mörkuðum Evrópu er stórmerkilegt hversu vel hefur tekist til.

Þetta á við um alla þrjá helstu samningana, þ.e. inngönguna í EFTA árið 1972, fríverslunarsamninginn við ESB tveimur árum síðar og aðildina að EES árið 1994. Það sama má segja um Schengen-samninginn. Íslendingar náðu nær öllum kröfum sínum fram í þessum viðræðum um bættan markaðsaðgang og verndun sjávarútvegs og landbúnaðar."

Öll grein Baldurs


Enginn grískur flokkur vill yfirgefa Evruna!

EvraGrikkland er á allra vörum, spennan mikil og mótmæli í Aþenu. Fyrir liggur að Grikkir þurfa að grípa til umfangsmikilla aðgerða í efnahagsmálum.

Menn um víðan völl fylgjast með og þar eru Svíar ekki undanskildir. Stefan Fölster, aðalhagfræðingur samtaka sænskra atvinnurekenda er einni þeirra. Hann er jafnframt einn af virtari hagfræðingum Svíþjóðar.

Í samtali við Sænska dagblaðið ræðir hann málefni Grikklands og bendir á að nú þegar hafi Grikkland framkvæmt margar aðgerðir, þó kannski tilfinning manna sé önnur. Til dæmis hafa bæði laun í opinbera geiranum verið lækkuð og þar hefur starfsfólki einnig verið fækkað. Skattar á áfengi og tóbak hafa verið hækkaðir. Fölster telur að það sé hægt að leysa vandamál Grikkja með skipulegum hætti.

Sumir hafa sagt að Grikkland verði að fara út úr Evru-samstarfinu. Það telur Stefan Fölster afar ólíklegt og bendir á þá áhugaverðu staðreynd að ENGINN grískur stjórnmálaflokkur talar fyrir því að Grikkland fari út úr Evrunni!

En hér uppi á Íslandi, í N-Atlantshafi, eru öfl sem segja að það sé eina lausn Grikkja!

Vita þau betur?


ESB-málið í FRBL

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, einn af forvígismönnum Já-Ísland, skrifaði grein í fréttablaðið 28.júní um ESB-málið og segir þar m.a.: "Að mínu mati leikur enginn vafi á því að aðild Íslands getur orðið til góðs. Þess þarf að gæta að aðildin tryggi framtíðarhagsmuni okkar sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Lífskjör og starfsskilyrði atvinnuveganna í víðu samhengi vega þar þyngst. Nefna má þætti á borð við efnahagslegan stöðugleika sem skapar festu í rekstri ríkis, sveitarfélaga, fyrir-tækja og heimila, samkeppnishæfa vexti, afnám verðtryggingar, lægra verð landbúnaðarafurða og aðgang að mörkuðum en ekki síst það að geta tekið þátt í mótun og setningu þeirra reglna er varða eigin örlög.

Stöndum saman
Til þess að ná þessum markmiðum þarf að halda á íslenskum hagsmunum af festu og samheldni. Veita þarf ríkisstjórn og samninganefndinni í senn virkan stuðning og aðhald í þessu mikilvæga verkefni. Samninganefndin er vel skipuð þrautreyndum samningamönnum. Engin ástæða er til að ætla annað en að hún nái góðum árangri.

Öll grein Jóns

Ólafur StephensenLeiðari FRBL fjallaði líka um málið og í honum segir Ólafur Þ. Stephensen: "Nýtt skeið í aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins hófst í gær. Þá lauk formlega rýnivinnunni þar sem löggjöf Íslands og ESB var borin saman og hinar eiginlegu samningaviðræður hófust.

Rýnivinnan tók óvenjulega stuttan tíma, um átta mánuði. Það sýnir annars vegar að viðræðuferlið er skilvirkt og hins vegar að Ísland er vel undir aðild að Evrópusambandinu búið. Fram hefur komið að 21 kafla af 33 í regluverki Evrópusambandsins hafi Ísland þegar leitt að mestu eða öllu leyti í íslenzk lög. Það er til vitnis um þá aðlögun Íslands að regluverki Evrópusambandsins sem átt hefur sér stað á þeim sautján árum sem samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið í gildi.

Ísland er einfaldlega miklu lengra komið í aðlögun sinni að sambandinu en önnur ríki sem sótt hafa um aðild. Hægt var að ljúka samdægurs viðræðum um tvo kafla af fjórum, sem byrjað var að ræða í gær."

Síðar skrifar Ólafur: "Algengt viðkvæði hjá hagsmunaaðilum bæði í landbúnaði og sjávarútvegi er hins vegar að ómögulegt sé að byggja á fordæmum innan ESB og til lítils að reyna að hagnýta breytt viðhorf til stjórnunar fiskveiða. Þessi öfl tala fyrir ýtrustu kröfum; í raun óbreyttu ástandi. Það eru auðvitað óraunhæfar kröfur og eingöngu til þess fallnar að veikja samningsstöðu Íslands, enda eiga þeir sem setja þær fram það sameiginlegt að vilja alls engan samning.

Kannanir hafa ítrekað sýnt að mikill meirihluti Íslendinga vill ljúka aðildarviðræðunum við ESB og fá að greiða atkvæði um niðurstöðuna. Skylda samningamannanna er að leitast við að ná sem beztum samningi.

Viðræðurnar geta siglt í strand en sagan sýnir að þær klárast alltaf á endanum. Í fyrri viðræðum ESB við umsóknarríki hefur oft ekki verið höggvið á hnútinn í erfiðustu málunum fyrr en á lokametrum viðræðnanna, þegar lýðræðislega kjörnir ráðamenn aðildarríkjanna taka við verkefninu af embættismönnum."


Veik króna líkleg!

Á www.visir.is stendur í frétt:

Tíu íslenskar krónur (með loðnu)!"Líklegt er að gengisþróun krónunnar verði fremur til veikingar en styrkingar á næstunni. Því til rökstuðnings má benda á að gengi krónunnar í nýlegu útboði Seðlabanka Íslands var verulega lægra en opinbert gengi bankans.

Þetta kemur fram í Markaðsfréttum Íslenskra verðbréfa. Þar segir að verulega skortir á trúverðugleika Seðlabankans og er hann í mjög erfiðri stöðu þar sem verðbólga fer vaxandi þrátt fyrir að enn ríki mikill slaki í hagkerfinu. Ríflegar kauphækkanir í kjölfar kjarasamninga, sem m.a. byggja á því skilyrði að krónan styrkist verulega á samningstímanum, setja bankann í enn erfiðari stöðu.

Komi ekki til aukins útflutnings í bráð er líklegt að krónan haldi áfram að gefa eftir, en bent hefur verið á að leiðin út úr vandanum er aukin fjárfesting hér á landi í greinum sem skapa eða spara gjaldeyri."

Ísland þarf svo nauðsynlega varanlega lausn á gjaldmiðilsmálunum!


Carl Bildt: Vel undirbúin þjóð! Stuðningur frá Eystrasaltinu

Carl BildtRitstjórn ES-bloggins rakst á þessa Twitter-færslu frá Carl Bildt, utanríkisráðherra Svía, um Ísland og ESB, sem hljómar svona:

"Iceland starts its accession negotiations with EU today. A well prepared nation. Would contribute. Resource management. Democracy. And more."

Honum finnst greinilega að Ísland hafi undirbúið sig vel og hafi margt fram að færa innan ESB.

Þá hefur líka borist stuðningur frá nágrönnum Svía, Eistlendingum, sem DV segir frá og er svona:

"Eistland væntir þess að Ísland gangi í Evrópusambandið og við erum reiðubúin til að aðstoða Ísland á öllum stigum aðildarviðræðna, ásamt því að deila með Íslendingum reynslu okkar í Evrópusamstarfinu.“ Þetta sagði utanríkisráðherra Eistlands, Urmas Paet, í yfirlýsingu í gær.
Utanríkisráðuneyti Eistlands sendi frá sér yfirlýsingu í gær, mánudaginn 27. júní, í tilefni upphafs aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. Peat bætti því jafnframt við, að aðildarumsókn Íslendinga bæri þess glöggt vitni að Evrópusambandið sé lifandi samband og enn í sókn.
Í yfirlýsingunni kom einnig fram, að Eistland telji Ísland sem „gamlan félaga,“ og er þess minnst að það var einmitt Ísland sem var fyrsta ríkið til að viðurkenna sjálfstæði Eistlands er landið reif sig frá Sovétríkjunum árið 1991.

 

 


Stefán, Björg og Þorsteinn með grein í Morgunblaðinu um ESB-málið

ESB-ISL2Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands gagnvart ESB skrifar með þeim Björgu Thorarensen og Þorsteini Gunnarssyni, grein í Morgunblaðið í gær um ESB-málið. Þar segja þau:

 "Rýnivinna síðustu mánaða, þar sem öll löggjöf Íslands og ESB var borin saman eftir samningsköflum, staðfesti að Ísland hefur í gegnum aðild sína að EES-samningnum og Schengen-samkomulaginu tekið upp marga stærstu þætti í regluverki ESB. Ef það er lagt saman við margvíslegar aðrar alþjóðlegar skuldbindingar Íslands sem einnig samrýmast regluverki sambandsins kemur í ljós að það eru tiltölulega fá og afmörkuð svið sem eftir standa. Ísland er því sennilega eitt best undirbúna umsóknarríki í sögu Evrópusambandsins. Um leið hefur komið í ljós að á ákveðnum sviðum eru aðstæður og löggjöf talsvert frábrugðin og verður viðfangsefni að finna sameiginlegar lausnir á þeim sviðum. Sérstaka athygli hefur vakið meðal samstarfsríkja okkar í Evrópu hversu vel undirbúnir og faglega sterkir íslenskir sérfræðingar hafa reynst vera.

Ríkjaráðstefnan í dag

Samningaviðræður hefjast um fyrstu fjóra samningskaflana í dag undir forystu Ungverja. Þeir fjalla um opinber innkaup, upplýsingatækni og fjölmiðlun, vísindi og rannsóknir og menntun og menningu. Gert er ráð fyrir að samningaviðræðum um tvo síðasttöldu kaflana mun ljúka á sama fundi. Íslendingar hafa um árabil tekið þátt í vísinda-, rannsókna og menntasamstarfi Evrópuríkja. Það hófst fyrir daga EES-samningsins en styrktist til muna við gildistöku hans árið 1994. Óþarft er að geta þess hversu mikilvægt það er okkar vísindamönnum og unga menntafólki að hafa áfram greiðan og traustan aðgang að rannsóknaráætlunum og menntasamstarfi á meginlandi Evrópu. Áfram verður haldið í haust þegar samningaviðræður um fleiri kafla hefjast undir forystu Póllands í ESB. Það fer eftir framvindu undirbúnings á Íslandi og í ESB-ríkjunum 27 hvaða kaflar það verða. Í upphafi næsta árs taka Danir við keflinu í ESB til sex mánaða og þá er stefnt að því að hefja viðræður um lungann af þeim samningsköflum sem þá kunna að standa eftir. Engin fyrirfram ákveðin tímaáætlun er um lok viðræðna heldur ræður framgangur samningaviðræðna hraðanum.

Miklir hagsmunir í húfi

Aðild að samstarfi Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins er stórt mál fyrir sérhverja þjóð. Því er mikilvægt að undirbúa viðræðurnar af kostgæfni. Í samningaviðræðunum verðum við bæði í vörn og sókn. Við munum standa vörð um grundvallarhagsmuni Íslands svo sem í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum en um leið sækja fram til að nýta þá möguleika og sóknarfæri sem felast til að mynda í atvinnu- og byggðastefnu Evrópusambandsins, gjaldmiðilsmálum og afnámi tolla. Loks mun endanleg samningsniðurstaða liggja fyrir á öllum málefnasviðum. Þá getum við Íslendingar tekið upplýsta afstöðu til aðildar að ESB og metið kosti og galla hennar en lokaorðið um það á þjóðin."

Greinin er aðgengileg áskrifendum Morgunblaðsins á vefnum.

 


Áskorun - stöndum saman !

Askorun-JaIslandSamtökin Já-Ísland, sem berjast fyrir aðild Íslands að ESB birta í dag auglýsingu í fjölmiðlum vegna upphafs aðildarviðræðna Íslands við ESB. Textinn hljómar svona:

Áskorun - stöndum saman :Við skorum á ríkisstjórn Íslands og Alþingi að standa af heilindum að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu sem meirihluti landsmanna styður. Til þess að þjóðin megi njóta fjölmargra kosta fullrar aðildar þarf að ná samningi sem tryggir framtíðarhagsmuni Íslendinga sem fullvalda og sjálfstæðrar þjóðar. Efnahagslegur stöðugleiki, lægri vextir, afnám verðtryggingar, lægra matvælaverð og þátttaka í ákvörðunum um eigin örlög er meðal grundvallarkosta aðildar. Við viljum að aðildarsamningur tryggi meðal annars eftirfarandi:
 

• Íslendingar fái aðgang að öllum stofnunum ESB og verði fullgildir

þátttakendur við allar ákvarðanir  

• Íslendingar geti tekið upp evru sem allra fyrst  

• Neytendur fái notið lægra verðs matvæla með afnámi tolla  

• Neytendur hafi frelsi til að kaupa vörur og þjónustu án hindrana

eða aukagjalda frá öllum ríkjum ESB, t.d. með netverslun  

• Efnahagslegur ávinningur Íslendinga af auðlindum hafsins verði áfram tryggður  

• Verndunarsjónarmiða verði gætt þannig að náttúruauðlindirÍslands nýtist framtíðarkynslóðum Íslendinga  

• Íslendingar haldi fullum yfirráðum yfir orkuauðlindum sínum  

• Markviss stuðningur við dreifðar byggðir verði tryggður 

• Íslendingar hafi frelsi til að styðja landbúnað  

• Íslenska verði eitt af opinberum tungumálum ESB  

• Ísland verði ávallt herlaus þjóð og Íslendingar þurfi aldrei að gegna herskyldu
 

Samninganefnd Íslands gengur nú til eiginlegra samningaviðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu

í samræmi við ákvörðun Alþingis. Við óskum henni alls hins besta í erfiðu verkefni og hvetjum alla landsmenn til þess að standa þétt að baki henni og veita henni stuðning og aðhald til þess að hún nái sem bestum árangri. 

Það er sameiginlegur hagur okkar allra  

Já Ísland er sameiginlegur vettvangur einstaklinga og félagasamtaka sem eru hlynnt aðild Íslands að ESB enda verði framtíðarhagsmunir þjóðarinnar tryggðir. Auglýsingin er greidd með frjálsum framlögum og vinnuframlagi sjálfboðaliða.


Mikið fjallað um upphaf aðildarviðræðna Íslands og ESB

island-esb-dv.jpgUpphaf viðræðna Íslands og ESB taka eðlilega mikið pláss í fjölmiðlum. RÚV var t.d. með ágæta fréttaskýringu um málið í fyrrakvöld:

http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4547386/2011/06/26/5

MBL sagði frá þessu í gær, sem og Fréttablaðið/Visir.is og DV, og Eyjan, en þar kemur fram:

"Skýr meirihluti Íslendinga er hlynntur aðildarferli Íslands að ESB og vill eiga þess kost að nýta lýðræðislegan rétt sinn til að greiða atkvæði um lokaniðurstöðuna, sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í ávarpi á ríkjaráðstefnu Íslands og ESB í Brussel við upphaf efnislegra aðildarviðræðna Íslands og ESB í dag.

Össur sagðist við blaðamenn að hann legði áherslu á að hraða viðræðunum og kvaðst vilja að viðræður um landbúnaðarmál og sjávarútvegsmál gætu hafist innan hálfs árs en aðildarviðræðurnar hefjast með umfjöllun um opinber innkaup; upplýsingasamfélagið og fjölmiðla; vísindi og rannsóknir og menntun og menningu. Viðræðum um tvo síðarnefndu kaflana lauk samdægurs enda hefur Ísland tekið gerðir ESB á því sviði upp í lög landsins. Össur sagðist vilja stefna að því að ljúka helmingi  viðræðnanna í formennskutíð Pólverja sem hefst nú um mánaðamót en að afganginum yrði lokið í formennskutíð Dana, sem hefst um næstu áramót."

Einnig er fjallað um málið á EuObserver og þar er haft eftir Össuri Skarphéðinssyni að Spánn og afstaða þeirra í sambandi við fiskveiðimál geti haft mikil áhrif um útkomuna úr aðildarviðræðunum.

Össur er bjartsýnn á að Ísland muni gerast aðili að ESB.

Google News um málið.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband