Leita í fréttum mbl.is

Enn af Grikkjum - SVD

Carl B HamiltonÓhætt er að segja að Grikkland sé í ,,fókus" um þessar mundir og margir sem leggja orð í belg. Carl B. Hamilton, formaður viðskiptanefndar sænska þingsins og Olle Schmidt, þingmaður á Evrópuþinginu skrifa grein í Sænska dagblaðið (SVD), en báðir eru félagar i sænska Þjóðarflokknum. Þar segja þeir m.a.:

,,Ekki er hægt að skella skuldinni vegna vandamála Grikklands á Evruna. Léleg stýring á fjármálum hins opinbera leiðir til vandræða, skiptir ekki máli um hvaða gjaldmiðil er að ræða. Ef Evran væri ekki til staðar væru vandamálin enn verri. Þá værum við að glíma við spámennsku og gengisfellingar um 20 gjaldmiðla, til þess að auka samkeppnishæfni þeirra. Fjármál hins opinbera væru ennþá verri. Þrátt fyrir sína galla hefur ,,stöðugleikapakkinn" hjá ESB leitt til meira aðhalds í opinberum fjármálum."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Albert Rögnvaldsson

Góðann daginn.


Svíar ætti þá að taka upp evru sjálfir eða gefa Girkklandi Bofors FH 77  nokkrar  svo þeir geti rifið sig út úr myntbandalaginu. 

Stofnun myntbandalagsins var veðmál

Á þýska blaðinu Berliner Zeitung skrifuðu menn í gær, að ef lönd evrusvæðis sameinist ekki eins-og-skot þá muni evran verða að engu sem gjaldmiðill.

Blaðið telur upp það sem margir menn með viti vöruðu við áður en myntbandalagið var stofnað, en sem Brussel nú í rjúkandi rúst veit greinilega ekki neitt um ennþá.

Stofnun myntbandalagsins var veðmál, segir blaðið. Stjórnmálamenn og embættismenn hafa nú tapað þessu veðmáli. Evran virkaði ekki. Hún hefur orsakað meiri sundrungu en var í Evrópu áður en henni var ýtt úr vör.

Norður-Evrópa, segir blaðið, stundaði innvortis gengisfellingar (launa og kostnaðarlækkun) á meðan hún, undir stjórn seðlabanka Evrópusambandsins, fóðraði Suður-Evrópu, Írland og ERM löndin á ódýru fjármangi sem gerði þeim kleift að kaupa vörur frá nyrðri löndum evrusvæðis - og sprengja sig sjálf hátt í loft upp.

Þess vegna verða lönd evrusvæðis að sameinast strax!, segir blaðið.

Að leggja lönd að veði
Svo eru menn að agnúast út í aðila markaðarins fyrir að gera það sem þó er þeirra fyrsta og frómasta hlutverk; að stunda spákaupmennsku! Það er nefnilega ekki til nein önnur kaupmennska. Stunda hana eins og gert hefur verið í heiminum frá örófi alda. Það var meira að segja kvartað yfir spákaupmennsku, viðskiptasvindli, fasteignabraski og vörusvikum á skyndibitastöðunum í Jerúsalem á tímum krossferða. En þegar stjórnmálamenn og stjórnlausir embættismenn Evrópusambandsins stunda spákaupmennsku - og leggja þjóðfélögin undir - þá er það kallað "stjórnmál" og Evrópumál!" - Fruss hér; Berliner Zeitung

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson

(bannfærður á vef Evrópusamtakanna fyrir að kunna ekki upplýsta umræðu)

Gunnar Albert Rögnvaldsson, 19.2.2010 kl. 06:44

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Sniðugur! Ef menn fara yfir strikið verður að gera eitthvað í málinu. Þó þú sért (vægast sagt)mikill andstæðingur ESB, þá gefur það þér ekki leyfi til þess að segja hvað sem er, allavega ekki á þessu bloggi! Við verðum að sýna að við séum siðaðar manneskjur, líka í ESB-umræðunni. Þetta er líka bara spurning um almenna kurteisi. Eða ertu þessu ósammála?

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 19.2.2010 kl. 08:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband