Leita í fréttum mbl.is

Guðfríður og Ásmundur: Leggja til ROSALEGA úttekt á gjaldmiðilsmálum!

Guðfríður Lilja GrétarsdóttirTveir þingmenn VG, Guðfríður Lilja Grétarsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, leiðtogi NEI-sinna á Íslandi mæltu fyrir þingsályktunartillögu um gjaldmiðilsmál á Alþingi í síðustu viku. Og það er enginn SMÁRÆÐIS úttekt sem þau eru að mæla fyrir. Þau vilja m.a. fá innlenda og erlenda sérfræðinga til að gera heildstætt mat á kostum og göllum krónunnar, láta rannsaka hvort krónan hafi gert okkur gagn eða ógagn við að vinna okkur út úr kreppunni (sem við erum náttúrlega alls ekki búi að) og þau vilja bera saman aðstæður á Íslandi við önnur myntsvæði sem hafa verið að glíma við kreppur, Evrusvæðið og þau vilja líka láta gera heildstætt mat á upptöku annarra gjaldmiðla og nefna í því samhengi Evru, dollar, norsk og sænska krónu! Vá, þetta var löng setning!

En það er líka ljóst af þessu að þetta yrði svakalega löööööööng úttekt, sem tæki eflaust mörg ár að vinna.

Er það kannski það sem vakir fyrir þeim, að svæfa gjaldmiðilsmálið í rannsóknt-úttekt, sem tæki langan tíma? Ásmundur Einar er jú formaður hreyfingar sem vill ekki heyra á annan gjaldmiðil en krónuna minnst!

Þar að auki myndi myndi kostnaður við þetta hlaupa á tugum ef ekki hundruðum milljóna.T.d. eru erlendir sérfræðingar ekki ókeypis, að því höfum komist í kreppunni. Það vita GL-ÁS!

Annað: Norðmenn hafa þegar sagt NEI og vilja ekki láta Íslendinga taka upp norska krónu. Þannig að þeim hluta er bara hægt að sleppa. Vita Guðfríður Lilja og Ásmundur ekki þetta, eða eru þau búin að spyrja einhverja aftur í Noregi?

Ólíklegt er að Svíar myndu leyfa okkur að taka upp sænsku krónuna og alls ekki er útilokað að þeir taki upp Evru á næstu árum, m.a. vill núverandi fjármálaráðherra (hægrimaðurinn Anders Borg) vinna að upptöku hennar.

Og svo þetta: Bloggari gerir ráð fyrir að bæði Guðfríður og Ásmundur séu sósíalistar, eða jafnvel kommúnistar, þau tilheyra jú VINSTRI-Grænum. Og að þau séu friðarsinnar. Spurningin er þá þessi: Vilja þau taka upp dollara, en fáir hlutir tákngera alheimskapítalismanna jafn mikið og dollarinn?

Fáir gjaldmiðlar hafa verið notaðir jafnmikið til þess að fjármagna stríð og aðra óáran í heiminum og er dollarinn enn í því hlutverki! Þetta gengur einhvernvegin ekki upp, það verður að segjast eins og er.

Evran er hinsvegar gefin út af sambandi og aðildarríkjum, sem standa fyrir frið, mannréttindi, jafnræði og mannvirðingu. Þau markmið sem uppfylla þarf til að taka upp Evru eru m.a. lágir vextir, lág verðbólga og stöðugleiki í efnahagsmálum. Allt þættir sem miða að velferð og öryggi ,,Jóns og Gunnu" og barna þeirra, s.s. almennings!

Er það ekki eitthvað sem við Íslendingar þurfum hvað mest þessa dagana? 

Þeir sem vilja hlusta á Guðfríði Lilju mæla fyrir tillögunni, geta gert það hér


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eru evrópusamtökin kannski hrædd við slíka úttekt?

Gunnar Heiðarsson, 6.3.2010 kl. 22:53

2 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Alls ekki, þörfin er hinsvegar önnur spurning.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 6.3.2010 kl. 22:56

3 identicon

Jæja,

"Þau markmið sem uppfylla þarf til að taka upp Evru eru m.a. lágir vextir, lág verðbólga og stöðugleiki í efnahagsmálum."

Þetta nægir bara ekki til bloggari til þess að huga að "velferð og öryggi ,,Jóns og Gunnu"".

Vandamálið er það að þú keyrir ekki skuldsettan ríkisbúskap á erlendum gjaldmiðli. Spurningin er því hvort þú bloggari góður ert tilbúinn að hleipa hér öllu lofti af kerfinu áður en skipt verður um gjaldmiðil? Það þíðir að láta allt hér falla sem fallið getur þangað til að eftir standa rústir einar, einungis þá er hægt að leggja af stað í upptöku nýs gjaldmiðils.

Hér þurfum við eftirfarandi; 1) lágar skuldir ríkissjóðs 2) hallalaus fjárlög 3) Styrka efnahagsstjórn 4) trúverðuga ríkisstjórn

Ég feitletra 4. atriðið því það er síðast en ekki minnst mikilvægt.

Hvað varðar Maastricht skilyrðin, þá hafið þið EURO-sinnar hugsað ykkur að fá undanþágu frá þeim. Hana munið þið eflaust fá og í framhaldi munið þið keyra íslenskan efnahag til fjandans, nánar tiltekið þá mun dæmið enda þannig að ESB mun taka völdin í landinu.

Eina kerfið sem mögulega gæti hentað Íslendingum væri fjölmyntarkerfi. Þá væri greitt fyrir notkun og umferð annara gjaldmiðla hér á landi meðfram notkun krónu. Slíkt kerfi getur verið mjög öflugt en kallar á að AGS verði hent úr landi.

Það er mjög slæm hugmynd að gefa eftir peningaprentunarvaldið.

Engin samhæfing á fjárlögum er innan Evrópusambandsins.

Skattamál eru ekki samhæfð í innan Evrópusambandsins.

Veðum verður pumpað inn í ECB og stofnannir honum tengdar, öllum á einn stað og fyrr en varir eiga þeir landið.

---------------------

Varðandi fullyrðingar hér um "frið, mannréttindi, jafnræði og mannvirðingu" í Evrópusambandinu og í tengslum við peningastjórn Evrópusambandsins, tja mér er hlátur i hug yfir naivismanum.

Það væri kannski Sambandinu til sæmdar að það iðkaði þessa hluti sem dæmi í þeim þriðja heims ríkjum þar sem þeir eiða milljörðum dollara í orkuver og byggingu orkumannvirkja, gasleiðslur yfir heilu og hálfu álfurnar, þar er ekki verið að setja umhverfismálin fyrir sig, ekki utan þessa sambands.

Þar er ekki verið að standa vörð um mannréttindi. Þar er ekki verið að hugsa um loftlagsmálin né heilsu fólks. Þar stúta ESBflotar fiskimiðum þróunarríkja, hrekja hundruði þúsunda frá heimilum sínum með stíflugerð ect.

Bloggari, hér er heilmikið fyrir þig til að hugleiða og tek ég fram að ég er með gögn fyrir þessum hlutum. Ég er til dæmis með töflur yfir fjárfestingar Evrópska Fjárfestingabankans á undanförnum árum en hann er í eigu sambandsins og er eins konar Trójuhestur sambandsins. Þið ættuð að kannast við kvikindið því Ýmsir Íslenskir aðilar eiga í viðskiptum við hann, þar á meðal Orkuveitan. 

sandkassi (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 23:52

4 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

Gunnar W: Takk fyrir málefnalegt innlegg, til fyrirmyndar. Er algerlega sammála þér um þetta: Hér þurfum við eftirfarandi; 1) lágar skuldir ríkissjóðs 2) hallalaus fjárlög 3) Styrka efnahagsstjórn 4) trúverðuga ríkisstjórn

Trúverðugleiki er nokkuð sem allar ríkisstjórnir þurfa að hafa, öll stjórnvöld yfir höfuð.

Svo segir þú: ,,Varðandi fullyrðingar hér um "frið, mannréttindi, jafnræði og mannvirðingu" í Evrópusambandinu og í tengslum við peningastjórn Evrópusambandsins, tja mér er hlátur i hug yfir naivismanum."

Hér er verið að tala um þau gildi sem ESB byggir á, ekki misskilja.

Langar að heyra frekar frá þér um fjölmyntakerfi og útfærslu þess, hvernig myndi það virka í ljósi þess að um 80% af útflutningi fer til Evrópu og landa sem eru með Evru, pund eða krónur (sek/nok)?

Og varðandi peningaprentun, hún er tvíeggjað sverð, hægt er að misbeita því VALDI með skuggalegum hætti. Mörg dæmi um það.

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 7.3.2010 kl. 10:31

5 identicon

tja, það myndi þá gera ráð fyrir því að þau fyrirtæki sem notuðu fyrst og fremst Evru gætu þá notað hana, sama með dollar ect. Þetta þarf að gera með rglugerðum  og eftirliti þó.

Útflutningsfyrirtækin myndu þá nota krónu en innflutningsfyrirtækin erlenda mynt.

Hægt væri að ákvarða kvóta af erlendri mynt í landinu. Meira er ég svo sem ekki búin að útfæra þetta en hef velt þessu lauslega fyrir mér öðru hvoru.

Við gætum áfram sett okkur verðbólgumarkmið og stjórnað peningamagninu í umferð.

Hefðum áfram peningaprentunarvaldið með krónuna. 

sandkassi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 11:45

6 identicon

Hitt er annað mál að þú hefur ekki útskýrt þinn hluta málsins.

Þú segir;

"Trúverðugleiki er nokkuð sem allar ríkisstjórnir þurfa að hafa, öll stjórnvöld yfir höfuð."

Svar; hér er þó fjallað um ERM, upptöku Evru. Tenging krónu við Evru. 

Kannski vill greinarhöfundur útskýra fyrir mér hvers vegna trúverðug ríkisstjórn er sérstaklega mikilvæg í því sambandi?

Hugsaðu þér að þú sért að svara spurningu í prófi, það er rétt og rangt svar, nú máttu ekki svara vitlaust því þá er þetta farið:)

sandkassi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 17:33

7 Smámynd: Evrópusamtökin, www.evropa.is

GW: Trúverðugleiki er mikilvægur í stefnumótun hverrar ríkisstjórnar, þar með talið í gjaldmiðlisstefnu/gjaldmiðilsmálum. Þetta snýst um traust. Svo er það annað mál að sumir eru bara beinlínis á móti öllu slíku og hafa því ekki það traust eða trúverðugleika sem þarf. Þú ert sennilega einn af þeim enda í samtökum sem berjast gegn upptöku Evru og aðild að ESB.

Hvernig hefur verðbólgumarkmið reynst Íslendingum? Skelfilega, verðbólga hefur verið yfir markmiðinu lang stærsta hluta þess tímabils. Peningamagni verður að stjórna, annað er uppskrift upp á ofþenslu og verðbólgu - háa vexti, ekki satt!

Bloggari vonar að hann klikki ekki á prófinu!!

Evrópusamtökin, www.evropa.is, 7.3.2010 kl. 18:01

8 identicon

jú þú gerðir það reyndar, rangt svar.

Þegar gengi eins gjaldmiðils er bundið við gengi annars gjaldmiðils, þá verður trúverðug efnahagsstjórn og trúverðug ríkisstjórn að vera til staðar ef nokkur möguleiki á að vera fyrir umheiminn að taka mark á föstu gengi krónunnar.

Fyrra atriðið er ekki staðar og hið síðara en síður.

No dice.

sandkassi (IP-tala skráð) 7.3.2010 kl. 18:47

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það væri gaman að ef þessi tvímenningar mundu bæta við úttektina um hvort við höfðum lent í þessum hremmingum ef við hefðum haft Evru.

Þeir eru kannski hræddir við þá niðurstöðu.

Sleggjan og Hvellurinn, 8.3.2010 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband