Leita í fréttum mbl.is

Af ESB og flengingum

RassskellingÞað virðist vera í tísku núna hér á Íslandi að tala um Grikki og erfiðleika þeirra. Og stundum er næstum eins og hlakki í mönnum vegna þess að það hrikti nú í Evrunni.

Eitt nýjasta dæmið um slíkt er frétt um Grikkland sem birtist á www.visir.is í dag og er skrifuð af Óla Tynes. Undir fyrirsögninni Evrópusambandið flengir Grikki. Fréttin er nánast bein þýðing á frétt eftir blaðamanninn Ambrose Evans-Pritchard. Sá skrifar oft um ESB og er tónninn í skrifum hans yfirleitt neikvæður. Bloggarar hér á landi sem nánast hata ESB eins og pestina vitna oft í hann.

Við lestur þýðingar Óla Tynes fær lesandinn þá tilfinningu að nú ætli ESB sko að sýna þessum vandræðagemlingum í Grikkandi í tvo heimana, flengja þá og hvaðeina, ,,ekki sleppa þeim af króknum,“ gera þá að kotbýlingum í ESB o.s.frv.

Engin tilraun er gerð, hvorki í grein AEP eða ÓT til þess að greina frá hinu raunverulega vandamáli Grikkja, sem er t.d. óheiðarleiki og yfirhylmingar gagnvart ESB, ,,fegrun“ á tölum um opinberan efnahag landsins og svo framvegis.

Þá segir orðrétt í frétt/þýðingu Óla Tynes; ,, Evrópusambandið neitar enn að upplýsa á hvern hátt það gæti hugsanlega komið Grikklandi til aðstoðar.“ Í frétt Daily Telegraph segir: ,, The EU has still refused to reveal details of how it might help Greece raise €30bn (£26bn) from global debt markets by the end of June.” Hér sleppir ÓT mjög mikilvægu orði, sem er ,,smáatriði” eða ,,details”.

Er það ekki eðlilegt að ESB neiti að gefa upp smáatrið í þeirri áætlun að aðstoða Grikkland í að afla 30 milljarða Evra á alþjóðlegum fjármálamörkuðum fyrir lok júní á þessu ári? Kannski er málið bara ekki klárað, enda enginn smá-pakki á ferðinni!

En sé frétt ÓT lesin má hinsvegar skilja að hið vonda ESB segi bara nei,nei,nei um það hvernig það ætli að aðstoða ESB!Annað í sambandi við Grikkland og vandræði landsins er sú staðreynd að Grikkland hefur ekki lagt fram formlega beiðni til ESB um hjálp!

Núverandi (og ný) ríkisstjórn sósíalista í Grikklandi er staðráðin í því að glíma við sín vandamál, sem hún fékk í arf frá fyrri stjórn (hljómar þetta ekki kunnuglega?). Það má sjá og heyra af samtölum við gríska ráðmenn á alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum.

Evrópuumræðan á Íslandi þarf að vera upplýst og góð.

Eldri umfjöllun um Grikkland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Hjaltadóttir

Þær refsiaðgerðir sem sambandið hefur hótað Grikkjum eru vissulega niðurlægjandi fyrir aðildar og myntbandalagsríkið. Er það virkilega svo að það sé byrjað að molna undan evrunni?

Er það réttlætanlegt að sambandið svipti Grikkland a.m.k. tímabundið atkvæðarétti á fundi/fundum?

Halldóra Hjaltadóttir, 17.2.2010 kl. 18:26

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Undirstöður evrusvæðisins hafa frá upphafi verið meingallaðar þar sem hagkerfin sem mynda það eiga á heildina litið enga samleið hagfræðilega. Það er kjarni vanda svæðisins.

Hjörtur J. Guðmundsson, 17.2.2010 kl. 18:42

3 Smámynd: Ómar Gíslason

Regluverk evrusvæðisins hefur verið meingölluð frá upphafi. Og það mun ekki ganga upp nema að þetta sé eitt ríki.

Ómar Gíslason, 17.2.2010 kl. 22:12

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Evrópuumræðan á Íslandi þarf að vera upplýst og góð."

Er þetta brandari? 

Hvernig getur umræða verið "upplýst"? Ef umræða er "upplýst" hver er þá tilgangur hennar? Hún þarf varla að fara fram ef hún er upplýst. Ég sem hélt að umræða (debate) færi fram til þess að upplýsa þá sem hafa áhuga á henni. Ekki að "upplýst" umræða ætti að troðast ofaní kokið á fólki. Það er ekki neitt til sem heitir upplýst umræða um þetta mál. Þetta eru ekki raunvísindi. Plús: margt það heimskulegasta sem kemur fram um þetta mál á Íslandi er borið fram af Evrópusamtökunum hér á þessari bloggsíðu ykkar.    

Merkilegt að þessi svo kölluðu Evrópusamtök séu þeir einu aðilar á Íslandi og í heiminum öllum sem vita hvað "góð umræða er". Þið, Hjörtur og Ómar og aðrir óupplýstir fábjánar, ásamt mér sjálfum og 70% íslensku þjóðarinnar, vitið ekki hvað "góð umræða" er. Þess vegna þarf að skipta um þjóð í landinu. Skipta um þjóð svo upplýst Evrópusamtök geti upplýst nýja þjóð um það hversu heimsk hin fyrri var.

Og svo er kosið aftur og aftur og aftur þangað til allir eru "upplýstir". Eða þá að maður treður einu stykki myntbandalagi ofaní kok þjóðarinnar án þess að spyrja kóng né prest. Svo springur það í andlitið á þjóðinni, eins og í Þýskalandi og Hollandi núna - og þá koma svo kallaðir Evrópumenn - og segja þeim að þetta hafi verið mistök og að eina leiðin til að fá draslið til að virka sé að leggja niður landið þeirra.

Upplýst skítapakk!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.2.2010 kl. 12:49

5 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sæll Gunnar: Þökkum innlegg, en mælum með að þú hellir úr skálum þínum annarsstaðar, jafnvel í annarri heimsálfu!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 18.2.2010 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband