Leita í fréttum mbl.is

VG ber höfðinu í steininn!

Berjumst bræður!Á flokksráðsfundi VG, sem nú er haldinn á Akureyri var samþykktur heilmikill doðrantur, eða ályktanir, sem nú er að finna á heimasíðu flokksins. Þar er m.a. ályktun um ESB og þar segir m.a.:

,,Flokksráðið ítrekar andstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins.

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hvetur ráðherra, þingmenn og félagsmenn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berjast einarðlega fyrir henni."

Flokksráð VG veður reyk og heldur að Ísland glati sjálfstæði sínu við aðild að ESB. Ekkert aðildarríkja hefur glatað sjálfstæði sínu við aðild. Hafa t.d. þau Norðurlönd sem eru innan ESB gert það?

Og það verður að teljast merkilegt að VG, sem álítur sig vera umhverfisflokk, geri sér ekki grein fyrir því hvar miðpunktur umhverfismála og aðgerða í þeim efnum verður í framtíðinni. Það er í ESB. Ísland sem lítið eyríki getur komið miklu meira til leiðar í samvinnu við aðrar þjóðir í þeim efnum, en ef það stendur eitt og sér fyrir utan samstarf. Þessu hafa aðrir umhverfisflokkar á Norðurlöndum gert sér grein fyrir, m.a. sænski Umhverfisflokkurinn, sem einu sinni vildi ganga úr ESB, en hefur nú skipt um skoðun.

Svo stappar flokksráðið stalinu í félagsmenn sína og hvetur þá til að berjast með kjafti og klóm gegn aðild.  Einmitt nú þegar Ísland þarf kannski sem mest á góðri samvinnu og sátt við ytra umhverfi að halda.

Í kvöld verður svo væntanlega skálað fyrir byltingunni í höfuðstað Norðurlands og sungnir baráttusöngvar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef einhverjir berja höðfðinu við steininn, þá eru það ESB-sjúklingarnir.

Jóhannes Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 15:17

2 Smámynd: Guðlaugur Hermannsson

ESB skapar okkur örugga framtíð. Það sem vekur mestan ótta við inngöngu í ESB er óvissan um sjávarauðlindir okkar. ESB er með sameiginlega stefnu í sjávarútvegsmálum í dag. Ástæðan fyrir því er sú að þau Evrópulönd sem eru í ESB eru með sameiginlega fiskistofna í sínum lögsögum. Þegar Ísland gengur í ESB þá verðum við ekki með sameiginlegan kvóta með ESB nema í flokkustofnum eins og síld og loðnu. Í dag erum við með samkomulag við ESB um skiptingu kvótans. Við inngöngu okkar þá verður þetta samkomulag áframhaldandi en engin heimild til veiða í okkar staðbundnu stofnum. Það er ekki nein skynsemi í því að veita þeim aðgang að lögsögu okkar frekar en að við fengjum aðgang að olíuauðlindum Breta eða Dana.

Íslendingar verða að skilja að hugtakið "sameiginleg fiskveiðistefna" er aðeins vegna aðstæðna í ESB sem er samliggjandi landhelgi ríkjanna og þar af leiðandi sameiginlegir stofnar þessara ríkja eins og flokkustofnarnir innan landhelgi Íslands, Færeyjar, Noregs og ESBlandanna eru sameiginlegi þessum þjóðum.

Samherji er líklegast stærsti útgerðaraðilinn innan ESB með nánast allan karfakvóta ESB. Einnig er Samherji með stóran hluta af veiðiheimildum ESB innan landhelgi Noregs á þeim stofnum sem eru sameign Noregs og ESB. Rússar eru einnig með samliggjandi landhelgi með Norðmönnum og þar með deila með Norðmönnum veiðiheimildum á sameiginlegum fiskistofnum ríkjanna.

Noregur vill ekki ganga inn í ESB vegna fiskveðistefnu sambandsins. Ég tel að það muni lítið breytast hjá Norðmönnum við inngöngu þeirra í ESB vegna þeirrar staðreyndar að það er búið að skipta veiðiheimildum milli þeirra núþegar og yrði ekki breyting á því.

Guðlaugur Hermannsson, 18.1.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband