Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2013

Fínasta aðlögun!

Orðið AÐLÖGUN er notað af andstæðingum ESB-málsins og þá gjarnan þannig að það sé eitthvað hræðilegt fyrir Ísland og Íslendinga að aðlagast regluverki ESB (sem við erum í raun búin að aðlagast í nokkra áratugi).

Einn þeirra sem talar á þessum nótum er Styrmir Gunnarsson, fyrrum ritstjóri Morgunblaðsins einn af áhrifamestu aðilum innan Sjálfstæðisflokksins - og einn helsti andstæðingur ESB hér á landi.

Hann ritar hinsvegar pistil á vefsvæði sitt um aðlögun og þar er sú aðlögun sem hann ræðir hið besta mál.

Það er nefnilega ekki sama, AÐLÖGUN eða AÐLÖGUN! 

Stefán Ólafsson, háskólaprofessor gerir þetta að umtalsefni á bloggi sínu og segir þar um þetta:

"Þetta er mjög óvenjulegt og opinskátt. Ég minnist þess ekki að menn hafi talað svona áður á Íslandi. Sjálfstæði og fagmennska í stjórnsýslunni og hjá RÚV eru einskis metin í Valhöll.

Sjálfstæðismenn ætla greinilega að setja eigin pólitíska kommissara inn á RÚV, til að stýra fréttaumfjöllun í eigin þágu.

Það á sem sagt að beinstýra þessu öllu úr Valhöll, ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda.

Þöggun og pólitísk handstýring er aftur komin á dagskrá. Bláa höndin virðist ætla að vera athafnasöm – ef færi gefst!"


Tvöfalt meiri sveiflur hér en í ESB

Á Visir.is segir: "Hagvöxtur hefur verið svipaður á Íslandi og í Evrópusambandinu frá árinu 1960. Sveiflur í hagkerfinu hafa hins vegar verið tvöfalt meiri á Íslandi á þessum tíma en í ESB. Þetta kemur fram í nýju vefriti fjármála- og efnahagsráðuneytisins sem kom út í dag.

Í vefritinu segir að íslenski efnahagsvandinn endurspeglist því aðallega í óhóflegum sveiflum fremur en í litlum hagvexti undanfarna áratugi. Fjöldi rannsókna styðji þetta enda séu augljósir kerfislegir veikleikar til staðar í hagkerfinu. Útflutningsframleiðslan sé fábreytt með sjávarafurðir og ál sem undirstöðu. Í rannsókn frá McKinsey & Company árið 2012 sé bent á lága framleiðni vinnuafls í þjónustugeiranum og lága arðsemi í orkugeiranum sem helstu hindranir hagvaxtar. Að auki geti skorður við auðlindanotkun í helstu útflutningsgreinum, landfræðileg staða landsins, stærð þess og menntunarstig hamlað hagvexti. Þessu til viðbótar megi nefna óleyst vandamál frá bankahruninu 2008, t.a.m. fjármagnshöftin sem virki letjandi á hagvöxt."


23.000 milljóna hækkun á einum mánuði!

RUVVerðtryggð lán landsmanna hækkuðu um 23.000 milljónir í febrúar vegna þeirrar óðaverðbólgu sem skall á landsmanna í febrúar. Þetta kom fram í morgunútvarpi Rásar tvö, þann 28.2. Þetta þýðir um 360.00 kr. (án skatts!) á venjulega fjölskyldu.

Alls hafa verðtryggð lán landsmanna hækkað um 67.000 milljónir á síðustu 12 mánuðum.

Menn hljóta að sjá að þetta er raunveruleg GEGGJUN!

Fjallað var um verðbólgumálin í Speglinum, hér og hér þann 27.2.

Einnig var málið rætt á Bylgjunni, Í bítið.

Orsakir verðbólgunnar eru margvíslegar, allt frá framleiðendum, verslunar, hækkana opinberra aðila og gjaldmiðilsins.

Verbólgubölið heldur áfram :(


Annað hrun?

Friðrik Jónsson, starfsmaður hjá Alþjóðabankanum og Eyjubloggari átti skemmtilegt spjall við stjórnendur Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um efnahagsmál í landinu þann 26.2. Í því játuðu báðir þáttastjórnendur að þeir væru alveg til í að fá laun í Evrum!

Hlustið hér.


Íslenskt ho ho og ESB - Sigurlaug Anna um Íslenska hestinn og ESB

Hestar og afurðir af þeim hafa verið mikið í fréttum að undanförnu og þar er Ísland ekki undanskilið. Íslenski hesturinn blandast meira að segja (á öllum fimm gangtegundunum) inn í ESB-umræðuna!

Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Já-Íslands skrifaði grein í MBL þann 27.2 og einnig er greinina að finna á Eyjunni. Sigurlaug byrjar svona:

"Í desemberhefti Eiðfaxa skrifar Karola Schmeil undarlega grein sem ber heitið „Evrópusambandið og íslenski hesturinn“. Megin inntak greinarinnar er það að íslenska hestinum stafi af því sérstök hætta ef Ísland gangi í Evrópusambandið, aðallega vegna sjúkdóma sem kunna að berast hingað til lands og vegna blöndunar við önnur hestakyn. Þetta er mjög sérkennileg niðurstaða því það er ljóst að íslendingar fara fram á varanlega sérlausn varðandi innflutning á lifandi dýrum til landsins og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið fallist á slíka sérlausn.

Hræðsluáróður

Gaman hefði verið að lesa grein um þau viðfangsefni sem hestamenn velta sérstaklega fyrir sér í sambandi við aðildarviðræður Íslands og ESB. Grein sem hefði á faglegan og fræðandi hátt haft það að markmiði að upplýsa lesendur. Þess í stað er grein Karolu hlutdræg, gildishlaðin og augljóslega ætluð til að vekja hræðslu. Það er ekki að sjá að höfundur hafi kynnt sér viðfangsefnið sem fjallað er um.

Áfram bann á innflutningi lifandi dýra, fersku kjöti og plöntum

Ef samningsafstaða Íslands, frá því í desember 2012, í 12. kafla um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði er skoðuð, sést að farið er fram á að viðhaldið verði banni við innflutningi lifandi dýra, að löggjöf ESB um dýraheilbrigði og um viðskipti með lifandi dýr gildi ekki að því er varðar Ísland. Sérfræðingar á þessu sviði telja líklegt að fallist verði á slíka sérlausn fyrir Ísland vegna sérstöðu landsins á þessu sviði, komi fyrir því sterk vísindaleg rök. Hins vegar er ljóst að einungis fullbúinn samningur milli Íslands og ESB getur endanlega sagt til um hvort fallist verði á afstöðu Íslands í málinu. Einnig er farið fram á áframhaldandi bann við innflutningi fersks kjöts og plantna.

Sóknarfæri fyrir íslenskan matvælaiðnað

Íslenskir búfjárstofnar eru viðkvæmir vegna legu landsins og einangrunar og tekist hefur að miklu leyti að halda sjúkdómum í skefjum. Þetta er sérstakt afrek og eftirsóknarvert að viðhalda. Sjúkdóma- og lyfjalausar íslenskar kjötvörur eru einmitt sérstaða og sóknarfæri fyrir íslenskan matvælaiðnað við inngöngu Íslands í ESB. Þess vegna þurfum við að láta á það reyna að semja þannig við ESB að þeir hagsmunir verði tryggðir."


Hrikalegar verðhækkanir - verðtryggð lán rjúka upp!

RÚVRÚV sagði frá rosalegum verðhækkunum í febrúar, sem hafa valdið því að húsnæðislán venjulegrar meðalfjölskyldu hafi hækkað um nokkur hundruð þúsund á einum mánuði! Svo virðist sem fyrirtæki velti kostnaði út í verðlagið og að krónan keyri einnig upp verðbólguna. Þetta er s.s. ekkert nýtt. Þetta gengur hinsvegar ekki lengur og er almenningur að fá nóg!

ASÍ hefur sett í gang sérstaka síðu sem berst gegn þessu og frá henni er sagt í frétt hjá DV.

Visir.is segir einnig frá hækkunum á verðbólgunni, sem er langt umfram spár.

Samkvæmt kvöldfréttum RÚV jafngildir hækkun verðlags í febrúar um 21% ársverðbólgu!


Dollar, Yuan, Himbrimi, Yen, Evra, Pund?

Úr stjórnmálaályktun Sjálfstæðisflokksins:

"Íslenska krónan í höftum getur ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn.

Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar."

1) Getur krónan verið framtíðargjaldmiðill Íslendinga án hafta?

2) Er hægt að þrengja þetta eitthvað með "alþjóðlegu myntina" ? Dollar, Yuan, Himbrimi, Yen, Evra, Pund?

Seðlabankinn hefur bent á tvo möguleika: a) Króna í höftum eða b) Evra.


Allir farnir í flug eða til að ná í mjaltir?

JúgurRagnar Arnalds, einn helsti Nei-sinni Íslands, er yfirleitt ekki mikið fyrir að segja brandara, en svo bregðast krosstré sem önnur tré!

Í sambandi við landsfund hefur hann látið hafa það eftir sér að tillagan á landsfundi VG um að halda beri aðildarviðræðum við ESB áfram hafi verið samþykkt vegna þess að allir nei-ararnir úr dreifbýlinu hafi verið farnir af fundi, þurft að ná flugvél, rútu, eða jafnvel bara að ná fyrir kvöldmjaltir (lengri útgáfa af fréttinni er í pappírs-Mogga).

Það hafi því verið "lýðurinn á mölinni" sem hafi samþykkt þessa tillögu!

Upplýsingafulltrúi VG hafnar hinsvegar þessum skýringum Ragnars. Eyjan fjallar einnig um þetta.

En við gefum Ragnari prik fyrir húmorinn!


FRBL: Umbreytt pólitískt landslag

Þórður Snær JúlíussonÍ leiðara FRBL, sem Þórður Snær Júlíusson skrifar þann 27.2, segir meðal annars þetta:

"Á einni helgi hefur hið pólitíska landslag á Íslandi umbreyst. VG opnaði skyndilega á raunverulegan möguleika á ríkisstjórnaraðild með því að samþykkja að klára aðildarviðræður ESB, þrátt fyrir að vera andsnúin aðild. Á sama tíma festi Sjálfstæðisflokkur sig í sessi sem eitt róttækasta stjórnmálaafl landsins.

Í grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokksins segir að inntak stefnu hans sé að „tryggja frelsi og framþróun í þjóðfélaginu". Frá þeirri stefnu var horfið að hluta um helgina. Í fyrsta lagi var samþykkt ályktun á landsfundi um að hætta aðildarviðræðum við ESB og svipta þar með þjóðina frelsi til að kjósa um málið. Samhliða á að loka Evrópustofu, svo almenningur hafi ekki slíkan aðgang að upplýsingum. Í öðru lagi hefur flokkurinn fallið frá þeirri stefnu að hann leggi „áherslu á að auðvelda erlendum aðilum að fjárfesta í íslensku atvinnulífi". Fyrir tveimur árum lét Bjarni Benediktsson hafa eftir sér að það væri ekki sjálfsagt að útlendingar gætu keypt stórar jarðir á Íslandi. Hann steig annað stórt skref í átt að því að skapa geðþóttastýrt, en ekki almennt, fjárfestingaumhverfi á Íslandi í síðustu viku þegar hann sagði að afskrifa ætti að verulegu leyti kröfur erlendra vogunarsjóða í þrotabú föllnu bankanna. Þessari skoðun var gerð skil í Financial Times, einni af biblíum viðskiptalífsins.

Í þriðja lagi virðist morgunljóst að hinir ungu forystumenn flokksins hafi beygt sig undir „heimsyfirráð eða dauði"-stefnu gömlu harðlínujaxlanna í flokknum. Þessi afstaða kristallaðist ágætlega í ræðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem var vel skreytt af Davíðslegum aulahúmor á kostnað pólitískra andstæðinga. Hún hefur árum saman viljað markaðssetja sig sem sáttastjórnmálamann en steig þarna af þeirri braut."


Næsta skef: Loka öllum sendiráðum ESB-ríkja á Íslandi?

Á vefsíðu Egils Helgasonar má lesa þetta:

"Það er til marks um að harðlínan hafi sigrað í Evrópumálunum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að fundurinn hafi samþykkt að loka svokallaðri Evrópustofu.

Í ályktun fundarins segir:

“Landsfundurinn mótmælir íhlutun sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi í stjórnmálaumræðu þjóðarinnar og telur óhæfu að stækkunardeild ESB haldi úti starfsemi hér þar sem lagst er á sveif með einu stjórnmálaafli gegn öðrum. Evrópusambandinu verði gert að loka kynningarskrifstofu þess hér.”

Veit Sjálfstæðisflokkurinn að það er fullt af ESB-ríkjum með sendiráð hér á landi? Það hlýtur að vera einhver skuggaleg starfsemi þar í gangi, sem grefur undan fullveldinu og reynir að heilaþvo alla Íslendinga!

Er þá ekki næsta skref að krefjast lokunar þeirra?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband