Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Grein eftir Gylfa Zoëga á www.voxeu.org

Mbl.is birtir frétt um grein eftir Gylfa Zoëga þ. 30.11. Þar er sagt frá að hann hafi ritað grein um efnahagskreppu Íslands á www.VOXEU.org, sem er hluti af Centre for Economic Policy Research (www.CEPR.org).

Greinina er að finna á : http://www.voxeu.org/index.php?q=node/2621. Þar segir Gylfi m.a.:

Iceland’s meltdown was caused by the rapid emergence of an oversized banking sector and accompanying domestic credit creation, asset bubbles and excessive indebtedness that all this encouraged. This column draws lessons from this crisis and suggests Iceland should join the EU if it wants to stand a chance at keeping its well-educated young people from emigrating.

Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum

Föstudaginn 14. nóvember stendur Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands í þriðja sinn fyrir Degi ungra fræðimanna í Evrópumálum í samstarfi við Samtök iðnaðarsins. Á ráðstefnunni gefst ungum fræðimönnum tækifæri til að kynna rannsóknarverkefni sín á sviði Evrópufræða. Fundarstjóri er Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins.

Fræðimennirnir og umfjöllunarefni þeirra eru eftirfarandi:

Knúið á lokaðar dyr? Sameiginleg hælisstefna Evrópusambandsins
Auður Birna Stefánsdóttir

Mismunun og réttlæti í evrópskum skattarétti
Ragnar Guðmundsson

Áhrif Evrópusambandsins á stefnumótun íslenska raforkumarkaðarins
Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir

A search for an explanation model for different integration
preferences - A comparison of Iceland and Malta Yvonne Griep

“Íslendingar fá allt fyrir ekkert”. Samningahegðun og samningsstaða Íslendinga með áherslu á 10 ríkja stækkun ESB árið 2004
Snorri Valsson

Samninganet Íslands og Evrópusambandsins með hliðsjón af mögulegri aðild Íslands að ESB
Anna Margrét Eggertsdóttir

Gasþörf Evrópusambandsríkja, rússnesk orkustefna og deilur Pólverja og Þjóðverja um Nord Stream leiðsluna
Haukur Claessen

Dagskráin fer bæði fram á íslensku og ensku (erindi Yvonne Griep). Allir velkomnir. Sjá einnig á http://www.hi.is/ams


ESB umsókn leiðir til stöðugleika

Ágæta áhugafólk um Evrópumál, það eru miklar hræringar í íslensku þjóðfélagi þessa dagana og mikil umræða um gjaldmiðilsmálin. Fréttablaðið birti grein um helgina eftir Heiðar Má Guðjónsson og Ársæl Valfells um einhliða upptöku evru. Viðbrögð við henni eru í blaðinu í dag.

Fréttin í dag er svona:

Evrópusambandið hefur gefið til kynna að við séum velkomin í sambandið og að við getum þá tekið upp evru eftir gildandi leikreglum en ef við tökum evru upp einhliða kallar það á hörð viðbrögð frá sambandinu," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins.

Í Fréttablaðinu í dag bregst hann, ásamt Eddu Rós Karlsdóttur hagfræðingi og Manuel Hinds, fyrrum efnahagsráðgjafa Alþjóðabankans, við grein sem Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri hjá Novator, og Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, rituðu í blaðið um helgina. Þeir Heiðar Már og Ársæll færðu rök fyrir því að Ísland taki einhliða upp aðra mynt en krónu.

Edda Rós Karlsdóttir er í grundvallaratriðum sammála greiningu Ársæls og Heiðars á vandanum. Hún telur gjaldeyrisvaraforðann duga til að skipta út mynt og seðlum í umferð, en að auki þyrfti að hafa til reiðu evrur til að afhenda erlendum eigendum ríkisskuldabréfa, íbúðabréfa og innstæðubréfa. Mikilvægt sé einnig að hægt sé að auka lausafjárfyrirgreiðslu hratt og vel ef kerfislæg vandamál koma upp. Edda telur afar mikilvægt að uptaka evru gerist með fullum stuðningi Evrópska seðlabankans.

Manuel Hinds segist hafa mælt með upptöku evru, til að koma í veg fyrir þá alvarlegu peningakreppu sem vofði yfir framtíð landsins, í ágúst á síðasta ári. Því miður hafi veruleikinn orðið enn svartari en hann hefði búist við. Hann segir;

Í stað þess að spyrja af hverju Ísland ætti að taka upp evru ætti spurningin að vera af hverju landið ætti að halda í krónuna sem hefur reynst Íslandi dýr og mun reynast enn dýrari í framtíðinni,"

Í blaðinu um helgina var síðan grein eftir írska prófessorinn Philip Lane. Hann segir meðal annars:

Þrátt fyrir að ekki sé unnt að fá aðild bæði að ESB og evrusvæðinu á mjög skömmum tíma myndi það strax stuðla að stöðugleika í íslensku efnahagslífi að tilkynna um áform um að hefja aðildarviðræður ... Þar að auki myndu horfurnar á að landið fengi inngöngu í Efnahags- og myntbandalagið sjá Seðlabanka Íslands fyrir þeirri kjölfestu sem þyrfti til að koma krónunni aftur á flot á millibilstímabilinu og hann þyrfti þar með ekki að sanna getu sína til að sjá íslensku efnahagslífi upp á eigin spýtur fyrir trúverðugri gjaldmiðilskjölfestu.

Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna skrifaði grein í Morgunblaðið í gær sunnudag þar sem hann hvetur til að íslensk stjórnvöld endurskoði afstöðu sína til ESB mála. Hann segir m.a.

Staðreyndin er hins vegar sú að Evrópusambandsaðild er ekki truflun á vegferð okkar upp úr lægðinni heldur mikilvægur áfangi á því að vinna okkur upp úr henni. Aðild að Evrópusambandinu er ekki skammtímalausn fyrir íslenskt efnahagslíf , en slíkri aðild myndi fylgja fyrirheit um þátttöku í öflugu myntbandalagi að fullnægðum skilyrðum sem sett hafa verið í því skyni að vernda gildi og trúverðuleika hinnar sameiginlegu myntar.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband