Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Sjálfstæðir Evrópumenn: Harma niðurstöðu landsfundar

Á Eyjunni birtist í kvöld frétt og tilkynning frá Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem vægast sagt eru ósáttir við niðurstöðu landsfundar um helgina sem leið. Segja þeir flokkinn verða áhrifalausan í mjög mikilvægu máli, með þessari niðurstöðu. S.E. sendu frá sér tilkynningu í dag, en við grípum hér niður í frétt Eyjunnar um málið:

"Athygli vekur að í ályktun Sjálfstæðra Evrópumanna er vitnað í skýrslu svokallaðrar aldamótanefndar Sjálfstæðisflokksins, sem Davíð Oddsson stýrði áður en hann varð formaður árið 1991, en þar sagði m.a. „að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna.“ Sjálfstæðir Evrópumenn taka undir þessa skoðun, en telja augljóslega að ýmsir aðrir í Sjálfstæðisflokknum hafi skipt um skoðun, þeirra á meðal Davíð sjálfur.

Tilkynning Sjálfstæðra Evrópumanna nú í kvöld er svohljóðandi:

„Síðar á þessu ári hefjast formlegar samningaviðræður Íslands við Evrópusambandið um fulla aðild að sambandinu. Mikilvægt er að þjóðin gangi til þeirra viðræðna sem styrkust til þess að tryggja heildarhagsmuni sína. Breið pólitísk samstaða er líklegust til að skila góðri niðurstöðu fyrir Ísland. Þjóðin er nú í alvarlegustu kreppu sem hún hefur lent í á lýðveldistímanum og því skiptir miklu að hún kanni til hlítar allar leiðir sem geta tryggt stöðugleika í framtíðinni.

Því harma Sjálfstæðir Evrópumenn samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um Evrópumál. Hún felur í sér áhrifaleysi flokksins í einhverjum mikilvægustu samningum sem Ísland hefur gengið til á þýðingarmesta tíma samningagerðarinnar. Hún er einnig andstæð þeirri eðlilegu lýðræðiskröfu að fólkið í landinu fái úrslitavald um niðurstöðu málsins.

Aldamótanefnd Sjálfstæðisflokksins varaði á sínum tíma við því „að við séum sjálfir að búa okkur til skilyrði og mála skrattann á vegginn og þar með veikja okkar eigin samningsstöðu er við mætum með sjálfskapaða annmarka til viðræðna.“ Sjálfstæðir Evrópumenn taka undir þessa skoðun.

Við svo búið er brýnast að styrkja og breikka svo sem verða má pólitískan bakhjarl aðildarumsóknarinnar til sóknar og varnar íslenskum hagsmunum. Fundurinn felur stjórn samtakanna að vinna að því markmiði með öllum þeim málefnalegu ráðum sem best þykja duga meðan samningaviðræður standa. Endanleg afstaða til aðildar verði síðan tekin þegar ljóst verður hvað í mögulegum samningi felst.“

Þorsteinn: Sjálfstæðisflokkurinn segir sig frá áhrifum

Samkvæmt heimildum Eyjunnar var mikill hiti á fundi Sjálfstæðra Evrópumanna, en engar ákvarðanir voru þó teknar um að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn. Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld vísaði Þorsteinn Pálsson, einn af forystumönnum Sjálfstæðra Evrópumanna, til þess að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins hefði sjálfur ekki talið að ágreiningurinn ætti að kljúfa flokkinn. Af því drægi hann þá ályktun að formaðurinn myndi una við afstöðu Sjálfstæðra Evrópumanna innan Sjálfstæðisflokksins, þrátt fyrir ályktun landsfundar. En Þorsteinn, sem jafnframt á sæti í samninganefnd Íslands gagnvart ESB, hefur áhyggjur af því að Sjálfstæðisflokkurinn sé með landsfundarsamþykktinni að dæma sig úr leik á mikilvægum tíma.

„Pólitísku áhrifin af þessari ályktun (landsfundarins) eru þau að flokkurinn segir sig frá áhrifum á samningstímanum í mikilvægustu samningum sem Ísland hefur staðið að. Og það er auðvitað áhyggjuefni,“ sagði Þorsteinn Pálsson."


Eyðimerkurgangan hefst...

chains.jpgEins og sagt var frá hér um daginn kallaði stjórnarmaður Nei-samtakanna í "kommenti" hér á Evrópublogginu, það heimtufrekju að Evrópusinnar innan flokksins berðust fyrir málum sínum á landsfundi flokksins. Og Björn Bjarnason hefur sagt að niðurstaða landsfundarins sé Evrópusinnum sjálfum að kenna, þeir hafi ekki haldið nógu vel á sínum málum.

Þetta er auðvitað ,,hentugleikaskýring" frá BB, gott að koma sökinni yfir á Evrópusinnana sjálfa!

Málið er hinsvegar að Sjálfstæðisflokkurinn hefur með samþykktinni á því að draga ESB-umsóknina til baka, dæmt sig úr leik í íslenskri Evrópuumræðu, sem mun halda áfram, hvort sem umsóknin verður dregin tilbaka, hvort sem aðildarsamningurinn (þegar þar að kemur), verður felldur eða ekki!

Þetta er ólýðræðisleg nálgun, en með þessu vill forysta flokksins taka frá almenningi þann möguleika að kjósa um eitt mikilvægasta mál komandi ára (og jafnvel áratuga) á Íslandi.

Það er sennilega von Nei-sinna innan Sjálfstæðisflokksins, að með þessu verði hægt að láta Evrópu "hverfa" úr augliti flokksins. 

En það gerist ekki. Evrópa mun ekki hverfa nei-sinnum í Sjálfstæðisflokknum (eða VG, ef því er að skipta) augum. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr, verður Evrópa, þar sem hún er og hefur verið!

Það sem nú er hinsvegar að hefjast er eyðimerkurganga Sjálfstæðisflokksins í Evrópumálum; þessa flokks sem trúir því sjálfur að hann sé framvörður í utanríkismálum Íslendinga, í stefnu í atvinnumálum sem mótast af frelsi í verslun og viðskiptum.

Flokkurinn er algjörlega að skjóta sig í fótinn með þessari ótrúlega þröngsýnu nálgun, sem er þvert á skjön við grunn hugmyndafræði flokksins, þ.e.a.s. að frjáls einstaklingur athugar alla möguleika, lokar engum dyrum.

Það er kjarni þess að vera (og geta verið) frjáls!

Þetta er því i raun haftastefna sem "Sjálfstæðisflokkurinn" samþykkti á fundinum um síðustu helgi.

Ekki frelsi til framfara, heldur kannski helsi til hamfara!

Víðsýnin er farið fyrir bí, tímar þröngsýni og skoðanafátæktar er runninn upp. Hjá yngsta formanni í sögu flokksins, það kann að hljóma skringilega!

 


Oj bara, evrópskir peningar!

Oj bara!Ekki láta viðbrögðin á sér standa þegar fréttir berast af því að Ísland geti nýtt sér, takið eftir, GETI NÝTT SÉR, fjármagn sem kallað er IPA-framlag og sagt er frá í fjölmiðlum dagsins. Það er enginn sem neyðir Ísland til þess að nota þetta, okkur stendur þetta til boða, m.a. vegna þess að ESB mismunar ekki ríkjum!

Stefán Haukur Stefánsson, aðalsamningamaður Íslands lætur hafa eftir sér: "Evrópusambandið hefur stutt önnur ríki með þessum hætti sem hafa farið þessa leið og lítur á það sem skyldu sína að koma til móts við ríki sem standa í þessu ferli, enda gerir ESB sér grein fyrir því að aðildarviðræður eru flókið og umfangsmikið ferli sem getur reynt á stjórnsýslu ríkja,“ segir Stefán."

Um er að ræða (mögulega!) fjóra milljarða, sem dreifast yfir fjögur ár = 1 milljarður per ár. Þjóðarframleiðsla Íslands er um 1500 milljarðar. Þetta er því 0.000667% af þjóðarframleiðslunni per ár!

Og þetta kalla sumir ógeðfellt, mútufé og annað slíkt. Ef hægt er að múta landi með ekki meira fé en þetta, er það þá ekki frekar "léttkeypt"eða ódýrt?

Segir mikið um á hvaða plani umræðan er!


Fréttablaðið: Ísland styrkhæft vegna aðildarsamninga

esbis.jpgFréttablaðið greinir frá því í dag að Ísland fari á lista yfir þau lönd sem geta nýtt sér svokallaðan IPA-stuðning ESB, þar sem landið hefur formlega fengið stöðu sem "kandídat" að ESB.

Eyjan vitnar í fréttina og segir: "Um er að ræða styrki úr svonefndum IPA-sjóðum Evrópusambandsins sem notaðir eru til að aðstoða ríki, sem sótt hafa um aðild að Evrópusambandinu, við að standa straum af aðildarviðræðum og undirbúningi fyrir aðild, en IPA stendur fyrir Instrument for Pre-Accession Assistance."

Dæmi af nýlegu aðildarríki er Slóvenía. Þar var þetta fjármagn m.a. notað til að styrkja og byggja upp innviði slóvensk landbúnaðar og undirbúa greinina fyrir aðild. Þetta fól m.a. í sér s.k. ,,nútímavæðingu" (en: modernization) á slóvenskum landbúnað, fjárfestingar í matvælaiðnaði og fleira.

Í Fréttablaðinu segir: "

"Þetta er stuðningur sem tengist aðildarviðræðum, en hins vegar er þetta óafturkræft þótt ekkert verði af aðild," segir Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brussel og formaður samninganefndar Íslands í aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

"Þetta getur þannig nýst okkur með ýmsum hætti, til dæmis sem stuðningur vegna stofnanauppbyggingar og við fjárfestingar. Evrópusambandið hefur stutt önnur ríki með þessum hætti sem hafa farið þessa leið og lítur á það sem skyldu sína að koma til móts við ríki sem standa í þessu ferli, enda gerir ESB sér grein fyrir því að aðildarviðræður eru flókið og umfangsmikið ferli sem getur reynt á stjórnsýslu ríkja."

"Ég held að það sé mjög mikilvægt að sjá þetta sem tækifæri fyrir okkur," segir Þóra Magnúsdóttir, ráðunautur í sendiráði Íslands í Brussel. "Þarna fáum við möguleika á að styrkja stjórnsýsluna og fara í alla þá endurskoðun og rýnivinnu sem við þurfum núna. Við getum fengið heilmikinn stuðning við að skoða á markvissan hátt hvernig okkar stjórnsýsla er í samanburði við stjórnsýslu ESB, hvað við gerum vel og hverju þarf að breyta."

 

 


Við bíðum spennt!

BorpallurGreint hefur verið frá því að breska olíufélagið Encore Oil hafi fundið miklar olíuauðlindir undan ströndum Skotlands (,,breska Norðursjónum"). Talið er að um geti verið að ræða allt að 300 milljónir tunna af oíu.

Skotland (Bretland) er í ESB. Íslenskir Nei-sinnar hamra sífellt á því ESB snúist nánast bara um það að sölsa undir sig nattúruauðlindir þjóða, sama hvaða nafni þær nefnast!

Nei-sinnar Íslands hljóta því að láta okkur vita þegar ESB, skipar Skotum/Bretum að láta sig hafa þessar nýju olíuauðlindir. 

Eða sendir "Evrópuherinn" til að taka þær yfir! LoL

Við bíðum spennt!


Bryndís Ísfold: Húsnæðiskjör mun hagstæðari í Evrópu og Norðurlöndum

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir (mynd), framkvæmdastjóri Sterkara Ísland, skrifar athylisverða grein á blogg samtakanna um kjör á lánum. Þar eru borin saman kjör á Íslandi og Evrópu og byggir grein Bryndísar m.a. á gögnum frá Neytendasamtökunum.

Bryndís skrifar: 

",Það hallar verulega á íslenska neytendur þegar kemur að húsnæðislánunum. Þetta er helsta niðurstaða skýrslu sem Neytendasamtökin hafa unnið í samvinnu við neytendasamtök í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Bretlandi, Írlandi, Hollandi, Þýskalandi og Austurríki.” Þetta er niðurstaða könnunar  sem birtust á vef Neytendasamtakanna árið 2005 – það er áhugavert að skoða lánakjörin í kjölfarið á þeirri þróun sem var svo næstu ár á eftir þegar íslenskum neytendum var ýtt út í það að taka lán í erlendri mynt.   Þegar kjörin á lánum hér á landi voru langt um dýrari en það sem spár allra helstu sérfræðinga spáðu til um að gengissveiflur gætu kostað lántakandann sem veðjaði á að taka lán í erlendri mynt.   Enginn sá fyrir að íslensku bankavíkingarnir okkar myndu éta bankana upp að innan og hér myndi allt hrynja – a.m.k. sáu íslenskir neytendur það ekki fyrir – hvað þá að lánin væru ólögleg?!

Því eins og góðum neytendum sæmir tókum við – mörg hver, besta tilboðið sem markaðurinn bauð uppá.  Bíllinn var festur í körfum og sumir létu vaða og fjárfestu í húsnæði með eingöngu láni í erlendri mynt.

Þó svo um 5 ár séu síðan skýrsla Neytendasamtakanna var gerð gefur hún enn ágætan  samanburð milli þeirra kjara sem okkur Íslendingum býðst og þess sem Evrópubúum býðst þegar taka skal lán til fasteignakaupa.

Það blasir við að kjör almennings í Evrópusambandsríkjunum séu öllu betri en okkur býðst hér á  Íslandi."

Einnig segir í greininni að ...."það er og hefur verið lengi,  miklu ódýrara að taka lán til fasteignakaupa í ESB ríkjunum en á Íslandi – sama hvað tautar og raular þá verður ESB aðild er einfaldlega góð fyrir budduna hjá almenningi, – og hver vill ekki þannig?"

Öll greinin

 

 


Áhugavert bréf Sjálfstæðismanns

falcon.jpgEyjan birti í gær áhugavert bréf frá Evrópusinnuðum Sjálfstæðsmanni, sem kannski endurspeglar skoðanir þeirra sjálfsæðismanna sem fengu köldu ESB-tuskuna í andlitiðálandsfundinum um helgina:

"Eyjan birtir hér úrsagnarbréf trúnaðarmannsins úr félagatali Sjálfstæðisflokksins:

"Undirritaður hefur verið mikill stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins í gegnum tíðina. Sjálfstæðisflokkurinn hefur barist fyrir viðskiptafrelsi, afnámi hafta og ríkisafskipta sem og leitt Ísland inn í samfélag þjóðanna í gegn um NATO, EFTA og EES. Það er stefna að mínu skapi að einstaklingar hafi frelsi til athafna og að Ísland
sé virkur þáttakandi í samfélagi þeirra þjóða sem standa okkur næst.

Núverandi stefna Sjálfstæðisflokksins, ef einhverja stefnu skyldi kalla, er furðuleg og fráleit. Flokkurinn er eins og Bjartur í Sumarhúsum þar sem sjóndeildarhringurinn er 5 metra í burtu. Og menn telja sig þess umkomna að finna út þann sannleik að ESB sé einhverskonar afturhaldsbatterí í Brussel og flestar þjóðir Evrópu hafi unnið þar hörðum höndum að koma saman félagsskap til að gera lífið sér erfiðara. En við séum svo klár að láta nú ekki plata okkur. Það er óhætt að kalla alvarlegt ofmat á eigin snilli eins og staða þjóðarinnar og almennings sýnir augljóslega nú.

Stjórnmálaflokkur sem hefur það á stefnuskránni að halda dauðahaldi í gerónýta mynt með stórkostlegum kostnaði fyrir almenning í landinu er á alvarlegum villugötum. Stjórnmálaflokkur sem tekur hagsmuni útgerðarmanna og bænda fram yfir almenning í landinu hefur verulega skakkt útsýni á eðilegar vogarskálar hagsmunamats. Stjórnmálaflokkur sem rekur stefnu afturhaldsamrar þjóðernishyggju á heima á 18. öldinni, nú eða bara í sæng með vinstri grænum þar sem nægur félagsskapur er til frasasmíði og forpokunar. Og stjórmálaflokkur sem bregður fæti fyrir eðlilegt framhald vestrænnar samvinnu og náins bandalags okkar litlu þjóðar með þeim þjóðum sem standa okkur næst má nú bara hreinlega kalla heimskan.

Nýafstaðin algerlega innihaldslaus landsfundur með sínum ályktunum sem sennilega eru samdar á skrifstofu LÍÚ og Bændasamtakanna hefur nú rekið smiðshöggið. Ég undirritaður óska eftir því að vera tekin út úr félagatali í Sjálfstæðisflokknum. Ég hef ekki áhuga á að tilheyra félagsskap 18. aldar þjóðernishyggju þar sem markmiðið er að raka undir hagsmuni hinna fáu á kostnað fjöldans."

 


Dæmi um "þeir-gegn-okkur" hugarfar!

Haukur Nikulásson"Hvenær verður íslendingum ljóst að ESB er eineltisbandalag en ekki kærleiksbandalag? Hvenær verður íslendingum ljóst að þetta snýst um að halda þriðja heiminum frá því að frá því að þróa og jafna lífskjör sín í átt að þróuðu ríkjunum? Hvenær verður alltof mörgum íslendingum ljóst að þeir eru eingöngu að sækjast eftir peningum eða ámóta skammtíma efnislegum gæðum með aðildinni?"

Er þetta hugarfarið sem svífur yfir vötnum hjá andstæðingum ESB, en bloggarinn er fyrrum frambjóðandi Reykjavíkurframboðsins, Haukur Nikulásson (mynd)?

Haukur fær einn plús: Fyrir frumleika! Bloggari veit ekki til þess að ESB hafi hingað til verið kallað "eineltisbandalag" Húrra! Frumlegt, nýskapandi, enda kláraði höfundurinn nýlega frumkvöðlanám hjá Keili. Frumkvöðull í orðsmíði?

En veit Haukur ekki að ESB er stærsti veitandi þróunarhjálpar í heiminum? Hann veður því reyk! Hann, sem frumkvöðull ætti að kynna sér áherslur ESB í rannsókna og þróunarstarfsemi, sem og frumkvöðlastarfsemi!

Hvað með efnahagslegan stöðugleika, lága verðbólgu, lága vexti, lægra matvælaverð, lýðræði, mannréttindi, aukna áherslu á umhverfismál, neytendamál og fleira?

Haukur gefur í skyn að Íslendingar séu ,,only in it for the money," afsakið enskuna, en hún segir þetta svo vel. Það er hinsvegar alrangt hjá Hauki. Fylgjendur aðildar vilja einfaldlega að Ísland skipi sér stað sem ,,þjóð meðal þjóða!"

Það er í raun alveg magnað hvað umræðan getur verið gegnumsýrð af ranghugmyndum og virkilegum skorti á þekkingu! Algjör brandari!


ESB-óvildin sameinar öfl úr VG og Sjálfstæðisflokki

Greinilegt er að markmið andstæðinga ESB á landsfundinum um helgina hefur verið að reyna að slá vopnin úr höndum Samfylkingarinnar og reyna eftir fremsta megni að einangra hana pólitískt.

Segja má að að það hafi einnig verið tilgangur þeirra Nei-sinna í VG, sem fengu því framfylgt að það var ákveðið að setja málið í “endurskoðun” í haust.

Hvað þýðir það nákvæmlega? Hvað á að endurskoða? Á að endurskoða þýðingarnar eða svörin sem Ísland lét ESB í té áður í þessu ferli?

Og eru þá komnir upp á yfirborðið einhverjir ,,endurskoðunarsinnar” innan VG, eins og raunin varð í gamla kommúnismanum, þegar ljóst varð að kenningar kommúnismans virkuðu ekki eins og innihald þeirra sagði til um?

Þetta er allt mjög hjákátlegt. En málið er þetta: Sjálfstæðisflokkurinn verður aldrei flokkur sem tekið verður mark á í sambandi við verslun og viðskipti, nema flokkurinn þrói með sér einhverja vitsmunalega Evrópustefnu. Formaður flokksins veit að við komum ekki til með að skapa þau störf sem þarf fyrir komandi kynslóðum í fiski og landbúnaði, eða virkjunarframkvæmdum. Virkjunarmöguleikar eru takmarkaðir á Íslandi, það er ekki hægt að virkja og byggja raforkuver við hverja einustu sprænu á landinu!

Og ætli VG að reyna að standa undir nafni sem einhver alvöru umhverfisflokkur, þá verður hann að öllum líkindum að líta til Evrópu og ESB. Þar eru t.d. sett upp þau metnaðarfullu markmið og viðmið sem fylgt er eftir í umhverfismálum í framtíðinni. Það er bara svo einfalt. Þetta verða VG-ingar að skilja.

Innanborðs í VG er Ásmundur Einar Daðason, formaður Nei-samtaka Íslands og óþarfi er að spá í það hver áhrif  hans á þessa niðurstöðu VG hafa verið.

Nei-sinnar í bæði VG og Sjálfstæðisflokknum hafa eflaust ,,spjallað” saman fyrir helgina. Það kæmi ritara alla vegana ekki á óvart. Í Nei-samtökunum eru einnig margir gamlir framámenn í Sjálfstæðisflokknum.

En burtséð frá því hvort það gerðist eða ekki er ljóst Nei-sinnar innan hinna pólitiksu erkióvina VG og Sjálfstæðisflokks, geta (og hafa) sameinast í andstöðu sinni gegn ESB og þar af leiðandi gegn Samfylkingunni, sem er og verður ,,Evrópuflokkur” Íslands.

Þar með sannast: Óvinur óvina minna, er vinur minn, eins og bloggað var hér um daginn.


Fréttablaðið-leiðari: Skellt í lás!

Ólafur StephensenÓlafur Stephensen, ritstjóri Fréttablaðsins skrifar góðan leiðara í blaðið í dag um niðurstöðu landsfundar sjálfstæðisflokksins um helgina. Hann segir m.a.:

"Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrengri skírskotun en áður eftir landsfundinn um helgina. Drögum að stjórnmála­ályktun, þar sem örlítil rifa var skilin eftir í þá veru að láta reyna á umsókn um aðild að Evrópusambandinu, var hafnað og samþykkt ályktun þar sem dyrunum er skellt í lás og þess krafizt að aðildarumsóknin verði dregin til baka. Sjálfstæðisflokkurinn hefur með þessu öðlazt sérstöðu meðal stórra evrópskra hægriflokka, sem flestir hafa beitt sér fyrir ESB-aðild undir merkjum frjálsra viðskipta og vestræns samstarfs.

Í ályktun sjálfstæðismanna segir að þeir hafni aðildarferlinu vegna þess að mikilvægara sé nú að stjórnsýslan setji alla sína krafta í að leysa aðkallandi hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Sjálfstæðismenn deila þá þeirri skoðun ekki heldur með flestum evrópskum hægriflokkum, að ESB-aðild sé brýnt hagsmunamál heimila og fyrirtækja. Aðildarumsóknin er þáttur í að leysa þá efnahags- og gjaldmiðilskreppu, sem Ísland glímir við."

Einnig segir Ólafur: 

"Kalt hagsmunamat fælist í því að taka þátt í aðildarferlinu og leitast við að ná sem hagstæðustum samningi, eins og flokksformaðurinn talaði raunar utan í, áður en fulltrúar sérhagsmunanna höfðu hann undir á fundinum. Þá er hægt að leggja mat á það hvernig aðildarsamningur þjónar íslenzkum heildarhagsmunum, til dæmis hvað sé unnið fyrir heimilin í landinu hvað varðar matarverð, horfur á stöðugum gjaldmiðli með bættum lánskjörum og fleira. Jafnframt er þá að sjálfsögðu hægt að vega og meta hvernig samningurinn kemur út fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar. En það gerist ekki án þess að klára samningana.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fyrst og fremst forystu fyrir sérhagsmunum. Allt annað tal um forystu er fremur spaugilegt."

Allur leiðarinn


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband