Leita í fréttum mbl.is

Evran: Bjargaði Möltu, segir forsætisráðherrann

Bloggari rakst á þessa frétt á www.malefnin.com og er hún athyglisverð:

Malta2,,Forsætisráðherra Möltu segir í viðtali við þýskt dagblað, að landið væri að öllum líkindum gjaldþrota og stæði mun verr en Ísland ef evrunnar nyti ekki við. Samt hafi Malta ekki enn orðið fyrir barðinu á fjármálakreppunni að neinu ráði.

„Ef evrunnar nyti ekki við væri Malta sennilega mun verr stödd en Ísland: við værum gjaldþrota," segir Lawrence Gonzi í viðtali við blaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung. „Evran forðaði okkur frá því í tíma, hún bjargaði okkur í raun."

Malta var áður með eigin gjaldmiðil, líruna. Gonzi sagði, að gengi hennar hefði verið nokkuð stöðugt en hagkerfi Möltu hefði hins vegar verið afar viðkvæmt fyrir sveiflum á öðrum gjaldmiðlum. Malta tók upp evru í byrjun síðasta árs og hefur til þessa sloppið að mestu við afleiðingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar.

„Til allrar hamingju höfum við sloppið til þessa. Bankarnir okkar hafa alltaf haft nægt lausafé og tengjast ekki alþjóðlegum bönkum, sem nú eiga í miklum erfiðleikum," sagði Gonzi við þýska blaðið.

Malta er eyja á Miðjarðarhafi. Þar búa um 450 þúsund manns. Malta gekk í Evrópusambandið árið 2004."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ætli ástæða þess að Maltverjar hafa sloppið svo vel, sé ekki frekar vegna þess, að bönkum þeirra bar gæfa til að vera ekki að brölta á erlendum mörkuðum. Það er varla evrunni að þakka.

Gunnar Heiðarsson, 2.3.2010 kl. 13:51

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við værum líklega ekki í þessari stöðu ef við hefðum verið í ESB og haft evruna. Held að það blasir alveg við.

Sleggjan og Hvellurinn, 2.3.2010 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband