Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2012

Forsetinn: Össur á erfitt verk fyrir höndum - virðir rétt þjóðarinnar að kjósa um aðildarsamning

Ólafur Ragnar GrímssonForseti íslands, dr. Ólafur Ragnar Grímsson birtist í viðtali við Frönsku sjónvarpsstöðina France 24 þann 25. júlí og ræddi þar meðal annars ESB-málið. En eins og kunnugt er hefur hann tekið afdráttarlausa afstöðu gegn Evrópusambandinu og aðild Íslands að því. Sem "ópólitískur" forseti.

En ummæli hans um hrun krónunnar haustið 2008 vekja athygli. Það má nefnilega skilja eða túlka orð Ólafs þannig að krónan hafi verið felld handvirkt. Sem er að sjálfsögðu ekki rétt. Hér varð stjórnlaust gjaldmiðilshrun. Það var ekki í áætlunum stjórnvald að gengisfella krónuna, þó ýmsir hafi bent á að gengi hennar hafi verið allt of hátt skráð. En forsetinn bendir á að við gátum fellt krónuna, sem er alveg rétt. Það var bara enginn sem felldi hana - hún sá alveg sjálf um að falla!

Ólafur segir þetta vera áhrifamesta þáttinn í leið til efnahagsbata, en hann minnist ekkert á gríðarlega verðbólgu, ofurvexti og kaupmáttarrýrnun sem fylgdi þessu og sem landinn er enn að glíma við. Þá er verið að tala um tölur á bilinu 30-40% (fer nokkuð eftir hópum).

Hann segist einnig vera þeirrar skoðunar að þetta sé meginorskök þess mikla straums ferðamanna til landsins, en tekur t.d. ekki fram að á Íslandi urðu tvö eldgos með skömmu millibili og vöktu þau gríðarlega athygli um allan heim, sérstaklega gosið í Eyjafjallajökli. Það var ókeypis auglýsing sem er erfitt að meta til fjár.

Í viðtalinu segist Ólafur virða lýðræðislegan rétt Alþingis og vilja þjóðarinnar í sambandi við ESB-málið (..."have a final say on this issue") og segist EKKI ætla að tefja málið með neinum hætti. Sem er áhugavert að heyra.

Hann segir einnig að vinur sinn, utanríkisráðherra, dr. Össur Skarphéðinsson, eigi erfitt verk fyrir höndum í að koma heim með góðan aðildarsamning og ekki laust við að örli á smá glotti í andliti forsetans.

Þetta er rétt mat, það er (og verður)  erfitt að ná fram góðum samningi við ESB, en það er líka hin mikla áskorun fyrir samninganefnd Íslands!

Það gerir málið líka mjög spennandi, þ.e. hvernig niðurstaðan verður. Og það er einmitt um hana sem þjóðin á að fá að kjósa. Og það er einmitt það sem öfgafyllstu andstæðingar ESB vilja hindra - að þjóðin fái að kjósa um samninginn.

Það kallast frekja og yfirgangur!


Andlát: Björn Friðfinnson

Björn FriðfinssonBjörn Friðfinnson, lögfræðingur, ráðuneytisstjóri og fyrrum stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, lést þann 12.júlí síðastliðinn. Hann var jarðsunginn þann 19. júlí.

Með þessum stutta pistli vilja Evrópusamtökin votta aðstandendum Björns dýpstu samúð, heiðra minningu hans og þakka fyrir vel unnin störf í þágu Evrópusamtakanna.

Í frétt sem birtist á Visir.is segir:

"Björn átti að baki langan og farsælan starfsferil í opinberri stjórnsýslu. Hann starfaði sem ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneyti, sameinuðu viðskipta- og iðnaðarráðuneyti og í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Hann var einn af framkvæmdastjórum ESA (EFTA Surveillance Authority) í Brussel, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og framkvæmdastjóri lögfræði-og stjórnsýsludeildar borgarinnar, fjármálastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar í Mývatnssveit og bæjarstjóri á Húsavík, formaður Almannavarnaráðs og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Björn gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum, var stundakennari og prófdómari í opinberri stjórnsýslu og Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands og skrifaði meðal annars kennslubók í opinberri stjórnsýslu. Þá hélt hann fjölda fyrirlestra um Evrópurétt og skrifaði greinar í blöð og tímarit um fræði- og þjóðfélagsmál. Hann átti einnig sæti í stjórn Norræna fjárfestingabankans."

Með virðingu,  

Stjórn Evrópusamtakanna


Listir og lýðræði - Evrópa unga fólksins

Evrópa unga fólksinsUnga fólkið lætur ekki að sér hæða í sambandi við listsköpun og á Fésbókinni er sagt frá verkefninu Listir og lýðræði, sem fékk styrk frá ESB fyrr í vetur.Virkilega skemmtilegt!

Á fésbókinn segir:

Evrópa unga fólksins er íslenska heitið á Ungmennaáætlun Evrópusambandsins, Youth in Action. 

Áætlunin veitir styrki fyrir ungt fólk á aldrinum 13-30 ára. Á hverju ári veitir Evrópa unga fólksins á Íslandi um 1.000.000€ í styrki til góðra verkefna sem skipulögð eru af ungu fólki og/eða fyrir ungt fólk. 

Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur áhuga á að skapa og taka þátt í verkefni sem þú telur að við getum styrkt!


Landslagið og mikilvægi þess

DSC_0351-001Vekjum athygli á mjög áhugaverðri grein eftir Auði Sveinsdóttur, landslagsarkitekt í FRBL í dag, sem hefst svona:

"Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000.

Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“."

Þetta kemur frá Evrópuráðinu/ESB og má lesa meira hér.


Jón og makríllinn

Jón Bjarnason

Það er eins og sumir bara fatti ekki hvernig ESB vinnur og starfar. Eða neiti að viðurkenna vinnubrögðin.

Jón Bjarnason fyrrum ráðherra virðist vera einn þeirra. Í grein í Morgunblaðinu þann 16.júlí skrifar hann um deilu nokkurra ríkja við Atlantshaf um makríl.

Jón ýjar að því að um verulegar eftirgjafir af hálfu Íslandi verði að ræða og nota orðið "undirlægjuháttur" reglulega í greininni og talar um hótanir ESB í garð okkar Íslendinga.

Það sem hinsvegar er mikilvægt að hafa í huga að ESB líkar ekki að semja við ríki um aðild, þegar það deilir um einhverja hluti við önnur ríki.

Gott dæmi um slíkt voru landmæradeilur Slóveníu og Króatía, á meðan Króatía var að semja um aðild.

Ríkin náðu hinsvegar samkomulagi og Króatía hefur nú gerst aðildarríki að ESB. Engir lausir endar voru skildir eftir. Þannig vinnur ESB.

Sem er mjög skynsamlegt. Þessvegna verða menn að reyna til hins ítrasta að ná samningum um makrílinn líka.

Það er ekki gott til afspurnar að hrifsa til sín auðæfi bara eftir hentugleikum, sama hvort um er að ræða Ísland eða einhver önnur ríki.

Slíkt heitir rányrkja og þannig gengur maður ekki um náttúruna! 

Ps. Svo er það einfalega rangt hjá Jóni að aðildarsinnar vilji eingöngu sem mestan hraða á aðildarviðræðunum. Flestir vilja sem bestan samning fyrir Íslands hönd, sem síðan verður kosið um. Það eru hinsvegar margir skoðanabræður Jóns sem vilja ekki að íslenska þjóðin fái að kjósa um aðildarsamning yfirhöfuð! Slík er lýðræðisást þeirra!


Titringurinn í VG!

Morgunblaðið skrifar í dag að það sé titringur innan VG útaf ESB-málinu. Það þýðir aðeins eitt: "It is alive!"

Sem er bara fínt  :)


10 stig - öll ósköpin!

Nú er hið íslenska túrhestasumar að ná hámarki og víða margt um (ferða)manninn. Í vor voru menn að spá því að krónan myndi nú styrkjast verulega með auknu innfæði erlends gjaleyris. En hefur það gerst? 

Svarið er nei, styking krónunnar hlýtur að vera lang undir væntingum manna í þeim efnum, eins og skjámynd af vefnum www.m5.is sýnir:

krona-styrking-juli2012

 

 

 

 

 

 

 

Er þetta eitthvað til að hrópa húrra fyrir? Þann 18.apríl var gengisvísitalan í 228, í dag var hún aðeins 10 stigum lægri, eða 218 stig. Það eru nú öll ósköpin.

Höftin verða að fara. Ísland verður að verða þátttakandi í alþjóðlegum viðskiptum með eðlilegum hætti að nýju. Og fá nothæfan gjaldmiðil.


Hroki bændaforystunnar - höfðingjanna í Bændahöllinni!

bændablaðið

Hið ríkisstyrkta málgagn Bændasamtakanna, fríblaðið Bændablaðið, skrifar oft um ESB og í yfirgnæfandi tilfella er það með neikvæðum formerkjum. 

Blaðið liggur frammi á hinum ýmsu stöðum og fýkur á víð og dreif úr sjoppum landsins, en þar rakst ritari einmitt á nýjasta eintakið.

Þar í leiðara er verið að fjalla um íslenskan landbúnað og skal ekki farið út í þá sálma hér.

En það sem er athyglisvert eru orð leiðarahöfunar um aðalsamningamann Íslands gagnvart ESB, Stefán Hauk Jóhannesson sem blaðið kallar "svokallaðan aðalsamningamann."

Orðfærið lýsir yfirlætislegum hroka frá samtökum sem gera í raun allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stimpla samningaferlið með neikvæðum hætti. Hjá samninganefnd sem hefur einsett sér að ná sem hagstæðustum samningi fyrir Ísland - og þar með talið íslenska bændur!

Svo segir leiðarahöfundur í sama leiðara að Bændasamtökin hafi einvörðungu ,,ástundað faglega vinnu og öfluga fræðslu." Vel má vera að faglega sé unnið og fræðslan sé öflug, en hún er nánast alfarið á neikvæðu nótunum.

Bændablaðið er best í því að uppfræða sína lesendur um neikvæðar hliðar ESB-aðildar, en lætur það nánast alfarið eiga sig að reyna að sjá möguleika í aðild fyrir íslenska bændur og landbúnað.

Sennilega vill forystan halda óbreyttu ástandi, halda áfram að þiggja milljarðana tíu árlega  og dreifa þeim eftir eigin höfði.

Halda áfram að vera ríki í ríkinu! 


Gunnar Hólmsteinn: Arðgreiðslur og ESB-umsóknin

Gunnar Hólmsteinn ÁrsælssonGunnar Hólmsteinn Ársælsson, stjórnarmaður í Evrópusamtökunum, birti grein þann 11.júlí þar sem hann fjallar umsóknaferlið að ESB. Hann bendir á þá staðreynd að umsóknarferlið er álíka dýrt og arðgreiðslur eins útgerðarfyrirtækis hér á landi fyrir árið 2011.

Gunnar segir í byrjun greinarinnar: "Fyrir skömmu greiddi Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum arð til hluthafa sinna. Upphæðin: 850 milljónir króna. Frá árinu 2007 hefur þetta EINA útgerðarfyrirtæki greitt hluthöfum sínum um 2,8 milljarða í arð, samkvæmt samantekt sem DV birti. Tvö þúsund og átta hundruð milljónir króna! Fyrir Íslending með meðallaun, um 325.000 á mánuði, tæki það um 217 ár að vinna fyrir þessari nýjustu arðgreiðslu. Vinnslustöðin er eitt þeirra fyrirtækja hér á landi sem sækir arð sinn í sameiginlega auðlind þjóðarinnar, fiskinn í sjónum.

En það samhengi sem mig langar til þess að setja þessa EINU arðgreiðslu í er umsókn Íslands að ESB. Hún er nefnilega talin kosta álíka upphæð og þessi arðgreiðsla Vinnslustöðvarinnar fyrir árið 2011, eða um 950 milljónir króna. Samkvæmt áætlun utanríkisráðuneytisins.

Andstæðingar aðildar kvarta og kveina yfir því hvað þetta sé ofboðslega dýrt ferli og að landið hafi ekki efni á því. Sumir fara með fullkomið fleipur og tala um milljarða!"


Íslenskt lamb á evrópskum grillum?

LambakjötMorgunblaðið greinir frá: "„Það kæmi mér ekki á óvart ef lambakjöt yrði orðið jafn sjaldséð í frystikistum verslana eftir tíu ár og rjúpur eru nú,“ sagði Eiður Gunnlaugsson, framkvæmdastjóri Kjarnafæðis á Akureyri. Fyrirtækið flytur nú út lambakjöt o.fl. til Færeyja í neytendaumbúðum og pantanir fara stækkandi."

Í fréttinni segir að nú þurfi ekki lengur sérstök vottorð til að flytja út unnin matvæli til EES-svæðisins, vegna nýrrar matvælalöggjafar (ESB, en það kemur ekki fram í fréttinni!). Norðlenska er fyrsta fyrirtækið sem nýtir sér þetta og er fyrirtækið fyrsta kjötvinnslan sem nýtir sér þetta. Verið er að kanna Noreg.

Síðar segir í fréttinni: "„Sölusvæðið er ekki lengur bara Ísland heldur allt evrópska efnahagssvæðið. Ég tel að það séu verulega mikil sóknarfæri fyrir íslensk matvælafyrirtæki að markaðssetja sínar vörur þar,“ segir Gísli S. Halldórsson, sérgreinadýralæknir hjá MAST."

Evrópa liggur e.t.v. fyrir fótum íslenskra bænda. En það má víst ekki nefna það við forystu samtakanna, sem berja höfðinu í steininn! Nei,nei,nei, er þeirra viðhorf!

Með fullri aðild að ESB galopnast markaður fyrir íslenskar landbúnaðarafurðir!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband