Leita í fréttum mbl.is

Jón Steinsson: Dýr sveigjanleiki?

Jón SteinssonJón Steinsson, lektor í hagfræði við Columbia-háskólann í Bandaríkjunum skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann fjallar um gjaldmiðilsmál okkar Íslendinga. Þar segir hann m.a.:

,,Sveigjanleikinn sem fylgir því að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil - og nýtist svo vel þegar allt er komið í óefni - er dýru verði keyptur. Verðið sem við greiðum fyrir sveigjanleikann eru himinháir vextir ár eftir ár. Frá árinu 1995 og til ársloka 2007 var vaxtamunur við útlönd að meðaltali um 5%. Gengi krónunnar var nánast hið sama í lok þessa tímabils og það var í upphafi. Lántökukostnaður í krónum var því að meðaltali um 5% á ári hærri en í viðskiptaveginni myntkörfu á þessu 12 ára tímabili. Það segir sig sjálft að það er verulegur baggi fyrir íslenskt atvinnulíf að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en fyrirtæki í öðrum löndum."

Og síðar skrifar Jón: ,,Með öðrum orðum, sveigjanleiki krónunnar fælir fjármagn frá Íslandi. Íslenska krónan hækkar því fjármagnskostnað íslenskra fyrirtækja að staðaldri. Yfir tímabilið 1995 til 2007 var þetta krónuálag 5% á ári að meðaltali.

Lykilspurningin þegar kemur að því að velja á milli þess að halda krónunni til frambúðar eða að taka í staðinn upp aðra mynt er því: Er möguleikinn á því að geta fellt gengið í niðursveiflu nægilega mikils virði til þess að hann réttlæti það að íslenskt atvinnulíf þurfi að búa við 5% hærri fjármagnskostnað en samkeppnisaðilar í öðrum löndum ár eftir ár."

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það má ekki horfa fram hjá því að halda þarf í skefjum peningamagni í umferð, stemma stigu við verðbólgu.

Ef hér er Evra þá erum við búin að taka þessi venjulegu vopn úr höndunum á yfirvöldum sem stýrivextirnir eiga að vera, þótt segja megi að þeir hafi aldrei virkað sem slíkir.

Þá þarf að beita höftum og sköttun í stað vaxtanna. Þannig að ef mönnum líkar illa við höft þá ættu þeir ekki að biðja um nýjan gjaldmiðil. Við þyrftum að loka hér inni fjármagn til margra ára og gætum síðan aldrei aflétt þeim að öllu leyti.

Í löndum þar sem er gríðarlega umfangsmikil bankastarfssemi og stórar fjármagnsfærslur eiga sér stað í gegn um alþjóðlegar fjármálastofnannir og banka, þá er þetta minna vandamál. Þá fæst fjármagn á mjög góðum kjörum.

En meiningin er (þótt ég eigi eftir að sjá það) að snúa hér baki við áhættufjármagni og laða að okkur langtímafjárfestingar, losa okkur við eitraða vafninga úr kerfinu og snú baki við þeirri stefnu að nota landið sem vogunarsjóð, hvað þá peningaþvottastöð. sjáum til, sé það ekki vera að gerast.

Eftir sem áður stöndum við frammi fyrir því að þótt beinn fjármagnskostnaður sé við fyrstu sýn hærri í dag eins og Jón segir, þá eru engu að síður þættir sem ég nefndi áðan sem þyrftu að koma í staðin með upptöku nýs gjaldmiðils, höft og skattar á færslur, hér þarf einnig að skapa frjálst flæði fjármagns í gegn um landið til þess að dæmið gangi upp, það höfum við ekki kunnað að gera hingað til.

Það er almennt álitið að peningastefna (monitary policy) eins og sú sem rekin hefur verið hér á landi, sé verri en engin. Því myndi ég segja stýrivaxtastefnu þá sem Seðlabankinn hefur haldið úti ætti ekki að notast til viðmiðunnar.

Nær væri af Jóni að gagnrýna pólitískt skipað Seðlabankaráð svo maður tali nú ekki um ESB starfsmann í peningastefnunefnd.

Ég myndi því segja Jón vera að taka fremur einfaldan vinkil á þetta því ekkert er gefins og ætíð kemur kostnaður og það er alltaf einhver ókostur sem fylgir skammrifinu.

Höft og skattar á færslur. 

sandkassi (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 00:46

2 identicon

Já eiginlega er greinin hjá honum frekar slöpp, var að lesa hana.

sandkassi (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband