Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012

Bull Samtaka ungra bænda staðfest

Í samningaviðræðum Íslands og ESB í dag, var það staðfest að Ísland væri herlaust land.

Samtök ungra bænda ættu sérstaklega að lesa og kynna sér þetta vel, því á vormánuðum 2010 ári birtu þau hreint makalausar auglýsingar þess efnis að íslenskir bændasynir ættu von á því að verða kvaddir í Evrópuherinn (sem er ekki einu sinni til!).

Þetta staðfestir endanlega að Samtök ungra voru einfaldlega að bulla!

Þetta staðfestir einnig að ESB tekur tillit til sérstöðu Íslands.

Frétt í DV, sem snýr að þessu.


Íslenska pylsan í "víking" til Svíþjóðar

AftonbladetÁ www.visir.is segir: "„Eftir Svarta dauða kemur SS-pylsan", svo hljóðar fyrirsögn er birtist í Aftonbladet í vikunni. Fréttin segir frá áætlunum Sláturfélags Suðurlands um að hefja innflutning á íslenskum pylsum til Svíþjóðar.

Í fréttinni er íslensku pylsunum lýst sem töluvert styttri en þeim sænsku og að þær séu oftast borðaðar „með öllu". Blaðamaður Aftobladet fjallar einnig um söluskálann víðfræga, Bæjarins beztu, sem stendur niðri við Reykjavíkurhöfn og tekur fram að staðurinn hafi fengið glimrandi meðmæli frá The Guardian og sjálfum Bill Clinton. „Einstaklingar á borð við Metallica og Bill Clinton hafa einnig notið SS-pylsunnar."

Í annarri frétt sem tengist þessu segir: "Sláturhúsið á Selfossi fékk nýtt útflutningsleyfi útgefið þann 1. febrúar síðastliðinn. Þannig fékk fyrirtækið leyfi fyrir alla þætti starfseminnar á erlendum mörkuðum innan ESB. Markmið SS er að reka slátrun og kjötiðnað sem fyllilega stenst samanburð við það besta sem gerist í sambærilegri starfsemi innanlands og utan.

Á næstunni verða gerðar breytingar á umbúðum sem m.a. felast í því að á þær allar verður stimplað svokallað samþykkisnúmer, sem er staðfesting þess að framleiðslan uppfylli ítrustu skilyrði og reglur ESB.

Auk pylsunnar verða valdar áleggstegundir og steikur einnig fluttar út."

Að öllum líkindum eru miklir möguleikar fyrir íslenskan landbúnað á Evrópumarkaði, sérstaklega með aðild að ESB!

Frétt Aftonbladet

Mynd: Skjáskot www.aftonbladet.se

 


ESB-viðræður: Allir kaflar opnaðir á þessu ári

ESB-ISL2Í Fréttablaðinu þann 30.mars segir: "Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag.

Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum.

Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs."

Þorbjörn Þórðarson um gjaldmiðilsmál á www.visir.is

Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður, skrifar mjög áhugaverðan pistil um gjaldmiðilsmál á www.visir.is og segir þar meðal annars:

"Tölurnar tala hins vegar sínu máli. Vandinn á evrusvæðinu er vandi skuldsettra ríkja. Ríki sem hafa hagað fjármálum sínum með ábyrgum hætti eru ekki í vandræðum. Gjaldmiðillinn hefur ekki hrunið í verði. Þvert á móti hefur hann styrkst eftir bankahrunið. Ólíkt t.d Bandaríkjadollar sem hefur nánast verið í frjálsu falli gagnvart evru frá aldamótum, meðal annars vegna þess að sennilega hefur ekkert þróað ríki í heiminum hagað ríkisfjármálum sínum með jafn óábyrgum hætti og Bandaríkin, nema kannski Grikkland. Og þeir sem kaupa skuldir Bandaríkjamanna, eins og Japanir og Kínverjar, hafa fært sig annað. (Bandaríkjamenn hafa lifað á kostnað þessara ríkja og annarra undanfarin 15 ár og jafnvel lengur).

Vandi Grikkja er miklu flóknari. Innviðir eru að hluta til lamaðir í landinu. Skattsvik og spilling er mikil og skuldsetning nálægt 180% af vergri landsframleiðslu, en skuldirnar koma reyndar til með að lækka um helming með nýlegum samningum um skuldauppgjör. (Þess má svo geta að Lee Buchheit, sem er Íslendingum að góðu kunnur, sá ásamt öðrum um þá samningsgerð fyrir gríska ríkið og ekki er það tilviljun, enda er hann einn færasti sérfræðingur heims í málum skuldsettra þjóðríkja.)

Vandi Grikkja, og vandi Portúgala og Íra, ef út í það er farið, er ekki vandi evrunnar. Tilveru gjaldmiðilsins sem slíks er ekki alvarlega ógnað þótt þessi ríki séu í vandræðum. Það hefði hins vegar haft alvarlegar afleiðingar ef Grikkir hefðu ekki fengið myndarlega skuldaniðurfellingu, einangrast og farið út úr evrusamstarfinu. Það hefði verið fyrsta stóra meiriháttar bakslagið í evrópsku samstarfi í hálfa öld. (Það er umdeilt hvort setja megi höfnun Lissabon-sáttmálans í þjóðaratkvæðagreiðslu hjá Írum í þetta mengi.)"

Einnig vitnar Þorbjörn í Gylfa Zoega, hagfræðiprófessor "„Afleiðingar þess að vera agalaus með sjálfstæðan gjaldmiðil eru verðbólgusveiflur, kaupmáttur sem fer upp og niður og fyrirtæki sem vita ekki hvað þau skulda. Geta ekki gert áætlanir fyrir framtíðina. Gjaldeyrisbraskarar, sem eru sífellt að hugsa um gengi gjaldmiðla, hvort það eigi að hafa peninga inni á gjaldeyrisreikningi eða krónureikningi og hvort skulda eigi verðtryggt eða ekki verðtryggt. Ef þú ert hins vegar inni á evrusvæðinu og ert óábyrgur þá lendirðu í ríkisfjármálarkísu og getur lent í meira atvinnuleysi. Allt hefur þetta kosti og galla."
 


Sjálfstæðir Evrópumenn funda um gjaldmiðilsmál

Í tilkynningur frá Sjálfstæðum Evrópumönnum segir:

Mánudaginn 2. apríl í stofu 101 í Odda - Háskóla Íslands, verður haldinn fundur um gjaldmiðilsmál.

Fundarefni: Kostir Íslendinga í gjaldmiðlamálum
Fundarstjóri: Margrét Guðmundsdóttir

Frummælendur:
Gylfi Zoega prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands
Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands

Fundurinn hefst klukkan 16.00.


Ný könnun SI kynnt - á sama tíma og krónan tekur dýfu!

Á vef S.I. segir: "Á félagsfundi Samtaka iðnaðarins í morgun var rætt um Evrópumál. Á fundinum kynnti Vilborg Helga Harðardóttir nýja og ítarlega könnun meðal félagsmanna SI um afstöðu til Evrópumála. Auk þess hélt Kristján Vigfússon, aðjúnkt við HR erindi um stöðu umsóknarferlisins, stöðu og þróun ESB og stöðu Íslands.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru að mjög skiptar skoðanir eru um hvort draga eigi umsókn um aðild að Evrópusambandinu tilbaka en u.þ.b. jafn margir eru fylgjandi og andvígir. Mun fleiri eru hlynntir því að ljúka aðildarviðræðum (44%) en eru hlynntir aðild að Evrópusambandinu (27%).

Tæplega 59% félagsmanna eru andvígir Evrópusambandsaðild og hefur þeim fjölgað um rúm 19 prósentustig frá árinu 2007. Tæp 69% félagsmanna myndu kjósa á móti ef Evrópusambandsaðild væri borin undir þjóðaratkvæði í dag. Viðhorf félagsmanna til upptöku Evru hefur ekki áður mælst jafn neikvætt og nú; um 36% hlynnt og 45% andvíg."

Þessi könnun kemur á sama tíma og fréttir berast þess efnis að krónan sé sá gjaldmiðill sem fallið hefur hvað mest gagnvart dollar, AF ÖLLUM GJALDMIÐLUM HEIMSINS. Með tilheyrandi hækkunum á verðbólgu, verðtryggðum lánum og svo framvegis.


Balkanskaginn og samskiptin við ESB - föstudagsfundur

Háskóli ÍslandsÍ tilkynningu hjá Alþjóðamálastofnun H.Í. segir:

"Á næsta fundi í fundaröð Alþjóðamálastofnunar um Evrópumál heldur Julie Herschend Christoffersen, fyrrverandi fræðimaður við Alþjóðamálastofnun Danmerkur, erindi um samskipti ríkja Vestur-Balkansskaga (Króatíu, Serbíu, Svartfjallalands, Bosníu og Hersegóvínu, Makedóníu, Albaníu og Kósóvó) við Evrópusambandið. Christoffersen metur stöðuna í dag og ræðir meðal annars þau málefni sem skapa hvað mesta erfiðleika í samskiptum fyrrnefndra ríkja við ESB.

Fundurinn er haldinn í Lögbergi stofu 101, föstudaginn 30. mars kl. 12. Allir velkomnir."


Bryndís Ísfold um læsi og google

 Bryndís Ísfold HlöðversdóttirBryndís Ísfold Hlöðversdóttir, skrifar góðan pistil á blogg sitt og segir þar meðal annars:

"Heimssýn, hópur þeirra sem eru á móti ESB,  óttast ekkert meira en að þjóðin fái upplýsingar um Evrópusambandið, því nú er svo komið að þeir sem veita einhvers konar upplýsingar um ESB eru sakaðir um áróður og óheilindi. Að þeim sjálfum undanskildum, Morgunblaðinu, Mbl.is og Bændablaðinu – auðvitað!

Það er nefnilega merkilegt að nei-sinnar hafa eytt mestu púðrinu sínu í tvennt, að reyna að koma í veg fyrir að þjóðin fái að kjósa um ESB og gera alla þá sem fjalla um ESB tortryggilega með því að kalla þá öllum illum nöfnum.

- í stað þess að ræða málið efnislega.

Hugmyndir þeirra um að fólk sé svo vitlaust að það sjái ekki muninn á áróðri og upplýsingum snúast fyrst og fremst um að þeir sjálfir treysta ekki almenningi til að taka upplýsta ákvörðun um málið og lenda því svo með því að kjósa NEi í þjóðaratkvæðagreiðslu."


Össur: Tvísýnt að klára ESB-viðræður fyrir kosningar 2013

Össur SkarphéðinssonVisir.is segir frá: "Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra telur hæpið að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið fyrir þingkosningar á næsta ári.

Össur lét þessi orð falla á opnum nefndarfundi með utanríkismálanefnd í gær eftir spurningu frá Bjarna Benediktssyni, formanni Sjálfstæðisflokks. Utanríkisráðherra sagði að vissulega hefði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýst því yfir að hennar markmið hafi verið að ljúka viðræðum fyrir kosningar.

„Ég hef áður sagt að það þurfi að ganga rösklega til þess að það sé hægt að ljúka viðræðum fyrir kosningar og tel ákaflega hæpið að ná því.“ Hann vísaði í því sambandi til kaflanna um sjávarútveg og landbúnað. Össur bætti því þó við að fyrst og fremst væri litið til gæða en hraða í viðræðunum. Aðspurður um hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðnanna sagði Össur að hann teldi heilladrýgst að ljúka viðræðunum og leggja samninginn svo fyrir þjóðina."

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband