Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2012

Samkomulag í Brussel um aukinn aga - allir međ nema Tékkar og Bretar

Alls lögđu 25 af 27 ađildarrríkjum ESB (öll nema Tékkland og Bretland) blessun sína yfir samkomulag um aukinn aga í ríkisfjármálum í Brussel í gćrkvöldi.

Tékkar eru enn međ forseta, Vaclav Klaus, sem er hćgri-sinnađur ţjóđernissinni og heitur andstćđingur ESB (stundum kallađur "Margret Thatcher"-miđ Evrópu). En forsćtirsráđherra Tékka, segir ađ í framtíđinni ćtli Tékkar ađ vera međ. Afstađa Breta hefur veriđ ţekkt í nokkrar vikur og ţeir vilja ekki vera međ.

Nýi forsćtisráđherra Dana, Helle Thorning-Schmidt, er ánćgđ međ samkomulagiđ. Danska stjórnin hefur náđ í gegn öllum kröfum sínum varđandi ţátttöku sína í nýjum evrusáttmála. Thorning-Schmidt segir ađ enn eigi eftir ađ ganga frá nokkrum formsatriđum, en á ţví sé enginn vafi ađ Danmörk sé međ.

Hún segir Dani međ ţessu sýna ađ ţeir séu ekki veiki hlekkurinn í keđjunni og geri strangar kröfur til eigin fjárlagagerđar. Danir náđu ţeirri kröfu sinni í gegn ađ hugsanlegar sektir vegna brota á sáttmálanum renna í sameiginlegan sjóđ ESB en ekki í björgunarsjóđ evruríkjanna. Danir gegna einmitt forystu í ESB fram á mitt ţetta ár.

Hér fćr ţví eitt minnsta ríki ESB kröfu sína í gegn. Svo segja andstćđingar ađ smáríki í ESB hafi engin áhrif innan ESB.!

Sem sagt; Danir telja ţađ mikilvćgt ađ vera međ í "Evru-pakkanum". Hvađa ályktanir getum viđ Íslendingar dregiđ af ţví?


Meira um gjaldmiđilsmál í FRBL

Ţórđur Snćr Júlíusson skrifar áhugaverđan leiđara í FRBL í dag um gjaldmiđilsmál, sem hefst á ţessum orđum: "Samkeppniseftirlitiđ birti í síđustu viku skýrslu sína um verđţróun og samkeppni á dagvörumarkađi. Í henni kom fram ađ verđ á dagvöru, sem samanstendur af helstu nauđsynjavörum heimila, hefđi hćkkađ um 60% á síđustu sex árum. Sú verđhćkkun skýrist ekki af aukinni álagningu verslana á vörunum, heldur fyrst og fremst af ytri ástćđum, ađallega gengishruni íslensku krónunnar. Hún hefur rýrnađ um meira en helming gagnvart evru á umrćddu tímabili.

Í skýrslunni segir orđrétt ađ „eftir gengislćkkun krónunnar hefur matvöruverđ á Íslandi fćrst frá ţví ađ vera hlutfallslega mun hćrra til ţess ađ vera ţví sem nćst jafnt međalmatvöruverđi í ESB löndum, mćlt í evrum á skráđu gengi. Í krónum taliđ hćkkađi matvöruverđ hins vegar gífurlega eftir hruniđ".

Samkvćmt skýrslu sem Hagfrćđistofnun Háskóla Íslands birti nýveriđ voru um 88% allra húsnćđislána í byrjun október síđastliđnum verđtryggđ. Ársverđbólga mćlist nú 6,5% sem hefur bein hćkkunaráhrif á höfuđstól verđtryggđra lána. Hún er hvergi meiri innan EES-svćđisins. Óhćtt er ţví ađ draga ţá ályktun ađ krónan sé ađ valda íslenskum skuldurum miklu tjóni. Heimsmarkađsverđ á olíu hefur hćkkađ um tćp 30% í dollurum taliđ frá byrjun árs 2008. Á sama tíma hefur smásöluverđ á bensíni á Íslandi hćkkađ um 75%,í krónum taliđ, enda bensíniđ innflutt."

Síđar segir: "Krónan hefur alltaf veriđ vandamál. Ţegar Íslandsbanki hinn fyrsti var stofnađur áriđ 1924 fékkst ein íslensk króna fyrir hverja danska. Í dag ţarf tćplega tvö ţúsund og tvö hundruđ íslenskar krónur til ađ kaupa eina danska, ađ teknu tilliti til ţess ađ tvö núll voru fjarlćgđ aftan af ţeirri íslensku áriđ 1981. Viđ rekum peningastefnu sem snýst um ađ halda verđbólgu innan viđ 2,5%, sem tekst nánast aldrei. Helsti kosturinn sem nefndur er viđ ţetta fyrirkomulag er sá ađ ţegar hagstjórnarafleikir stjórnmálamanna hafa komiđ okkur í nćgilega vond mál ţá sé hćgt ađ fella gengiđ. Viđ ţađ fćrast peningar frá heimilunum til útflutningsađila og vöruskiptajöfnuđi er náđ líkt og töfrasprota sé veifađ.

Samt er umrćđa um máliđ í lamasessi. Eini flokkurinn sem er međ upptöku annars gjaldmiđils á stefnuskránni er í stjórnarsamstarfi viđ annan sem hefur algjörlega andstćđa skođun á málinu. Stćrstu stjórnarandstöđuflokkarnir virđast líka kjósa óbreytt ástand og ţví virđist mikill pólitískur meirihluti fyrir ţví ađ halda krónunni. Viđkvćđiđ er ţá ađ ţessari kynslóđ stjórnmálamanna muni takast ţađ sem aldrei áđur hefur tekist í íslenskri hagsögu, ađ halda krónunni í skefjum. Íslenskir neytendur ţurfa hins vegar, í ljósi ofangreindra atriđa, ađ gera upp viđ sig hvort buddan heimili ţeim ađ trúa slíkum málflutningi."

 


Reynsluboltar mćtast: Jón Baldvin og Styrmir Gunnarsson rćđa "stríđiđ um auđlindirnar""

SamfylkinginŢađ verđur örugglega heitt í kolunum, en á vef Samfylkingarinnar segir ţetta:

"Evrópuvakt Samfylkingarinnar stendur fyrir hádegisfundaröđ um Ísland í Evrópu í vetur. Fundirnir eru haldnir annan hvern ţriđjudag á Kaffi Sólon (efri hćđ) í Bankastrćti frá kl. 12.00 til 13.00 og eru öllum opnir. Ţriđjudaginn 31. janúar rćđa ţeir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráđherra og Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri um stríđiđ um auđlindirnar og svara spurningunni: Hverjir vilja selja landiđ? Fundarstjóri verđur Baldur Ţórhallsson, stjórnmálafrćđingur.

Fundargestir eru hvattir til ađ taka ţátt og láta í ljós sínar skođanir og bera fram fyrirspurnir. Ađ vanda verđur hádegisverđurinn á viđráđanlegu verđi."


Kýpur: Fullur stuđningur viđ umsókn Íslands í formennsktíđinni

UtanríkisráđuneytiđÁ vef Utanríkisráđuneytisins segir: "Í opinberri heimsókn Össurar Skarphéđinssonar utanríkisráđherra til Kýpur hét Erato Kozakou-Marcoullis utanríkisráđherra Kýpur öflugum stuđningi viđ umsókn Íslendinga í formennskutíđ landsins í Evrópusambandinu. Kýpur tekur viđ formennskunni af Dönum í júní.

Ráđherra fór yfir stöđu ađildarviđrćđnanna og gerđi grein fyrir mikilvćgi sjávarútvegs, sérstöđu landbúnađar og öđrum atriđum sem verđa mikilvćg í samningunum. Ţá fór hann ítarlega yfir málstađ Íslands í Icesave málinu og makríldeilunni.

Ráđherrarnir lýstu báđir áhuga á ađ efla viđskipti milli ríkjanna til ađ mynda međ ţví ađ hvetja til ţess ađ ferđamannastraumur milli Íslands og Kýpur verđi aukinn."

Öll fréttin.


Aflandskrónur orđnar verslunarvara?

Ein krónaSpegillinn sagđi í kvöld frá "verslun" međ aflandskrónur, en stađan er jú ţannig ađ ţćr krónur bjóđa upp á ákveđna tegund af braski, ef svo má ađ orđi komast.

Ritari hitti annars íslenskan mann um daginn á öldurhúsi og sá er ađ vinna í Noregi. Honum hafđi einmitt bođist ađ kaupa aflandskrónur, en hann var ekki búinn ađ gera upp hug sinn. En ađ sjálfsögđu lokkađi gengiđ á aflandskrónunum og gróđavonin líka.

Ţetta ástand á ađ sjálfsögđu rćtur sínar í hruni íslensku krónunnar haustiđ 2008, sem síđan ţurfti ađ setja á gjörgćslu. Ţar sem hún er enn.


Bryndís um "allskyns" á Eyjunni

 Bryndís Ísfold HlöđversdóttirBryndís Ísfold Hlöđversdóttir skrifar skemmtilegan (en alvöruţrungin) pistil um, ja, allskyns, á Eyjuna. Ţađ er eiginlega best ađ lesendur lesi pistilinn. En ţađ er mjög áhugaverđ mynd í honum um "skráningu" íslensku krónunnar í fríhöfninni á Kastrup-flugvelli. Myndin segir í raun meira en ţúsund orđ!

Hér er sér krćkja á myndina.


Nei-sinnar međ ódýrar "patent-lausnir"!

ISland-ESB-2Á föstudaginn kemur verđur ţáttur á ÍNN (Hrafnaţing) um Evrópumál ţar sem rćtt verđur viđ nokkra ađila úr JÁ-hreyfingunni um stöđu mála. Hvetjum viđ alla áhugamenn um Evrópumál til ţess ađ horfa!

Reyndar afgreiddi Ingvi Hrafn (eigandi ÍNN) Nei-hliđina í ţćtti sem sýndur var síđastliđinn föstudag. Ţar var međal annars Nei-foringinn sjálfur, Ásmundur Einar Dađason, fyrrum VG-liđi og núverandi framsóknarmađur.

Annars var fátt um lausnir sem herramenn Nei-sinna báru fram, nema ţá kannski helst ađ ţađ vćri nánast bara ekkert mál ađ sníđa alla galla af íslensku samfélagi, t.d. ađ lćkka tolla og afnema vertryggingu, viđ gćtum ţetta bara sjálf, bara drífa í ţessu!

Vertrygging hefur veriđ viđ lýđi í um 30 ár og er ađ gera alla gráhćrđa! Hversvegna er ekki fyrir löngu búiđ ađ taka hana af? Getur ţađ veriđ vegna ýmissa sérhagsmuna sem tengjast henni og gjaldmiđli sem krefst í raun verđtryggingar? Og útheimtir ţar međ óheyrilegan kostnađ af öllu samfélaginu?

Nei, nei-sinnar settu fram ódýrar "patent-lausnir" sem hljóma vel en eru á skjön viđ veruleikann, sem einkennist af sveiflum, óstöđugleika og verđbólgu.


Um 50% vilja halda ađildarviđrćđum áfram viđ ESB

ESB-ISL2Helmingur íslensku ţjóđarinnar vill halda ađildarviđrćđum áfram viđ ESB, samkvćmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun hefur gert og sagt var frá í kvöldfréttum RÚV.

Mest fylgi viđ ađildarviđrćđur er međal flokksmanna Samfylkingar (90%) og VG (55%).  Um 30% sjálfstćđismanna vilja halda áfram, en hjá Framsókn er ţessi tala um 25%.


Verbólgudraugurinn lifir góđu lífi á Íslandi! Krónan falliđ um 1,4% frá áramótum!

Prósent"Gleđifréttir" berast landsmönnum:

Verđbólgan er komin í 6.5%! Jibbý!! Á www.visir.is stendur: "Ársverđbólgan mćlist nú 6,5% og hefur hćkkađ verulega frá ţví í desember ţegar hún mćldist 5,3%. Ţessi hćkkun er umfram spár sérfrćđinga sem gerđu yfirleitt ráđ fyrir ađ hún yrđi 6,3%. Aukin verđbólga er einkum keyrđ áfram af hćkkunum á opinberum gjöldum.

Fjallađ er um máliđ á vefsíđu Hagstofunnar. Ţar segir ađ vísitala neysluverđs miđuđ viđ verđlag í janúar sé 387,1 stig og hćkkađi um 0,28% frá fyrra mánuđi. Vísitala neysluverđs án húsnćđis er 365,9 stig og hćkkađi um 0,05% frá desember."

Á myndinni hér međ má sjá verđbólgu á Evru-svćđinu áriđ 2011, sem fer ekki yfir 3%!

Inflation2011

Svo fer ţetta allt inn í lánin međ verđtryggingunni!

Sjá einnig frétt Viđskiptablađsins tengda ţessu.


Ásdís J. Rafnar um "útbrunna umrćđuhefđ" í FRBL

Ásdís J. RafnarÁsdís J. Rafnar, hćstaréttarlögmađur skrifar grein í FRBL í dag sem ber yfirskriftina "Útbrunnin umrćđuhefđ" og kemu í henni međal annars inn á ESB-máiđ. Hún segir: "Íslensk samskiptahefđ hefur um nokkurt skeiđ helst gengiđ út á ađ gera ţann sem er ekki sammála ţér í einu og öllu ađ persónugervingi hins illa. Er ţađ í sjálfu sér rannsóknarefni hvers vegna samskipti á opinberum vettvangi eru svona neikvćđ og málamiđlanir og samvinna fjarlćgur kostur. Um ţađ er sem betur fer rćtt ţessa dagana. Hatrömm og tilfinningaţrungin samskipti manna eru engum til gagns, allra síst ţjóđarskútunni. Sá heimur sem mađurinn skapar, verđur spegilmynd af sjálfum honum. Stjórnmálaumrćđan er hér nćsta útbrunnin og öll málefni í meira lagi sundurlaus.

Ţađ er mikilvćgt ađ menn fćri rök fyrir skođunum sínum, ţví ţá ţjálfa ţeir á sama tíma hugsun sína og skilning og jafnframt hugsun ţeirra sem fylgjast međ orđrćđunni. Í fjölmennum samfélögum lćrist mörgum snemma ađ virđa viđurkennda samskiptasiđi ef ţeir vilja ná markmiđum sínum og gera samfélagiđ ánćgjulegra. Međal annars ađ sýna nćrgćtni, áhuga og virđingu í hvers konar mannlegum samskiptum."

Síđar segir Ásdís: "Evrópusambandiđ er samband fullvalda lýđrćđisríkja sem hafa ákveđiđ ađ hafa međ sér mjög nána samvinnu. Um töku ákvarđana innan ţessa samstarfs gilda ákveđnar reglur. Samvinna ţeirra og ákvarđanir krefjast samráđs, samskiptahćfni fulltrúa ţeirra og virđingar fyrir málefnum hverrar ađildarţjóđar. Áhugavert vćri ađ sjá ţróun íslenskrar umrćđu- og samskiptahefđar í ţví umhverfi. Ţađ vćri góđur skóli og líklega sá eini sem er í bođi á ţví sviđi."

Í lokin segir svo Ásdís: "Hugsanlega felast mestir möguleikar í ţeirri ákvörđun Alţingis ađ ganga til ađildarviđrćđna viđ Evrópusambandiđ í ţeim tilgangi ađ fá niđurstöđu um hvort ađild ađ sambandinu vćri okkur hagstćđ eđa ekki ađ mati kosningabćrra manna. Enginn getur sagt til um ţađ fyrirfram hvađ út úr ţeim viđrćđum kemur, ţótt öđru sé stundum haldiđ fram. Ţađ er mikilvćgt ađ nýta ţetta tćkifćri til ţess ađ yfirfara alla okkar hagsmuni gagnrýnum augum og vinna ađ úrbótum á ţeim sviđum sem nauđsyn ber til. Spyrja í einstökum tilvikum hvernig ţetta vćri ef viđ vćrum ađilar ađ ESB! Ef til vill hafa einhverjir stjórnmálaflokkar ţessar spurningar uppi innan sinna vébanda ţótt ţađ fari ekki hátt."

(Mynd: Vísir/FRBL)


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband