Leita í fréttum mbl.is

Evrópusamtökin, www.evropa.is

Stefna og markmið

 

Evrópusamtökin voru stofnuð í maí árið 1995. Þau eru þverpólitískur vettvangur áhugamanna um Evrópusamvinnu sem vilja stuðla að upplýstum og fordómalausum umræðum á Íslandi um samstarf Evrópuríkja, auk þess að vinna að því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu.

Helstu markmið Evrópusamtakanna:

  • að stuðla að skipulegri samvinnu þjóða Evrópu á lýðræðislegum grundvelli í því skyni að standa vörð um frið, frelsi og mannréttindi og auka gagnkvæman skilning og menningarleg samskipti.
  • að starfa að virkri þátttöku Íslands í samstarfi Evrópuríkja. Vinna að útvíkkun og dýpkun samstarfsins með endurbótum á EES samningi og vinna að því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu
  • að útbreiða upplýsingar og þekkingu um evrópskt samstarf, jafnt um þau samstarfs form sem nú eru við lýði og framtíðarmöguleika í samvinnu Evrópuríkja.
  • að láta fara fram athuganir og rannsóknir á málum, sem tengjast evrópskri samvinnu.
  • að starfa með öðrum íslenskum og evrópskum samtökum og stofnunum, sem hafa skylda starfsemi með höndum.

Ábyrgðarmaður skv. Þjóðskrá: Evrópusamtökin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband