Leita í fréttum mbl.is

Úlfar svarar Helga Á. Grétarssyni

Úlfar HaukssonFáir ţekkja fiskveiđistjórnunarkerfi jafnvel og Úlfar Hauksson, höfundur bókarinnar ,,Gert út frá Brussel.” Fyrir skömmu ritađi hann grein í Fréttablađiđ, en ţar svarađi hann grein eftir Helga Áss Grétarsson. Í grein sinni segir Úlfar m.a.:

,,Helgi Áss Grétarsson, sérfrćđingur viđ Lagastofnun Háskóla Íslands , birti grein hér í Fréttablađinu ţann 27. mars sl. undir yfirskriftinni „Söguskođun sófaspekinga". Í greininni er Helgi ađ kenna íslenskum „mennta- og gáfumennum", sem hann kallar „sófaspekinga", lexíu varđandi ţróun íslenska fiskveiđistjórnunarkerfisins. Helgi setur ofan í viđ „sófaspekingana" fyrir skort á almennri ţekkingu á ţróun íslensks sjávarútvegs auk ţess sem hann segir ţá gefa ranga mynd af samspili gengisfellinga íslensku krónunnar og afkomu sjávarútvegsins. Ekki er ćtlunin ađ fara nánar út í gagnrýni Helga á „sófaspekingana". Hins vegar er augljóst ađ upprifjun Helga á handstýrđri hagstjórn fortíđar međ síendurtekinni rússíbanareiđ gengisfellinga íslensku krónunnar er ekki neinum bjóđandi; hvorki einstaklingum né fyrirtćkjum hvort heldur sem er til sjávar eđa sveita. Grein Helga undirstrikar ţví hina hrópandi ţörf fyrir stöđugleika í efnahagsmálum til framtíđar. Til ađ slíkt geti orđiđ ţarf ađ taka upp annan gjaldmiđil. Flestir gera sér grein fyrir ţessari stađreynd og jafnframt ţví ađ eini gjaldmiđillinn sem kemur til greina er evra. Auk ţess gera flestir sér grein fyrir ţví ađ evra fćst ekki nema međ ađild ađ ESB."

Öll grein Úlfars


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ţetta er borđleggjandi fyrir ţá sem vilja sjá. Krónan gengur ekki lengur til framtíđar. Ţetta er bara ţví miđur handónýtur gjaldmiđill.

Mér finnst alveg gaman af ţessum peningum. Jón Sigursson á fimmhudnruđkallinum og Karval á tvöţúsund kallinum. Ţetta er ákveđiđ ţjóđarstoll og allt ţađ. En ef enginn í útlöndum vill ekki taka viđ ţessum pappír ţá er ţetta gagnslaust. 

Sleggjan og Hvellurinn, 2.4.2010 kl. 11:49

2 Smámynd: Hólmfríđur Bjarnadóttir

Ţađ fylgir ţví ákveđin öryggiskennd ađ viđ höfum ţann góđa möguleika í stöđunni ađ komast á lyngnari sjó í efnahagsmálum. 

Ţađ má líkja ástandinu hér á landi undanfarna áratugi viđ ţađ ađ vera farţegi í rallýbíl sem fer um krókóttan og holóttan veg á ofsahrađa. Farţegarnir eru ekki í öryggisbeltum og ţeir fá óhjákvćmilega ýmsa pústra ţegar ţeir hendist til og frá í ósköpunum. Ökumennirnir eru međ "belti og axlabönd" og komast ţví heilir í gegn.

Ég vil komast í góđan bíl sem ekur á löglegum hrađa eftir góđum vegi ţar sem ALLIR eru međ "belti og axlabönd".

Slík framtíđarsýn veitir međ öryggiskennd og sú kennd vekur vellíđan og jafnvćgi í sálinni.

Hólmfríđur Bjarnadóttir, 6.4.2010 kl. 11:11

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband