Leita í fréttum mbl.is

Gylfi Arnbjörnsson hvass um krónuna

Gylfi ArnbjörnssonGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skrifar öflugan pistil á www.pressan.is um íslensku krónuna undir fyrirsögninni, GETUM VIÐ TREYST BRENNUVARGINUM FYRIR KYNDLINUM?Gylfi er ekkert læðupokast í orðanotkun sinni og segir m.a.:

,,Blind þjóðernistrú

Það er afar mikilvægt að stjórnmálamenn þessa lands átti sig á því að það er ekki hægt að byggja framtíð okkar hagkerfis á sama sem engu. Blind þjóðernistrú á eigin gjaldmiðil, þann minnsta í heimi!, getur bara haft eitt í för með sér og það eru miklar sveiflur í okkar efnahags- og atvinnulífi – líkt og við höfum mátt búa við undanfarna áratugi.

Ef horft er íslenska hagkerfið síðustu 60 árin má sjá, að aðeins í einn af þessum sex áratugum hefur íslenskt launafólk búið við efnahagslegan stöðugleika og lága verðbólgu. Það var 1990-2000. Öll hin árin hefur verðbólga og óstöðugleiki leikið kaupmátt launafólks og elli- og örorkulífeyrisþega grátt og rýrt eignir þeirra." 

Og síðar segir Gylfi:

,,Krónan föst

Íslenska krónan hefur fallið um amk. 20% meira en samrýmist langtímajafnvægi hennar. Vandinn er bara sá að hún er föst þarna á meðan Alþingi heldur landinu einangruðu frá öllum eðlilegum samskiptum við fjármálamarkaðina. Að mínu mati er í gangi ákveðið kapphlaup við tímann hér á landi – annað hvort tekst að skila þessari styrkingu krónunnar til almennings með lækkuðu verði á erlendri vöru og þjónustu og lækkun á skuldum heimilanna með hjöðnun verðbólgunnar eða þetta mun brjótast út sem launaskrið og í kjölfar þess almennar launahækkanir.

Það færi vel að fjármálaráðherra landsins gerði sér grein fyrir þessu – næg er reynslan því í fimm af sex síðustu áratugum gerðist þetta þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir aðila vinnumarkaðarins að ná tökum á þessu ástandi. Á ársfundi ASÍ í október 2008 – og aftur á aukaársfundi í mars 2009 – var það okkar niðurstaða að eina færa leiðin út úr þessum ógöngum væri að sækja um aðild að ESB og taka upp evru eins fljótt og hægt er.

Aðeins þannig getum við fengið traustann grunn að okkar hagkerfi – grunn sem launafólk geti staðið á og byggt framtíð sína og barna sinna á til lengri tíma en 10 ára í senn!" 

Allur pistillinn

Uppfærsla: Kíkið einnig á http://silfuregils.eyjan.is/2010/03/09/kronan-sem-brennuvargur/ og lesið "kommentin" líka, þau eru mörg hver áhugaverð og sitt sýnist hverjum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er grafalvarlegt mál þegar forseti ASÍ stekkur fram á ritvöllinn með ádeilu sem þessa. Málið verður enn alvarlegra þegar hann gerir ekki grein fyrir afleiðingum þess að taka upp Evru en henni fylgir afsal peningamálastefnu landsins til Seðlabanka Evrópu.

Staðreyndin er nefnilega sú að vextir eru í dag lágir í Evrulöndum vegna lítils hagvaxtar undanfarið sem er öfugt við raunveruleikann hér á Íslandi undanfarin ár. Vextir eru stjórntæki Seðlabankans til að slá á verðbólgu. Ef Ísland tekur upp Evru þá er hætta á að þegar hagkerfi Íslands fer að hitna, en stendur í stað í Evrópu, og verðbólga fer á flug þá mun landið ekki lengur hafa tækin til að spyrna við verðbólgunni, því við höfum afsalað þeim til Seðlabanka Evrópu. Þegar svo er komið mun byltingin éta börnin sín og gott betur.

Forseti ASÍ ætti að taka það með í reikninginn enda er það almenningur í landinu sem verður verst fyrir barðinu á verðbólgunni eins og sagan sýnir.

Magnús B Jóhannesson (IP-tala skráð) 9.3.2010 kl. 23:51

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Blinda Þjóðernistrú tek ég fram yfir Mammonsdýrkun forseta ASÍ

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 10.3.2010 kl. 00:59

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Er stjórnarformaður Totólafélags hæfur til að gegna embætti forseta ASÍ.  Ekki kemur nú á óvart þótt þessi fugl vilji inn í ESB og henda krónunni.

Sennilega til að fela skítaslóðina eftir sjálfan sig á Tortóla ??

Sigurður Sigurðsson, 10.3.2010 kl. 08:21

4 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það er nú ekkert nýtt að þennan hálaunaða ASÍ jólasvein langi mikið inn í ESB appartið.

En taka ber til þess að þessi maður talar ekki í umboði félagsmanna verkalýðrshreifingarinnar eins og hann gefur sig út fyrir.

Þetta er semsagt umboðslaus jólasveinn.

Skemmst er að minnast 1. maí ræðu þessa sjálfskipaða verkalýðsforstjóra þar sem hann eyddi mestum ræðutímanum í að mæra þetta sameinaða ESB framtíðarland sitt, reyndar heyrðist sem betur fer ekki mikið í honum því verkalýður landsins baulaði að honum allan ræðutímann. 

En hann áttar sig ekkert á því þessi jólasveinn að hann talar ekki í umboði fólksins í landinu.

Enda hefur þessi jólasveinn verið forritaður með ESB veirunni af ESB yfirtrúboðinu á Íslandi.

Svoleiðis tilfelli taka engum rökum og geta heldur ekki skipt um skoðun.

Gunnlaugur I., 10.3.2010 kl. 09:26

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er sárt að horfa upp á það að menn sem eru á launum hjá þorra þjóðarinnar eru farnir að skipta sér af pólitík.

Gylfi Arnbjörnsson er fulltrúi launamanna og á að standa vörð um þeirra kjör. Hann hefur ekkert leyfi til að vera að tjá sig um eða skipta sér af pólitík. Það má vel vera að hann telji að okkur væri betur borgið innan ESB, hann á þá að halda því fyrir sig.

Það er ekki að sjá að hann sé að sinna sínu verki, stöðugleikasáttmálinn er orðinn að fastlaunasáttmála, öll atriði hanns eru fyrir bí nema launaliðurinn. Hann heldur vel.

Hvort þetta er vegna getuleysis Gylfa og hanns manna eða hvort þetta er vegna óskhyggju hanns um að komast til metorða hjá krötunum, skal ósagt látið.

Hvort heldur er, þá er hann enn starfsmaður launþega. Hann virðist vera búinn að gleyma því.

Gunnar Heiðarsson, 10.3.2010 kl. 16:12

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sammála Gylfa. Og á hann hrós skilið fyrir að vekja athygli á þessu. Að ESB aðild er til hagsbóta fyrir vinnandi fólks í landinu og er þá að sinna sínu hlutverki vel sem formaður ASI.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.3.2010 kl. 18:24

7 Smámynd: Hamarinn

Þursinn í ASÍ ætti að sjá sóma sinn í að segja af sér. Hann hefur aldrei unnið fyrir félagsmenn AsÍ, hugsar einungis um eigin hag. Burt með ÞURSINN:

Hamarinn, 10.3.2010 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband