Leita í fréttum mbl.is

Vaxtamunur - Ísland/Evrusvæðið: Georg Brynjarsson

Georg BrynjarssonÞað er alltaf áhugavert að sjá "nýja penna" í Evrópuumræðunni, það eykur fjölbreytni hennar, fleiri sjónarhorn og skoðanir koma fram. Georg Brynjarsson, meistaranemi í hagfræði í Danmörku, skrifar áhugaverða grein um vaxtamun milli Íslands og annarra land í pistli á Eyjubloggi sínu.

Í pistli sínum segir Georg m.a.: 

"Flestar rannsóknir benda til þess að vaxtaálagið myndi minnka við upptöku evru á Íslandi. Vegur þar þyngst að gengisáhættan gagnvart evrusvæðinu þurrkast út auk þess sem verðbólguáhætta til lengri tíma minnkar. Til skemmri tíma mætti þó búast við lítilsháttar hækkun á gjaldþrotaáhættu og almennri markaðsáhættu. Þá stæði eflaust alltaf eftir eitthvað seljanleika- og fjarlægðarálag.

Ýmsir hafa reynt að leggja mat á hlutfallsskiptingu núverandi vaxtaálags í því augnamiði að reyna að meta áhrif upptöku evru á vexti hérlendis. Sé gengið út frá fyrrnefndri niðurstöðu um meðaltals vaxtaálag milli Íslands og evrusvæðisins uppá 2,25% má lesa úr rannsóknum að vextir lækki um 0,2% til 2,25% þegar gott jafnvægi ríkir í þjóðarbúskapnum."

Allur pistill Georgs

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Hann endar pistilinn á:

"Miðað við hreina skuldastöðu þjóðarbúsins síðustu áramót myndi þessi vaxtalækkun tákna þjóðhagslegan ávinning á bilinu 7 til 82 milljarðar króna á ári í formi lægri vaxtagreiðslna til útlanda"

Bara þessi sparnaður greiðir upp kostnaðinn af aðild að ESB. 

Sleggjan og Hvellurinn, 6.4.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Fer ekki vaxtamunur aðallega eftir hversu skuldsettur viðkomandi aðili er?

Og hvað viðkomandi þénar og hvernig kann ráðstafar því?

Það vill engin senda peningana sína í ríki sem skuldar 180% af VLF og rekur sig með 100ma. halla af 1500ma. VLF og hefur engan áhuga á að taka á því.

Kannski ríkið þurfi að hætta að taka 18% af fjármagnstekjum sem verða til hér á landi til að hægt sé að bera þetta saman.

Svo hafa lífeyrissjóðir okkar verið fóðraðir með þessum vöxtum umfram nokkurn annan aðila.

Mín stefna gengur útá að losa okkur við erlendar skuldir ekki bara fá þær á lægri vöxtum. En þessir hlutir hanga saman því til að borga niður skuldir þarf ríkið að vera rekið með halla og ef það er gert lækka skuldir og þá fáum við betra lánshæfismat og tiltrú.

Hjalti Sigurðarson, 7.4.2010 kl. 10:28

3 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Rekið með afgangi í síðustu málsgrein, afsakið mistökin.

Hjalti Sigurðarson, 7.4.2010 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband