Leita í fréttum mbl.is

Sameinumst um hagsmuni Íslands!

Árni Þór SigurðssonÁrni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Alþingis skrifar áhugaverða grein um Evrópumál á www.pressan.is. Þar fjallar hann um hagsmuni Íslands í komandi aðildarviðræðum og mikilvægi þess að halda á lofti hagsmunum landsins.

Í grein sinni segir Árni m.a.: ,, Óháð því hvort Ísland gerist aðili að Evrópusambandinu eða ekki, þá varðar stefnumörkun sambandsins í sjávarútvegsmálum okkur Íslendinga.  Okkur ber því skylda til að beita áhrifum okkar í þágu íslenskra hagsmuna.  Allt framlag af þessum toga mun styrkja samningsstöðu Íslands þegar hinar eiginlegu aðildarviðræður við ESB hefjast síðar á árinu.  Um það eiga allir að geta sameinast, bæði þeir sem eru einarðir andstæðingar aðildar Íslands að ESB og eins hinir sem eru eindregnir stuðningsmenn.”

Öll greinin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hawk

Ég er sammála því að það sé gott fyrir alla hagsmunaaðila að landa eins góðum samningi og við getum.

Þeir í Heimssýn ættu að vera sammála því vegna þess EF þjóðin er svo "vitlaus" að segja JÁ við ESB þá verður ástandið allavega skárra með góðum samningi.

Evrópusinnar og andstæðingar!!! Takið höndum saman núna og reyndið að landa sem bestum samningi fyrir þjóðina. Og hætta þessum skotgrafahernað þangað til samningur lyggur fyrir.

Hawk, 4.4.2010 kl. 19:21

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þjóðinni allri er það mikið hagsmunamál að ná góðum samningum í aðildarviðræðum við ESB. Við erum á strandstað og nú standa yfir aðgerðir til björgunar. Valið stendur um að komast að bryggju í stórri höfn sem vel er varin fyrir ágangi hafrótsins. Þar hefur skipið okkar völ á góðri þjónustu, jöfnu aðgengi að vistum og eldsneyti ásamt því að veltingur er nánast úr sögunni.

Eða að fá úthlutað plássi á skipalagi fyrir opnu hafi. Akkerið er að vísu stórt og keðjan sver. Möguleikarinir að ná til hafnar er hverfandi og farþegarnir meiga búast við öllu þegar hvessir og straumur verður sterkur. Skipalagið er á afviknum stað og erfitt um aðdrætti. Kostur fremur þröngur og sjóveiki algeng.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.4.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband