Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012

Svavar og Þorsteinn spáðu í spilin

RÚVÍ Speglinum þann 28. desember spáðu "gömlu refirnir" Þorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson í pólitíkina og stöðuna þar.

Í spjalllinu, sem Arnar Már Hauksson stjórnaði, sagðist Svavar vera þeirrar skoðunar að það bæri ekki að slíta aðildarviðræðunum við ESB, þegar þær væru komnar jafn langt og raun ber vitni.

Þessu er ES-bloggið fyllilega sammála: Klárum viðræðurnar og kjósum um málið.  Að því loknu geta Íslendingar svo haldið áfram að rífast um eittvað annað.

ES-bloggið óskar öllum gleðilegs nýs árs og í guðana bænum - notið flugeldagleraugu Wink


Össur í Vikulokunum 22.12

Össur SkarphéðinssonUtanríkisráðherra Íslands, Össur Skparphéðinsson, var gestur í Vikulokunum á Rás 2 þann 22. desember og ræddi þar Evrópumálin. Hlustið hér.

Jón Ormur Halldórsson les í stöðu heimsmálanna í FRBL

Jón Ormur HalldórssonDr. Jón Ormur Halldórsson, skrifaði mjög áhugaverða úttekt á heimsmálunum í FRBL, þann 28.12 og þar fjallaði hann meðal annars um þær áskoranir sem Evrópu (og fleiri) ríki hafa glímt við á undanförnum árum. Einnig reynir hann að rýna örlítið inn í framtíðina. Hann segir t.d.:

"Margir sem þekkja fjármálamarkaði í þaula spáðu því fram á haust að evran myndi ekki lifa árið í óbreyttri mynd. Þeir sem þekkja vel til stjórnmála í Þýskalandi og skilja pólitískar aðstæður í Evrópusambandinu spáðu hins vegar yfirleitt hinu gagnstæða. Þeir reyndust hafa rétt fyrir sér. Fæðing evrunnar var pólitísk og líf hennar er það enn.

Framhaldssaga ársins var um tíða og jafnan árangurslausa neyðarfundi ESB ríkja þar sem menn sýndust glíma við ofurefli markaða, reiði kjósenda og eigið getuleysi. Fréttir af fundunum voru um lömun og upplausn. Þetta sýndi vel hversu erfitt er að samhæfa stefnu margra ólíkra ríkja í viðkvæmustu málum. En fundirnir sýndu hins vegar líka hversu náið samstarf ESB ríkja er orðið og hve þýðingarmikið það er fyrir þær þjóðir sem í hlut eiga. Hugi menn að því sem raunverulega var rætt á árinu sjá þeir strax að svona tilraunir samstarfs væru algerlega óhugsandi í nokkrum öðrum heimshluta. ESB fékk líka á árinu viðurkenningu á sögulegri þýðingu sinni í heiminum með friðarverðlaunum Nóbels.

Við árslok eru stór vandamál óleyst en aukinnar bjartsýni er þó farið að gæta um framtíð evrunnar. Spurningar snúast ekki lengur um pólitískan vilja einstakra ríkja til að viðhalda samstarfinu eins þær gerðu mestan part ársins. Þær snúast núorðið um hvort stjórnir skuldsettra ríkja Suður-Evrópu muni finna pólitískan styrk til að bæta samkeppnisstöðu landa sinna. Ríkin lögðu öll grunn að umbótum á árinu. Fórnirnar sem menn eru að færa í skuldugum ríkjum Evrópu til þess að leysa sín mál og verða samstarfshæfir í peningamálum sýna vel mikilvægi evrunnar fyrir þjóðirnar sem nota hana."

Í lokin á grein sinni segir Jón: "Í kreppum samtímans árar illa fyrir alþjóðlega samvinnu. Margt minnti á þetta á árinu, ekki síst tilraunir til einangrunar í viðskiptum sem gera oftast illt verra. Rembingur ríkja í pólitík hamlaði líka lausn stórra vandamála í öllum álfum heimsins flestum til ógagns og viljaleysi til samvinnu í umhverfismálum ógnar nú beinlínis mannkyninu. Mál dagsins hvöttu ekki til samvinnu á líðandi ári þótt þar sé flestar lausnir að finna.

Það minnsta og stærsta
Á endanum hlýtur að skipta mestu hvernig menn skilja veruleikann. Mikil gjá er orðin á milli skilnings vísindanna og almennings á tilverunni sjálfri. Umræður um Higgs-öreindina, eða sviðið, sem líklega mældist á árinu sýndu merki um aukinn áhuga á raunverulegum sannindum um eðli heimsins.

Flestum sem nenna að lesa er orðið ljóst að sjálfur veruleikinn er gersamlega annar en sá sem blasir við augum og viðteknar hugmyndir ná til. Það mun líklega smám saman fá þýðingu."

Fáir eru snjallari en Jón þegar kemur að skrifum sem þessum.


Gleðileg jól!

JólatréEvrópusamtökin óska Íslendingum nær og fjær gleðilegra jóla!

Erasmus-áætlunin 25 ára

erasmusÁhugaverð grein um ERASMUS áætlunina birtist í FRBL þann 21.desember eftir þau Ásgerði Kjartansdóttur og Guðmund Hálfdánarson. Greinin hefst svona:

"Tuttugu og fimm ára afmæli Erasmus-áætlunarinnar er haldið hátíðlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáætlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekið hluta af námi sínu við evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu aðild að Erasmus-áætluninni árið 1992. Á síðustu árum hafa að meðaltali um 200 íslenskir stúdentar farið utan á hverju ári. Skólaárið 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar við nám í íslensku háskólum og er það metfjöldi.

Fjölmargir viðburðir hafa verið skipulagðir víða í Evrópu í tilefni afmælisins. Hér á landi var haldið upp á þessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iðnó hinn 6. september sl. auk þess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi.

Frá 1987 hafa tæpar þrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekið þátt í áætluninni og er óhætt að fullyrða að hún er ein vinsælasta og best heppnaða samstarfsáætlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stærsta sinnar tegundar í heimi. Markmið hennar er að auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögð á að stuðla að hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiða, þróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiða fyrir skiptistúdenta. Á síðustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekið þátt í þessu samstarfi."


Nóg að lesa um ESB-málið

ISland-ESB-2Nokkrar fínar greinar hafa birst í fréttablaðinu um ESB-málið undanfarna daga. Bendum á grein eftir formann og varaformenn samninganefndar Íslands gagnvart ESB um stöðu viðræðnanna.

Þá hafa fínar greinar birst um sjávarútvegsmál, þann 19.12 og 21.12 frá starfsmönnum Evrópuvefs í FRBL.

Þá er mjög ítarlega fréttaskýringu að finna í Fréttatímanum um stöðu viðræðnanna.

Á Eyjunni er svo frétt og viðtal við Cristian Dan Preda, talsmanns Evrópuþingsins um viðræðurnar og stöðu þeirra.

Einnig er hægt að lesa svokölluð Staðreyndablöð á vef viðræðunefndarinnar, því þvert sem Nei-sinna tuða sífellt um er ESB-ferlið opið og lýðræðislegt! ÖLL GÖGN ERU UPPI Á BORÐINU!


Staðreyndir?

Mjög mikið er að gerast í umræðunni um þessar mundir, þó umræðan sé alveg ótrúlega sérkennileg og nær að teygja sig alla leið til kókalaufa í S-Ameríku!

Enda segir Eiríkur Bergmann í ítarlegu viðtali við jólablað DV að Evrópuumræðan hér á landi sé ..."einstaklega vitlaus hér á landi." Hann bætir við: "Í henni eru almennt ekki miklir snertifletir við staðreyndir."

Gott dæmi um slíkt er t.d. grein eftir stjórnarmann í Nei-samtökum Íslands, í Morgunblaðinu (...þaðan sem "kókalaufsumræðan" kemur t.d.)  þann 22.12 þar sem greinarhöfundi tekst  með einhverjum óskiljanlegum hætti að tengja saman byggðastefnumál ESB við verndarsvæði Indíána í Ameríku!

Allt byggt á einhverjum getgátum og "spekúleringum" sem eiga ekkert skylt við staðreyndir.

Í greininni setur höfundur fram þá afar sérkennilegu hugmynd að utanríkisráherra Íslands ætli sér að setja upp "verndarsvæði fyrir Íslendinga á strjálbýlum landshlutum." Halló!

Síðan segir höfundurinn: "Þar gætu þá íbúarnir lifað í vellystingum á byggðastyrkjum ESB."

Ja, eitt er á hreinu: Ekki lifa þessir íbúar í vellystingum af sínum íslenska landbúnaði, enda vitað mál að íslenskir bændur eru með tekjulægstu hópum þessa lands (sjá hagtölur bænda) og þurfa margir þeirra að vinna á tveimur stöðum til að láta enda ná saman, ef það þá tekst. Þetta þrátt fyrir alla 10-11 milljarðana sem látnir eru í landbúnaðarkerfið á hverju ári.

Þá má einnig benda á að engin formleg byggðastefna er til á Íslandi og hafa forráðamenn sumra byggðalaga t.d. sagt að það væri nú bara gott að komast í almennilega byggðastefnu, sem t.d. er rekin innan ESB!

Já, þetta var svona örlítið dæmi um hvernig mönnum tekst gjörsamlega að afvegleiða umræðuna. Af samtökum sem eru alfarið á móti því að landsmenn fái að kjósa um aðildarsamning.

Hverjir eru hinir raunverulega óvinir lýðræðis á Íslandi? 


Þjóð í höftum...

Egill Helgason bloggar um gjaldeyrishöftin á Eyjunni: "Það hafa verið uppi miklar heitstreingingar um afnám gjaldeyrishafta. Í lögum stendur að þau skuli hverfa fyrir árslok 2013. Viðskiptaráð var með vinnuhóp sem taldi að ekkert mál yrði að afnema höftin á einu ári, þar sátu ýmsir stórlaxar úr viðskiptalífinu. Forstjóri Kauphallar Íslands hefur margsinnis talað um að léttur leikur væri að losna við höftin.

Og stjórnmálamenn hafa ýmsir talað í þá veru að þetta sé stærsta málið á Íslandi.

En sá pólitíski veruleiki sem nú blasir við er annar. Það hefur myndast politísk samstaða á þingi um að hafa gjaldeyrishöft áfram ótímabundið. Það er líka að myndast samstaða um að ríkisstjórnin fái völd yfir nauðasamningum bankanna svo þeir ógni ekki stöðugleika. Þetta eru merkileg tíðindi."

Egill lýkur pistlinum á  þessum orðum: "Það er auðvitað ómögulegt að spá hversu höftin verða lengi í gildi nú þegar svona er komið. Síðasta haftatímabil stóð í marga áratugi. Við verðum býsna lengi að bíta úr nálinni með efnahagshrunið 2008."

Spennandi framtíðarsýn fyrir íslenskt efnhags og atvinnulíf, fjölskyldur og fyrirtæki! Algert æði! 


Þorbjörn Þórðarson: Aldrei í leikjum

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð tvö, birti þann 18.desember áhugaverðan pistil um Evrópumál og innanlandsmál hér á landi, sem hefst svona:

"Íslenskir stjórnmálamenn mættu taka Angelu Merkel kanslara Þýskalands sér til fyrirmyndar, en þeir eru flestir miklu uppteknari af ásýnd en langtímalausnum.

Financial Times, sem að mínu mati hefur yfirburði yfir aðra vestræna fjölmiðla, birti um síðustu helgi stórmerkilega fréttaskýringu um Angelu Merkel eða „Machtfrau" eins og hún er gjarnan nefnd í þýskum fjölmiðlum.

Mér finnst Merkel hafa staðið sig ótrúlega vel í að meðhöndla evrukrísuna, eitt skref í einu. Á sama tíma og allir fjölmiðlar, sérstaklega þeir engilsaxnesku, spá snemmbúnum dauða gjaldmiðilsins vinnur hún að raunhæfum lausnum í rólegheitunum, því ef evran riðar til falls, gildir hið sama um samstarf í Evrópu í óbreyttri mynd (e. „If the euro fails, then Europe will fail").

Evruvandinn er risavaxið vandamál sem þegar hefur verið kyrfilega meitlað á spjöld sögunnar, en Merkel, sem er eðlisfræðingur að mennt, nálgast lausn þess með vísindalegum hætti. Ég hef áður fjallað um mýtur í tengslum við evruna á þessum vettvangi, en Stein Ringen, professor í félagsfræði við Oxford-háskóla, lýsti þessu enn betur í frábærri grein sem lesa má hér."


Viðurkenning á íslensku Mannviti: Um 640 milljónir í styrk frá framkvæmdastjórn ESB

Á Visir.is stendur: "Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur en sýnir ekki síður traust á íslensku hugviti í orkumálum," segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri verkfræðistofunnar Mannvits, um styrk upp á 40 milljónir evra, jafngildi hátt í sjö milljarða króna, úr NER300-áætlun framkvæmdastjórnar ESB til að þróa jarðvarmaverkefni í Ungverjalandi. Verkefnið var eitt af 23 grænum orkuverkefnum sem hlutu styrk að þessu sinni.

Heildarkostnaðurinn við verkefnið, sem hefur verið í undirbúningi í tæp tvö ár, er um 100 milljónir evra. Hinn hluti fjármögnunarinnar kemur frá ungverska fjárfestingafyrirtækinu EU-Fire, en verkefnið er einnig unnið í samstarfi við stjórnvöld þar í landi."

Síðan segir í fréttinni um verkefnið: "Í því felst að hanna kerfi þar sem borað er niður í heitt berg þar sem eru boraðir út vatnsgangar. Vatni er svo dælt þar niður í gegnum það upp aftur í hringrás í lokuðu kerfi. Varmann á svo að nota til raforkuframleiðslu og hitunar húsa.

„Þetta skiptir sköpum fyrir okkur og við miðum að því að hefja boranir á næsta ári. Það er vonandi að það takist," segir Eyjólfur. Hann segir gert ráð fyrir að tíu til fimmtán megavött fáist úr hverri holu.

„Það er ef til vill ekki mikið fyrir okkur Íslendinga en þegar miðað er við aðstæður hér í Ungverjalandi, þar sem notað er gas, munar það nokkru."

Það má vel vera að ESB sé hitamál hér á landi, en það verður örugglega rjúkandi gangur í þessu verkefni!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband