Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2008

Á móti internetinu?

"Ađ vera á móti evrunni er eins og ađ vera á móti internetinu!" sagđi finnski utanríkisráđherran á norrćnni ráđstefnu um Evrópumál í Osló fyrr á ţessu ári. Ţetta kemur fram í grein Eddu Rósar Karlsdóttur, hagfrćđings og forstöđumanns greiningardeildar Landsbankans, sem skrifar mjög beinskeitta grein í ,,Markađinn" fylgirit Fréttablađsins í gćr. Ţar talar hún mjög opinskátt um erfiđa stöđu íslensku krónunnar og segir međal annars:

Hafa ţarf í huga ađ sumir af helstu kostum krónunnar eru ekki ţeir sömu og áđur. Međal mikilvćgustu raka fyrir sjálfstćđri mynt er ađ hún getur hjálpađ ef stóráföll dynja yfir. Dćmi um slík áföll vćri hrun fiskistofna eđa náttúruhamfarir sem eyđileggja virkjanir eđa önnur framleiđslutćki og kippa ţannig stođunum undan tekjumöguleikum ţjóđarinnar. Snörp veiking krónunnar myndi milda mjög afleiđingar slíkra áfalla, međ ţví ađ bćta samkeppnisstöđu íslenskra fyrirtćkja gagnvart erlendum. Nú hafa tímarnir breyst og flest bendir til ţess ađ krónan geti veriđ sjálfstćđ uppspretta stóráfalla. Sviptingar á alţjóđamörkuđum geta valdiđ gríđarlegum sveiflum í gengi krónunnar og breytt ađgengi fyrirtćkja og heimila ađ fjármagni á einni nóttu. Slíkar sveiflur valda stórskađa. Ţćr draga ţróttinn úr atvinnulífinu, sem aftur kann ađ draga úr ađgengi Íslands ađ alţjóđlegum fjármálamörkuđum.

Greinina er hćgt ađ lesa ţessari slóđ: http://vefblod.visir.is/index.php?s=2056&p=55012


Viđvarandi skammtímavandi

Jón Steindór Valdimarsson, framkvćmdastjóri Samtaka iđnađarins, skrifar góđan leiđara í nýjasta tölublađ fréttabréfs SI. Ţar rćđir hann međal annars um hin sérkennilegu rök andstćđinga ađildar Íslands ađ Evrópusambandiđ ađ ađild sé ekki lausn á skammtímavanda ţjóđarinnar. Ţetta er kallađ í rökfrćđi ,,afvegaleiđing" (red herring á ensku eđa Smoke screen) ţar sem andstćđingum er boriđ á brýn ákveđin skođun og svo eru fćrđ rök gegn ţeirri skođun.

Viđ sem teljum ađ ađild Íslands ađ Evrópusambandinu sé af hinu góđa höfum aldrei haldiđ ţví fram ađ ţetta sé skammtímalausn heldur fyrst og fremst langtímalausn á miklum sveiflum í íslensku efnhagslífi. Jón Steindór segir međal annars í leiđara sínum:

Samtök iđnađarins hafa alla tíđ veriđ óţreytandi ađ benda á nauđsyn stöđugleika og jafnvćgis. Ţađ sé forsenda ţess ađ geta byggt upp alţjóđlegt og samkeppnishćft atvinnulíf og halda ţví í landinu. Langt er síđan Samtökin hófu ađ benda á ađ međ ţví ađ skipta um umgjörđ efnahags- og gjaldeyris mála skapast skilyrđi til ţess ađ vinna bug á ţessum viđvarandi vanda. Ađild ađ Evrópusambandinu og upptaka evru er ađ mati Samtaka iđnađarins besta leiđin til ţess. Ţađ er ekki nein skyndihugdetta sem orđiđ hefur til á síđustu mánuđum ţegar gefiđ hefur á bátinn. Ađild ađ ESB er ekki skyndilausn og hún leysir okkur alls ekki undan ţví ađ kunna fótum okkar forráđ í efnahagsmálum. Hún er hins vegar upphafiđ ađ ţví ađ losna undan samfelldum skammtímavanda.

Leiđarann er hćgt ađ lesa á vef Samtaka iđnađarins.


Úr efnahagsţrengingum í ESB? - Kapprćđur í HÍ

Mánudaginn 19. maí mun hagfrćđideild Háskóla Íslands bjóđa til kapprćđna um framtíđarstefnu Íslands gagnvart Evrópusambandinu.

"Úr efnahagsţrengingum í ESB?"

Ragnar Arnalds og Ţorvaldur Gylfason
Mánudagur 19. maí, 12-13.30
Háskólatorg, Háskóla Íslands, stofa HT- 101

Segja má ađ ţetta sé framhald af fundum Evrópusamtakanna og Heimssýnar á Akureyri og Ísafirđi í fyrra en ţađ voru einmitt Ţorvaldur Gylfason og Ragnar Arnalds sem rökrćddu ţessi mál ţar.


Jón Baldvin mundar stílvopniđ í Evrópuumrćđunni

Ágćta áhugafólk um Evrópumál, Jón Baldvin Hannibalsson skrifar sterka grein í Morgunblađiđ í dag. Greinilegt er ađ gamla utanríkisráđherranum er misbođiđ međ leiđaraskrifum Morgunblađsins ađ undanförnu og lćtur hann leiđarahöfund fá ţađ óţvegiđ. Eins og Jóns Baldvins er von og vís mundar hann stílvopniđ ađ snilld og segir hann međal annars:

Er ţađ bođlegt ađ bera okkur Evrópusinnum á brýn uppgjöf í sjálfstćđisbaráttunni eđa vilja til “ađ afhenda yfirráđ yfir auđlindum okkar til embćttismanna í Brussel”, ţótt viđ viljum “endurheimta međ samtakamćtti alţjóđlegs samstarfs ţau áhrif, sem hnattvćđingin hefur fyrir löngu svipt hverja ríkisstjórn fyrir sig.” Ţetta eru ađ vísu ekki mín orđ. Ţetta er orđrétt tilvitnun í leiđara í 24-stundum, aukaútgáfu Morgunblađsins ţann 26. apríl s.l., eftir Ólaf Ţ. Stephensen ritstjóra. Og Ólafur bćtir viđ: “Alţjóđlegt samstarf sviptir ríki ekki sjálfstćđi sínu, enda geta ţau hvenćr sem er sagt sig frá ţví ef ţau kjósa ţađ." Viđ ţessi orđ vćntanlegs eftirmanns núverandi ritstjóra Morgunblađsins hef ég engu ađ bćta.

Viđ mćlum međ ţví ađ lesa ţessa grein.


Evrópudagurinn í dag - Samkoma á Hótel Sögu kl.12.00

Í dag er Evrópudagurinn og mikiđ stendur til hjá Evrópusamtökunum. Í dag kl.12.00-13.30 stöndum viđ fyrir samkomu á Hótel Sögu í Yale salnum (gamla Skála) og tökum svo ţátt í umrćđum síđar í dag um öryggismál í Evrópu. Evrópusamtökin munu tilkynna hver hefur hlotiđ útnefninguna ,,Evrópumađur ársins" fyrir áriđ 2007. Sérstakur gestur fundarins verđur Rina Valeur Rasmussen, framkvćmdastjóri dönsku Evrópusamtakanna. Hún mun fjalla um aukiđ vćgi Evrópuţingsins og hvernig Danir haga sinni pólitík í ljósi ţróunarinnar í Evrópu. Í upphafi mun tónlistarmađurinn Jakob Frímann Magnússon flytja ,,Óđ til Evrópu" eins og honum er einum lagiđ og bođiđ verđur upp á léttan hádegismat.

Síđar í dag taka Evrópusamtökin ţátt í áhugaverđri umrćđu;

Öryggismál í Evrópu: Er Ísland međ?

Málstofa á vegum utanríkisráđuneytisins, Alţjóđamálastofnunar Háskóla Íslands og Evrópusamtakanna, föstudaginn 9. maí frá 15:00 til 16:30 í stofu 101 í Lögbergi


Guđni vekur athygli

Rćđa Guđna Ágústssonar formanns Framsóknarflokksins á vorfundi flokksins á laugardaginn og ummćli hans um ţjóđatkvćđagreiđslu um Evrópumál hefur vakiđ töluverđa athygli. Baldur Ţórhallsson, prófessor viđ HÍ, skrifađi grein í 24 Stundir í gćr og sagđi međal annars

Enn eitt skrefiđ nćr ađildarumsókn ađ ESB hefur veriđ stigiđ. Á ný leiđir gamli bćnda- og landsbyggđarflokkurinn Evrópuumrćđuna, nú undir forystu Guđna Ágústssonar. Hver hefđi trúađ ţví fyrir nokkrum vikum?

Ólafur Stephensen ritstjóri skrifar leiđara um sama mál í dag í 24 Stundir. Hann segir međal annars:

Tillaga formannsins ađ leiđ út úr ţeim ógöngum er ađ halda ţjóđaratkvćđagreiđslu um hvort Ísland eigi ađ sćkja um ađild ađ ESB, og svo verđi ađildarsamningurinn lagđur fyrir ţjóđina í annarri atkvćđagreiđslu. Guđni er fyrsti flokksformađurinn, sem leggur ţetta til, en forystumenn annarra flokka ćttu ađ hafa ástćđu til ađ skođa tillöguna međ opnum huga. Fyrir ţví eru margar ástćđur. Í fyrsta lagi hefur ţeirri skođun vaxiđ ásmegin undanfarin ár, ađ ástćđa sé til ađ nýta kosti beins lýđrćđis á Íslandi; leyfa almenningi ađ kjósa beint um stór mál. Eru mörg mál stćrri en ţetta? Hvorki andstćđingar né fylgismenn ESB-ađildar hafa ástćđu til ađ leggjast gegn ţessari lýđrćđislegu leiđ; ţeir hljóta ađ hafa nćgilega trú á málstađ sínum og sannfćringarkrafti.

Viđ minnum líka á Evrópudaginn á morgun föstudag í Yale salnum (gamla Skála) kl.12.00-13.30.


Leiđari fréttablađsins í dag

Ţorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablađsins skrifar ágćtan leiđara í dag um sjávarúvegsstefnu Evrópusambandsins. Ţar rekur hann kosti og galla ţess fyrir sjávarútveg ađ Ísland gangi í Evrópusambandiđ. Í lokin segir hann;

Af ţessu má ráđa ađ sameiginlega fiskveiđistefnan og erlend fjárfesting gćtu faliđ í sér ákveđiđ óhagrćđi og minniháttar áhćttu. Međ rökum verđa ţessi atriđi hins vegar ekki metin svo ţung á vogarskálunum ađ ţau útiloki ađild ađ Evrópusambandinu og samkeppnishćfu myntsamfélagi sem er sjávarútveginum ekki síđur mikilvćgt en öđrum atvinnugreinum.

Viđ minnum líka á fund Evrópusamtakanna á Hótel Sögu í hádeginu á föstudaginn.


Evrópudagurinn 9. maí

Í tilefni af Evrópudeginum (Schumann deginum) föstudaginn 9. maí halda Evrópusamtökin samkomu á Hótel Sögu frá kl.12.00-13.30. Evrópudagurinn 9 maí er rakinn til svokallađrar Schuman yfirlýsingar frá árinu 1950. Ţann dag klukkan 18:00 lýsti Robert Schuman, ţáverandi utanríkisráđherra Frakklands, ţví yfir ađ samrunaferli Evrópu vćri hafiđ. Yfirlýsingin leiddi til undirritunar Parísarsáttmálans um kola- og stálbandalag Evrópu um ţađ bil ári síđar. Sex Evrópuţjóđir; Belgía, Frakkland, Holland, Ítalía, Lúxemborg og Ţýskaland ákváđu ţá ađ vinna saman ađ ákveđnum sameiginlegum viđfangsefnum. Síđan hefur samstarf lýđrćđisaflanna í Evrópu veriđ í sífelldri ţróun og mótun.

Evrópusamtökin á Íslandi munu ţá tilkynna hver hefur hlotiđ útnefninguna ,,Evrópumađur ársins" fyrir áriđ 2007. Sérstakur gestur fundarins verđur Rina Valeur Rasmussen, framkvćmdastjóri dönsku Evrópusamtakanna. Hún mun fjalla um aukiđ vćgi Evrópuţingsins og hvernig Danir haga sinni pólitík í ljósi ţróunarinnar í Evrópu. Í upphafi mun tónlistarmađurinn Jakob Frímann Magnússon flytja ,,Óđ til Evrópu" eins og honum er einum lagiđ.

Bođiđ er upp á léttan hádegisverđ. Allt áhugafólk um Evrópumál velkomiđ. Fundurinn er haldinn í samvinnu viđ Dansk-íslenska félagiđ á Íslandi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband