15.3.2010 | 23:04
Mogginn og hið refsiglaða ESB!
Hið ESB-neiðkvæða Morgunblað fjallar í dag um vandamál Grikkja í frétt/skýringu eftir Bjarna Ólafsson. Þar fjallar hann um þær aðgerðir sem mögulega verði gripið til, til þess að aðstoða Grikki, sem glíma nú við mikinn (heimatilbúinn), efnhagsvanda, sem engann veginn er Evrunni að kenna, rýni menn í málið.
Það er hinsvegar vinklun MBL og fyrirsögn sem vekur athygli. Fyrirsögnin er þessi: VILL REFSA ESB-RÍKJUM EINS OG GRIKKLANDI. Meginmál greinarinnar er um 500 orð. Hinsvegar er þarna líka að finna 18 orða setningu, sem hljómar svona: ,, Sum ríki hafa komið fram með hugmyndir um hvernig refsa megi þeim sem fara út fyrir ramma sáttmálans. Hér er verið að tala um stöðugleikasáttmálann, sem ríki þurfa að uppfylla til að mega taka upp Evruna. Þessa 18 orða setningu notar blaðamaður MBL til þess að velja fyrirsögn!
Þetta er náttúrlega til þess að undirstrika fyrir lesendum MBL hve ESB er vont og refsiglatt fyrirbæri! Þetta verður að teljast sérkennileg nálgun. Síðan er heldur ekkert sagt hvaða ríki eru svona svakalega refsiglöð, heldur bara sagt "sum ríki. Hvaða ríkið eru þetta, er eðlilegt að spurt sé? Því svarar blaðamaður hinsvegar ekki. Eru það kannski Lettland eða Malta?
Morgunblaðið og (rit)stjórar þess hafa ákveðið að Ísland hafi ekkert með ESB að gera. Þess vegna verður að líkindum mörgum spaltkílómetrum eytt í það á næstu vikum og mánuðum til að reyna að segja Íslendingum, hvað þetta sé vont fyrirbæri, sem sé alltaf til í að ,,sparka í einhvern o.s.frv.Þetta eru vondu útlendingarnir!
En á Morgunblaðinu eru náttúrlega menn sem vita 100% hvað er Íslendingum fyrir bestu! Að leyfa Íslendingum að kjósa um aðild að ESB er í þeirra augum hin mesta vitleysa. Við hvað eru þeir hræddir? Beint lýðræði?
Í leiðara vill MBL að ESB-umsóknin verði dregin til baka og tekur þarmeð undir og bergmálar kröfur bænda og Bændablaðsins. Hvort er hvað? Er að myndast heilagt bandalag á milli Morgunblaðsins og Bændablaðsins?
Eldri færslur
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Evrópusamtökin-heimasíða Heimasíða Evrópusamtakanna
- Aðildarviðræður við ESB
- Já-Ísland
- Evrópustofa Upplýsingar um ESB og Evrópumál
- Evrópusambandið-ESB
- Utanríkisráðuneytið
- Sendiráð ESB á Íslandi Sendiráð ESB á Íslandi
- Meirihlutaálit Utanríkismálanefndar Alþingis
- Skýrsla Evrópunefndar
- RÚV:ESB-vefur
- Uppl. fyrir blaðamenn
- Sterkara Ísland
- FRBL-Umræða-Leiðarar
- European Daily Fréttir frá Evrópu
- BBC-Evrópa
- EU-Observer
- EUtube ESB á you tube
- Fastanefnd framkvæmdastjórnar ESB fyrir Ísland og Noreg.
- Evrópuskrifstofan
- EurActiv-Fréttir um ESB
- Euranet (Útvarp)
- Euronews
- Evrópusíða UTN Evrópusíða utanríkisráðuneytisins
- Ungt fólk og ESB Ungt fólk og ESB
- ESB-umfjöllun MBL
Fréttabréfið
Fréttabréf Evrópusamtakanna
Bloggvinir
- Arna Lára Jónsdóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Daði Einarsson
- Dofri Hermannsson
- Eiríkur Bergmann Einarsson
- Eva Kamilla Einarsdóttir
- Fanney Dóra Sigurjónsdóttir
- Fararstjórinn
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðlaugur Kristmundsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Hinrik Már Ásgeirsson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreinn Hreinsson
- Jón Gunnar Bjarkan
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Júlía Margrét Einarsdóttir
- Loopman
- Magnús Már Guðmundsson
- Marta B Helgadóttir
- Sveinn Arnarsson
- Tómas Þóroddsson
- Vefritid
- gudni.is
- Ágúst Hjörtur
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Rúnar Þorvaldsson
- Andri Geir Arinbjarnarson
- Arnar Guðmundsson
- Baldur Kristjánsson
- Barði Bárðarson
- Björn Halldórsson
- Brattur
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Egill Rúnar Sigurðsson
- ESB
- Eva Benjamínsdóttir
- Eva G. S.
- Eyjólfur Sturlaugsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Guðjón Sigurbjartsson
- Guðlaugur Hermannsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Heiðar Lind Hansson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Hjörtur Guðbjartsson
- Hólmfríður Bjarnadóttir
- Ingimundur Bergmann
- Jakob Falur Kristinsson
- Jens Sigurðsson
- Jón Grétar Sigurjónsson
- Jón Ragnar Björnsson
- Kama Sutra
- Kjartan Jónsson
- Konráð Ragnarsson
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Lúðvík Júlíusson
- Natan Kolbeinsson
- Óðinn Kári Karlsson
- Óskar Þorkelsson
- Ragnar G
- Rögnvaldur Þór Óskarsson
- Sema Erla Serdar
- Sigurður M Grétarsson
- Sigurður Sigurðsson
- Snorri Hrafn Guðmundsson
- Sumarliði Einar Daðason
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Ungir evrópusinnar
- Þarfagreinir
Athugasemdir
ESB er að benda á það augljósa. Það þarf að skera niður og auka tekjur til að brúa fjárlagahalla..... ekki flókið.
Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2010 kl. 00:38
Til ykkar á Evrópusamtökunum sem virðast vita minna en ekki neitt um hvorki Evrópu né ESB - eða hvað þá um það sem er að gerast þar;
The Financial Times March 15 2010 20:16 ;
Last week, Wolfgang Schäuble, the German finance minister, outlined a plan for a variety of gruesome new punishments for countries that break the eurozone’s fiscal rules Hér
The Financial Times; By Wolfgang Schäuble; Published: March 11 2010 19:15
Emergency liquidity aid may never be taken for granted. It must, on principle, still be possible for a state to go bankrupt. Facing an unpleasant reality could be the better option in certain conditions. The monetary union and the euro are best protected if the eurozone remains credible and capable of taking action, even in difficult situations. This necessarily means suspending an unco-operative member state’s voting rights in the Eurogroup. A country whose finances are in disarray must not be allowed to participate in decisions regarding the finances of another euro member. Should a eurozone member ultimately find itself unable to consolidate its budgets or restore its competitiveness, this country should, as a last resort, exit the monetary union while being able to remain a member of the EU.
The voting rights of a eurozone member should furthermore be suspended for one year if infringement proceedings establish that this country intentionally breached European economic and monetary law. The true extent of the Greek budget disaster only became clear when the manipulated statistics were uncovered last autumn. I favour the EU statistical office Eurostat having the right to inspect all public accounts where suspicion of manipulation is substantiated. Hér
Ykkur til upplýsingar þá er Wolfgang Schäuble fjármálaráðherra sambandsríkis Þýskalands.
Þýskaland er í Evrópu.
Kveðjur
Gunnar Albert Rögnvaldsson, 16.3.2010 kl. 13:02
Eurostat aðstoðaði Grikki við að fela skuldir.
Svo var það hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, sem aðstoðaði Grikkland við að fegra skuldastöðu landsins. Svipaðar aðferðir við sömu fegrun hagtalna notuðu önnur ríki myntbandalagsins til þess að blekkja og villa um fyrir hvort öðru - og fjárfestum heimsins.
The Commission said . . . the Greek government failed to disclose information about the currency swaps to a Eurostat team that visited Athens in September 2008 to monitor Greece’s debt management.
But Greeks with knowledge of a 2002 currency swap and a series of asset-backed securitisation deals – all carried out under the previous Socialist government that held power between 2000 and 2004 – disputed that contention.
“Eurostat knew all about these deals, which were perfectly legal at that time. We didn’t keep them secret,” said a former senior Greek finance ministry official.
“Personnel from Goldman did consult Eurostat on these swaps and there was no indication they were not in line with standards at the time,” said Corrigan, speaking at the Committee’s inquiry on systemically important institutions. Hér
Myntvafningurinn Evra hefur því miður reynst vera byggður á lygi.
Vandi Grikklands er ekki bara heimatilbúinn. Hann er að stórum hluta til framleiddur af þáttöku landsins í Myntlygabandalagi Evrópusambandsins.
Þið ættuð að fara meira út.
Gunnar Albert Rögnvaldsson, 16.3.2010 kl. 13:26
Það var glæpsamlegt af Evrópusambandinu að fara með Grikkland í þá aðgerð að taka upp Evru og í framhaldi eiga viðskipti við ECB Seðlabanka Evrópu.
Sambandið er ránfugl og klærnar eru Seðlabanki Evrópu, Evrópski Fjárfestingabankinn og tengdar stofnannir svo sem World Bank og AGS.
En einhvernvegin er aldrei neinn til andsvara á þessari síðu, hér er bara þusað og blaðrað.
"En á Morgunblaðinu eru náttúrlega menn sem vita 100% hvað er Íslendingum fyrir bestu! Að leyfa Íslendingum að kjósa um aðild að ESB er í þeirra augum hin mesta vitleysa. Við hvað eru þeir hræddir? Beint lýðræði?"
Þetta er klám herrar mínir, Evrópusambandið kyndir undir stjórnarkreppur og ósætti í þeim löndum sem sambandið vill komast með klærnar í. Allir þeir sem andmæla eru kallaðir útlendingahatarar og jaðarmenn.
Nú er ansi stór hluti þjóðarinnar kominn í þann hóp og spurning hvort "lýðræði" sé eitthvað sem ykkur hjá Evrópusamtökunum varðar um?
Ég segi nei, þið vitið ekki hvað lýðræði er og ættur ekki að taka ykkur orðið í munn.
sandkassi (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 15:18
Afhverju haldiði að átökin og óeirðirnar í Grikklandi séu svona hatrammar og mótmælendurnir svona reiðir, að þeir brenna ykkar háheilaga og helbláa ESB fána í umvörpum í mótmæalgöngum sínum !
Af því að EVRAN og ESB var tálsýn ein, sem hefur komið þessari þjóð í miklar ógöngur og nú er hver höndin uppá móti annarri hjá þessu apparati hvort eigi að refsa þeim eða stinga uppí þá dúsu eða hreinlega gera ekki neitt.
Um þetta munu Commízara ráðin óskeikulu þrátta og þrefa meðan (Róm) Aþena í þessu tilviki brennur.
Þetta er nú réttlæti og skilvirkni þessa handónýta apparats sem heitir ESB !
Gunnlaugur I., 16.3.2010 kl. 16:02
Þið kvartið undan því að hér sé enginn til andsvara, en það er náttúrlega bara bull og ekkert annar.
Gunnar A: Þó WS komi fram með einhverjar tillögur er ekki þarmeð sagt að þær verði að veruleika. Og hvað með skattkerfi Grikkja, sem að stórum hlluta er neðanjarðar. Þú hlýtur að hafa einhverjar brilljant kenningar um að það sé allt ESB að kenna líka!
Gunnar W: ,,Evrópusambandið kyndir undir stjórnarkreppur og ósætti í þeim löndum sem sambandið vill komast með klærnar í. Allir þeir sem andmæla eru kallaðir útlendingahatarar og jaðarmenn." Fyrirgefðu, en getur þú rökstutt það með hvaða hætti ESB-gerir þetta?
Gunnlaugur: ,,Afhverju haldiði að átökin og óeirðirnar í Grikklandi séu svona hatrammar og mótmælendurnir svona reiðir, að þeir brenna ykkar háheilaga og helbláa ESB fána í umvörpum í mótmæalgöngum sínum !"
Er það ekki m.a vegna þess að þeir hafa lifað um efni fram og ekki staðið fyrir pólitískum umbótum heima fyrir? Rétt eins og okkar litla eyþjóð? Svo klárlega finna menn alltaf skúrka...það er bara mannlegt.
Vilja Grikkir ganga úr ESB eða hætta að nota Evruna? Enginn talar um það.
Og hana nú!
Evrópusamtökin, www.evropa.is, 17.3.2010 kl. 20:32
Ekkert hana nú,
Á móti segi ég; rökstyðjið þið hið gagnstæða. Þið verðið að færa rök fyrir máli ykkar.
Nú eru uppi háværar kröfur meðal lykilmanna í Evrópusambandinu um að Grikkjum og fleirum verði hent út af Evrusvæðinu og Evran tekin af þeim.
Þið getið spurt hvaða sérfræðing sem er í gjaldmiðilsmálum og svarið verður alltaf á þá leið að þótt hægt sé að taka upp nýjan gjaldmiðil þá er nánast ógerningur að leggja hann niður aftur.
Það jafngildir því að færa efnahag og stjórnarhætti Grikkja aftur fyrir stofnun lýðveldis.
Svarið nú þessu,,, og hverjum er um að kenna? Hver er samhæfing í fjárlögum ESB ríkja? svar; engin - 0. Hver er samvinna skattayfirvalda á evrusvæðinu? Svar engin - 0.
Evrusvæðið gengur fyrst og fremst út á að safna veðum á skuldsett ríki inn í Seðlabanka Evrópu, allt á einn stað, æðislega sætt.
Síðan er gengið að þessum veðum. Seðlabanki Evrópu er búin að vera í samstarfi og samningum við Grikki í mörg mörg ár, þeir veittu Grikkjum inngöngu inn í ERM þrátt fyrir himinháar skuldir sem samræmist engan vegin hinum undurfögru Maastricht skilyrðum.
Grikkir voru látnir einkavæða í stórum stíl og gefa falska mynd af GDP með því að selja ríkiseignir á mettíma. Það var alltaf mjög ljóst að þeir gætu aldrei haldið uppi hagtölum sem innihéldu þær aðgerðir.
Ríkiseignir eru eins og aðrar eignir, það er bara hægt að selja þær einu sinni.
Það stendur ekkert á rökum frá mér, færið þið nú rök herrar mínir í Evrópusamtökunum og í öðru en spurningaformi.
sandkassi (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.