16.1.2010 | 16:25
VG ber höfðinu í steininn!
,,Flokksráðið ítrekar andstöðu Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þrátt fyrir að nú hafi verið sótt um aðild að sambandinu, er það eindreginn vilji flokksráðs að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt ríki utan Evrópusambandsins.
Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hvetur ráðherra, þingmenn og félagsmenn Vinstri grænna um allt land til að halda stefnu flokksins um andstöðu við aðild Íslands að ESB á lofti og berjast einarðlega fyrir henni."
Flokksráð VG veður reyk og heldur að Ísland glati sjálfstæði sínu við aðild að ESB. Ekkert aðildarríkja hefur glatað sjálfstæði sínu við aðild. Hafa t.d. þau Norðurlönd sem eru innan ESB gert það?
Og það verður að teljast merkilegt að VG, sem álítur sig vera umhverfisflokk, geri sér ekki grein fyrir því hvar miðpunktur umhverfismála og aðgerða í þeim efnum verður í framtíðinni. Það er í ESB. Ísland sem lítið eyríki getur komið miklu meira til leiðar í samvinnu við aðrar þjóðir í þeim efnum, en ef það stendur eitt og sér fyrir utan samstarf. Þessu hafa aðrir umhverfisflokkar á Norðurlöndum gert sér grein fyrir, m.a. sænski Umhverfisflokkurinn, sem einu sinni vildi ganga úr ESB, en hefur nú skipt um skoðun.
Svo stappar flokksráðið stalinu í félagsmenn sína og hvetur þá til að berjast með kjafti og klóm gegn aðild. Einmitt nú þegar Ísland þarf kannski sem mest á góðri samvinnu og sátt við ytra umhverfi að halda.
Í kvöld verður svo væntanlega skálað fyrir byltingunni í höfuðstað Norðurlands og sungnir baráttusöngvar!
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
Ef einhverjir berja höðfðinu við steininn, þá eru það ESB-sjúklingarnir.
Jóhannes Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 15:17
ESB skapar okkur örugga framtíð. Það sem vekur mestan ótta við inngöngu í ESB er óvissan um sjávarauðlindir okkar. ESB er með sameiginlega stefnu í sjávarútvegsmálum í dag. Ástæðan fyrir því er sú að þau Evrópulönd sem eru í ESB eru með sameiginlega fiskistofna í sínum lögsögum. Þegar Ísland gengur í ESB þá verðum við ekki með sameiginlegan kvóta með ESB nema í flokkustofnum eins og síld og loðnu. Í dag erum við með samkomulag við ESB um skiptingu kvótans. Við inngöngu okkar þá verður þetta samkomulag áframhaldandi en engin heimild til veiða í okkar staðbundnu stofnum. Það er ekki nein skynsemi í því að veita þeim aðgang að lögsögu okkar frekar en að við fengjum aðgang að olíuauðlindum Breta eða Dana.
Íslendingar verða að skilja að hugtakið "sameiginleg fiskveiðistefna" er aðeins vegna aðstæðna í ESB sem er samliggjandi landhelgi ríkjanna og þar af leiðandi sameiginlegir stofnar þessara ríkja eins og flokkustofnarnir innan landhelgi Íslands, Færeyjar, Noregs og ESBlandanna eru sameiginlegi þessum þjóðum.
Samherji er líklegast stærsti útgerðaraðilinn innan ESB með nánast allan karfakvóta ESB. Einnig er Samherji með stóran hluta af veiðiheimildum ESB innan landhelgi Noregs á þeim stofnum sem eru sameign Noregs og ESB. Rússar eru einnig með samliggjandi landhelgi með Norðmönnum og þar með deila með Norðmönnum veiðiheimildum á sameiginlegum fiskistofnum ríkjanna.
Noregur vill ekki ganga inn í ESB vegna fiskveðistefnu sambandsins. Ég tel að það muni lítið breytast hjá Norðmönnum við inngöngu þeirra í ESB vegna þeirrar staðreyndar að það er búið að skipta veiðiheimildum milli þeirra núþegar og yrði ekki breyting á því.
Guðlaugur Hermannsson, 18.1.2010 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.