Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, desember 2012

Svavar og Ţorsteinn spáđu í spilin

RÚVÍ Speglinum ţann 28. desember spáđu "gömlu refirnir" Ţorsteinn Pálsson og Svavar Gestsson í pólitíkina og stöđuna ţar.

Í spjalllinu, sem Arnar Már Hauksson stjórnađi, sagđist Svavar vera ţeirrar skođunar ađ ţađ bćri ekki ađ slíta ađildarviđrćđunum viđ ESB, ţegar ţćr vćru komnar jafn langt og raun ber vitni.

Ţessu er ES-bloggiđ fyllilega sammála: Klárum viđrćđurnar og kjósum um máliđ.  Ađ ţví loknu geta Íslendingar svo haldiđ áfram ađ rífast um eittvađ annađ.

ES-bloggiđ óskar öllum gleđilegs nýs árs og í guđana bćnum - notiđ flugeldagleraugu Wink


Össur í Vikulokunum 22.12

Össur SkarphéđinssonUtanríkisráđherra Íslands, Össur Skparphéđinsson, var gestur í Vikulokunum á Rás 2 ţann 22. desember og rćddi ţar Evrópumálin. Hlustiđ hér.

Jón Ormur Halldórsson les í stöđu heimsmálanna í FRBL

Jón Ormur HalldórssonDr. Jón Ormur Halldórsson, skrifađi mjög áhugaverđa úttekt á heimsmálunum í FRBL, ţann 28.12 og ţar fjallađi hann međal annars um ţćr áskoranir sem Evrópu (og fleiri) ríki hafa glímt viđ á undanförnum árum. Einnig reynir hann ađ rýna örlítiđ inn í framtíđina. Hann segir t.d.:

"Margir sem ţekkja fjármálamarkađi í ţaula spáđu ţví fram á haust ađ evran myndi ekki lifa áriđ í óbreyttri mynd. Ţeir sem ţekkja vel til stjórnmála í Ţýskalandi og skilja pólitískar ađstćđur í Evrópusambandinu spáđu hins vegar yfirleitt hinu gagnstćđa. Ţeir reyndust hafa rétt fyrir sér. Fćđing evrunnar var pólitísk og líf hennar er ţađ enn.

Framhaldssaga ársins var um tíđa og jafnan árangurslausa neyđarfundi ESB ríkja ţar sem menn sýndust glíma viđ ofurefli markađa, reiđi kjósenda og eigiđ getuleysi. Fréttir af fundunum voru um lömun og upplausn. Ţetta sýndi vel hversu erfitt er ađ samhćfa stefnu margra ólíkra ríkja í viđkvćmustu málum. En fundirnir sýndu hins vegar líka hversu náiđ samstarf ESB ríkja er orđiđ og hve ţýđingarmikiđ ţađ er fyrir ţćr ţjóđir sem í hlut eiga. Hugi menn ađ ţví sem raunverulega var rćtt á árinu sjá ţeir strax ađ svona tilraunir samstarfs vćru algerlega óhugsandi í nokkrum öđrum heimshluta. ESB fékk líka á árinu viđurkenningu á sögulegri ţýđingu sinni í heiminum međ friđarverđlaunum Nóbels.

Viđ árslok eru stór vandamál óleyst en aukinnar bjartsýni er ţó fariđ ađ gćta um framtíđ evrunnar. Spurningar snúast ekki lengur um pólitískan vilja einstakra ríkja til ađ viđhalda samstarfinu eins ţćr gerđu mestan part ársins. Ţćr snúast núorđiđ um hvort stjórnir skuldsettra ríkja Suđur-Evrópu muni finna pólitískan styrk til ađ bćta samkeppnisstöđu landa sinna. Ríkin lögđu öll grunn ađ umbótum á árinu. Fórnirnar sem menn eru ađ fćra í skuldugum ríkjum Evrópu til ţess ađ leysa sín mál og verđa samstarfshćfir í peningamálum sýna vel mikilvćgi evrunnar fyrir ţjóđirnar sem nota hana."

Í lokin á grein sinni segir Jón: "Í kreppum samtímans árar illa fyrir alţjóđlega samvinnu. Margt minnti á ţetta á árinu, ekki síst tilraunir til einangrunar í viđskiptum sem gera oftast illt verra. Rembingur ríkja í pólitík hamlađi líka lausn stórra vandamála í öllum álfum heimsins flestum til ógagns og viljaleysi til samvinnu í umhverfismálum ógnar nú beinlínis mannkyninu. Mál dagsins hvöttu ekki til samvinnu á líđandi ári ţótt ţar sé flestar lausnir ađ finna.

Ţađ minnsta og stćrsta
Á endanum hlýtur ađ skipta mestu hvernig menn skilja veruleikann. Mikil gjá er orđin á milli skilnings vísindanna og almennings á tilverunni sjálfri. Umrćđur um Higgs-öreindina, eđa sviđiđ, sem líklega mćldist á árinu sýndu merki um aukinn áhuga á raunverulegum sannindum um eđli heimsins.

Flestum sem nenna ađ lesa er orđiđ ljóst ađ sjálfur veruleikinn er gersamlega annar en sá sem blasir viđ augum og viđteknar hugmyndir ná til. Ţađ mun líklega smám saman fá ţýđingu."

Fáir eru snjallari en Jón ţegar kemur ađ skrifum sem ţessum.


Gleđileg jól!

JólatréEvrópusamtökin óska Íslendingum nćr og fjćr gleđilegra jóla!

Erasmus-áćtlunin 25 ára

erasmusÁhugaverđ grein um ERASMUS áćtlunina birtist í FRBL ţann 21.desember eftir ţau Ásgerđi Kjartansdóttur og Guđmund Hálfdánarson. Greinin hefst svona:

"Tuttugu og fimm ára afmćli Erasmus-áćtlunarinnar er haldiđ hátíđlegt um Evrópu alla í ár, en hún er hluti af menntaáćtlun Evrópusambandsins á háskólastigi. Rúmlega 2.500 íslenskir háskólastúdentar hafa tekiđ hluta af námi sínu viđ evrópska háskóla á vegum hennar, en íslenskir háskólar fengu ađild ađ Erasmus-áćtluninni áriđ 1992. Á síđustu árum hafa ađ međaltali um 200 íslenskir stúdentar fariđ utan á hverju ári. Skólaáriđ 2010-2011 voru yfir 500 erlendir Erasmus-stúdentar viđ nám í íslensku háskólum og er ţađ metfjöldi.

Fjölmargir viđburđir hafa veriđ skipulagđir víđa í Evrópu í tilefni afmćlisins. Hér á landi var haldiđ upp á ţessi tímamót á Háskólatorgi Háskóla Íslands og í Iđnó hinn 6. september sl. auk ţess sem efnt var til ljósmynda- og myndbandasamkeppni núverandi og fyrrverandi Erasmus-nema sem tengjast Íslandi.

Frá 1987 hafa tćpar ţrjár milljónir háskólastúdenta og yfir 300.000 háskólakennara tekiđ ţátt í áćtluninni og er óhćtt ađ fullyrđa ađ hún er ein vinsćlasta og best heppnađa samstarfsáćtlun Evrópusambandsins og jafnframt sú stćrsta sinnar tegundar í heimi. Markmiđ hennar er ađ auka samstarf háskóla í Evrópu. Megináhersla er lögđ á ađ stuđla ađ hreyfanleika fólks úr háskólasamfélaginu um álfuna en einnig eru veittir styrkir til sameiginlegra námskeiđa, ţróunar kennsluefnis, samstarfs háskóla og atvinnulífs og tungumálanámskeiđa fyrir skiptistúdenta. Á síđustu árum hafa yfir 250.000 háskólanemendur og 40.000 kennarar tekiđ ţátt í ţessu samstarfi."


Nóg ađ lesa um ESB-máliđ

ISland-ESB-2Nokkrar fínar greinar hafa birst í fréttablađinu um ESB-máliđ undanfarna daga. Bendum á grein eftir formann og varaformenn samninganefndar Íslands gagnvart ESB um stöđu viđrćđnanna.

Ţá hafa fínar greinar birst um sjávarútvegsmál, ţann 19.12 og 21.12 frá starfsmönnum Evrópuvefs í FRBL.

Ţá er mjög ítarlega fréttaskýringu ađ finna í Fréttatímanum um stöđu viđrćđnanna.

Á Eyjunni er svo frétt og viđtal viđ Cristian Dan Preda, talsmanns Evrópuţingsins um viđrćđurnar og stöđu ţeirra.

Einnig er hćgt ađ lesa svokölluđ Stađreyndablöđ á vef viđrćđunefndarinnar, ţví ţvert sem Nei-sinna tuđa sífellt um er ESB-ferliđ opiđ og lýđrćđislegt! ÖLL GÖGN ERU UPPI Á BORĐINU!


Stađreyndir?

Mjög mikiđ er ađ gerast í umrćđunni um ţessar mundir, ţó umrćđan sé alveg ótrúlega sérkennileg og nćr ađ teygja sig alla leiđ til kókalaufa í S-Ameríku!

Enda segir Eiríkur Bergmann í ítarlegu viđtali viđ jólablađ DV ađ Evrópuumrćđan hér á landi sé ..."einstaklega vitlaus hér á landi." Hann bćtir viđ: "Í henni eru almennt ekki miklir snertifletir viđ stađreyndir."

Gott dćmi um slíkt er t.d. grein eftir stjórnarmann í Nei-samtökum Íslands, í Morgunblađinu (...ţađan sem "kókalaufsumrćđan" kemur t.d.)  ţann 22.12 ţar sem greinarhöfundi tekst  međ einhverjum óskiljanlegum hćtti ađ tengja saman byggđastefnumál ESB viđ verndarsvćđi Indíána í Ameríku!

Allt byggt á einhverjum getgátum og "spekúleringum" sem eiga ekkert skylt viđ stađreyndir.

Í greininni setur höfundur fram ţá afar sérkennilegu hugmynd ađ utanríkisráherra Íslands ćtli sér ađ setja upp "verndarsvćđi fyrir Íslendinga á strjálbýlum landshlutum." Halló!

Síđan segir höfundurinn: "Ţar gćtu ţá íbúarnir lifađ í vellystingum á byggđastyrkjum ESB."

Ja, eitt er á hreinu: Ekki lifa ţessir íbúar í vellystingum af sínum íslenska landbúnađi, enda vitađ mál ađ íslenskir bćndur eru međ tekjulćgstu hópum ţessa lands (sjá hagtölur bćnda) og ţurfa margir ţeirra ađ vinna á tveimur stöđum til ađ láta enda ná saman, ef ţađ ţá tekst. Ţetta ţrátt fyrir alla 10-11 milljarđana sem látnir eru í landbúnađarkerfiđ á hverju ári.

Ţá má einnig benda á ađ engin formleg byggđastefna er til á Íslandi og hafa forráđamenn sumra byggđalaga t.d. sagt ađ ţađ vćri nú bara gott ađ komast í almennilega byggđastefnu, sem t.d. er rekin innan ESB!

Já, ţetta var svona örlítiđ dćmi um hvernig mönnum tekst gjörsamlega ađ afvegleiđa umrćđuna. Af samtökum sem eru alfariđ á móti ţví ađ landsmenn fái ađ kjósa um ađildarsamning.

Hverjir eru hinir raunverulega óvinir lýđrćđis á Íslandi? 


Ţjóđ í höftum...

Egill Helgason bloggar um gjaldeyrishöftin á Eyjunni: "Ţađ hafa veriđ uppi miklar heitstreingingar um afnám gjaldeyrishafta. Í lögum stendur ađ ţau skuli hverfa fyrir árslok 2013. Viđskiptaráđ var međ vinnuhóp sem taldi ađ ekkert mál yrđi ađ afnema höftin á einu ári, ţar sátu ýmsir stórlaxar úr viđskiptalífinu. Forstjóri Kauphallar Íslands hefur margsinnis talađ um ađ léttur leikur vćri ađ losna viđ höftin.

Og stjórnmálamenn hafa ýmsir talađ í ţá veru ađ ţetta sé stćrsta máliđ á Íslandi.

En sá pólitíski veruleiki sem nú blasir viđ er annar. Ţađ hefur myndast politísk samstađa á ţingi um ađ hafa gjaldeyrishöft áfram ótímabundiđ. Ţađ er líka ađ myndast samstađa um ađ ríkisstjórnin fái völd yfir nauđasamningum bankanna svo ţeir ógni ekki stöđugleika. Ţetta eru merkileg tíđindi."

Egill lýkur pistlinum á  ţessum orđum: "Ţađ er auđvitađ ómögulegt ađ spá hversu höftin verđa lengi í gildi nú ţegar svona er komiđ. Síđasta haftatímabil stóđ í marga áratugi. Viđ verđum býsna lengi ađ bíta úr nálinni međ efnahagshruniđ 2008."

Spennandi framtíđarsýn fyrir íslenskt efnhags og atvinnulíf, fjölskyldur og fyrirtćki! Algert ćđi! 


Ţorbjörn Ţórđarson: Aldrei í leikjum

Ţorbjörn Ţórđarson, fréttamađur á Stöđ tvö, birti ţann 18.desember áhugaverđan pistil um Evrópumál og innanlandsmál hér á landi, sem hefst svona:

"Íslenskir stjórnmálamenn mćttu taka Angelu Merkel kanslara Ţýskalands sér til fyrirmyndar, en ţeir eru flestir miklu uppteknari af ásýnd en langtímalausnum.

Financial Times, sem ađ mínu mati hefur yfirburđi yfir ađra vestrćna fjölmiđla, birti um síđustu helgi stórmerkilega fréttaskýringu um Angelu Merkel eđa „Machtfrau" eins og hún er gjarnan nefnd í ţýskum fjölmiđlum.

Mér finnst Merkel hafa stađiđ sig ótrúlega vel í ađ međhöndla evrukrísuna, eitt skref í einu. Á sama tíma og allir fjölmiđlar, sérstaklega ţeir engilsaxnesku, spá snemmbúnum dauđa gjaldmiđilsins vinnur hún ađ raunhćfum lausnum í rólegheitunum, ţví ef evran riđar til falls, gildir hiđ sama um samstarf í Evrópu í óbreyttri mynd (e. „If the euro fails, then Europe will fail").

Evruvandinn er risavaxiđ vandamál sem ţegar hefur veriđ kyrfilega meitlađ á spjöld sögunnar, en Merkel, sem er eđlisfrćđingur ađ mennt, nálgast lausn ţess međ vísindalegum hćtti. Ég hef áđur fjallađ um mýtur í tengslum viđ evruna á ţessum vettvangi, en Stein Ringen, professor í félagsfrćđi viđ Oxford-háskóla, lýsti ţessu enn betur í frábćrri grein sem lesa má hér."


Viđurkenning á íslensku Mannviti: Um 640 milljónir í styrk frá framkvćmdastjórn ESB

Á Visir.is stendur: "Ţetta er mikil viđurkenning fyrir okkur en sýnir ekki síđur traust á íslensku hugviti í orkumálum," segir Eyjólfur Árni Rafnsson, forstjóri verkfrćđistofunnar Mannvits, um styrk upp á 40 milljónir evra, jafngildi hátt í sjö milljarđa króna, úr NER300-áćtlun framkvćmdastjórnar ESB til ađ ţróa jarđvarmaverkefni í Ungverjalandi. Verkefniđ var eitt af 23 grćnum orkuverkefnum sem hlutu styrk ađ ţessu sinni.

Heildarkostnađurinn viđ verkefniđ, sem hefur veriđ í undirbúningi í tćp tvö ár, er um 100 milljónir evra. Hinn hluti fjármögnunarinnar kemur frá ungverska fjárfestingafyrirtćkinu EU-Fire, en verkefniđ er einnig unniđ í samstarfi viđ stjórnvöld ţar í landi."

Síđan segir í fréttinni um verkefniđ: "Í ţví felst ađ hanna kerfi ţar sem borađ er niđur í heitt berg ţar sem eru borađir út vatnsgangar. Vatni er svo dćlt ţar niđur í gegnum ţađ upp aftur í hringrás í lokuđu kerfi. Varmann á svo ađ nota til raforkuframleiđslu og hitunar húsa.

„Ţetta skiptir sköpum fyrir okkur og viđ miđum ađ ţví ađ hefja boranir á nćsta ári. Ţađ er vonandi ađ ţađ takist," segir Eyjólfur. Hann segir gert ráđ fyrir ađ tíu til fimmtán megavött fáist úr hverri holu.

„Ţađ er ef til vill ekki mikiđ fyrir okkur Íslendinga en ţegar miđađ er viđ ađstćđur hér í Ungverjalandi, ţar sem notađ er gas, munar ţađ nokkru."

Ţađ má vel vera ađ ESB sé hitamál hér á landi, en ţađ verđur örugglega rjúkandi gangur í ţessu verkefni!


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband