Leita ķ fréttum mbl.is

Bloggfęrslur mįnašarins, mars 2013

Glešilega pįska!

PįskaeggEvrópusamtökin óska landsmönnum glešilegra pįska!

Fyrislestrar į nęstunni + grein eftir Žorkel Sigurlaugsson

Hįskóli ĶslandsAlžjóšamįlastofnun HĶ, stendur fyrir tveimur įhugaveršum fyrirlestrum dagana 3. og 5. aprķl, ķ samvinnu viš sendirįš Frakklands į Ķslandi og Evrópustofu. Sjį nįnar į vefsķšunni: www.ams.hi.is

Bendum einnig į góša grein eftir Žorkel Sigurlaugsson, žar sem hann segir m.a.:

"Į landsfundi Sjįlfstęšisflokksins ķ febrśar sl. var samžykkt tillaga žess efnis aš hętta beri višręšum viš Evrópusambandiš og ekki taka aftur upp višręšur fyrr en aš lokinni žjóšaratkvęšagreišslu. Į landsfundi žar į undan hafši veriš samžykkt aš gera hlé į višręšunum og aš žęr fęru ekki aftur af staš fyrr en aš lokinni žjóšaratkvęšagreišslu. Mikill munur er į žvķ aš hętta višręšum og gera hlé į žeim.

Žaš er undarleg stefna aš slķta višręšum viš Evrópusambandiš og ętla svo aš kjósa einhvern tķma į fyrri hluta nęsta kjörtķmabils um žaš hvort óska eigi aftur eftir višręšum. Žaš veikir mjög samningsstöšuna aš óska eftir aš hefja hugsanlega višręšur aš nżju aš lokinni žjóšaratkvęšagreišslu."


Mikiš af greinum.....nóg aš lesa!

Sema Erla SerdarSema Erla Serdar, verkefnastjóri hjį Jį-Ķsland, skrifar góša hugleišingu į DV-bloggiš um Evrópumįlin og segir žar mešal annars: "Umręšan um Evrópusambandiš og mögulega ašild Ķslands aš ESB getur oft į tķšum veriš ansi įhugaverš og skemmtileg. Aš sama skapi getur hśn stundum veriš į villigötum, fullyršingum er haldiš fram sem heilögum sannleika, fullyršingum sem eiga ekki viš nein rök aš styšjast.

Umręšan um sérlausnir og undanžįgur ķ samningavišręšum viš Evrópusambandiš er dęmi um žaš sķšarnefnda. Žaš eru ansi margir sem halda žvķ fram aš žaš sé ekkert um aš semja, aš engar sérlausnir séu ķ boši, og žvķ vitum viš alveg „hvaš viš erum aš kalla yfir okkur." Lesiš bara lögin, segja ašrir.Allir, sem hins vegar gefa sér tķma til žess aš kynna sér mįliš, munu vera fljótir aš komast aš annarri nišurstöšu.

Žaš viršist vera nokkuš almennt aš ķ ašildarsamningum sé samiš um tķmabundnar undanžįgur, eša ašlögunarfresti, til dęmis frest til žess aš innleiša tiltekna löggjöf ESB eša til žess aš afnema reglur sem eru ekki ķ samręmi viš stofnsįttmįla eša löggjöf ESB. Sem dęmi mį nefna aš ķ samningavišręšunum fyrir stękkun ESB įriš 2004, žegar tķu rķki Miš- og Austur-Evrópu gengu ķ sambandiš, var samiš um tķmabundin ašlögunartķmabil ķ fjöldamörgum tilvikum. Oftast var žar um aš ręša 3-7 įra ašlögunartķmabil, en einnig voru dęmi um allt upp ķ 10-13 įra ašlögunartķmabil.

Žaš er naušsynlegt aš skilja aš af hįlfu ESB er lögš įhersla į aš engar varanlegar undanžįgur séu veittar ķ ašildarsamningum enda er markmišiš aš sem mest lagalegt samręmi rķki innan ESB, annars vęri erfitt fyrir sambandiš aš ganga upp ķ žeirri mynd sem žaš starfar, en ESB byggir į sameiginlegri löggjöf ašildarrķkjanna.

Hins vegar er lķka naušsynlegt aš skilja aš ef upp koma vandamįl vegna įkvešinnar sérstöšu eša sérstakra ašstęšna ķ umsóknarrķki er reynt aš leysa mįliš meš žvķ aš semja um tilteknar afmarkašar sérlausnir, frekar en varanlegar undanžįgur, en sem dęmi um varanlega undanžįgu mį nefna aš Svķar eru undanžegnir almennu banni ķ regluverki ESB viš višskiptum meš munntóbak (sę. snus). Undanžįgan kemur fram ķ višauka viš ašildarsamninginn žar sem vķsaš er ķ viškomandi tilskipun (višauki XV). Erfitt myndi reynast aš finna dęmi um aš rķki hafi óskaš eftir įkvešinni sérlausn er varšar sérstakar ašstęšur eša mikla žjóšarhagsmuni, og ekki fengiš."

Ķ Fréttablašinu ķ dag, 26.mars, er einnig aš finna žrjįr greinar, sem allar koma inn į Evrópumįlin, en žaš eru Össur Skarphéšinsson, Bolli Héšinsson og Sighvatur Björgvinsson sem skrifa. Hinn sķšastnefndi segir m.a.:

"Ķ sķšustu tuttugu įr hafa žjarkarar žjarkaš um ESB. Skipst į fullyršingum, sem stöšugt verša groddalegri. Višhaft stóryršin – „žjóšnķšingar og landrįšamenn" – og kjaftbrśk. Oršiš svo heitt ķ hamsi aš megna ekki aš koma frį sér į blogginu heilli setningu į óbrjįlašri ķslensku. Sem sé: Nįš toppnum.

Svo stóš til aš lįta veruleikann męta į stašinn. Žaš įkvaš Alžingi. Lįta veruleikann skera śr um, hvort ESB-ašild myndi neyša ęsku landsins inn ķ evrópskan her (sem raunar er ekki til) og annaš įlķka. En žaš nęr aušvitaš engri įtt. Žį gęti žjóšin tapaš žjarkinu sķnu. Misst af žvķ aš geta haldiš įfram aš žjarka ķ a.m.k. önnur tuttugu įr til višbótar. Góšir menn sjį aš žaš mį ekki gerast. Žaš mį ekki hafa žjarkiš af žjóšinni!
Mikiš er žaš nś įnęgjulegt aš flokkar hafa tekiš įkvöršun um aš leyfa žjóšinni aš halda įfram aš žjarka um ESB. Koma ķ veg fyrir aš veruleikinn sé kvaddur į vettvang. Mikiš held ég aš mörgum sé létt. Loksins žjóš meš trygga framtķš. Meira aš segja bannaš aš mišla upplżsingum um ESB. Loka skal Evrópustofu. Skella barasta ķ lįs. Reka fólkiš heim. Žjóšinni veršur fęrt žjarkiš sitt aftur. Hvķlķk unun! Hvķlķkt öryggi! Hvķlķk framtķšarsżn! Forystuflokkurinn, sem kennir sig viš žjóšarsjįlfstęšiš, hefur talaš."


Japan og ESB: Ętla aš ręša frķverslun

esb-merkiĮ RŚV stendur: "Samkomulag hefur nįšst milli stjórnvalda ķ Japan og Evrópusambandsins um aš hefja višręšur um frķverslunarsamning milli ESB og Japans.

Toshimitsu Motegi, višskipta- og išnašarrįšherra Japans, greindi frį žessu og sagši aš samist hefši um žetta į sķmafundi Shinzo Abe, forsętisrįšherra Japans, meš Jose Manuel Barroso, forseta framkvęmdastjórnar Evrópusambandsins, og Herman Van Rompuy, forseta leištogarįšs ESB.

Motegi sagši žetta afar mikilvęgt žvķ samanlagšur efnahagur beggja nęmi 30 prósentum af efnahagslķfi heimsins og 40 prósentum af heimsvišskiptum."

Žetta fer aš verša spennandi: Fyrst USA og nś Japan.


Sitthvort sólkerfiš?

C-Bildt-lopEins og sagt hefur veriš frį hér, var Carl Bildt (fyrrum formašur sęnska hęgriflokksins, Moderaterna, fyrrum forsętisrįšherra og nśverandi utanrķkisrįšherra Svķa) ķ heimsókn hér ķ sķšustu viku.

Ķ Silfri Egils žann 24.3 var langt vištal viš hann, žar sem hann sagši aš ESB-ašild (1995) hefši haft ótvķręša kosti ķ för meš sér fyrir landiš. Vištališ byrjar į 58.mķnśtu.

Įhugavert aš heyra hvaš sjónarmiš fręgasta nślifandi hęgrimanns Svķžjóšar eru gjörólķk žeirri stefnu sem hinn ķslenski systurflokkur Moderaterna hefur. Žaš er eins og menn bśi ķ sitthvoru sólkerfinu!

Hér er mašur meš breiša og alžjóšlega sżn į veröldina og sem hefur tröllatrś samvinnu rķkja.


Opnar Bjarni dyrnar aftur?

bjarniben_991582.jpgŽegar bķlstjóri keyri inn ķ skafl, er naušsynlegt aš skipta ķ bakkgķrinn og reyna aš bakka śr viškomandi skafli. Žaš er ekki beint gįfulegt aš reyna aš keyra įfram ķ gegnum skaflinn.

Svo viršist vera sem Bjarni Benediktsson, formašur Sjįlfstęšisflokksins, sé einmitt aš gera žaš eftir "landsfund hinna lokušu dyra" sem įkvaš um daginn aš hętta beri ašildarvišręšum viš ESB.

Varaformašurinn, Hanna Birna Kristjįnsdóttir, reyndi ķ Silfri Egils aš gera lķtiš śr žessari stefnubreytingu frį žarsķšasta landsfundi: "Viš skiptum bara um eitt orš," voru skilaboš Hönnu Birnu.

En orš eru öflug, jį er t.d. all annaš en nei, loka er allt annaš en opna.

Sjįlfstęšisflokkurinn er ķ mikilli vörn žessa dagana, enda ekki į hverjum degi sem landsbyggšar og bęndaflokkurinn Framsókn er stęrri en Sjįlfstęšisflokkurinn ķ skošanakönnunum. Fylgi flokksins ķ kosningum hefur einnig veriš grķšarlegt. Ķ kosningum įriš 1963 fékk flokkurinn t.d. 41.4% og var žį undir stjórn fręnda nśverandi formanns og alnafna, Bjarna Benediktssonar, sem var einn farsęlasti leištogi Sjįlfstęšisflokksins.

Flokkurinnhefur ķ gegnum tķšina stęrt sig af žvķ aš vera flokkur allra stétta ("stétt meš stétt"), meš breiša skķrskotun og aš žar innanboršs rśmist allar skošanir.

En er žaš žannig lengur, žegar alžjóšasinnušum og vķšsżnum flokksmešlimum, fólki sem er tilbśiš aš kanna möguleika, ķ staš žess aš skella į žį huršum, er nįnast "sżndur fingurinn"? Er žetta til marks um umburšarlyndi gagnvart mismunandi skošunum?

Į Eyjunni segir žetta: "Sjįlfstęšismenn vilja ekki ganga ķ Evrópusambandiš, en žaš er sjįlfsagt aš halda žjóšaratkvęšagreišslu um hvort žaš eigi aš halda samningavišręšum viš ESB įfram. Žetta sagši Bjarni Benediktsson, formašur Sjįlfstęšisflokksins į mjög fjölmennum kosningafundi į Hótel Nordica ķ gęr, en um er aš ręša nokkra stefnubreytingu frį žvķ sem Sjįlfstęšisflokkurinn įkvaš į landsfundi fyrir nokkrum vikum.

Žį var samžykkt aš hętta žegar višręšum um ašild og aš Evrópustofu yrši lokaš, žar sem starfsemi hennar vęri frekleg afskipti af innanlandsmįlum. Var sś įkvöršun landsfundar haršlega gagnrżnd og žvķ haldiš fram aš haršlķnuöflin hefšu haft betur og żmsir stušningsmenn ašildar Ķslands aš ESB innan flokksins gętu nś ekki hugsaš sér aš kjósa flokkinn. Hefur Eyjan heimildir fyrir žvķ aš Bjarni hafi komiš meš žetta śtspil um evrópumįlin til aš lęgja žęr óįnęgjuraddir og reyna meš žvķ aš laša stušningsmenn ašildar til fylgis viš Sjįlfstęšisflokkinn, en hann hefur fariš halloka ķ skošanakönnunum aš undanförnu."


Punktar um Kżpur

cyprus-flagSamkomulag hefur nįšst milli ESB og rķkisstjórnar Kżpur um björgunarlįn frį ESB upp į 10 milljarša, gegn mótframlagi Kżpur upp į c.a. 5 milljarša Evra. Žetta er gert til žessa aš forša ofurvöxnu bankakerfi Kżpur (8x stęrra en landsframleišsla, slį ekki Ķsland!) frį hruni. Žaš hefši haft ófyrirsjįanlegar afleišingar ķ för meš sér.

Kżpur hefur į undanförnum įratugum markašsett sig sem skatta og fjįrmįlaparadķs og sogaš til sķn fjįrmagn, meš loforši um 5-7% vexti į innlįnum, į mešan ašrar Evrópužjóšir hafa veriš meš vexti ķ kringum 2%. Žetta hljómar eins og "Jöklabréfassaga". Skattar hafa einnig veriš mjög lįgir (10% į fyrirtęki).

Óvešursskżin hafa hinsvegar hrannast upp hjį žessu eins milljóna manna rķki, sem stundum hefur veriš lżst sem  bankakerfi meš landi, en ekki öfugt. Efnahagskreppan frį 2008 og mikil śtlįn til t.d. Grikklands hafa aukiš į vandręšin. Ķ fyrrasumar baš Kżpur um ašstoš en okkur hér į blogginu skilst aš til ašgerša hafi ekki veriš gripiš af hįlfu stjórnvalda, enda slķkt pólitķskt óvinsęlt og ekki vel falliš til endurkjörs.

Žaš sem gerist nś gerist hinsvegar į elleftu stundu. Žį kemur ESB inn og kemur ķ veg fyrir aš allt fari į versta veg.

Hver var hinn möguleikinn? Jś, aš allt bankakerfiš ķ landinu hefši fariš ķ gjaldžrot, aš ALLIR bankarnir hefšu hruniš (lķkt og geršist hér į Ķslandi). Hefši žaš veriš betra? Meš allri žeirri óreišu sem žvķ myndi fylgja, greišslumišlul, verslun og višskipti ķ lamasessi o.s.frv.

Ķ raun er einnig aš hluta til veriš aš bregšast svipaš viš og Svķar geršu ķ sinni bankakreppu, ž.e. aš skipta bönkunum og upp ķ "góša" og "slęma". Žetta felur ķ sér aš einn stóru bankanna (Laiki) fer ķ žrot og verša eignir hans fęršar yfir ķ Bank of Cyprus og skipt ķ góšar og slęmar.

Starfsmenn Laiki missa žvķ vinnuna, sem aš sjįlfsögšu er mišur. En žaš er augljóst aš Kżpur stóš ekki undir žvķ hrikalega bankakerfi sem landiš var bśiš aš bśa til. Žetta hljómar allt kunnuglega.

Hér heima hamast andstęšingar ESB viš aš hrópa "kśgun" og aš Kżpur hafi veriš stillt upp viš vegg af vonda ESB. Sjįlfsagt hefšu žeir frekar žį vilja aš Kżpur hefši lent ķ fullkomnum glundroša, öll greišslumišlun hefši fariš śr skoršum, verslun, višskipti og annaš slķkt. Skemmtileg heimssżn žaš!


????

RŚVĮ RŚV segir: "Bjarni Benediktsson formašur Sjįlfstęšisflokksins segir aš kosiš verši um framhald ašildarvišręšna viš Evrópusambandiš į fyrri hluta nęsta kjörtķmabils, komist flokkurinn ķ rķkisstjórn."

Hvaš žżšir žetta? September į žessu įri? Desember? Aprķl 2014? Nóvember 2014? Mars 2015?

Viš bara spyrjum.

Hvaša forsendur eiga svo aš liggja aš baki įkvöršuninni?


Andrés Pétursson ķ FRBL: Mikilvęg įkvöršun

Andrés PéturssonAndrés Pétursson, formašur Evrópusamtakanna, birti stutta og snaggaralega grein ķ FRBL žann 23.mars og fylgir hśn hér į eftir meš leyfi höfundar:

"Nżleg skošanakönnun Capacent Gallup sem sżnir aš 61% landsmanna vill klįra ašildarvišręšurnar viš Evrópusambandiš hefur vakiš mikla athygli. Žetta vekur hins vegar spurningar varšandi stušning viš žį stjórnmįlaflokka sem vilja slķta ašildarvišręšunum.

Bęši Framsóknar- og Sjįlfstęšisflokkurinn hafa samžykkt į landsfundum sķnum aš hętta beri žessum višręšum. Formašur Nei-samtakanna, Įsmundur Einar Dašason, er žingmašur Framsóknarflokksins og Unnur Brį Konrįšsdóttir, žingmašur Sjįlfstęšisflokksins, er varaformašur sömu samtaka. Fleiri įhrifamenn ķ žessum bįšum flokkum eins og Gušni Įgśstsson, Pétur H. Blöndal, Frosti Sigurjónsson og Styrmir Gunnarsson eiga sęti ķ stjórn Nei-sinna og hafa barist meš oddi og egg gegn ašildarvišręšunum.

Sjįlfstęšisflokkurinn tók žetta sķšan skrefinu lengra og samžykkti aš loka ętti Evrópustofu. Aš vķsu hafa bęši formašur og varaformašur flokksins lżst žvķ yfir aš sś samžykkt hafi veriš óheppileg.

Ef landsmönnum er alvara aš viš eigum aš klįra ašildarvišręšurnar žį hljóta menn aš setja spurningarmerki viš stušning viš žessa stjórnmįlaflokka. Finnst fólki žaš til dęmis lķklegt aš hugsanleg stjórn Framsóknar- og Sjįlfstęšisflokks myndi veita ašildarvišręšum öfluga pólitķska forystu! Ég leyfi mér aš efast um žaš jafnvel žótt žjóšin vęri bśin aš samžykkja ķ žjóšaratkvęšagreišslu aš halda ferlinu įfram.

Ég skora žvķ į žį landsmenn sem vilja halda višręšunum įfram aš hugsa sig vandlega um žegar žeir gera upp hug sinn ķ kjörklefanum ķ komandi alžingiskosningum."


Ašstošarforstjóri Marels ķ FRBL: Römm er sś taug

Sigsteinn P. Grétarsson, ašstošarforstjóri Marels, skrifar įhugaverša grein ķ FRBL um Evrópumįlin og alžjóšleg višskipti. Hann segir: "Ķsland į nś ķ samningavišręšum viš Evrópusambandiš um ašild Ķslands aš sambandinu. Takist aš nį hagstęšum samningum sem tryggja heildarhagsmuni er stigiš stórt skref ķ žį įtt aš gera mögulegt aš taka upp evru, minnka óstöšugleika og koma vaxtastigi nęr žvķ sem samkeppnisašilar bśa viš. Žetta er grķšarlega mikilvęgt fyrir starfsskilyrši og samkeppnishęfni ķslenskra fyrirtękja – svo ekki sé talaš um hag heimilanna.

Alžjóšleg fyrirtęki meš ķslenskar rętur, į borš viš Marel, byggja tilvist sķna, vöxt og žróun į žvķ aš geta stašist harša samkeppni į mörkušum utan Ķslands."

Ķ lokin segir Sigsteinn: "Annar mikilvęgur žįttur sem ekki er unnt aš horfa fram hjį er sį aš alžjóšleg žróun bendir til žess aš svęšaskipt samvinna fęrist ķ aukana og žjóšir sem eiga landfręšilega og višskiptalega samleiš žjappa sér saman um hagsmuni sķna. Žetta gildir um žann heimshluta sem viš tilheyrum. Evrópusamstarfiš er skżrt dęmi um žetta og einnig višskiptasamstarfiš ķ Noršur-Amerķku milli Kanada, Bandarķkjanna og Mexķkó.

Nżjasti og ef til vill mikilvęgasti įfanginn ķ žessari žróun er nś ķ bķgerš, en Bandarķkin og Evrópusambandiš eru aš hefja višręšur um vķštęka frķverslun og višskipti sķn ķ milli.

Aš minni hyggju mį ekki loka augunum fyrir žessari žróun og ętla aš Ķsland geti eitt og sér komiš įr sinni betur fyrir borš en žau rķki sem velja leiš aukinnar samvinnu sķn į milli innan ramma samstarfs eins og į sér staš innan ESB."


Nęsta sķša »

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband