Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Lissabon-sáttmálinn gengur í gildi

Jerzy BuzekÁ morgun, 1. desember, 2009, tekur Lissabon-sáttmáli ESB, formlega gildi. Í tilefni af ţví ritar forseti Evrópuţingsins, Jerzuy Buzek, grein í alţjóđaútgáfu Der Spiegel. Ţar rekur hann ţćr umbćtur og breytingar sem sáttmálinn hefur fyrir ESB og Evrópu.

Hann segir m.a.:The EU is a Europe based on common values, notably freedom and solidarity. The treaty promotes the Union's values, introducing the Charter of Fundamental Rights into European primary law, ensuring better protection of European citizens. The charter is a guarantee that Union institutions and law cannot violate basic standards of human rights -- European institutions will have to respect them. The charter has the European Union's full support, even though the United Kingdom, Poland and the Czech Republic have all negotiated opt-outs, thus demonstrating the EU's ability to apply flexible arrangements in respect to the sensitivities of individual member states."

Hér má lesa alla greinina


Nei-sinnar í víking til Norjé!

airplane3Morgunblađiđ birti í gćr frétt sem byrjar svona: ,, Í morgun fór sendinefnd níu Íslendinga til Noregs til ađ taka ţátt í ađalfundi Nei til EU í Noregi, en ţađ eru systursamtök Heimssýnar á Íslandi. Í sendinefndinni eru m.a. ţrír ţingmenn frá jafn mörgum flokkum."

Ţeir ţingmenn sem um rćđir eru: Ásmundur Einar Dađason (VG), Vigdís Hauksdóttir (Framsókn) og Unnur Brá Konráđsdóttir (S).

Í frétt MBL er einnig sagt: ,,Ísland er eitt meginţema ađalfundarins, sem haldinn er á Gardemoen..."

Sé dagskráin hinsvegar skođuđ er Ísland á dagskrá kl. 14.30-1545 og 16.10-16.30 á laugardeginum. Dagskráin byrjar kl. 06.30 og er til 18.00 ţann daginn. Varla getur ţetta talist ,,meginţema" ?

Á sunnudeginum er samkvćmt prógrammi ekkert fjallađ um Ísland, en ţá mun hinsvegar norski Nei-kórinn syngja!

Athyglisvert hlýtur ađ vera stćrđ sendinefndar Nei-sinna og af ţví ađ viđ Íslendingar erum alltaf ađ tala um hina margfrćgu höfđatölu, ţá vćri ţetta svona svipađ og ađ Bandaríkjamenn myndu senda nefnd upp á rúmlega átta ţúsund (8000) til erindagjörđa fyrir sig. Nei-sinnar eru ţví virkilega GRAND á ţví um ţessar mundir!


ESB og "herinn": Grímur Atlason ţreyttur á stađreyndabrenglun

Ein draugasaga sem ćtlar ađ verđa lífsseig er sú ađ Evrópusambandiđ sé ađ koma sér upp her.

Grímur AtlasonGrímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggđ (mynd), er skemmtilegur bloggari og kemur víđa viđ í hugleiđingum sínum. Hann fjallađi um ţetta mál í nýlegu bloggi sínu. Ţar segir hann međal annars:

,,Tökum dćmi um fullyrđingu sem virđist vera álitin stađreynd á Íslandi: Evrópusambandiđ er ađ fara ađ koma sér upp her - ţađ er eitt helsta markmiđ Lissabonsáttmálans.

Ţessi fullyrđing heldur álíka vel og söguskođun Hriflujónasar sem sumir - sérstaklega Hádegismóri og forveri hans - álíta enn vera rétta. En er Evrópusambandiđ ađ fara koma sér upp her? Svariđ er nei. Ţađ er undir ríkjunum sjálfum komiđ hvort ţau taki ţátt í afvopnunarverkefnum, friđargćslu, mannúđarverkefnum og björgunarleiđöngrum.

Persónulega hef ég ímugust á hernađarbrölti hvers konar. En ég hef líka óţol ţegar rangfćrslur eru međvitađar settar fram til ađ afvegaleiđa fólk.  Lissabonsáttmálinn snýst ţannig ekkert um stofnun sameiginlegs hers Evrópu.

Ţeir sem vilja skođa hvađ ţessi sáttmáli ţýđir geta lesiđ um hann hér. Heimssýn og ađrir benda án efa á önnur svör – en ţađ er líka bara allt í lagi."

Hćgt er ađ lesa bloggiđ í heild sinni á ţessari slóđ:

http://blog.eyjan.is/grimuratlason/2009/11/20/eintona-pip/

 


Jón Bjarnason talar: Hvert tćkifćri notađ...

Jón BjarnasonJón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnađarráđherra hélt rćđu á ţingi um strandfiskveiđar í vikunni. Ţar notađi hann tćkifćriđ til ţess ađ ítreka andstöđu sína viđ ESB. Gott og blessađ, allir hérlendis vita ađ Jón Bjarnason er á móti ESB. En Jón vill kannski líka ađ eins margir útlendingar og hćgt er viti ţetta einnig.

Ţađ er hinsvegar athyglisvert ađ skođa rćđu Jóns, en ţađ má gera hér. Sé textinn settur inn í Word kemur í ljós ađ hún er 2272 orđ. Almennt er taliđ ađ ţađ taki um eina mínútu ađ lesa hundrađ orđ og Jón flutti ţetta á ensku. Reiknum ţví međ 1.5 mín per hundrađ orđ. Rćđa Jóns var ţví rúmur hálftími ađ lengd. Erfitt er ađ halda fullri athygli manna í svo langan tíma.

Eins og skrattinn úr sauđaleggnum kemur svo í lokin 218 orđa kafli ţar sem Jón lćtur ţá sem enn höfđu fulla athygli vita ađ hann sé á móti ESB. Ţar segir hann međal annars (á ensku):,,Last summer the Icelandic Parliament, Althingi, decided, to apply for EU membership. The process has already begun, although nobody knows how much time is needed for the negotiations."

Vissulega vita menn ekki upp á hár hvađ ferliđ tekur langan tíma, en almennt er taliđ ađ undir eđlilegum kringumstćđum muni ţetta taka 18-24 mánuđi, ţegar viđrćđurnar hefjast. Ţetta veit Jón ađ öllum líkindum fullvel, en lćtur ţess ógetiđ.

Og hann hélt áfram: ,,Iceland is a small island situated in the middle of the Atlantic Ocean with just over 300 thousand inhabitants....We can enjoy wide-ranging international cooperation without being tied up in the EU framework. Given these circumstances, it is my firm belief that the future of our country is will be much better off outside European Union than inside."

En bloggara er spurn: Hvernig vill Jón starfa međ Evrópu? Hverjar eru hans hugmyndir um tengsl Íslands og Evrópu? Vill hann auka samstarfiđ viđ Bandaríkin, Kanada, Kína? Er ţá ekki bara betra ađ segja Ísland frá öllum tengslum viđ meginland Evrópu, sem kaupir t.d. 70-80% sjávarútvegsafurđa okkar og eru málaflokkur Jóns?

Vćri ekki nćr ađ reyna ađ efla enn frekari viđskiptatengsl okkar viđ Evrópu, lönd og menningu sem viđ ţekkjum og höfum árhundruđa reynslu af viđskiptum viđ?

Stundum er eins og ţađ sé ekki 21.öldin!


Ţađ er fylgst međ Íslandi...

SkandinavíaFrćndur okkar á Norđurlöndunum fylgjast grannt međ ţróun mála hér á Íslandi. Á krćkjunni hér ađ neđan er ađ finna rafrćnt fréttabréf, gefiđ út af danska Alţýđusambandinu.

Ţar er fjallađ um stöđuna í Evrópumálunum á Íslandi og rćtt međal annars viđ Jón Steindór Valdimarsson framkvćmdastjóra Samtaka iđnađarins, Eggert Benedikt Guđmundsson framkvćmdastjóra Granda og Bjarna Benediktsson formann Sjálfstćđisflokksins.

Rafbréfiđ


Mörđur "stútar" málflutningi Bjarna Ben!

Bjarni BenediktssonUm síđustu helgi birtist viđtal viđ Bjarna Benediktsson, Sjálfstćđisformann, í Fréttablađinu undir fyrirsögninni ,,ESB-ríkin vilja stúta EES" Ţar lýsir BB yfir ţeirri furđu sinni ađ Ísland fái ekki ađ taka upp Evruna í skjóli EES-samningsins. Mörđur Árnason gerir ţetta (viđtal) ađ umfjöllunarefni í pistli á www.herdubreid.is og segir m.a.: ,,Bjarni Benediktsson hefur nú komist ađ ţví ađ hiđ mikla ESB-veldi hafi vígbúist og gert árás … á EES.

Ţetta segir hann okkur í Fréttablađi dagsins, og árásin felst í ţví ađ Evrópusambandiđ skuli ekki fyrir lifandis löngu hafa bođiđ EES-ríkjunum ađ ganga í myntbandalagiđ og taka upp evru. Ţađ sé nánast rof á EES-samningunum.

Evran var frá upphafi bundin viđ ríki Evrópusambandsins og byggist á sameiginlegum ákvörđunum ţeirra um efnahagsmál, ţar á međal stöđu ríkissjóđs hvers og eins ríkis í myndbandalaginu (sem ţeim gengur sjálfum nógu illa ađ stilla af!). Ţessar sameiginlegu ákvarđanir og hiđ sameiginlega stjórnkerfi sem ţeim fylgir međ deildu fullveldi í peningamálum, og líkamnast í Seđlabanka Evrópu, er grundvöllur evrusamstarfsins. Ţeir sem vilja uppskera, ţeir ţurfa líka ađ sá.

Undanfarin ár – líka fyrir hrun – hefur veriđ hlaupin hver atrennan af annarri hér heima viđ ađ fá evru án ţes ađ ganga í Evrópusambandiđ, en ţćr hafa allar fjarađ út á ţessu einfalda atriđi: Evran er gjaldmiđill Evrópusambandsríkjanna í myntsamstarfinu. Ekki annarra."

Öll fćrsla Marđar er hér

Ps. Bjarni sagđi líka: ,,Ég er Evrópusinni og viđ erum hluti af ţessari Evrópufjölskyldu."

Heyr, heyr!


Ađildarviđrćđur ađ hluta til hérlendis

Össur-SkarphéđinssonÍ fyrsta sinn munu ađildarviđrćđur viđ ESB fara ađ hluta til fram í umsóknarlandinu, í ţessu tilfelli Íslandi. Ţessu skýrđi RÚV frá í dag og hafđi eftir Össuri Skarphéđinssyni, utanríkisráđherra. Ţessi hluti mun ná yfir ţá kafla sem snúa ađ EES-samningnum. M.a. er ţetta gert til ţess ađ draga úr kostnađi viđ ađildarviđrćđurnar, sem og ađ gefa fulltrúum ESB fćri á ađ kynnast betur ađstćđum hérlendis.

Frétt RÚV


Guđmundur Gunnarsson bloggar

Guđmundur GunnarssonGuđmundur Gunnarsson, Eyjubloggari, skrifar ágćtan pistil ţar í dag. Ţar veltir hann fyrir sér m.a. siđferđinu í íslenskum stjórnmálum. En hann kemur líka inn á Evrópumálin og segir ţar: ,,Viđ búum viđ lítiđ hagkerfi, örmynt sem einstaklingar sem hafa ađgang ađ fjármagni spila á. Ţađ blasir viđ ađ öll stćrri fyrirtćki verđa ađ flytja höfuđstöđvar sínar erlendis og taka upp Evru. Einhliđa upptaka erlenda gjaldmiđils er ekki raunhćfur kostur og ţví eru ađildarviđrćđur viđ ESB eina leiđin til aukins trúverđugleika og trausts og ţá verđa íslenskir stjórnmálamenn ađ fara ađ haga sér eins og kollegar ţeirra í nágrannalöndum okkar." (Mynd: DV)

Pistill Guđmundar í heild sinni


Valur Ingimundarson í Krossgötum

CrossroadsKrossgötur Hjálmars Sveinssonar er yfirleitt međ afar athyglisvert efni og á síđasta laugardag var fyrsti gestur ţáttarins Dr. Valur Ingimundarson, sagnfrćđingur. Hann og Hjálmar rćddu m.a ,,sannleiksnefndir", alţjóđamál, viđbrögđ viđ hruni, stöđu íslands í samfélagi ţjóđanna o.s.frv. Óhćtt er ađ mćla međ ţessu spjalli ţeirra félaga, en ţađ er ađ finna hér

Af dalamönnum (og öđrum mönnum)

Styrmir GunnarssonStyrmir Gunnarsson(mynd), fyrrum ritstjórarefur Moggans, hefur mikiđ veriđ í kastljósi fjölmiđla upp á síđkastiđ, eđa síđan bók hans UMSÁTRIĐ kom út. Ţar fjallar hann um ýmis málefni, hrun, fjölmiđla, lýđrćđi o.s.frv. Styrmir er líka, eins og kunnugt er orđinn fastapenni hjá Mogganum. ,,Ţađ er engin leiđ ađ hćtta,” eins og segir í laginu.

Í síđasta pistli Styrmis segir af dalamanninum og nýjum formanni samtaka Nei-sinna á Íslandi, Ásmundi Einari Dađasyni, en ÁED segist ćtla ađ gera Samfylkingunni lífiđ leitt sem sem formađur Nei-sinna. Ţađ ţýđir međ öđrum orđum ađ hann ćtlar ađ vera leiđinlegur viđ Samfylkinguna. Bloggari hélt ađ Dalamenn vćru ţekktir fyrir ađ vera skemmtilegir, en ţađ er kannski liđin tíđ.

Almenn leiđindi eru ţví ţađ sem Samfylkingarfólk má ţví búast viđ af dalamanninum Ásmundi Einari!

En orđrétt segir Styrmir í pistli sínum: ,, Nú er kominn fram á sjónarsviđiđ nýr pólitískur foringi á ţeirra vettvangi, sem ástćđa er til ađ fylgjast vel međ á nćstu árum, ţar sem er bóndinn úr Dölum. Mađur, sem augljóslega er tilbúinn til ađ berjast fyrir pólitískri sannfćringu sinni. Ţetta er Samfylkingarmönnum auđvitađ ljóst og ţess vegna gera ţeir tilraun til ađ stoppa hann af. En í ţeirri tilraun opinbera ţeir afstöđu til lýđrćđislegra skođanaskipta, sem er engum stjórnmálaflokki sćmandi.

Ţessi viđbrögđ viđ kjöri Ásmundar Einars Dađasonar til formennsku í Heimssýn bođa ekkert gott ţegar horft er til vćntanlegra samningaviđrćđna viđ ESB. Í stjórnarsáttmálanum er lofađ gagnsći í stjórnsýslu. Ţađ eru meiri líkur en minni á, ađ í framkvćmd verđi reynt ađ halda frá ţjóđinni öllum upplýsingum sem máli skipta um gang samningaviđrćđna. Ţar hljóta Vinstri grćnir ađ láta til sín taka og tryggja, ađ almenningur á Íslandi fái samstundis ađgang ađ öllum upplýsingum um gang samningaviđrćđna. Í ţeim efnum verđa ađrir ađ reiđa sig á ţá. Ţađ er komin of löng reynsla af ţví ađ Samfylkingin segi eitt en geri annađ.”

Hér setur Styrmir s.s. fram ţá tilgátu sína ađ hćtti ţeirra sem lifa og hrćrast í heimi samsćriskenninga, ađ Samfylkingin muni reyna eftir fremsta megni ađ halda frá ţjóđinni ,,öllum upplýsingum sem máli skipta...”

En ţađ er rétt ađ benda Styrmi á ađ fram hafa komiđ kröfur um hiđ gagnstćđa, m.a. frá ungum Evrópusinnum um ađ ferliđ verđi allt opiđ og gegnsćtt. Fullyrđa má ađ ţađ gildi einnig um ađra Evrópusinna.

Svo má spyrja í lokin, hvort var ţađ ,,prívatpersónan” Styrmir Gunnarsson eđa stjórnarmađur í Heimssýn, samtökum Nei-sinna á Íslandi, sem var ađ skrifa í helgarblađ Moggadoggans?
 


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband