Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Um ræðu formanns Bændasamtakanna á Búnaðarþingi

Haraldur BenediktssonBúnaðaþing var sett í dag og það var að sjálfsögðu leiðtogi íslenskra bænda, Haraldur Benediktsson, sem setti samkunduna. Hann eyddi töluverðum tíma ræðu sinnar í að ræða ESB-málið, en það er mál sem bændur neita alfarið að ræða!

Um það sagði hann m.a.:,,Langmesta óvissa um framtíð landbúnaðar er heimatilbúin.  Í kjölfar alþingiskosninga í vor var mynduð fyrsta íslenska ríkisstjórnin sem hefur aðild að ESB á stefnuskránni.  Ekki vil ég gera lítið úr sjónarmiðum sem telja aðild að ESB vera framfaraskref fyrir Ísland þó engin haldbær rök aðildarsinna finnist nú lengur fyrir aðild."

Greinilegt er að Haraldur hefur ekki haft fyrir því að kynna sér helstu rök aðildarsinna, eða að hann lokar augunum fyrir þeim. Hið síðara verður að teljast líklegra. Hér með er Haraldi bent á helstu rök fyrir aðild góðri grein eftir Benedikt Jóhannesson.

Í sambandi við umsókn talar Haraldur um vélabrögð og brellur og landbúnaðarstefnu ESB telur hann fyrst og fremst þjóna milliliðum og stórlandeigendum, en ekki hagsmunum bænda eða neytenda! Samkvæmt orðum Haraldar er því greinilega eitthvað rosalegt samsæri í gangi!

Þá segir Haraldur ennfremur: ,,Búnaðarþingið sem sett er í dag tekur þátttöku Bændasamtakanna í aðildarferlinu til umræðu.  Við höfum tilnefnt í samningahópa en spyrjum okkur nú hvort við eigum að starfa þar áfram eða draga okkur til baka.  Við fengum skýr skilaboð frá bændum á bændafundum í haust.  Félagsmenn okkar kæra sig ekki um að samtök þeirra dragist til ábyrgðar.  En þótt vinna í samningahópum sé með okkar aðild eða án er það Alþingi og ríkisstjórn sem móta eiga þær varnarlínur og samningsmarkmið sem samninganefnd Íslands þarf að gæta að.  Þau bera ábyrgð á aðildarferlinu og útkomunni."

Samkvæmt þessu vilja bændur og samtök þeirra FIRRA sig allri ábyrgð á málinu og varpa alfarið ábyrgðinni á Alþingi og ríkisstjórn!

Og hann heldur áfram: ,,Nú liggur fyrir að verkefnið er að bylta starfsumhverfi landbúnaðarins eins og fram kemur í skýrslu framkvæmdastjórnar ESB sem kom bændum ekki á óvart.  Brátt verður hafist handa við að sníða landbúnaðarstefnu okkar að sameiginlegu landbúnaðarstefnu ESB.  Engar vísbendingar eru þar um undanþágur fyrir íslenska bændur enda eru þær ekki til." (Feitletrun ES-blogg)

Þetta er athyglisvert: Býst Haraldur við að ESB komi með undanþágur eða sérlausnir tilbúnar í byrjun? Þær samningaviðræður sem Ísland fer væntanlega í, snúast um að finna lausnir sem tryggja stöðu íslenskra bænda. Blogg þetta vill benda Haraldi á vísbendingu um sérlausn sem fordæmi eru fyrir, en það er hin s.k. ,,heimskautalausn" um stuðning við landbúnað norðan 62. breiddargráðu, sem bæði Finnar og Svíar nota í dag. Þessa lausn kallaði Haraldur ,,sjónhverfingar" í MBL um daginn, en Finnar börðust hart fyrir þessu. 

Það verður að segjast eins og er að aðkoma Bændasamtakanna að ESB-málinu er vægast sagt sérkennileg. Um leið og samtökin neita að ræða málið og hrópa NEI, NEI,NEI, gera samtökin allt til þess að berjast gegn aðild, sem gæti þýtt betri lífskjör fyrir almenning, aukinn efnahagslegan stöðugleika, betra og tryggara starfsumhverfi fyrirtækja, upptöku á nothæfum gjaldmiðli og trúverðugleika á sviði alþjóðastjórnmála!

Samtökunum má í raun lýsa með þessum orðum: STATUS QUO - ÓBREYTT ÁSTAND!!


Fölsun með litlum tilkostnaði

Segja má að ESB-málið sé að fara inn í nýjan "fasa" þar sem ESB mun endanlega gefa grænt ljós á samningaviðræður í lok mars. Margt verður sagt um málið, bæði satt og ósatt. Bloggarinn Teitur Atlason bendir á DV-blogginu á myndband sem gefur það í skyn að ESB og stefna þess í íþróttamálum sé á bakvið silfur íslenska handboltalandsliðsins í Peking í fyrra. Hér er náttúrlega um hreinan þvætting að ræða og sögufölsun, en sýnir hvað hægt er að gera í netheimum samtímans og með litlum tæknibúnaði. Og þetta er, sennilega bara byrjunin, það eiga væntanlega eftir að koma mörg önnur myndbönd þar sem sannleikanum verður snúið á hvolf.


Vill kynna sér ESB, en ekki ræða ESB!

Helgi Haukur HaukssonHún verður að teljast athyglisverð fréttin á vef Bændablaðsins, en þar segir að það sé búið að bjóða fulltrúum íslensks landbúnaðar til Brussel að kynna sér landbúnað innan ESB. Sem í sjálfu sér er gott og blessað. Einn þeirra sem fer er formaður Samtaka ungra bænda, Helgi H. Hauksson. Um ferðina segir hann:

,,Helgi Haukur segir það vissulega ágætt að íslenskum fulltrúum hagsmunasamtaka og fyrirtækja sé boðið út til Brussel til kynningar á sambandinu. „Það þarf hins vegar enginn að ganga að því gruflandi að Evrópusambandið vill sýna okkur jákvæðu hliðarnar. Það verður væntanlega lögð minni áhersla á það sem yrðu okkur síður til hagsbóta, til að mynda afleiðingar aðildar á íslenskan landbúnað. Ég er þess fullviss að aðild að Evrópusambandinu myndi hafa mjög alvarleg áhrif á íslenskan landbúnað, svo alvarleg að heilar búgreinar myndu leggjast af og því er ég sannfærður um að okkur sé betur borgið utan þess. Ég hef verið mjög andsnúinn Evrópusambandsaðild og ég tel engar líkur á því að þessi kynningarferð til Brussel breyti því.“

Í framhaldi af þessu má spyrja: Hvervegna er Helgi Haukur að fara að kynna sér ESB, nokkuð sem hann og bændur NEITA að ræða? Bændasamtökin eru EINU fagaðilarnir í landinu sem koma með þessum sérkennilega hætti að ESB-málinu. Segir afstaða þeirra ekki meira en þúsund orð um samtökin? Það eina sem Bændasamtökin sjá við ESB er að hér leggist hlutar íslensks landbúnaðar í rúst, dalirnir tæmist og hvaðeina. En landbúnaður hefur hvergi lagst af við inngöngu landa í ESB.

Ætti ekki formaður ungra (sértstaklega UNGRA!) bænda að horfa með opnum huga á ESB og reyna að sjá út vaxtar og þróunarmöguleika fyrir komandi kynslóðir bænda, en s.k. nýliðun er jú vandamál í greininni?


,,Já, við getum vel setið hjá..."

Haraldur BenediktssonÍ framhaldi af áliti ESB um aðildarumsókn Íslands er áhugavert að kíkja á það sem bændur hafa að segja. Í nýju Bændablaði er langt og ítarlegt viðtal við formann Bændasamtakanna, Harald Benediktsson. Fram til þessa hefur afstaða bænda(samtakanna) verið þessi: NEI, við viljum ekki vera með, við viljum ekki RÆÐA málið. Þessi afstaða kemur frá samtökum og starfsstétt sem tekur árlega við framlögum frá ríkinu (les: skattborgurum) á bilinu 10-13 MILLJARÐAR króna. Í fáum löndum er landbúnaður styrktur jafn mikið og á Íslandi.

Á komandi Búnaðarþingi, sem sett verður á morgun, undir yfirskriftinni AFTUR KEMUR VOR Í DAL, verða ESB-málin sennilega RÆDD! En grípum aðeins niður í viðtalið við Harald í Bændablaðinu. (Leturbreytingar, bloggritari ES)

Blaðamaður spyr: ,,– Finnst þér Búnaðarþing þá vera í annarri stöðu nú í ár en fyrir ári síðan þegar þingið afgreiddi þessi mál með því að Bændasamtökin væru á móti aðild og ættu að beita sér alfarið gegn henni? Áttu von á að menn taki þá afstöðu núna að skoða verði hvort að móta þurfi markmið sem ekki sé hægt að hvika frá í samningum?

Haraldur svarar: ,,Í fyrsta lagi á ég von á því að þingið hafi ekki breytt um afstöðu til ESB og Bændasamtökin eigi áfram að berjast gegn henni. En við erum í aðildarferli og það felur í sér að
ríkisstjórnin eigi að móta samningsafstöðu handa samninganefndinni."
– Hver er þín afstaða? Geta
bændur leyft sér að sitja hjá í starfshópum, samningagerð og öðru slíku á grunni eindreginnar
andstöðu sinnar?
„Já, við getum vel setið hjá. Við höfum yfirgripsmikla þekkingu á því sem ESB er, hvað getur beðið okkar. Við getum ítrekað og haldið á lofti þeim ýtrustu varúðarkröfum sem við þurfum að gera. Við eigum að mínu mati ekki að koma nálægt því að fara að semja eða ímynda
okkur að einhverjar aðrar þolanlegar leiðir séu til.“

Hvað er hægt að segja um afstöðu sem þessa? Heitir þetta ekki að loka öllum dyrum? Samt segir Haraldur að samtökin búi yfir mikilli þekkingu á sviðinu, sem bloggritara er kunnugt um (m.a. af lestri Bændablaðsins). En er þetta ekki nokkuð sem heitir EINANGRUNARHYGGJA? Þ.e.a.s. Bændasamtökin vilja ekki taka þátt í þeirri lýðræðislegu umræðu sem ÞARF að fara fram um ESB-málið. Er ekki tími til kominn fyrir Bændasamtökin að skipta um skoðun og horfa með víðsýni á ESB-málið, í stað þess að mála sig út í horn með þessum hætti. Er eitthvað að marka slík samtök?


Engin viðskipti á gjaldeyrismarkaði...

kronan"Engin viðskipti hafa verið undanfarna daga með gjaldeyri á millibankamarkaði..." Þannig hljómar hluti fréttar MBL frá því í dag. Er ekki verið að tala um krónuna, sem á að bjarga okkur úr kreppunni? Krónu sem enginn vill kaupa og versla með! Krónu sem er haldið lifandi í öndunarvél! Það er næstum allt betra en þetta!! Og ef maður horfir á krónuna, þá náttúrlega rennur það upp fyrir manni, fyrir hverja hún raunverulega er. Er þetta króna fyrir alla landsmenn?

Sigmundur, Evrópa og Sif

Siv FriðleifsdóttirVið birtingu þeirra gagna frá ESB varðandi umsókn Íslands og umræður um þetta er áhugavert að kíkja til Framsóknarflokksins. Þar er formaður Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.

Flokkurinn samþykkti fyrir ári síðan metnaðarfullt plagg um Evrópumál. Síðan þá hefur heyrst, ja, segjum bara hlutina eins og þeir eru, minna en næstum ekkert frá formanninum um Evrópumál. Þangað til í gær að Sigmundur Davíð sagði í fjölmiðlum að ESB-málið væri ekki forgangsmál að hans mati!

Sif Friðleifsdóttir er hinsvegar alveg með þetta á hreinu og í hefur hún sagt að málið sé í eðlilegu ferli og stór hópur framsóknarmanna sé ánægður með aðildarviðræður. Siv og hennar skoðanabræður og systur mættu alveg hafa hærra...!


Jón Steindór: Ísland verður sterkara innan ESB

Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson, formaður Samtaka iðnaðarins (SI) skrifar góða grein í Fréttablaðið og á heimasíðu STERKARA ÍSLAND, um Evrópumál. Þar segir hann m.a.:

,,Atburðarás síðustu missera sýnir glöggt hve vegferð þjóða er samtvinnuð og hve mikilvægt það er að taka saman á hlutum og hafa vettvang til þess að ráða sameiginlega fram úr vandasömum málum. ESB er slíkur vettvangur og raunar sá eini þar sem Íslandi gefst kostur á að setjast til borðs. ESB er ekki gallalaust og Íslendingar munu ekki fá öll sín vandamál leyst þar. Við munum örugglega þurfa að beygja okkur undir einhverjar ákvarðanir sem eru okkur ekki að skapi. Innan ESB höfum við hins vegar raunverulegan aðgang að ákvörðunum og getum talað okkur máli. Að standa utan ESB leiðir hins vegar til fullkomins áhrifaleysis og engum ber nein sérstök skylda til þess að taka tillit til okkar hagsmuna."    Meira hér

(Mynd: DV)


Lögsagan fyllist ekki - landbúnaður leggst ekki af!

Gamla GugganÁlit ESB, sem kom út í gær varðandi umsókn Íslands að sambandinu, hefur verið mikið til umræðu í fjölmiðlum.  Athyglivert var að heyra í fulltrúum þeirra samtaka sem berjast hvað harðast gegn aðild, þ.e.a.s. LÍÚ og Bændasamtakanna.

Friðrík J. Arngrímsson, frá LÍÚ sagði aðspurður í viðtali á rás 2 að fiskimiðin við Íslands MYNDU EKKI fyllast af spænskum togurum við aðild. Þá vitum við það!

Í viðtali í Speglinum í RÚV spurðu Jón Guðni Kristjánsson Eirík Blöndal, framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hvort íslenskur landbúnaður eins og við þekkjum hann myndi leggjast af við inngöngu. ÞESSU SVARAÐI EIRÍKUR NEITANDI. Þá vitum við það líka.

Þær DÓMSDAGSSPÁR sem andstæðingar aðildar hafa verið að básúna, eiga því ekki við rök að styðjast. Gott að fá það staðfest! Við Evrópusinnar höfum sagt þetta!


Vandamál Grikkja, Morgunblaðið og Ísland

Eftir: Hlöðver Inga Gunnarsson 

Hof sem þarfnast lagfæringar, rétt eins og grískur efnahagurÍ leiðara Morgunblaðsins 25. febrúar eru vandamál Grikkja tekið fyrir. Undirliggjandi er að sjálfsögðu andastaða ritstjóra Morgunblaðsins gegn Evrópusambandinu. Hann virðist halda það að betra sé að eiga enga vini en að hafa Evrópusambandið á bakvið sig.

Vandamál Grikkja eru margþætt en virðast, eins og vandamál Íslands, fyrst og fremst vera til kominn vegna lélegrar stjórnar á ríkisfjármálum og slæmum ákvörðunum ríkistjórna landanna í fortíðinni. Grikkir voru duglegir við það að falsa ríkisfjármál sín og eru þess vegna afar illa undir það búnir að takast á við efnahagskreppu. Nú hafa þeir ekki lengur þann valmöguleika að lækka gengi eigin gjaldmiðils til þess að örva atvinnulífið og fá hærri tekjur af innflutningi.

Ritara leiðara Morgunblaðsins finnst það skrítið að ríki Evrópusambandsins, sem flest öll eiga við vandamál að stríða vegna kreppunnar, skuli ekki taka höndum saman að dæla peningum í Grikkland. Þess í stað þurfa Grikkir að skera niður í flestum málaflokkum meðal annars velferðar- og menningarmálum eins og greinarhöfundur segir undir lok greinar sinnar.

Leiðarahöfundur MBL heldur líklega að Evrópusambandið sé stofnun sem eigi að annast ríki sem hafa spilað afar illa úr sínum málum. Þegar að menn eru búnir að standa sig illa ár eftir ár við að koma ríkisfjármálunum í lag geti þjóðir bara hringt til Brussel og fengið ódýr lán til þess að halda veislunni áfram ( Grikkir þurfa ekki einu sinni að hringja til Brussel þeir eru menn á svæðinu). Það er auðveldur leikur að snúa heimatilbúnum vandamálum upp í það að vera illska utanaðkomandi aðila. Þetta er því miður farið að vera algengara og algengara viðhorf hér á Íslandi.

Hrein illska og skilningsleysi annarra ríkja á málefnum Íslands tekur nú meira pláss í umræðunni hér heldur en klúður Íslendinga sjálfra, það viðhorf er jafnvel farið að koma fram að menn geti verið með and-íslensk viðhorf þegar dregin er upp önnur mynd af málefnum Íslands en stjórnmálamönnum er þóknanleg.

Ólíkt Íslandi eru vandamál Grikkja vandamál allra þjóð Evrópusambandsins, hið minnsta þeirra sem eru með Evru. Vilji annarra þjóða í Evrópu ætti því að vera margfalt meiri til þess að hjálpa Grikklandi en að hjálpa landi sem virðist hafa andúð á alþjóðlegu samstarfi og hefur ekki sýnt mikinn vilja til þess að koma öðrum til hjálpar þegar illa gengur eða taka á sig sameiginlega ábyrgð. Grikkland verður þó að sýna viðleitni til þess að geta tekið að einhverju leyti ábyrgð á sínum málum.

Kannski voru það mikil mistök hjá Grikkjum að taka upp Evru, kannski var þjóðin einfaldlega ekki tilbúin til þess, það var þó ákvörðun sem þeir tóku og þurfa að lifa við núna. Við Íslendingar stöndum líka uppi með okkar skerf af slæmum ákvörðunum en í stað þess að eiga við Evrópusambandið og reyna fá skilning og hjálp frá aðildarlöndum þess sitjum við uppi með Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ekki virðist hann vera auðveldur að eiga við.

Hér á íslandi er skorið niður í öllum málaflokkum, en eftir er að finna margar lausnir til þess að komast út úr kreppunni. Hvort ætli það sé betra að standa einn á báti í því eða hafa samfélag margra þjóða á bakvið sig í þeim leiðangri?

Höfundur er í  meistaranámi í Evrópufræðum við Háskólann á Bifröst.

 


Ný Evrukosning í Danmörku

Evru-seðlarNý-uppstokkuð dönsk ríkisstjórn tilkynnti í dag að til stæði að halda nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Evruna í Danmörku. Ekki var sagt hvenær ætti að ganga til atkvæða, en líklegt er að um sé að ræða 1-3 ár að minnsta kosti. Danir greiddu atkvæði um Evruna árið 2000, en felldu.

Þær ástæður sem helstar eru nefndar fyrir nýrri atkvæðagreiðslu eru að Danir vilji hafa áhrif mikilvægar ákvarðanir sem teknar eru á Evru-svæðinu og að vaxandi vaxtamunur sé á milli Danmerkur og Evrusvæðisins.

Hér er frétt EUbusiness um málið


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband