Leita í fréttum mbl.is

Fundur um Evrópumál, fimmtudag

Ágæta áhugafólk um Evrópumál, við vekjum athygli ykkar á þessum fundi á fimmtudaginn kl.11.40-12.20.


esb-merkiÍsafold - ungt fólk gegn ESB-aðild, í samstarfi við Orator, félag laganema við HÍ  boða til málfundar um ungt fólk og Evrópusambandið fimmtudaginn 11. mars næstkomandi í sal 101 á Háskólatorgi kl. 11.40-12.20


Yfirskrift fundarins er
,,Ungt fólk og ESB  - hvað græðum við á aðild?".
Ræðumenn verða þau Maria Elvira Mendez dósent í evrópurétti, Magnús Árni
Magnússon aðjúnkt í stjórnmálafræði og Tale Marte Dæhlen, formaður Ungdom mot EU í Noregi.

Hvert þeirra mun halda um 10 mínútna erindi. Erindin fjalla um áhrif
mögulegrar aðildar Íslands að ESB á ungt fólk með áherslu á menntun,
lýðræði, atvinnu/atvinnuleysi og fleiri málefni sem snúa að hagsmunum ungs
fólks. Ræðumenn, sem hafa mismunandi skoðanir á þessum málaflokki, munu í
erindum sínum leitast við að svara því hvers vegna eða hvers vegna ekki
ungt fólk ætti að vilja ganga í ESB. Í  lok erindanna verða fyrirspurnir
leyfðar úr sal.

Fundurinn verður á ensku


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Gott að þessi mál séu rædd. Það koma alltaf einhverjar nýjar upplýsingar fram á svona fundum sem síast inn í hug þeirra sem enn efast

Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.3.2010 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband