Leita í fréttum mbl.is

Evran er skúrkurinn - MBL

MBLÁ sama tíma og MBL (les: Davíð Oddsson) ræðst gegn Evrunni í Reykjavíkurbréfi gærdagsins, en segir krónuna vera "lykilverkfæri" í endurreisninni hérlendis, berast fregnir af aukinni framleiðni hjá þremur stærstu löndum Evrusvæðisins. Það er Wall Street Journal, sem skýrir frá þessu í frétt á heimasíðu sinni.

Þar segir orðrétt (á ensku): ,,According to a survey released Monday by Markit Economics, the purchasing managers index for the euro zone's manufacturing sector rose strongly to 52.4 in January from 51.6 in December, to reach its highest level for two years.
"The January final PMI readings confirm that the euro zone manufacturing sector has built on its positive end to last year, with growth of output and new orders the fastest since mid-2007 and above the earlier flash estimates," said Rob Dobson, senior economist at Markit.
Recent surveys indicate that business confidence is on the rise across the euro zone."

Lauslega þýtt er um að ræða aukningu í mældum innkaupum fyrirtækja og að pantanir séu í hámarki síðan um mitt ár 2007. Einnig segir að það sé að skapast aukið traust (business confidence) í hagkerfunum á Evru-svæðinu.

En aftur að leiðarahöfundi MBL, en hann gerir erfiðleika Grikkja að umræðuefni sínu og segir að það ,,nötri allt fyrirfram" hjá sambandinu vegna Grikklands. Grikkland á vissulega í vandræðum, en eru þau öll Evrunni að kenna? Nei, svo er reyndar ekki, heldur eiga þau sér langa sögu.

Svo ber einnig að árétta að ESB er ríkjasamband 27 ríkja, ekki ,,one man show" eins og höfundur bréfsins er kannski vanur. Þessvegna er eðlilegt að fari fram umræða innan sambandsins um markmið og leiðir til að leysa vandamál. Þannig virkar ESB!

Evrusvæðið er svæði 16 ríkja (og fleiri nota Evruna sem gjaldmiðil, t.d. Svartfellingar). Nokkur þeirra glíma við umtalsverð vandamál í kjölfar fjármálakreppunar, það er rétt. En það heyrist ekki mikið frá hinum, þar virðist allt vera í ágætu lagi. Það er meirihluti Evrusvæðisins. Og svo má kannski spyrja: Væri betra að vera með 27 sjálfstæða gjaldmiðla sem stjórnmálamenn viðkomandi landa gætu gengisfellt eftir þörfum? Hvaða kostnað myndi það hafa í för með sér fyrir almenning og fyrirtæki í Evrópu?

Vera má að þessi misserin gangi Evran í gegnum þolraun, en að öllum líkindum mun hún þola hana. Þá þolraun stóðst hinsvegar ekki íslenska krónan og sökk eins og steinn. Með ómældum afleiðingum og kostnaði fyrir íslenskan almenning. En um það er ekkert skrifað í Reykjavíkurbréfi MBL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Davíð hefur lengi búið sinn sannleika og það hefði svo sem verið í lagi - EF HANN HEFÐI EKKI VERIÐ Í RÍKISSTJÓRN OG SEÐLABANKA.

DO er dýrustu stjórnmála mistök Íslands

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.2.2010 kl. 23:18

2 identicon

Það hafa fáir lýst yfir efasemdum um að Þýskaland og Frakkland þrífast ágætlega með evru (Ítalía er flóknara mál) - það hafa hinsvegar margir bent á að evruaðild fer oft illa saman við hagsmuni þeirra ríkja sem búa við efnahagslíf sem er frábrugðið því sem er í Frakklandi og Þýskalandi, s.s Grikklands, Írlands, Lettlands (fastgengi), Spánar o.s.frv.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.2.2010 kl. 23:53

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Og þetta eru fréttir um aukna framleiðni?  Markit er matsfyrirtæki og er að leggja mat á Credid Swaps og skuldabréfaviðskipti almennt, vafninga etc. Sama gamla bóluruglið semsagt. Fréttin er semsagt af tímabundinni uppsveiflu i þessum viðskiptum. Hefur ekki rassgat að gera með framleiðni, heldur brask.

Ef þið farið inn á Markit, þá finnið þið aftur á móti að þetta er allt á hraðri niðurleið núna, svo þeta eru gamlar fréttir.

Reynið að skilja hvað þið eruð að fjalla um og hættið að stökkva á einhverja óskilgreinda toppa í brjálæðislega sveiflukenndu umhverfi, sem kemur raunverulegum vexti ekkert við.

Það er til marks um hversu marktæk þið eruð að hér mætir fyrst Hólmfríður vinkona ykkar, sem er einhver mest cluless persóna á blogginu. Gangandi brandari raunar í mínum kreðsum.

Hvað sem öðru líður, þá getið þið gortað af velgengni, ef hún sýnir sig hjá herraþjóðunum, en væri ekki sanngjarnara af ykkur að fjalla um það hvernig minni þjóðum reiðir af í þessu sovéti ykkar.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.2.2010 kl. 08:49

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Jón Steinar: Þetta blogg er ekki staður til að tala niður til fólks. Þú ert líka orðljótur í ofanálag. Svona lagað líðst ekki á þessu bloggi og þú ert sá fyrsti sem nýtur þess vafasama heiðurs að vera útilokaður frá athugasemdum bloggsins. Góðar stundir!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 2.2.2010 kl. 08:59

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þar fór góður landvarnarmaður fyrir lítið.

En þið í Evrópusamtökunum ættuð að kynna ykkur það fréttasefni, sem sagt er mest lesið á Vísir.is í dag: Fjármagn flæðir út úr Evrópu á methraða.

Jón Valur Jensson, 2.2.2010 kl. 22:19

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Og svo má kannski spyrja: Væri betra að vera með 27 sjálfstæða gjaldmiðla sem stjórnmálamenn viðkomandi landa gætu gengisfellt eftir þörfum?"

 .

Stjórnmálamenn? Eru norskir, sænskir eða pólskir stjórnmálamenn að gengisfella krónur og sloty? Stýra þeir seðlabökum? Eða Bretar að fella pundið? Hvað haldið þið að evran sé? Geimfar? Eitthvað annað en vesæll gjaldmiðill án alvöru seðlabanka og sem féll og féll og féll og féll um 30% á vantraustinu einu saman árið 1999-2001 og hækkar svo og hækkar og hækkar og hækkar og hækkar stjórnlaust án nokkurrar ástæðu (þangað til hún breytist í loftbelg og sprengir efnahag evrulanda í mél). Leiksoppur smákaupmennsku. 

Þetta er það heimskulegasta sem ég hef lesið hér á þessum smáauglýsingadálk ykkar á Evrópusamtökunum, og trúið mér, hér á þessum vef birtist margt þunnt, slitið og götótt.  

Vitið þið hvað PMI vísitalan er? Hvenær er indexinn neikvæður eða jákæður? Ef Markit PMI er undir 50 þá gefur vísitalan til kynna að efnahagurinn sé í samdrætti. Ef vísitalan er yfir 50 þá gefur hún til kynna að það sé vöxtur gangi. En vöxturinn gæti líka verið birgðasöfnun.

Það veit sá sem allt veit að mikið óska Finnar sér burt úr þessu evrskrifli núna. Hún er allt að drepa í Finnlandi og þar er núna miklu meiri samdráttur en á Íslandi og meira atvinnuleysi.

By the way. Evran er búin að hækka atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri á Spáni upp í 45%. Atvinnuleysi Spánverja í heild er 20%!!! Seðlabanki ESB fóðraði Spán og Írland á neikvæðum raunstýrivöxtum árum saman og þetta hefur nú lagt efnahag þessara landa í rúst. 

Grikkland er á leið ríkisgjaldþrot, þökk sé evru myntinni og "beggar thy neighbor" 10 ára stanslausri innvortis gengisfellingu Þjóðverja. Ítalía Portúgal og Spánn fara þar á eftir. Grikkland borgar. 

Atvinnuástand á Íslandi er nú þegar að verða eitt hið besta í allri Evrópu. Þið náðuð að upplifa ESB-atvinnuleysi í þrjá heila mánuði á síðustu 30 árum. Atvinnuleysi í ESB er búið að vera um 8-12% í 30 ár samfleytt.

Hvenær ætlið þið á Evrópusamtökunum að þorna á bak við Óla Alexander fíli boom bom júmbó eyrun ykkar. Takið ykkur saman. 

Framleiðni? Hvað eruð þið að tala um? Hvað hefur PMI að gera með framleiðni. Farmleiðni hefur hríðfallið í ESB á undanförnum árum og er VLF framleiðni á haus í ESB núna 20 árum á eftir Bandaríkjunum.

En þið eigið kannski við "framliðinn efnahagur ESB". Ef svo er þá er það auðvitað hárrétt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.2.2010 kl. 19:30

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta var bráðfyndið og frábært innlegg frá honum Gunnari. Vonandi verður ekki lokað á hann dyrum að "smáauglýsingadálkinum" eftir þetta!

Jón Valur Jensson, 4.2.2010 kl. 00:38

8 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Það eru líka t.d. alveg bráðfyndnar innsláttarvillurnar hjá honum Gunnari, t.d. ,,seðlabökum" sem er kannski einhver ný tegund af breiðum bökum?

Það sem þið ESB-andsinnar talið aldrei um er að vandamál Grikklands eru miklu eldri heldur en Evran, þið skellið jú bara skuldinni á hana. Það er t.d. talið að um 1/3 af grískum efnhags sé ,,svartur", neðanjarðar og gefi því engar skatttekjur. Þá er spilling mikil. Þetta tvennt er ekki Evrunni að kenna.

En jú, Gunnar hefur vissulega mikið skemmtanagildi, það verður ekki af honum skafið!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 4.2.2010 kl. 21:01

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lítið var hér um málefnaleg andsvör gegn innleggi Gunnars.

Ég er sammála ykkur, að verstu villur hans eru ásláttarvillur.

Jón Valur Jensson, 4.2.2010 kl. 21:54

10 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Jón Valur: Kíkið á: http://www.evropa.blog.is/blog/evropa/entry/1014711/

Vandamálin eru sjaldnast eins einföld og Nei-sinnar vilja vera láta. Heimssýn margra þeirra virðist ekki mjög margslungin.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 7.2.2010 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband