Leita í fréttum mbl.is

Pírati um ESB-málið - góður punktur

Frambjóðandi Pírata í Reykjavík-norður, Þórður Sveinsson, skrifaði grein í Fréttablaðið þann 11.apríl og segir meðal annars:

"Fólk spyr mig gjarnan hver afstaða pírata sé gagnvart ESB. Það er skoðun mín, og margra annarra pírata, að stjórnmálaflokkar eigi ekki að vera með eiginlega afstöðu með eða á móti ESB. Sumir kunna að halda að þannig séum við að forðast þetta gríðarlega mikilvæga mál, en svo er ekki. Á meðal grunngilda pírata er gagnsæi og beint lýðræði.

Gagnsæi snertir málið á þann hátt að allt viðræðuferlið á að vera opið og á almenningur rétt á því að vera vel upplýstur um allt sem því við kemur svo hann geti tekið vel upplýsta ákvörðun. Við viljum veita upplýsingar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar í garð sambandsins. Ef ég veiti þér eftirfarandi upplýsingar: „það er rigning úti og maður verður blautur í henni“ eða „það er sól úti og það er mjög heitt“ þá er ég ekki að segja þér hvort þú eigir að vera inni eða úti heldur er ég einfaldlega að veita þér upplýsingar til þess að þú getir tekið þína eigin upplýstu ákvörðun."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þvílík grautarhugsun manns sem greinilega veit ekkert sem skiptir máli um Evrópusambandið. Þetta helzt reyndar vel í hendur við raunverulega stefnu Píratanna: Þeir láta AÐRA um að taka stefnuna fyrir sig, Össur og Jóhönnu!!!

Já, eins og "Lýðræðisvaktin", Samfylkingin, Vinstri græn, "Björt framtíð" og Flokkur heimilanna vill Pírataflokkurinn einfaldlega HALDA ÁFRAM Össurar-umsókninni! -- "ferlinu" hálofaða!

Róttæklingarnir sem önuðu á Pírataflokkinn, blekktir af yfirborðs-róttækni Birgittu, uppgötva nú dag frá degi, með fallandi fylgi þessa spilaborgarflokks, að hann er fjarri þvi að standa gegn stórauðvaldi og heimsvaldasinnum, því að Pírataflokkurinn vill einfaldlega "samning" við ESB, stefnir þangað alla leið, bjóðandi þar með upp á ægivald evrópsks auðvald hér, og það verður ekki gert án þess að ríkisstjórn geri slíkan "samning" (skrifi upp á sama inntökusáttmálann og öll önnur ríki verða að kyngja, með litlum frávikum og nær engum varanlegum), og menntakonan mikla Katrín Jakobsdóttir væri til í að vera í slíkri ríkisstjórn, skrifa upp á samninginn til að geta sent hann þjóðinni til hennar ákvörðunar, en síðan þykjast ætla að segja kannski nei (og kannski ekki!) í þinginu við lokaafgreiðslu!!

Píratarnir eru til í sama "ferlið", bjóðandi upp á sívaxandi áróður Evrópusambandsstofu (sem þeir segja ekki eitt aukatekið orð á móti). Halda mætti að Lilja Skaftadóttir, DV-eigandi, ESB-sinni og skírnarvottur Borgarahreyfingarinnar, standi þarna líka með taumhaldið á þessu liði.

Þetta er beinlínis paþetískt og pína hin mesta fyrir vinstri menn, en þá eru sem betur fer komnir tveir nýir vinstri flokkar sem geta bjargað ærlegum sósíalistum frá bæði vesölum Pírötum og brigðulum VG-foringjum, og þeir flokkar eru: Alþýðufylkingin og Regnboginn.

Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 00:03

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og nú virðist jafnvel Össur sjálfur vera búinn að afskrifa ESB!

Samt vilja margir flokkar halda áfram með umboðslausu Össurar-umsóknina!!

Þeir flokkar eru: Samfylking, VG, "Björt framtíð", Flokkur heimilanna, Píratarnir og "Lýðræðisvaktin" hans ESB-Þorvaldar og Þórhildar Þorleifsdóttur (og kannski fleiri!).

Allir þessir flokkar stukku á það að vilja "halda áfram viðræðunum", eltandi Össur, sem sjálfur virðist stokkinn af lestinni, býsna ánægður með Kínabísniss, sem hann veit þó, að ekkert framhald yrði á, ef Ísland færi í ESB. Hann veit, að fylgi við það er hrunið (var síðast 27% í gær eða fyrradag í skoðanakönnun félagsvísindadeildar HÍ).

Er nokkuð eftir fyrir ykkur, strákar, að gera annað en að leggja upp laupana?

Jón Valur Jensson, 16.4.2013 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband